Handbolti

Báðu Dag að sýna til­finningar: „Ég er glaður“

Eftir tíu mánuði í starfi er Dagur Sigurðsson kominn með Króatíu í undanúrslit á HM í handbolta og því öruggt að liðið mun spila um verðlaun á mótinu. Króatíski miðillinn 24 Sata segir Dag hafa sýnt á sér nýja hlið eftir ótrúlegan sigur á Ungverjum í kvöld.

Handbolti

Sigur­mark frá miðju og Dagur mætir Frökkum

Dramatíkin var alls ráðandi í 8-liða úrslitunum á HM karla í handbolta í kvöld. Frakkar eru komnir í undanúrslit eftir sigurmark gegn Egyptum frá miðju á síðustu sekúndu, og þeir mæta Króötunum hans Dags Sigurðssonar.

Handbolti

Sturluð endur­koma og Dagur í undanúr­slit

Króatar unnu Ungverjaland 31-30 með marki á síðustu sekúndu, eftir ótrúlega endurkomu, í 8-liða úrslitum á HM í handbolta í kvöld. Þar með er ljóst að Króatarnir hans Dags Sigurðssonar spila um verðlaun á mótinu.

Handbolti

„Við getum bara verið fúlir“

Íslenska landsliðið í handbolta hafnaði í níunda sæti á heimsmeistaramótinu. Átta stig í milliriðli dugðu liðinu ekki til þess að komast í átta liða úrslitin. Fyrrverandi landsliðsmaður segir liðið þó vera á réttri leið.

Handbolti

Að­eins tvær þjóðir spiluðu hægar en Ís­land á HM

Íslenska karlalandsliðið í handbolta sat eftir í milliriðlum á heimsmeistaramótinu þrátt fyrir fimm sigra í sex leikjum. Nú leita margir skýringa og tölfræðin gefur vissulega ákveðna mynd. Það er þó sérstaklega einn tölfræðilisti sem er meira sláandi en hinir.

Handbolti

Viktor Gísli besti maður Ís­lands á HM

Það kemur líklega fáum á óvart hver var efstur í einkunnagjöf Vísis á heimsmeistaramótinu í handbolta. Enginn lék betur hjá strákunum okkar á HM í ár en markvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson.

Handbolti

Skýrsla Henrys: Endur­tekið efni enn eitt árið

Ísland er úr leik á HM. Markmiðið að komast í átta liða úrslit náðist ekki. Enn eitt stórmótið ná strákarnir okkar ekki að komast áfram í hóp þeirra bestu. Þeir spóla sem fyrr í sama farinu og komast ekki upp úr leðjunni.

Handbolti

Upp­gjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim

Ísland er úr leik á heimsmeistaramótinu í handbolta og er þar með fyrsta liðið frá upphafi sem kemst ekki áfram úr milliriðli með átta stig. Það varð ljóst eftir 29-26 sigur Króatíu gegn Slóveníu í kvöld. Króatar enda því í efsta sæti milliriðilsins og mæta Ungverjalandi í átta liða úrslitum. Egyptaland endar í öðru sæti og mætir Frakklandi næst.

Handbolti

Egypta­land í átta liða úr­slit eftir bras í byrjun

Egyptaland vann sjö marka sigur á Grænhöfðaeyjum í síðasta leik þjóðanna í milliriðli á HM karla í handbolta. Sigurinn þýðir að Egyptaland er komið í átta liða úrslit. Síðar í kvöld kemur í ljós hvort Ísland eða Króatía fari einnig áfram í átta liða úrslit.

Handbolti

Guð­mundur hefur trú á Slóveníu

Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Fredericia í Danmörku og fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands, hefur trú á að Slóvenía geri Íslandi greiða í kvöld þegar liðin mætast á HM karla í handbolta.

Handbolti

Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“

„Við þurfum bara að bíða og ef eitthvað skyldi gerast þá látum við það koma okkur skemmtilega á óvart. Við ætlum ekki að láta þetta skemma kvöldið fyrir okkur. Mögulega er þetta síðasta kvöldið okkar saman og við ætlum bara að njóta þess,“ segir Gísli Þorgeir Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta, eftir mögulega síðasta leik Íslands á HM.

Handbolti

Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld

„Einhvers staðar hef ég smá trú, en hafandi spilað við Króatana á þeirra heimavelli þá held ég að líkurnar séu ekki okkur í hag,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari, nú þegar biðin er hafin eftir því að vita hver örlög Íslands verða á HM í handbolta.

Handbolti

Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM

Vinstri hornamaðurinn Stiven Tobar Valencia er kominn inn í íslenska landsliðshópinn fyrir leikinn við Argentínu á HM í handbolta í dag. Sigvaldi Björn Guðjónsson er hins vegar ekki með.

Handbolti