Bolton getur ekki borgað laun en setti á fót matarsöfnun Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 15. maí 2019 07:00 Bolton hefur séð sælli daga vísir/getty Veturinn hefur verið erfiður fyrir Bolton Wanderers, innan sem utan vallar. Starfsfólk félagsins hefur ekki fengið greidd laun fyrir vinnu í aprílmánuði og nú hefur félagið sett upp matarsöfnun fyrir starfsfólk sitt. Bolton féll niður í ensku C-deildina í vor og hefur átt í miklum fjárhagsvandræðum í vetur. Ásamt því að starfsfólk hafi ekki fengið greitt hafa leikmenn liðsins heldur ekki fengið borgað, hvorki fyrir mars né apríl. Í samstarfi við fyrirtæki í nágrenninu hefur Bolton sett upp matarbanka fyrir starfsfólk sitt þar sem mátti nálgast, pasta, dósamat, hrísgrjón, frosnar máltíðir og hreinlætisvörur. „Það er mikill misskilningur að allir innan fótboltans séu á kóngalaunum. Mikið af starfsfólkinu á bak við tjöldin er á mjög lágum launum,“ sagði Phil Mason, talsmaður Bolton. „Starfsfólkið þarf að borga af húslánum eða leigu, það þarf að bera mat á borðið fyrir fjölskyldur sínar og komast í og frá vinnu.“ Þá hefur samfélagssjóði félagsins borist aðstoð frá öðru félagi, sem ekki hefur verið opinberlega nefnt en BBC segir líklega vera Preston North End. „Það er gríðarlega ánægjulegt að við höfum fengið aðstoð frá félagi í Championshipdeildinni,“ sagði Mason. „Félagið gaf okkur stóra upphæð í formi afsláttarmiða í Asda og Sainsbury's [breskar matvöruverslanir] og við getum notað þá í að nálgast meiri birgðir í matarbankann fyrir starfsfólkið.“ Enski boltinn Tengdar fréttir Bolton í greiðslustöðvun og byrjar næsta tímabil með tólf stig í mínus Allt í steik hjá Bolton Wanderers. 8. maí 2019 10:28 Leik Bolton aflýst vegna verkfalls leikmanna Bolton Wanderers getur ekki stillt upp liði í næstsíðustu umferð ensku B-deildarinnar þar sem leikmenn liðsins neita að mæta í leikinn vegna vangoldinna launa. 27. apríl 2019 11:30 Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Sjá meira
Veturinn hefur verið erfiður fyrir Bolton Wanderers, innan sem utan vallar. Starfsfólk félagsins hefur ekki fengið greidd laun fyrir vinnu í aprílmánuði og nú hefur félagið sett upp matarsöfnun fyrir starfsfólk sitt. Bolton féll niður í ensku C-deildina í vor og hefur átt í miklum fjárhagsvandræðum í vetur. Ásamt því að starfsfólk hafi ekki fengið greitt hafa leikmenn liðsins heldur ekki fengið borgað, hvorki fyrir mars né apríl. Í samstarfi við fyrirtæki í nágrenninu hefur Bolton sett upp matarbanka fyrir starfsfólk sitt þar sem mátti nálgast, pasta, dósamat, hrísgrjón, frosnar máltíðir og hreinlætisvörur. „Það er mikill misskilningur að allir innan fótboltans séu á kóngalaunum. Mikið af starfsfólkinu á bak við tjöldin er á mjög lágum launum,“ sagði Phil Mason, talsmaður Bolton. „Starfsfólkið þarf að borga af húslánum eða leigu, það þarf að bera mat á borðið fyrir fjölskyldur sínar og komast í og frá vinnu.“ Þá hefur samfélagssjóði félagsins borist aðstoð frá öðru félagi, sem ekki hefur verið opinberlega nefnt en BBC segir líklega vera Preston North End. „Það er gríðarlega ánægjulegt að við höfum fengið aðstoð frá félagi í Championshipdeildinni,“ sagði Mason. „Félagið gaf okkur stóra upphæð í formi afsláttarmiða í Asda og Sainsbury's [breskar matvöruverslanir] og við getum notað þá í að nálgast meiri birgðir í matarbankann fyrir starfsfólkið.“
Enski boltinn Tengdar fréttir Bolton í greiðslustöðvun og byrjar næsta tímabil með tólf stig í mínus Allt í steik hjá Bolton Wanderers. 8. maí 2019 10:28 Leik Bolton aflýst vegna verkfalls leikmanna Bolton Wanderers getur ekki stillt upp liði í næstsíðustu umferð ensku B-deildarinnar þar sem leikmenn liðsins neita að mæta í leikinn vegna vangoldinna launa. 27. apríl 2019 11:30 Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Sjá meira
Bolton í greiðslustöðvun og byrjar næsta tímabil með tólf stig í mínus Allt í steik hjá Bolton Wanderers. 8. maí 2019 10:28
Leik Bolton aflýst vegna verkfalls leikmanna Bolton Wanderers getur ekki stillt upp liði í næstsíðustu umferð ensku B-deildarinnar þar sem leikmenn liðsins neita að mæta í leikinn vegna vangoldinna launa. 27. apríl 2019 11:30
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti