Umfjöllun og viðtöl: Valur - Afturelding 28-18 | Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í síðari hálfleik Gabríel Sighvatsson skrifar 21. september 2019 20:00 Sandra Erlingsdóttir skoraði sex mörk fyrir Val. vísir/daníel Valur tók á móti nýliðum Aftureldingar í 2. umferð Olís deildar kvenna í kvöld. Niðurstaðan var óumdeildur 10 marka sigur Valsara. Fyrri hálfleikur var ótrúlega jafn og skemmtilegur. Afturelding mætti af miklum krafti til leiks og virtust koma Valskonum í opna skjöldu. Allt annað en fyrsti leikur þeirra í Eyjum. Í hálfleik þurfti Roberta Ivanauskaite að hætta leik vegna meiðsla og við það umturnaðist leikurinn. Afturelding að missa einn besta leikmann sinn af velli með heilahristing og eftir það átti liðið ekki mikla möguleika. Það kom á daginn. Valsliðið mætti vel til leiks í seinni hálfleik og kláraði verkið að lokum sannfærandi.Af hverju vann Valur?Vörnin og markvarslan byrjaði að detta í hús hjá heimakonum í seinni hálfleik. Það hjálpaði að klára fyrri hálfleikinn vel og eftir að Afturelding missti Robertu af velli varð allt mun auðveldara fyrir Val. Gæðin sem liðið hefur voru á endanum of mikil en alls ekki slæm frammistaða hjá nýliðunum.Hvað gekk illa?Varnarleikur Vals var ekki að finna taktinn í fyrri hálfleik og Afturelding var yfir megnið af fyrri hálfleiknum. Í seinni hálfleik var það önnur saga. Þar mætti gamla góða Valsliðið sem maður þekkir inn á völlinn og skellti í lás. Þá lentu sóknarmenn Aftureldingar í basli og eftirleikurinn mun auðveldari.Hverjar stóðu upp úr?Eyjakonurnar Díana Dögg Magnúsdóttir og Sandra Erlingsdóttir voru markahæstar hjá Val með 6 mörk hvor. Lovísa Thompson og Auður Ester Gestsdóttir settu 4 mörk. Íris Björk Símonardóttir átti stórleik í seinni hálfleik og kláraði leik með 14 varin skot og 50% vörslu. Hjá Aftureldingu var Ástrós Anna Bender einnig með 14 varin skot og hélt Aftureldingu lengi vel inni í leiknum. Anamasia Gugic var þá markahæst allra en hún skoraði 7 mörk.Hvað gerist næst?Valur byrjar tímabilið með fullt hús stiga eftir fyrstu 2 umferðirnar og er að verða betra með hverjum leiknum. Næsti leikur er gegn Haukum. Afturelding hefur tapað fyrstu tveimur leikjunum sínum en hefur sýnt ágæta takta. Þeim bíður ansi erfitt verkefni þegar þær taka á móti Íslandsmeisturum Fram.Úr leiknum í dag.vísir/daníelÁgúst: Skil ekki dómgæsluna „Ég er mjög ánægður með sigurinn. Þetta var erfitt. Þær spiluðu langar sóknir og dómararnir leyfðu þeim að komast upp með það. Þetta var þolinmæðisvinna en við unnum tíu marka sigur, sagði Ágúst Jóhannsson,“ þjálfari Vals, eftir sigurinn á Aftureldingu í kvöld. Ágúst segist hafa átt von á erfiðum leik í kvöld. „Ég átti von á Afturelding yrði erfið. Þær eru með tvo góða útlendinga og fleiri góða leikmenn,“ sagði Ágúst. „Þetta var engin flugeldasýning en við spiluðum vel á köflum og unnum sanngjarnan sigur.“ Valskonur fóru rólega af stað en náðu tökum á leiknum undir lok fyrri hálfleiks. „Við náðum fínni forystu og svo byrjuðum við seinni hálfleikinn af krafti,“ sagði Ágúst. „Varnarleikurinn var betri í seinni hálfleik. Við stóðum ótrúlega lengi í vörn. Ég skil ekki dómgæsluna. Mörg brot og margir skrefadómar sem voru út úr korti.“Lovísa Thompson í átökum.vísir/daníelHaraldur: Valur er með hálft landsliðið „Spilamennskan var frábær í fyrri hálfleik. En 2-3 tæknifeilar ollu því að við vorum fjórum mörkum undir í hálfleik,“ sagði Haraldur Þorvarðarson, þjálfari Aftureldingar, eftir tapið fyrir Val. „Seinni hálfleikur var mjög erfiður þegar við misstum okkar mikilvægasta mann [Roberta Ivanauskaite] af velli eftir tvö höfuðhögg. Ég á eftir að skoða það en hún fékk tvö högg í andlitið. Þá var vitað að þetta yrði erfitt. Við erum ekki með mikla breidd. Valskonur efldust við þetta og unnu öruggan sigur.“ Haraldur sagði að róðurinn hefði verið mjög þungur í seinni hálfleik og Afturelding hefði ekki mátt við því að missa Robertu af velli. „Við erum ekki með sömu breidd og Valur. Það er ljóst. Þær eru með hálft landsliðið,“ sagði Haraldur. „Mér fannst spilamennskan í fyrri hálfleik mjög góð og er ánægður með það. En ég vissi að þetta yrði erfitt þegar Roberta meiddist.“ Olís-deild kvenna
Valur tók á móti nýliðum Aftureldingar í 2. umferð Olís deildar kvenna í kvöld. Niðurstaðan var óumdeildur 10 marka sigur Valsara. Fyrri hálfleikur var ótrúlega jafn og skemmtilegur. Afturelding mætti af miklum krafti til leiks og virtust koma Valskonum í opna skjöldu. Allt annað en fyrsti leikur þeirra í Eyjum. Í hálfleik þurfti Roberta Ivanauskaite að hætta leik vegna meiðsla og við það umturnaðist leikurinn. Afturelding að missa einn besta leikmann sinn af velli með heilahristing og eftir það átti liðið ekki mikla möguleika. Það kom á daginn. Valsliðið mætti vel til leiks í seinni hálfleik og kláraði verkið að lokum sannfærandi.Af hverju vann Valur?Vörnin og markvarslan byrjaði að detta í hús hjá heimakonum í seinni hálfleik. Það hjálpaði að klára fyrri hálfleikinn vel og eftir að Afturelding missti Robertu af velli varð allt mun auðveldara fyrir Val. Gæðin sem liðið hefur voru á endanum of mikil en alls ekki slæm frammistaða hjá nýliðunum.Hvað gekk illa?Varnarleikur Vals var ekki að finna taktinn í fyrri hálfleik og Afturelding var yfir megnið af fyrri hálfleiknum. Í seinni hálfleik var það önnur saga. Þar mætti gamla góða Valsliðið sem maður þekkir inn á völlinn og skellti í lás. Þá lentu sóknarmenn Aftureldingar í basli og eftirleikurinn mun auðveldari.Hverjar stóðu upp úr?Eyjakonurnar Díana Dögg Magnúsdóttir og Sandra Erlingsdóttir voru markahæstar hjá Val með 6 mörk hvor. Lovísa Thompson og Auður Ester Gestsdóttir settu 4 mörk. Íris Björk Símonardóttir átti stórleik í seinni hálfleik og kláraði leik með 14 varin skot og 50% vörslu. Hjá Aftureldingu var Ástrós Anna Bender einnig með 14 varin skot og hélt Aftureldingu lengi vel inni í leiknum. Anamasia Gugic var þá markahæst allra en hún skoraði 7 mörk.Hvað gerist næst?Valur byrjar tímabilið með fullt hús stiga eftir fyrstu 2 umferðirnar og er að verða betra með hverjum leiknum. Næsti leikur er gegn Haukum. Afturelding hefur tapað fyrstu tveimur leikjunum sínum en hefur sýnt ágæta takta. Þeim bíður ansi erfitt verkefni þegar þær taka á móti Íslandsmeisturum Fram.Úr leiknum í dag.vísir/daníelÁgúst: Skil ekki dómgæsluna „Ég er mjög ánægður með sigurinn. Þetta var erfitt. Þær spiluðu langar sóknir og dómararnir leyfðu þeim að komast upp með það. Þetta var þolinmæðisvinna en við unnum tíu marka sigur, sagði Ágúst Jóhannsson,“ þjálfari Vals, eftir sigurinn á Aftureldingu í kvöld. Ágúst segist hafa átt von á erfiðum leik í kvöld. „Ég átti von á Afturelding yrði erfið. Þær eru með tvo góða útlendinga og fleiri góða leikmenn,“ sagði Ágúst. „Þetta var engin flugeldasýning en við spiluðum vel á köflum og unnum sanngjarnan sigur.“ Valskonur fóru rólega af stað en náðu tökum á leiknum undir lok fyrri hálfleiks. „Við náðum fínni forystu og svo byrjuðum við seinni hálfleikinn af krafti,“ sagði Ágúst. „Varnarleikurinn var betri í seinni hálfleik. Við stóðum ótrúlega lengi í vörn. Ég skil ekki dómgæsluna. Mörg brot og margir skrefadómar sem voru út úr korti.“Lovísa Thompson í átökum.vísir/daníelHaraldur: Valur er með hálft landsliðið „Spilamennskan var frábær í fyrri hálfleik. En 2-3 tæknifeilar ollu því að við vorum fjórum mörkum undir í hálfleik,“ sagði Haraldur Þorvarðarson, þjálfari Aftureldingar, eftir tapið fyrir Val. „Seinni hálfleikur var mjög erfiður þegar við misstum okkar mikilvægasta mann [Roberta Ivanauskaite] af velli eftir tvö höfuðhögg. Ég á eftir að skoða það en hún fékk tvö högg í andlitið. Þá var vitað að þetta yrði erfitt. Við erum ekki með mikla breidd. Valskonur efldust við þetta og unnu öruggan sigur.“ Haraldur sagði að róðurinn hefði verið mjög þungur í seinni hálfleik og Afturelding hefði ekki mátt við því að missa Robertu af velli. „Við erum ekki með sömu breidd og Valur. Það er ljóst. Þær eru með hálft landsliðið,“ sagði Haraldur. „Mér fannst spilamennskan í fyrri hálfleik mjög góð og er ánægður með það. En ég vissi að þetta yrði erfitt þegar Roberta meiddist.“