Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: HK - Stjarnan 1-1 | Jafnt í Kórnum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. júlí 2019 21:45 Atli Arnarsson skoraði í öðrum leiknum í röð. vísir/bára HK og Stjarnan gerðu 1-1 jafntefli í Kórnum í 14. umferð Pepsi Max-deildar karla í kvöld. Eftir rólega byrjun hertu Stjörnumenn tökin og komust yfir á 23. mínútu þegar Baldur Sigurðsson skallaði fyrirgjöf Heiðars Ægissonar í netið. Þegar sex mínútur voru til hálfleiks jafnaði Atli Arnarson metin með sínu fjórða marki í þessum mánuði. Skagfirðingurinn fylgdi þá eftir skoti sínu sem Haraldur Björnsson varði frábærlega. Markið kom nokkuð gegn gangi leiksins en HK-ingar höfðu ekki sýnt mikinn sóknarhug fram að þessu. Staðan var jöfn í hálfleik, 1-1. Á 64. mínútu skaut Hilmar Árni Halldórsson í slá úr færi sem hann skorar vanalega alltaf úr. Ásgeir Marteinsson komst næst því að skora fyrir HK í seinni hálfleik en Haraldur varði vel frá honum í tvígang. Guðmundur Steinn Hafsteinsson kom inn á sem varamaður á 71. mínútu. Sjö mínútum síðar skoraði hann en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Stjörnumenn voru afar óhressir með þann dóm og brúnin á þeim þyngdist enn frekar á 88. mínútu þegar Guðmundur Ársæll Guðmundsson dæmdi ekki neitt þegar Guðmundur Steinn féll í vítateignum undir pressu frá Ásgeiri Berki Ásgeirssyni. HK hefur náð í tíu stig af tólf mögulegum í síðustu fjórum leikjum og er í 8. sæti deildarinnar með 18 stig. Þrátt fyrir gott gengi að undanförnu eru HK-ingar aðeins tveimur stigum frá fallsæti. Þetta var þriðja jafntefli Stjörnunnar í röð. Garðbæingar eru í 4. sæti með 21 stig, tveimur stigum frá 2. sætinu.Af hverju varð jafntefli? Þrátt fyrir að hafa spilað Evrópuleik gegn Espanyol á útivelli á fimmtudaginn voru Stjörnumenn frískari í fyrri hálfleik. Þeir voru beittari í öllum sínum aðgerðum, unnu flesta seinni bolta og voru með góð tök á leiknum. Gestirnir komust yfir með marki Baldurs sem var þá búinn að klúðra dauðafæri eftir hornspyrnu. Stjörnumenn misstu hins vegar einbeitinguna þegar Atli jafnaði fyrir HK-inga og staðan var því jöfn í hálfleik sem heimamenn gátu vel við unað. Seinni hálfleikurinn var jafnari en sá fyrri og sigurinn hefði getað dottið hvorum megin sem var. Stjörnumenn eru þó líklega ósáttari með jafnteflið en HK-ingar.Hverjir stóðu upp úr? Eftir afleita byrjun hefur Haraldur vaxið eftir því sem liðið hefur á tímabilið. Hann átti varði þrisvar vel í leiknum í kvöld en var óheppinn að boltinn fór aftur til Atla í jöfnunarmarkinu. Þorri Geir Rúnarsson nýtti tækifærið í byrjunarliðinu vel og Guðmundur Steinn hleypti nýju lífi í sóknarleik Stjörnunnar. Heiðar Ægisson átti einnig fínan leik og lagði upp markið fyrir Baldur. Þrátt fyrir að vera án félaga síns í miðri vörninni, Björns Berg Bryde, lék Leifur Andri Leifsson, fyrirliði HK, vel og verður betri með hverjum leiknum. Atli skoraði jöfnunarmarkið og stóð fyrir sínu á miðju heimamanna. Þá var Hörður Árnason öruggur að vanda í stöðu vinstri bakvarðar þótt fyrirgjafir hans hafi verið misgóðar. Birkir Valur Jónsson leysti einnig stöðu miðvarðar með sóma.Hvað gekk illa? Bæði lið fengu ótal tækifæri til að búa til dauðafæri en tóku jafnan ranga ákvörðun. Leikurinn opnaðist talsvert í seinni hálfleik en hvorugt liðið náði að nýta skyndisóknir sínar nógu vel.Hvað gerist næst? HK mætir ÍBV í Þjóðhátíðarleik á Hásteinsvelli á laugardaginn. Sunnudaginn 11. ágúst tekur HK svo á móti toppliði KR. Stjarnan fær Espanyol í heimsókn í seinni leik liðanna í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar á fimmtudaginn. Verkefni Stjörnumanna er nánast ómögulegt eftir 4-0 tap í fyrri leiknum í Barselóna. Miðvikudaginn 7. ágúst tekur Stjarnan svo á móti Víkingi R.Brynjar Björn ásamt aðstoðarmanni sínum, Viktori Bjarka Arnarssyni.vísir/báraBrynjar Björn: Allt galopið þegar við þorðum að spila í gegnum miðjuna „Ég er ósáttur með eitt stig en við tökum það í dag. Við lentum undir en gerðum vel í að jafna. Eftir það var leikurinn í jafnvægi. Stjarnan átti skot í slá í seinni hálfleik en eftir það fengum við betri færi,“ sagði Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, eftir jafnteflið við Stjörnuna. „Við komust í góðar stöður og áttum góðar fyrirgjafir sem enginn réðst á. Við fengum hornspyrnu þar sem boltinn rúllar í gegnum vítateiginn. Við spiluðum vel upp völlinn og þegar við þorðum að spila í gegnum miðjuna var allt galopið. Ég er sáttur með spilamennskuna en það er erfitt að vinna Stjörnuna.“ Liðin í kringum HK í deildinni, Víkingur R., KA og Grindavík, unnu öll sína leiki í umferðinni. Þrátt fyrir frábært gengi að undanförnu eru HK-ingar aðeins tveimur stigum frá fallsæti. „Það er ekkert við því að gera,“ sagði Brynjar hlæjandi. „Staðan er bara svona. Núna undirbúum við okkur bara fyrir næsta leik, gegn ÍBV, þar sem við teljum okkur eiga möguleika á að ná góðum úrslitum.“ Félagaskiptaglugganum verður lokað á miðvikudaginn. Brynjar vonast til að geta styrkt leikmannahóp sinn fyrir síðasta þriðjung tímabilsins. „Ég á eitthvað von á því en það verður bara að koma í ljós. Það er ekkert í hendi núna. Við erum að vinna í 1-2 málum en þetta gengur hægt,“ sagði Brynjar að lokum.Rúnar Páll var allt annað en sáttur með frammistöðu dómaratríósins.vísir/báraRúnar Páll: Fengum óskiljanlega dóma á móti okkur Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var afar ósáttur við dómgæsluna í jafntefli sinna manna gegn HK í kvöld. Stjörnumenn voru ósáttir við að mark hafi verið dæmt af Guðmundi Steini Hafsteinssyni á 78. mínútu. Þeir vildu einnig meina að Guðmundur Steinn hefði átt að fá víti tveimur mínútum fyrir leikslok. Rúnari Páli var heitt í hamsi eftir leik. „Auðvitað vill maður alltaf vinna og við vorum ekkert langt frá því. Við mættum mjög sterku og skemmtilegu liði HK. Mér fannst við vera með yfirhöndina en vorum klaufar að fá á okkur mark eftir innkast. Ég er drullufúll yfir því. Það var einbeitingarleysi og svona á ekki að geta gerst,“ sagði Rúnar Páll í samtali við Vísi. Hann lét Guðmund Ársæl Guðmundsson og aðstoðarmenn hans heyra það fyrir þeirra frammistöðu. „Svo fengum við dóma á móti okkur sem voru óskiljanlegir. Að það skuli vera hægt að bjóða upp á svona vitleysu. Þetta er fjórða markið sem er tekið af Guðmundi í sumar. Fyrir mér var þetta fullkomlega löglegt mark. Svo áttum við að fá víti og það er galið að hann skuli ekki dæma. Þetta var skelfilegt og ég vona að ég hafi rétt fyrir mér. Frá bekknum séð var þetta fáránlegt.“ Stjörnumenn réðu ferðinni lengst af í fyrri hálfleik en fengu á sig mark undir lok hans sem Rúnar Páll var óhress með. „Við vorum með mikla yfirburði í fyrri hálfleik og hefðum getað skorað fleiri mörk miðað við allar sóknirnar. Síðan fengum við frábært færi þegar Hilmar [Árni Halldórsson] skaut í slá. Hann hefur margsinnis skorað úr svona færum. Það féll ekki með okkur, ekki frekar en mikilvægir dómar,“ sagði Rúnar Páll. Félagaskiptaglugganum verður lokað á miðvikudaginn. Rúnar Páll segist vera sáttur með leikmannahóp sinn og engar breytingar verði á honum. „Nei, við gerum ekki neitt. Við erum fínir eins og við erum,“ sagði þjálfarinn að lokum. Pepsi Max-deild karla
HK og Stjarnan gerðu 1-1 jafntefli í Kórnum í 14. umferð Pepsi Max-deildar karla í kvöld. Eftir rólega byrjun hertu Stjörnumenn tökin og komust yfir á 23. mínútu þegar Baldur Sigurðsson skallaði fyrirgjöf Heiðars Ægissonar í netið. Þegar sex mínútur voru til hálfleiks jafnaði Atli Arnarson metin með sínu fjórða marki í þessum mánuði. Skagfirðingurinn fylgdi þá eftir skoti sínu sem Haraldur Björnsson varði frábærlega. Markið kom nokkuð gegn gangi leiksins en HK-ingar höfðu ekki sýnt mikinn sóknarhug fram að þessu. Staðan var jöfn í hálfleik, 1-1. Á 64. mínútu skaut Hilmar Árni Halldórsson í slá úr færi sem hann skorar vanalega alltaf úr. Ásgeir Marteinsson komst næst því að skora fyrir HK í seinni hálfleik en Haraldur varði vel frá honum í tvígang. Guðmundur Steinn Hafsteinsson kom inn á sem varamaður á 71. mínútu. Sjö mínútum síðar skoraði hann en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Stjörnumenn voru afar óhressir með þann dóm og brúnin á þeim þyngdist enn frekar á 88. mínútu þegar Guðmundur Ársæll Guðmundsson dæmdi ekki neitt þegar Guðmundur Steinn féll í vítateignum undir pressu frá Ásgeiri Berki Ásgeirssyni. HK hefur náð í tíu stig af tólf mögulegum í síðustu fjórum leikjum og er í 8. sæti deildarinnar með 18 stig. Þrátt fyrir gott gengi að undanförnu eru HK-ingar aðeins tveimur stigum frá fallsæti. Þetta var þriðja jafntefli Stjörnunnar í röð. Garðbæingar eru í 4. sæti með 21 stig, tveimur stigum frá 2. sætinu.Af hverju varð jafntefli? Þrátt fyrir að hafa spilað Evrópuleik gegn Espanyol á útivelli á fimmtudaginn voru Stjörnumenn frískari í fyrri hálfleik. Þeir voru beittari í öllum sínum aðgerðum, unnu flesta seinni bolta og voru með góð tök á leiknum. Gestirnir komust yfir með marki Baldurs sem var þá búinn að klúðra dauðafæri eftir hornspyrnu. Stjörnumenn misstu hins vegar einbeitinguna þegar Atli jafnaði fyrir HK-inga og staðan var því jöfn í hálfleik sem heimamenn gátu vel við unað. Seinni hálfleikurinn var jafnari en sá fyrri og sigurinn hefði getað dottið hvorum megin sem var. Stjörnumenn eru þó líklega ósáttari með jafnteflið en HK-ingar.Hverjir stóðu upp úr? Eftir afleita byrjun hefur Haraldur vaxið eftir því sem liðið hefur á tímabilið. Hann átti varði þrisvar vel í leiknum í kvöld en var óheppinn að boltinn fór aftur til Atla í jöfnunarmarkinu. Þorri Geir Rúnarsson nýtti tækifærið í byrjunarliðinu vel og Guðmundur Steinn hleypti nýju lífi í sóknarleik Stjörnunnar. Heiðar Ægisson átti einnig fínan leik og lagði upp markið fyrir Baldur. Þrátt fyrir að vera án félaga síns í miðri vörninni, Björns Berg Bryde, lék Leifur Andri Leifsson, fyrirliði HK, vel og verður betri með hverjum leiknum. Atli skoraði jöfnunarmarkið og stóð fyrir sínu á miðju heimamanna. Þá var Hörður Árnason öruggur að vanda í stöðu vinstri bakvarðar þótt fyrirgjafir hans hafi verið misgóðar. Birkir Valur Jónsson leysti einnig stöðu miðvarðar með sóma.Hvað gekk illa? Bæði lið fengu ótal tækifæri til að búa til dauðafæri en tóku jafnan ranga ákvörðun. Leikurinn opnaðist talsvert í seinni hálfleik en hvorugt liðið náði að nýta skyndisóknir sínar nógu vel.Hvað gerist næst? HK mætir ÍBV í Þjóðhátíðarleik á Hásteinsvelli á laugardaginn. Sunnudaginn 11. ágúst tekur HK svo á móti toppliði KR. Stjarnan fær Espanyol í heimsókn í seinni leik liðanna í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar á fimmtudaginn. Verkefni Stjörnumanna er nánast ómögulegt eftir 4-0 tap í fyrri leiknum í Barselóna. Miðvikudaginn 7. ágúst tekur Stjarnan svo á móti Víkingi R.Brynjar Björn ásamt aðstoðarmanni sínum, Viktori Bjarka Arnarssyni.vísir/báraBrynjar Björn: Allt galopið þegar við þorðum að spila í gegnum miðjuna „Ég er ósáttur með eitt stig en við tökum það í dag. Við lentum undir en gerðum vel í að jafna. Eftir það var leikurinn í jafnvægi. Stjarnan átti skot í slá í seinni hálfleik en eftir það fengum við betri færi,“ sagði Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, eftir jafnteflið við Stjörnuna. „Við komust í góðar stöður og áttum góðar fyrirgjafir sem enginn réðst á. Við fengum hornspyrnu þar sem boltinn rúllar í gegnum vítateiginn. Við spiluðum vel upp völlinn og þegar við þorðum að spila í gegnum miðjuna var allt galopið. Ég er sáttur með spilamennskuna en það er erfitt að vinna Stjörnuna.“ Liðin í kringum HK í deildinni, Víkingur R., KA og Grindavík, unnu öll sína leiki í umferðinni. Þrátt fyrir frábært gengi að undanförnu eru HK-ingar aðeins tveimur stigum frá fallsæti. „Það er ekkert við því að gera,“ sagði Brynjar hlæjandi. „Staðan er bara svona. Núna undirbúum við okkur bara fyrir næsta leik, gegn ÍBV, þar sem við teljum okkur eiga möguleika á að ná góðum úrslitum.“ Félagaskiptaglugganum verður lokað á miðvikudaginn. Brynjar vonast til að geta styrkt leikmannahóp sinn fyrir síðasta þriðjung tímabilsins. „Ég á eitthvað von á því en það verður bara að koma í ljós. Það er ekkert í hendi núna. Við erum að vinna í 1-2 málum en þetta gengur hægt,“ sagði Brynjar að lokum.Rúnar Páll var allt annað en sáttur með frammistöðu dómaratríósins.vísir/báraRúnar Páll: Fengum óskiljanlega dóma á móti okkur Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var afar ósáttur við dómgæsluna í jafntefli sinna manna gegn HK í kvöld. Stjörnumenn voru ósáttir við að mark hafi verið dæmt af Guðmundi Steini Hafsteinssyni á 78. mínútu. Þeir vildu einnig meina að Guðmundur Steinn hefði átt að fá víti tveimur mínútum fyrir leikslok. Rúnari Páli var heitt í hamsi eftir leik. „Auðvitað vill maður alltaf vinna og við vorum ekkert langt frá því. Við mættum mjög sterku og skemmtilegu liði HK. Mér fannst við vera með yfirhöndina en vorum klaufar að fá á okkur mark eftir innkast. Ég er drullufúll yfir því. Það var einbeitingarleysi og svona á ekki að geta gerst,“ sagði Rúnar Páll í samtali við Vísi. Hann lét Guðmund Ársæl Guðmundsson og aðstoðarmenn hans heyra það fyrir þeirra frammistöðu. „Svo fengum við dóma á móti okkur sem voru óskiljanlegir. Að það skuli vera hægt að bjóða upp á svona vitleysu. Þetta er fjórða markið sem er tekið af Guðmundi í sumar. Fyrir mér var þetta fullkomlega löglegt mark. Svo áttum við að fá víti og það er galið að hann skuli ekki dæma. Þetta var skelfilegt og ég vona að ég hafi rétt fyrir mér. Frá bekknum séð var þetta fáránlegt.“ Stjörnumenn réðu ferðinni lengst af í fyrri hálfleik en fengu á sig mark undir lok hans sem Rúnar Páll var óhress með. „Við vorum með mikla yfirburði í fyrri hálfleik og hefðum getað skorað fleiri mörk miðað við allar sóknirnar. Síðan fengum við frábært færi þegar Hilmar [Árni Halldórsson] skaut í slá. Hann hefur margsinnis skorað úr svona færum. Það féll ekki með okkur, ekki frekar en mikilvægir dómar,“ sagði Rúnar Páll. Félagaskiptaglugganum verður lokað á miðvikudaginn. Rúnar Páll segist vera sáttur með leikmannahóp sinn og engar breytingar verði á honum. „Nei, við gerum ekki neitt. Við erum fínir eins og við erum,“ sagði þjálfarinn að lokum.
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti