Handbolti

HK komið á blað en Haukar án stiga

Anton Ingi Leifsson skrifar
HK vann öflugan sigur á Haukum á nýjum heimavelli sínum í Kórnum.
HK vann öflugan sigur á Haukum á nýjum heimavelli sínum í Kórnum. vísir/vilhelm
HK er komið með tvö stig í Olís-deild kvenna eftir 27-22 sigur á Haukum á heimavelli sínum í Kórnum í dag er liðin mættust í 2. umferð Olís-deildar kvenna.

Mikið jafnræði var með liðunum í upphafi leiksins en jafnt var á öllum tölum eftir stundarfjórðung, 7-7. Einnig var jafnt á öllum tölum í hálfleik, 12-12.

Heimaliðið byrjaði af krafti í síðari hálfleiknum og var búið að ná þriggja marka forystu eftir tíu mínútur sem þær létu aldrei af hendi.

Munurinn varð mestur átta mörk en að lokum var munurinn fimm mörk, 27-22, en frábær sigur HK.

Jóhanna Margrét Sigurðardóttir átti góðan leik í liði HK en hún skoraði sjö mörk úr átta skotum. Sigríður Hauksdóttir bætti við sex mörkum.

Berta Rut Harðardóttir var í sérflokki í liði Hauka en hún skoraði níu mörk. Guðrún Erla Bjarnadóttir kom næst með fjögur mörk.

HK er því með tvö stig eftir jafn margar umferðir en Haukar eru án stiga. Erfið byrjun hjá Árna Stefáni Guðjónssyni með Haukaliðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×