Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - KR 2-1 | Umdeild vítaspyrna reyndist sigurmarkið Smári Jökull Jónsson á Mustad-vellinum skrifar 16. maí 2019 22:15 Óskar Örn Hauksson hefur verið sprækur í liði KR. vísir/bára Grindavík vann sinn fyrsta sigur í Pepsi-Max deildinni í sumar þegar þeir lögðu KR á heimavelli í kvöld. Lokatölur urðu 2-1 en tapið er það fyrsta hjá Vesturbæingum í sumar. KR-ingar fengu fyrsta færi leiksins og það var eitt það besta í leiknum. Björgvin Stefánsson skaut þá í þverslána úr þröngu færi eftir fína sendingu Atla Sigurjónssonar. Eftir þetta voru það hins vegar Grindvíkingar sem höfðu yfirhöndina. Þeir voru mikið grimmari úti á vellinum og ógnuðu mun meira sóknarlega en í fyrstu tveimur heimaleikjum liðsins til þessa. Þeir uppskáru mark á 23.mínútu þegar Alexander Veigar Þórarinsson skoraði og bættu öðru marki við sjö mínútum síðar þegar Aron Jóhannsson skoraði úr víti. Vítaspyrnan var umdeild og á sjónvarpsupptökum virtist sem brotið hafi átt sér stað utan teigs. Í síðari hálfleik náði Björgvin Stefánsson að minnka muninn og KR-ingar sóttu nánast linnulaust og reyndu að jafna. Það tókst hinsvegar ekki og Grindvíkingar fögnuðu innlega sætum sigri.Af hverju vann Grindavík?Þeir unnu þennan leik á góðum fyrri hálfleik. Þá voru þeir mun grimmari í öllum sínum aðgerðum og sóknarleikur KR-inga var hægur og fyrirsjáanlegur. Vesturbæingar virtust þungir úti á vellinum og Vladimir Tufegdzig var þeim erfiður í framlínu heimamanna. Það virkaði mun betur að hafa hann uppi á topp en Patrick Nkoyi var settur á bekkinn í kvöld, varnarvinna Tufa var betri og hann ógnaði einnig mikið sóknarlega. Í síðari hálfleik sóttu KR-ingar vissulega nánast stanslaust en virtust hálf örvæntingarfullir í sínum aðgerðum og náðu í raun ekki að skapa sér neitt dauðafæri.Þessir stóðu upp úr:Rodrigo Mateo var góður á miðjunni og traustur allan leikinn. Tufegdzig var mjög góður í fyrri hálfleik og hljóp mikið allt til lok leiksins. Hann leið fyrir það að Grindvíkingar héldu boltanum illa í seinni hálfleik. Josip Zeba var öflugur í vörninni og Djogatovic öruggur í markinu þrátt fyrir smá skjálfta í byrjun. KR-ingar voru slakir í fyrri hálfleik en í þeim síðari voru Óskar Örn Hauksson og Tobias Thomsen þeir sem helst voru að skapa hættu fyrir framan mark Grindvíkinga.Hvað gekk illa?Eins og áður segir voru KR-ingar slakir í fyrri hálfleik. Þeir voru hægir og urðu undir í baráttunni sömuleiðis. Í síðari hálfleik voru þeir ekki nægjanlega þolinmóðir í sínum aðgerðum. Grindvíkingar féllu mjög langt niður eftir mark KR, kannski ekkert skrýtið fyrir lið í leit að sínum fyrsta sigri. Þeim gekk illa að halda boltanum eftir hlé og þrumuðu honum oftar en ekki lengst fram völlinn.Hvað gerist næst?Grindvíkingar leika sinn fjórða heimaleik á mánudaginn þegar þeir mæta Fylki í 5.umferð Pepsi-Max deildarinnar. Sigur þar myndi koma þeim frá fallbaráttunni í bili. KR-mætir nýliðum HK á heimavelli í mánudag. Þar þurfa þeir sigur ef þeir ætla ekki að missa toppliðin of langt fram úr sér. Rúnar: Við vorum lélegir í dag, mjög lélegirRúnar Kristinssonvísir/báraRúnar Kristinsson þjálfari KR var afar ósáttur við leik sinna manna gegn Grindavík í kvöld þar sem Vesturbæingar urðu að sætta sig við ósigur. „Við vorum lélegir í öllum þessum leik. Fyrri hálfleikur var mjög slakur og þó það hafi ekki verið mikill vindur á vellinum þá hefur hann þau áhrif að Grindavík hafði yfirhöndina í fyrri og við í seinni,“ sagði Rúnar í viðtali við Vísi eftir leikinn í kvöld. Grindavík var töluvert sterkari aðilinn í fyrri hálfleik í dag. Björgvin Stefánsson skaut reyndar í þverslána snemma leiks en eftir það voru Grindvíkingar sterkari aðilinn, mikið grimmari gegn hægum og fyrirsjáanlegum KR-ingum. „Við nýtum ekki færin okkar í byrjun, eigum sláarskot og eitt eða tvö færi í viðbót áður en þeir komast yfir. Það var bara of mikið að lenda 2-0 undir í hálfleik, það var dálítið mikil brekka fyrir okkur og þó svo að það hafi verið mikið eftir þegar við skorum þá náðum við ekki að nýta það.“ KR-ingar minnkuðu muninn á 61.mínútu en þrátt fyrir nokkuð þunga sókn náður þeir ekki að brjóta niður vörn Grindvíkinga. „Við dældum mikið af boltum inn á teiginn frekar snemma fannst mér. Við áttum að reyna að spila boltanum svolítið lengur í staðinn fyrir að þruma honum inn í von og óvon.“ „Ég vildi reyna að skipta boltaum allavega einu sinni á milli kanta áður en við færum að senda boltann inn á teig. Það voru vissulega opnanir fyrir okkur að spila boltanum inn á miðsvæðis og færa svo yfir á gagnstæðan kant og skapa þar og koma okkur í betri möguleika á að spila okkur í gegn. Mér fannst við aftarlega þegar við settum boltann inn á teig.“ Tapið er það fyrsta hjá KR í sumar og þeir eru nú fimm stigum frá toppliðum ÍA og Breiðabliks. „Við erum ekkert að örvænta núna, þetta er bara rétt að byrja. Við þurfum bara að rífa okkur upp, þetta var lélegt í dag, mjög lélegt og við getum ekkert verið að afsaka okkur yfir einu eða neinu. Við verðum bara að halda áfram. Það er næsti leikur sem telur og við þurfum bara að sjá hvernig þetta þróast í næstu leikjum.“ Tufa: Þetta gefur okkur gríðarlega mikiðSrdjan Tufegdzig.Vísir/Ernir„Ég er gríðarlega ánægður og stoltur af mínum strákum. Við vorum að spila gegn KR sem er risa klúbbur, með flotta leikmenn og flotta þjálfara. Vinnan sem við vorum að leggja á okkur undanfarna mánuði og vikur var skila sér í dag,“ sagði Srdjan Tufegdzig þjálfari Grindavíkur eftir sigurinn í kvöld. Leikurinn var í raun frekar tvískiptur, Grindvíkingar voru sterkari í fyrri hálfleiknum en KR-ingar sóttu mikið í þeim síðari. „Við spilum mjög vel í fyrri hálfleik og mér fannst staðan sanngjörn í hálfleik. Við megum ekki gleyma að á móti okkur er lið með mikil gæði og góða leikmenn. Þeir þrýsta okkur í leik sem við viljum ekki vera í en á endanum skiptir máli að verjast vel sem við gerðum, fyrir utan eitt skipti, og mér fannst þetta sanngjarn sigur í dag.“ Grindavík var nú að leika sinn þriðja heimaleik í fjórum umferðum og Tufa var sammála því að sigurinn væri enn mikilvægari í því ljósi. „Okkar plan var að sækja fleiri stig á heimavelli. Okkar spilamennska er á uppleið og þetta var tímaspursmál hvenær sigurinn myndi detta í hús. Við vorum mjög flottir úti í Eyjum og gegn Stjörnunni. Það er stígandi hjá okkur og verður þannig í sumar.“ Grindavík mætir Fylki í enn einum heimaleiknum á mánudag. „Þetta gefur okkur gríðarlega mikið, að menn fái verðlaun fyrir þá miklu vinnu sem þeir eru að leggja á sig á hverjum degi. Það verður hörkuleikur á mánudag, Fylkisliðið er flott og skipað mörgum góðum leikmönnum. Þetta verður erfiður leikur sem við ætlum að reyna að sigra.“ Alexander Veigar: Gerðum vel í að láta KR gera það sem hentar þeim ekki velAlexander Veigar skoraði fyrra mark Grindavíkur í kvöld.Vísir/ErnirAlexander Veigar Þórarinsson var í byrjunarliði Grindavíkur annan leikinn í röð og þakkaði traustið með því að skora fyrra mark heimamanna í kvöld. „Mér fannst við standa okkur vel varnarlega, við vorum að berjast og hlaupa fyrir hvern annan. Mér fannst við gera vel í að láta KR gera það sem hentar þeim ekki sérlega vel og gáfum ekkert of mörg færi á okkur,“ sagði Alexander við Vísi að leik loknum í kvöld. Markið sem Alexander skoraði var glæsilegt, hann þrumaði knettinum í netið eftir góða sendingu Elias Tamburini. „Ég fékk nægan tíma og ætlaði að setja hann í nær en hitti boltann ekkert allt of vel en það var varnarmaður sem var fyrir Beiti þannig að hann sá boltann seint og átti eiginlega ekki möguleika. Það var mjög ánægjulegt að sjá hann inni.“ Eftir leikhlé féllu Grindvíkingar ansi langt niður á völlinn og sérstaklega eftir mark KR. „Ég hefði viljað sjá okkur halda boltanum betur, þar með talinn ég sjálfur, ég var ekki nægjanlega góður í því. Það vantaði kannski aðeins meiri yfirvegun í liðið í heildina, að halda boltanum og hægja aðeins á þessu svo við værum ekki hlaupandi í varnarvinnu allan leikinn. Það hefði hjálpað okkur í síðari hálfleiknum." Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Rúnar: Við vorum lélegir í dag, mjög lélegir Rúnar Kristinsson þjálfari KR var afar ósáttur við leik sinna manna gegn Grindavík í kvöld þar sem Vesturbæingar urðu að sætta sig við ósigur. 16. maí 2019 21:40
Grindavík vann sinn fyrsta sigur í Pepsi-Max deildinni í sumar þegar þeir lögðu KR á heimavelli í kvöld. Lokatölur urðu 2-1 en tapið er það fyrsta hjá Vesturbæingum í sumar. KR-ingar fengu fyrsta færi leiksins og það var eitt það besta í leiknum. Björgvin Stefánsson skaut þá í þverslána úr þröngu færi eftir fína sendingu Atla Sigurjónssonar. Eftir þetta voru það hins vegar Grindvíkingar sem höfðu yfirhöndina. Þeir voru mikið grimmari úti á vellinum og ógnuðu mun meira sóknarlega en í fyrstu tveimur heimaleikjum liðsins til þessa. Þeir uppskáru mark á 23.mínútu þegar Alexander Veigar Þórarinsson skoraði og bættu öðru marki við sjö mínútum síðar þegar Aron Jóhannsson skoraði úr víti. Vítaspyrnan var umdeild og á sjónvarpsupptökum virtist sem brotið hafi átt sér stað utan teigs. Í síðari hálfleik náði Björgvin Stefánsson að minnka muninn og KR-ingar sóttu nánast linnulaust og reyndu að jafna. Það tókst hinsvegar ekki og Grindvíkingar fögnuðu innlega sætum sigri.Af hverju vann Grindavík?Þeir unnu þennan leik á góðum fyrri hálfleik. Þá voru þeir mun grimmari í öllum sínum aðgerðum og sóknarleikur KR-inga var hægur og fyrirsjáanlegur. Vesturbæingar virtust þungir úti á vellinum og Vladimir Tufegdzig var þeim erfiður í framlínu heimamanna. Það virkaði mun betur að hafa hann uppi á topp en Patrick Nkoyi var settur á bekkinn í kvöld, varnarvinna Tufa var betri og hann ógnaði einnig mikið sóknarlega. Í síðari hálfleik sóttu KR-ingar vissulega nánast stanslaust en virtust hálf örvæntingarfullir í sínum aðgerðum og náðu í raun ekki að skapa sér neitt dauðafæri.Þessir stóðu upp úr:Rodrigo Mateo var góður á miðjunni og traustur allan leikinn. Tufegdzig var mjög góður í fyrri hálfleik og hljóp mikið allt til lok leiksins. Hann leið fyrir það að Grindvíkingar héldu boltanum illa í seinni hálfleik. Josip Zeba var öflugur í vörninni og Djogatovic öruggur í markinu þrátt fyrir smá skjálfta í byrjun. KR-ingar voru slakir í fyrri hálfleik en í þeim síðari voru Óskar Örn Hauksson og Tobias Thomsen þeir sem helst voru að skapa hættu fyrir framan mark Grindvíkinga.Hvað gekk illa?Eins og áður segir voru KR-ingar slakir í fyrri hálfleik. Þeir voru hægir og urðu undir í baráttunni sömuleiðis. Í síðari hálfleik voru þeir ekki nægjanlega þolinmóðir í sínum aðgerðum. Grindvíkingar féllu mjög langt niður eftir mark KR, kannski ekkert skrýtið fyrir lið í leit að sínum fyrsta sigri. Þeim gekk illa að halda boltanum eftir hlé og þrumuðu honum oftar en ekki lengst fram völlinn.Hvað gerist næst?Grindvíkingar leika sinn fjórða heimaleik á mánudaginn þegar þeir mæta Fylki í 5.umferð Pepsi-Max deildarinnar. Sigur þar myndi koma þeim frá fallbaráttunni í bili. KR-mætir nýliðum HK á heimavelli í mánudag. Þar þurfa þeir sigur ef þeir ætla ekki að missa toppliðin of langt fram úr sér. Rúnar: Við vorum lélegir í dag, mjög lélegirRúnar Kristinssonvísir/báraRúnar Kristinsson þjálfari KR var afar ósáttur við leik sinna manna gegn Grindavík í kvöld þar sem Vesturbæingar urðu að sætta sig við ósigur. „Við vorum lélegir í öllum þessum leik. Fyrri hálfleikur var mjög slakur og þó það hafi ekki verið mikill vindur á vellinum þá hefur hann þau áhrif að Grindavík hafði yfirhöndina í fyrri og við í seinni,“ sagði Rúnar í viðtali við Vísi eftir leikinn í kvöld. Grindavík var töluvert sterkari aðilinn í fyrri hálfleik í dag. Björgvin Stefánsson skaut reyndar í þverslána snemma leiks en eftir það voru Grindvíkingar sterkari aðilinn, mikið grimmari gegn hægum og fyrirsjáanlegum KR-ingum. „Við nýtum ekki færin okkar í byrjun, eigum sláarskot og eitt eða tvö færi í viðbót áður en þeir komast yfir. Það var bara of mikið að lenda 2-0 undir í hálfleik, það var dálítið mikil brekka fyrir okkur og þó svo að það hafi verið mikið eftir þegar við skorum þá náðum við ekki að nýta það.“ KR-ingar minnkuðu muninn á 61.mínútu en þrátt fyrir nokkuð þunga sókn náður þeir ekki að brjóta niður vörn Grindvíkinga. „Við dældum mikið af boltum inn á teiginn frekar snemma fannst mér. Við áttum að reyna að spila boltanum svolítið lengur í staðinn fyrir að þruma honum inn í von og óvon.“ „Ég vildi reyna að skipta boltaum allavega einu sinni á milli kanta áður en við færum að senda boltann inn á teig. Það voru vissulega opnanir fyrir okkur að spila boltanum inn á miðsvæðis og færa svo yfir á gagnstæðan kant og skapa þar og koma okkur í betri möguleika á að spila okkur í gegn. Mér fannst við aftarlega þegar við settum boltann inn á teig.“ Tapið er það fyrsta hjá KR í sumar og þeir eru nú fimm stigum frá toppliðum ÍA og Breiðabliks. „Við erum ekkert að örvænta núna, þetta er bara rétt að byrja. Við þurfum bara að rífa okkur upp, þetta var lélegt í dag, mjög lélegt og við getum ekkert verið að afsaka okkur yfir einu eða neinu. Við verðum bara að halda áfram. Það er næsti leikur sem telur og við þurfum bara að sjá hvernig þetta þróast í næstu leikjum.“ Tufa: Þetta gefur okkur gríðarlega mikiðSrdjan Tufegdzig.Vísir/Ernir„Ég er gríðarlega ánægður og stoltur af mínum strákum. Við vorum að spila gegn KR sem er risa klúbbur, með flotta leikmenn og flotta þjálfara. Vinnan sem við vorum að leggja á okkur undanfarna mánuði og vikur var skila sér í dag,“ sagði Srdjan Tufegdzig þjálfari Grindavíkur eftir sigurinn í kvöld. Leikurinn var í raun frekar tvískiptur, Grindvíkingar voru sterkari í fyrri hálfleiknum en KR-ingar sóttu mikið í þeim síðari. „Við spilum mjög vel í fyrri hálfleik og mér fannst staðan sanngjörn í hálfleik. Við megum ekki gleyma að á móti okkur er lið með mikil gæði og góða leikmenn. Þeir þrýsta okkur í leik sem við viljum ekki vera í en á endanum skiptir máli að verjast vel sem við gerðum, fyrir utan eitt skipti, og mér fannst þetta sanngjarn sigur í dag.“ Grindavík var nú að leika sinn þriðja heimaleik í fjórum umferðum og Tufa var sammála því að sigurinn væri enn mikilvægari í því ljósi. „Okkar plan var að sækja fleiri stig á heimavelli. Okkar spilamennska er á uppleið og þetta var tímaspursmál hvenær sigurinn myndi detta í hús. Við vorum mjög flottir úti í Eyjum og gegn Stjörnunni. Það er stígandi hjá okkur og verður þannig í sumar.“ Grindavík mætir Fylki í enn einum heimaleiknum á mánudag. „Þetta gefur okkur gríðarlega mikið, að menn fái verðlaun fyrir þá miklu vinnu sem þeir eru að leggja á sig á hverjum degi. Það verður hörkuleikur á mánudag, Fylkisliðið er flott og skipað mörgum góðum leikmönnum. Þetta verður erfiður leikur sem við ætlum að reyna að sigra.“ Alexander Veigar: Gerðum vel í að láta KR gera það sem hentar þeim ekki velAlexander Veigar skoraði fyrra mark Grindavíkur í kvöld.Vísir/ErnirAlexander Veigar Þórarinsson var í byrjunarliði Grindavíkur annan leikinn í röð og þakkaði traustið með því að skora fyrra mark heimamanna í kvöld. „Mér fannst við standa okkur vel varnarlega, við vorum að berjast og hlaupa fyrir hvern annan. Mér fannst við gera vel í að láta KR gera það sem hentar þeim ekki sérlega vel og gáfum ekkert of mörg færi á okkur,“ sagði Alexander við Vísi að leik loknum í kvöld. Markið sem Alexander skoraði var glæsilegt, hann þrumaði knettinum í netið eftir góða sendingu Elias Tamburini. „Ég fékk nægan tíma og ætlaði að setja hann í nær en hitti boltann ekkert allt of vel en það var varnarmaður sem var fyrir Beiti þannig að hann sá boltann seint og átti eiginlega ekki möguleika. Það var mjög ánægjulegt að sjá hann inni.“ Eftir leikhlé féllu Grindvíkingar ansi langt niður á völlinn og sérstaklega eftir mark KR. „Ég hefði viljað sjá okkur halda boltanum betur, þar með talinn ég sjálfur, ég var ekki nægjanlega góður í því. Það vantaði kannski aðeins meiri yfirvegun í liðið í heildina, að halda boltanum og hægja aðeins á þessu svo við værum ekki hlaupandi í varnarvinnu allan leikinn. Það hefði hjálpað okkur í síðari hálfleiknum."
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Rúnar: Við vorum lélegir í dag, mjög lélegir Rúnar Kristinsson þjálfari KR var afar ósáttur við leik sinna manna gegn Grindavík í kvöld þar sem Vesturbæingar urðu að sætta sig við ósigur. 16. maí 2019 21:40
Rúnar: Við vorum lélegir í dag, mjög lélegir Rúnar Kristinsson þjálfari KR var afar ósáttur við leik sinna manna gegn Grindavík í kvöld þar sem Vesturbæingar urðu að sætta sig við ósigur. 16. maí 2019 21:40
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti