Enski boltinn

Leikmenn Man. Utd koma Pogba til varnar: „Ráðist þið á Pogba, þá ráðist þið á okkur alla“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Paul Pogba í leiknum á mánudagskvöldið.
Paul Pogba í leiknum á mánudagskvöldið. vísir/getty
Paul Pogba lenti heldur betur í reiðum stuðningsmönnum Manchester United eftir að hann klúðraði vítaspyrnu í leik liðsins gegn Wolves á mánudagskvöldið.

Eins og Vísir greindi frá í gær voru stuðningsmenn Man. Utd ófyrirleitnir er þeir ræddu um Pogba á samskiptamiðlum og nokkrir þeirra gengu langt, langt yfir strikið.

Margir knattspyrnumenn hafa orðið fyrir barðinu á áreitni undanfarnar vikur en félagið sendi frá sér yfirlýsingu þar sem var tilkynnt að félagið liti atburðarásina alvarlegum augum.

Það var ekki bara félagið sem sendi frá sér tilkynningu því leikmenn félagsins komu einnig samherja sínum til varnar á samskiptamiðlinum Twitter í gær.

Marcus Rasford, David de Gea og Harry Maguire koma samherja sínum til varnar og sögðu að ef stuðningsmenn Man. Utd réðust að Pogba þá væru þeir að ráðast að öllu liðinu.
















Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×