Handbolti

Björgvini Páli og Aroni Rafni skipt út

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Aron Rafn og Björgvin Páll fara ekki með til Norður-Makedóníu.
Aron Rafn og Björgvin Páll fara ekki með til Norður-Makedóníu.
Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur skipt um markvarðapar fyrir leikinn gegn Norður-Makedóníu í Skopje í undankeppni EM 2020 á sunnudaginn.

Björgvin Páll Gústavsson og Aron Rafn Eðvarðsson detta út og í þeirra stað koma Ágúst Elí Björgvinsson og Viktor Gísli Hallgrímsson.

Björgvin Páll og Aron Rafn náðu sér engan veginn á strik í tapinu fyrir Norður-Makedóníu í gær, 33-34, og eftir leikinn lýsti Guðmundur yfir áhyggjum af markvörslu íslenska liðsins.

Ágúst Elí, sem leikur með Sävehof í Svíþjóð, hefur farið á síðustu tvö stórmót; EM 2018 og HM 2019. Hinn 18 ára Viktor Gísli, sem leikur með Fram, leikur sinn fyrsta keppnisleik með landsliðinu á sunnudaginn.

Þrátt fyrir tapið í gær er Ísland enn á toppi síns riðils í undankeppni EM 2020. Íslenska liðið er með fjögur stig og á þrjá leiki eftir.

Íslenska liðið heldur út til Skopje á morgun. Leikurinn á sunnudaginn hefst klukkan 18:00.


Tengdar fréttir

Aron: Verður ekki verra

Aron Pálmarsson segir að leikmenn Íslands geti aðeins sjálfum sér um kennt eftir tapið gegn Norður-Makedóníu í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×