Handbolti

„Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“

Íslenska karlalandsliðið í handbolta sigraði Georgíu, 33-21, í Laugardalshöll í dag.Leikurinn var síðasti leikur landsliðsins í undankeppni EM 2026 og sigraði íslenska liðið alla sex leikina sína í riðlinum. Fyrir leik voru bæði lið örugg áfram á lokamótið og segir Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari, að leikurinn hafi litast af því.

Handbolti

„Maður veit al­veg hver gul­rótin er“

Valskonur vonast til að stíga stórt skref í átt að því að verða fyrsta íslenska kvennaliðið í sögunni til að vinna Evróputitil í handbolta. Fram undan er fyrri úrslitaleikur liðsins á Spáni.

Handbolti

Al­freð reiður út í leik­menn sína

Þýskir miðlar segja frá því að Alfreð Gíslason, þjálfari þýska landsliðsins í handbolta, hafi verið allt annað en sáttur við suma af leikmönnum sínum eftir 32-32 jafnteflið við Sviss í fyrrakvöld.

Handbolti

Frá Eyjum til Ísraels

Handboltamarkvörðurinn Pavel Miskevich sem varið hefur mark ÍBV síðustu ár hefur ákveðið að yfirgefa Vestmannaeyjar og halda til Ísraels.

Handbolti

Al­freð kom Þjóð­verjum á EM

Þýska karlalandsliðið í handbolta tryggði sér í kvöld sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins á næsta ári en liðinu nægði jafntefli á útivelli á móti Sviss.

Handbolti

„Þessi veg­ferð hefur verið draumi líkust“

„Ég mun aldrei sjá eftir þessari ákvörðun," segir Sól­veig Lára Kjær­nested sem hefur, eftir stöðug fram­fara­skref síðustu þrjú ár með kvenna­lið ÍR í hand­bolta, sagt starfi sínu lausu. Óvíst er hvort fram­hald verði á þjálfara­ferli hennar.

Handbolti

„Borgar þrjá­tíu en færð hundrað prósent“

HSÍ tilkynnti í gær um ráðningu Þóris Hergeirssonar til sambandsins sem ráðgjafa í afreksmálum. Hann verður í 30 prósent starfi en kveðst munu beita sér 100 prósent. Þá er hann stoltur af því að geta skilað af sér til íslensks handbolta.

Handbolti

Læri­sveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guð­mundar

TTH Holstebro, liðið sem Arnór Atlason þjálfar, vann 35-32 gegn Bjerringbro-Silkeborg í þriðju umferð riðlakeppninnar sem veitir sæti í undanúrslitum dönsku úrvalsdeildarinnar í handbolta. Sigurinn skaut TTH Holstebro upp í annað sætið, upp fyrir Fredericia, liðið sem Guðmundur Þórður Guðmundsson þjálfar.

Handbolti

Þórir ráðinn til HSÍ

Þórir Hergeirsson, sigursælasti landsliðsþjálfari sögunnar, hefur verið ráðinn til Handknattleikssambands Íslands sem sérlegur ráðgjafi þess. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi við Hlíðarenda í dag.

Handbolti

Upp­gjörið: Valur - Aftur­elding 33-29 | Aftur­elding send í sumar­frí og Vals­menn leika til úr­slita

Valur vann Aftureldingu 33-29 í oddaleik í undanúrslitum Olís deildar karla. Valsmenn voru við völd allan leikinn og fengu mikla hjálp frá markmanninum Björgvini Pál Gústavssyni. Afturelding átti nokkur ágætis áhlaup en tókst aldrei að minnka muninn í minna en tvö mörk. Rautt spjald á lokamínútum gerði svo algjörlega út af við leikinn.

Handbolti