Íslensku landsliðshestarnir eru allir við hestaheilsu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 20. júlí 2019 22:08 Allir hestarnir sem munu keppa á heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Belgíu í næsta mánuði eru við hestaheilsu því þeir hafa allir farið í læknisskoðun hjá dýralækni og fengið toppskoðun þar. Sautján hestar verða fluttir út á næstunni en enginn þeirra fær að snúa heim aftur. „Hræðilegt“, segir einn knapinn. Dýralæknaskoðunin fór fram á Grænhól í Ölfusi þar sem Helgi Sigurðsson, dýralæknir landsliðsins skoðaða hestana frá toppi til táar til að athuga hvort þeir séu keppnishæfir.Helgi Sigurðsson, dýralæknir íslenska hestalandsliðsins.Vísir/MHHÞetta þarf bara að vera í lagi „Þá er verið að skoða hvort það sé í lagi með fætur, hvort þeir séu óhaltir, ekki aumir í baki og svo er verið að skoða munn. Þetta eru snertifletir, sem hestamennskan býður upp á, það er bakið þar sem þyngd knapans er og við erum að toga upp á tennurnar á þeim, þetta þarf bara að vera í lagi“, segir Helgi Sigurðsson, dýralæknir. Í landsliðinu eru tuttugu og tveir hestar, þar af eru fimm hestar erlendis, þannig að það verða sautján hestar, sem verða fluttir úr landi á næstu dögum. Hver hestur fær passa áður en hann fer út.Olil Able, hestaeigandi til hægri.Vísir/MHHAllir fá sinn passa „Allir hestar fá passa þegar þeir fara úr landi þar sem kemur fram lýsing á hestinum, örmerkjanúmer og séreinkenni, eins og sveipir í hári, það þarf að teikna allavega fimm sveipi til að skilgreina að þetta sé rétta dýrið, sem er að fara út landi", segir Þórunn Eyvindsdóttir, sem sér meðal annars um útflutning hestanna. Olil Amble mun keppa á Álfaranum í fimmgangi en hann er úr ræktun hennar og Bergs frá Syðri Gegnishólum í Flóahreppi, 10 vetra gamall, frábær hestur, sem fær þó ekki að snúa heim aftur eins og engin af þeim hestum, sem munu keppa á heimsmeistaramótinu.Verður hræðilegt að kveðja hestinn En verður ekki erfitt að kveðja hestinn? „Jú, það verður hræðilegt, ég ætlaði aldrei að selja þennan hest og það er búið að vera mjög erfið ákvörðun en nú er ákvörðunin komin“.Eyrún Ýr Pálsdóttir, hestaeigandi.Vísir/MHHHesturinn ber sama nafn og hún Eyrún Ýr Pálsdóttir mun keppa á nöfnu sinni Eyrúnu Ýr, sem er sex vetra frá Hásæti. En af hverju eru þær nöfnur? „það var nú þannig að ég bjargaði henni sem folaldi. Ég var á leiðinni úr Reykjavík, Fjölnir Þorgeirsson ræktaði þessa hryssu, og var með hrossin sín í Kotströnd í Ölfusi alveg við veginn. Svo er ég á leiðinni heim seint um kvöld og sé að tryppin hans eru að hamast í einhverju, ég sá að þetta var eitthvað hvítt og hélt að þetta væri rúlluplast, en hægði á mér og fór að skoða þetta og þá var það þannig að mamma hennar var köstuð og búin að missa folaldið frá sér, tryppin voru að hamast í því og hryssan komin frá, þannig að ég náði að koma þeim saman aftur. Fjölnir var svo ánægður með þetta að hann skýrði hana Eyrúnu Ýr“, segir Eyrún Ýr. Hestar Ölfus Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Sjá meira
Allir hestarnir sem munu keppa á heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Belgíu í næsta mánuði eru við hestaheilsu því þeir hafa allir farið í læknisskoðun hjá dýralækni og fengið toppskoðun þar. Sautján hestar verða fluttir út á næstunni en enginn þeirra fær að snúa heim aftur. „Hræðilegt“, segir einn knapinn. Dýralæknaskoðunin fór fram á Grænhól í Ölfusi þar sem Helgi Sigurðsson, dýralæknir landsliðsins skoðaða hestana frá toppi til táar til að athuga hvort þeir séu keppnishæfir.Helgi Sigurðsson, dýralæknir íslenska hestalandsliðsins.Vísir/MHHÞetta þarf bara að vera í lagi „Þá er verið að skoða hvort það sé í lagi með fætur, hvort þeir séu óhaltir, ekki aumir í baki og svo er verið að skoða munn. Þetta eru snertifletir, sem hestamennskan býður upp á, það er bakið þar sem þyngd knapans er og við erum að toga upp á tennurnar á þeim, þetta þarf bara að vera í lagi“, segir Helgi Sigurðsson, dýralæknir. Í landsliðinu eru tuttugu og tveir hestar, þar af eru fimm hestar erlendis, þannig að það verða sautján hestar, sem verða fluttir úr landi á næstu dögum. Hver hestur fær passa áður en hann fer út.Olil Able, hestaeigandi til hægri.Vísir/MHHAllir fá sinn passa „Allir hestar fá passa þegar þeir fara úr landi þar sem kemur fram lýsing á hestinum, örmerkjanúmer og séreinkenni, eins og sveipir í hári, það þarf að teikna allavega fimm sveipi til að skilgreina að þetta sé rétta dýrið, sem er að fara út landi", segir Þórunn Eyvindsdóttir, sem sér meðal annars um útflutning hestanna. Olil Amble mun keppa á Álfaranum í fimmgangi en hann er úr ræktun hennar og Bergs frá Syðri Gegnishólum í Flóahreppi, 10 vetra gamall, frábær hestur, sem fær þó ekki að snúa heim aftur eins og engin af þeim hestum, sem munu keppa á heimsmeistaramótinu.Verður hræðilegt að kveðja hestinn En verður ekki erfitt að kveðja hestinn? „Jú, það verður hræðilegt, ég ætlaði aldrei að selja þennan hest og það er búið að vera mjög erfið ákvörðun en nú er ákvörðunin komin“.Eyrún Ýr Pálsdóttir, hestaeigandi.Vísir/MHHHesturinn ber sama nafn og hún Eyrún Ýr Pálsdóttir mun keppa á nöfnu sinni Eyrúnu Ýr, sem er sex vetra frá Hásæti. En af hverju eru þær nöfnur? „það var nú þannig að ég bjargaði henni sem folaldi. Ég var á leiðinni úr Reykjavík, Fjölnir Þorgeirsson ræktaði þessa hryssu, og var með hrossin sín í Kotströnd í Ölfusi alveg við veginn. Svo er ég á leiðinni heim seint um kvöld og sé að tryppin hans eru að hamast í einhverju, ég sá að þetta var eitthvað hvítt og hélt að þetta væri rúlluplast, en hægði á mér og fór að skoða þetta og þá var það þannig að mamma hennar var köstuð og búin að missa folaldið frá sér, tryppin voru að hamast í því og hryssan komin frá, þannig að ég náði að koma þeim saman aftur. Fjölnir var svo ánægður með þetta að hann skýrði hana Eyrúnu Ýr“, segir Eyrún Ýr.
Hestar Ölfus Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Sjá meira