Pogba og Lukaku skoruðu í sigri United Dagur Lárusson skrifar 18. nóvember 2017 19:30 Lukaku skoraði í dag vísir/getty Manchester United tók á móti Newcastle United í síðasta leik ensku úrvalsdeildarinnar í dag en fyrir leikinn var Manchester United í 3.sæti deildarinnar með 23 stig á meðan Newcastle sat í 9.sæti með 15 stig. Það voru gestirnir í Newcastle sem byrjuðu leikinn mun betur og spiluðu mjög vel og komust yfir strax á 14.mínútu leiksins með marki frá Dwight Gayle eftir frábæra skyndisókn. Eftir þetta mark voru Newcastle líklegir til þess að bæta við öðru marki og komust þeir nálægt því. Það voru hinsvegar United sem skoruðu næsta mark leiksins og var það Anthony Martial sem gerði það eftir frábæran undirbúning Paul Pogba. Allt stefndi í að liðin færu jöfn inn í leikhlé en allt kom fyrir ekki því á síðustu sekúndum fyrri hálfleiksins skoraði Chris Smalling með flottum skalla og staðan því 2-1 á hálfleik. Manchester United voru með öll völdin á vellinum í síðari hálfleiknum og sótti á afláts. Þeir uppskáru eftir því á 54. mínútu þegar Marcus Rashford lagði boltann snyrtilega fyrir fætur Paul Pogba í vítateig Newcastle og gat Pogba lítið annað en sett boltann í markið og staðan orðin 3-1 og rúmur hálftími eftir af leiknum. Á 70. mínútu dróg aftur til tíðinda en þá fékk Romelu Lukaku boltann á hægri kanntinum og tók hann þríhyrningspil við Juan Mata og var sloppinn inn fyrir vörn Newcastle áður en hann þrumaði boltanum í netið og staðan orðin 4-1. Þetta reyndust lokatölur leiksins og United því komið í 2.sæti deildarinnar með 26 stig. Þess má geta að Zlatan Ibrahimovic sneri til baka eftir erfið meiðsli en hann kom inná fyrir Martial á 76. mínútu. Enski boltinn Tengdar fréttir Zlatan og Pogba verða báðir með United á morgun Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, greindi frá því á blaðamannafundi í dag að tveir öflugir leikmenn snúa aftur um helgina. 17. nóvember 2017 13:59
Manchester United tók á móti Newcastle United í síðasta leik ensku úrvalsdeildarinnar í dag en fyrir leikinn var Manchester United í 3.sæti deildarinnar með 23 stig á meðan Newcastle sat í 9.sæti með 15 stig. Það voru gestirnir í Newcastle sem byrjuðu leikinn mun betur og spiluðu mjög vel og komust yfir strax á 14.mínútu leiksins með marki frá Dwight Gayle eftir frábæra skyndisókn. Eftir þetta mark voru Newcastle líklegir til þess að bæta við öðru marki og komust þeir nálægt því. Það voru hinsvegar United sem skoruðu næsta mark leiksins og var það Anthony Martial sem gerði það eftir frábæran undirbúning Paul Pogba. Allt stefndi í að liðin færu jöfn inn í leikhlé en allt kom fyrir ekki því á síðustu sekúndum fyrri hálfleiksins skoraði Chris Smalling með flottum skalla og staðan því 2-1 á hálfleik. Manchester United voru með öll völdin á vellinum í síðari hálfleiknum og sótti á afláts. Þeir uppskáru eftir því á 54. mínútu þegar Marcus Rashford lagði boltann snyrtilega fyrir fætur Paul Pogba í vítateig Newcastle og gat Pogba lítið annað en sett boltann í markið og staðan orðin 3-1 og rúmur hálftími eftir af leiknum. Á 70. mínútu dróg aftur til tíðinda en þá fékk Romelu Lukaku boltann á hægri kanntinum og tók hann þríhyrningspil við Juan Mata og var sloppinn inn fyrir vörn Newcastle áður en hann þrumaði boltanum í netið og staðan orðin 4-1. Þetta reyndust lokatölur leiksins og United því komið í 2.sæti deildarinnar með 26 stig. Þess má geta að Zlatan Ibrahimovic sneri til baka eftir erfið meiðsli en hann kom inná fyrir Martial á 76. mínútu.
Enski boltinn Tengdar fréttir Zlatan og Pogba verða báðir með United á morgun Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, greindi frá því á blaðamannafundi í dag að tveir öflugir leikmenn snúa aftur um helgina. 17. nóvember 2017 13:59
Zlatan og Pogba verða báðir með United á morgun Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, greindi frá því á blaðamannafundi í dag að tveir öflugir leikmenn snúa aftur um helgina. 17. nóvember 2017 13:59
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti