Van Aanholt tryggði Palace fyrsta sigurinn á Old Trafford í 30 ár Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. ágúst 2019 16:00 Vonsviknir leikmenn United. vísir/getty Patrick van Aanholt tryggði Crystal Palace sigur á Manchester United á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni í dag. Lokatölur 1-2, Palace í vil. Van Aanholt skoraði sigurmarkið þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Hann átti þá fast skot sem David De Gea réði ekki við. Þetta var fyrsti sigur Palace á tímabilinu, fyrsti sigur liðsins á United í deildarleik í 28 ár og fyrsti sigurinn á Old Trafford í þrjá áratugi.CPFC 1st win inleague games against Man Utd since 1991 1st league win at Old Trafford since 1989pic.twitter.com/5oG10YkZGw — Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) August 24, 2019 Annan leikinn í röð klúðraði United vítaspyrnu. Marcus Rashford skaut í stöng á 69. mínútu. United sótti meira í fyrri hálfleik en skapaði ekki mörg opin færi. Daniel James fékk það besta en Van Aanholt bjargaði. Á 32. mínútu náði Palace forystunni. Jordan Ayew slapp þá í gegn eftir skalla Jeffery Schlupp og skoraði framhjá David De Gea. Skömmu eftir mark Ayews síðar varði De Gea frá Wilfried Zaha úr góðu færi. Staðan var 0-1 í hálfleik, Palace í vil. Á 69. mínútu braut Luka Milovojevic á Scott McTominay innan teigs og United fékk víti þriðja leikinn í röð. Paul Pogba klúðraði víti í jafnteflinu við Wolves á mánudaginn og Rashford, sem skoraði gegn Chelsea í 1. umferðinni, skaut í stöng í dag. Þegar mínúta var til leiksloka jafnaði James metin með fallegu marki. Það dugði þó skammt því Van Aanholt átti síðasta orðið eins og áður sagði. Enski boltinn
Patrick van Aanholt tryggði Crystal Palace sigur á Manchester United á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni í dag. Lokatölur 1-2, Palace í vil. Van Aanholt skoraði sigurmarkið þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Hann átti þá fast skot sem David De Gea réði ekki við. Þetta var fyrsti sigur Palace á tímabilinu, fyrsti sigur liðsins á United í deildarleik í 28 ár og fyrsti sigurinn á Old Trafford í þrjá áratugi.CPFC 1st win inleague games against Man Utd since 1991 1st league win at Old Trafford since 1989pic.twitter.com/5oG10YkZGw — Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) August 24, 2019 Annan leikinn í röð klúðraði United vítaspyrnu. Marcus Rashford skaut í stöng á 69. mínútu. United sótti meira í fyrri hálfleik en skapaði ekki mörg opin færi. Daniel James fékk það besta en Van Aanholt bjargaði. Á 32. mínútu náði Palace forystunni. Jordan Ayew slapp þá í gegn eftir skalla Jeffery Schlupp og skoraði framhjá David De Gea. Skömmu eftir mark Ayews síðar varði De Gea frá Wilfried Zaha úr góðu færi. Staðan var 0-1 í hálfleik, Palace í vil. Á 69. mínútu braut Luka Milovojevic á Scott McTominay innan teigs og United fékk víti þriðja leikinn í röð. Paul Pogba klúðraði víti í jafnteflinu við Wolves á mánudaginn og Rashford, sem skoraði gegn Chelsea í 1. umferðinni, skaut í stöng í dag. Þegar mínúta var til leiksloka jafnaði James metin með fallegu marki. Það dugði þó skammt því Van Aanholt átti síðasta orðið eins og áður sagði.