Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - HK 2-0 | Valsmenn enda í 6. sæti Arnar Fannar Theodórsson skrifar 28. september 2019 18:15 vísir/vilhelm Valsmenn unnu góðan sigur á HK á Hlíðarenda í lokaumferð Pepsi-max deild karla. Valsmenn enda í 6. sæti í deildinni þetta árið. Leikurinn fór nokkuð hægt af stað og það sást greinilega að það var ekki mikið í húfi hjá liðunum í dag. HK-ingar byrjuðu leikinn betur og fengu nokkur ákjósanleg færi á fyrsta korterinu en Hannes hélt sínum mönnum inn í leiknum. Þrátt fyrir fína byrjun HK-inga þá voru það Valsmenn sem skoruðu fyrsta mark leiksins á 17. mínútu. Eftir laglega sókn hjá Valsmönnum þá fékk Andri Adolphsson boltann innfyrir vörn HK-inga og vippaði boltanum skemmtilega yfir Arnar Frey, markmann HK. Markið virtist gefa Valsmönnum aukin kraft og tóku þeir öll völd á leiknum án þess þó að skapa sér mikið af færum. HK-ingar héldu samt áfram að reyna en tilraunir þeirra voru máttlitlar. Valsmenn skoruðu sitt annað mark rétt fyrir hálfleik eða á 44. mínútu leiksins. Þar var að verki Patrick Pedersen. HK-ingar töpuðu boltanum á slæmum stað og Valsmenn voru fljótir fram völlinn. Sigurður Egill fékk sendingu inn fyrir vörn HK-inga og renndi boltanum á Patrick Pedersen sem kláraði vel. Það má segja að HK-ingar hafi verið sínir verstu óvinir í þessum fyrri hálfleik og staðan í hálfleik 2-0 fyrir Val. Síðari hálfleikur var tíðindalítill. Bæði lið sköpuðu sér nokkur færi en markmenn liðanna vörðu vel. Það færðist þó smá hiti í leikinn í síðari hálfleik og voru HK-ingar ósáttir með nokkrar ákvarðanir hjá Ívari Orra, dómara leiksins. Það endaði með því að Guðmundur Þór Júlíusson, aðstoðarþjálfari HK, var rekinn upp í stúku. Guðmundur er leikmaður HK en er búinn að vera meiddur allt þetta tímabil og byrjar líklega það næsta í banni. Flottur sigur hjá Valsmönnum og mikilvægt að enda mótið á góðum nótum. Þeir enda í 6. sæti deildarinnar en HK-ingar verða að sætta sig við 9. sæti.Af hverju vann Valur? Valsmenn einfaldlega nýttu sín færi á meðan HK-ingar gerðu það ekki. Þetta var nokkuð jafn leikur út á velli en einstaklingsgæði Valsmanna og Hannes í markinu gerðu gæfumuninn hér í dag.Hverjir stóðu upp úr? Hannes Þór Halldórsson var frábær í marki Valsara í dag og þá var Andri Adolphsson einnig líflegur. Hjá HK-ingum þá var Bjarni Gunnarsson mjög sprækur og duglegur við að koma sér í færi. Einnig Var Arnar Freyr góður í markinu.Hvað gekk illa? HK-ingum gekk mjög illa í nýta færin sín í dag. Þeir voru oft með góðar stöður á vellinum sem þeir nýttu sér ekki vel.Hvað gerist næst? Bæði lið fara í frí en mæta tvíelfd til leiks á næsta tímabili.Ólafur Jóhannesson: Fínt að enda mótið á sigri „Fínt að enda mótið á góðum sigri. Mér fannst við hafa góð tök á þessum leik allan tímann og leikurinn ekkert í hættu. Við höfum verið í hálfgerðu basli og ekki að miklu að spila í dag en mér fannst menn klára mótið með sæmd og gefa allt í þennan síðasta leik. Ég er mjög sáttur við það,“ sagði Ólafur Jóhannesson þjálfari Vals eftir 2-0 sigur gegn HK í dag. Valsmenn enda tímabilið í 6. sæti og Ólafur segir Valsmenn ekki sátta með þá niðurstöðu. „Nei við erum það ekki. Langur vegur frá að við séum sáttir með það og auðvitað stefndum við hærra en þetta er niðurstaðan.“ „Það verður að koma í ljós. Ég veit ekkert hvað gerist,“ sagði Ólafur þegar hann var spurður út í framtíð sína. Valsmenn greindu hins vegar frá því stuttu eftir leikslok að samningi Ólafs yrði ekki framlengt.Brynjar Björn: 9. sæti ásættanlegt en við stefndum hærra. „Leikurinn valt á því að skora fyrsta markið í leiknum, við fáum tvö til þrjú góð færi til þess fyrsta hálftímann en nýtum þau ekki. Fáum svo mark í bakið og síðan annað, þá var þetta erfitt. Á þessu stigi mótsins þá var lykilatriði að ná fyrsta markinu og fá smá meðbyr og þannig koma sér vel fyrir í leiknum. Valsararnir gerðu það sem við gerðum ekki, nýttu þá möguleika sem þeir fengu, þannig leikurinn þróaðist eftir þeirra höfði eftir það,“ sagði Brynjar Björn þjálfari HK eftir 2-0 tap gegn Val í dag. HK-ingar voru þeirra versti óvinur í dag og var Brynjar Björn sammála því. „Já, við fáum mjög góð færi. Bjarni fær eitt dauðafæri og svo fáum við tvö til þrjú hálf færi í kjölfarið. Eins og ég segi við refsum ekki fyrir þeirra mistök en okkur er refsað fyrir okkar mistök. Það var kannski munurinn á liðunum í dag.“ Brynjar segir 9. sæti vera ásættanlega en HK-ingar stefndu hærra. „Eins og ég sagði í vor þá er 9 til 10 sæti ásættanlegt en við stefndum aðeins hærra og vorum í góðri stöðu fyrir fimm til sex leikjum síðan, allavegana til þess að vinna einn til tvo leiki í viðbót og vera í mögulega 5 eða 6 sæti en við gerðum það ekki. Stærsta markmiðið var náttúrulega að tryggja sætið sitt í deildinni og við gerðum það fyrir fjórum til fimm leikjum síðan og ég er gríðarlega ánægður með það.“ HK-ingar byrjuðu tímabilið brösulega en þeir settu saman nokkur góð úrslit til þess að halda sæti sínu í deildinni og er Brynjar gríðarlega sáttur við það. „Við áttum erfitt smá í byrjun og vorum með bakið upp við vegg í lok maí eða byrjun júní. Ég er stoltastur af því með strákana að ná að spyrna sér af gólfinu og koma okkur upp deildina og safna nógu mörgum stigum til þess að tryggja veru okkar í deildinni á næsta ári. Það getur verið erfitt þegar þú byrjar illa að koma sér í gang aftur. Við áttum mjög gott run af leikjum um miðjan júní og eitthvað fram í miðjan ágúst. Þegar við erum komnir með 25-26 stig þá er kannski farin mikil orka í þá leiki, þar á undan, þannig það verður kannski smá spennufall og einhver tilfinningin um að við verðum ekki jafn mikið að vinna leiki eða ná í stig. Ég er ánægðastur með það og með okkar þjálfara teymi, Viktor og sjálfan mig og Sandor að standa saman þegar það var erfitt í byrjun og gríðarlega stoltur af strákunum að stíga upp og ná í þau stig og þau úrslit sem til þurfti.“ „Mér finnst bara glatað að þetta sé búið. Ég vildi að það væru 20 leikir í viðbót og við gætum spilað áfram. Þetta er það sem við viljum gera og það sem við lifum fyrir. Það er skemmtilegast að spila mótsleiki þar sem er smá spenna og pressa. Ég hlakka til í maí á næsta ári,“ sagði Brynjar Björn þegar hann var spurður um fríið sem er framundan. Pepsi Max-deild karla
Valsmenn unnu góðan sigur á HK á Hlíðarenda í lokaumferð Pepsi-max deild karla. Valsmenn enda í 6. sæti í deildinni þetta árið. Leikurinn fór nokkuð hægt af stað og það sást greinilega að það var ekki mikið í húfi hjá liðunum í dag. HK-ingar byrjuðu leikinn betur og fengu nokkur ákjósanleg færi á fyrsta korterinu en Hannes hélt sínum mönnum inn í leiknum. Þrátt fyrir fína byrjun HK-inga þá voru það Valsmenn sem skoruðu fyrsta mark leiksins á 17. mínútu. Eftir laglega sókn hjá Valsmönnum þá fékk Andri Adolphsson boltann innfyrir vörn HK-inga og vippaði boltanum skemmtilega yfir Arnar Frey, markmann HK. Markið virtist gefa Valsmönnum aukin kraft og tóku þeir öll völd á leiknum án þess þó að skapa sér mikið af færum. HK-ingar héldu samt áfram að reyna en tilraunir þeirra voru máttlitlar. Valsmenn skoruðu sitt annað mark rétt fyrir hálfleik eða á 44. mínútu leiksins. Þar var að verki Patrick Pedersen. HK-ingar töpuðu boltanum á slæmum stað og Valsmenn voru fljótir fram völlinn. Sigurður Egill fékk sendingu inn fyrir vörn HK-inga og renndi boltanum á Patrick Pedersen sem kláraði vel. Það má segja að HK-ingar hafi verið sínir verstu óvinir í þessum fyrri hálfleik og staðan í hálfleik 2-0 fyrir Val. Síðari hálfleikur var tíðindalítill. Bæði lið sköpuðu sér nokkur færi en markmenn liðanna vörðu vel. Það færðist þó smá hiti í leikinn í síðari hálfleik og voru HK-ingar ósáttir með nokkrar ákvarðanir hjá Ívari Orra, dómara leiksins. Það endaði með því að Guðmundur Þór Júlíusson, aðstoðarþjálfari HK, var rekinn upp í stúku. Guðmundur er leikmaður HK en er búinn að vera meiddur allt þetta tímabil og byrjar líklega það næsta í banni. Flottur sigur hjá Valsmönnum og mikilvægt að enda mótið á góðum nótum. Þeir enda í 6. sæti deildarinnar en HK-ingar verða að sætta sig við 9. sæti.Af hverju vann Valur? Valsmenn einfaldlega nýttu sín færi á meðan HK-ingar gerðu það ekki. Þetta var nokkuð jafn leikur út á velli en einstaklingsgæði Valsmanna og Hannes í markinu gerðu gæfumuninn hér í dag.Hverjir stóðu upp úr? Hannes Þór Halldórsson var frábær í marki Valsara í dag og þá var Andri Adolphsson einnig líflegur. Hjá HK-ingum þá var Bjarni Gunnarsson mjög sprækur og duglegur við að koma sér í færi. Einnig Var Arnar Freyr góður í markinu.Hvað gekk illa? HK-ingum gekk mjög illa í nýta færin sín í dag. Þeir voru oft með góðar stöður á vellinum sem þeir nýttu sér ekki vel.Hvað gerist næst? Bæði lið fara í frí en mæta tvíelfd til leiks á næsta tímabili.Ólafur Jóhannesson: Fínt að enda mótið á sigri „Fínt að enda mótið á góðum sigri. Mér fannst við hafa góð tök á þessum leik allan tímann og leikurinn ekkert í hættu. Við höfum verið í hálfgerðu basli og ekki að miklu að spila í dag en mér fannst menn klára mótið með sæmd og gefa allt í þennan síðasta leik. Ég er mjög sáttur við það,“ sagði Ólafur Jóhannesson þjálfari Vals eftir 2-0 sigur gegn HK í dag. Valsmenn enda tímabilið í 6. sæti og Ólafur segir Valsmenn ekki sátta með þá niðurstöðu. „Nei við erum það ekki. Langur vegur frá að við séum sáttir með það og auðvitað stefndum við hærra en þetta er niðurstaðan.“ „Það verður að koma í ljós. Ég veit ekkert hvað gerist,“ sagði Ólafur þegar hann var spurður út í framtíð sína. Valsmenn greindu hins vegar frá því stuttu eftir leikslok að samningi Ólafs yrði ekki framlengt.Brynjar Björn: 9. sæti ásættanlegt en við stefndum hærra. „Leikurinn valt á því að skora fyrsta markið í leiknum, við fáum tvö til þrjú góð færi til þess fyrsta hálftímann en nýtum þau ekki. Fáum svo mark í bakið og síðan annað, þá var þetta erfitt. Á þessu stigi mótsins þá var lykilatriði að ná fyrsta markinu og fá smá meðbyr og þannig koma sér vel fyrir í leiknum. Valsararnir gerðu það sem við gerðum ekki, nýttu þá möguleika sem þeir fengu, þannig leikurinn þróaðist eftir þeirra höfði eftir það,“ sagði Brynjar Björn þjálfari HK eftir 2-0 tap gegn Val í dag. HK-ingar voru þeirra versti óvinur í dag og var Brynjar Björn sammála því. „Já, við fáum mjög góð færi. Bjarni fær eitt dauðafæri og svo fáum við tvö til þrjú hálf færi í kjölfarið. Eins og ég segi við refsum ekki fyrir þeirra mistök en okkur er refsað fyrir okkar mistök. Það var kannski munurinn á liðunum í dag.“ Brynjar segir 9. sæti vera ásættanlega en HK-ingar stefndu hærra. „Eins og ég sagði í vor þá er 9 til 10 sæti ásættanlegt en við stefndum aðeins hærra og vorum í góðri stöðu fyrir fimm til sex leikjum síðan, allavegana til þess að vinna einn til tvo leiki í viðbót og vera í mögulega 5 eða 6 sæti en við gerðum það ekki. Stærsta markmiðið var náttúrulega að tryggja sætið sitt í deildinni og við gerðum það fyrir fjórum til fimm leikjum síðan og ég er gríðarlega ánægður með það.“ HK-ingar byrjuðu tímabilið brösulega en þeir settu saman nokkur góð úrslit til þess að halda sæti sínu í deildinni og er Brynjar gríðarlega sáttur við það. „Við áttum erfitt smá í byrjun og vorum með bakið upp við vegg í lok maí eða byrjun júní. Ég er stoltastur af því með strákana að ná að spyrna sér af gólfinu og koma okkur upp deildina og safna nógu mörgum stigum til þess að tryggja veru okkar í deildinni á næsta ári. Það getur verið erfitt þegar þú byrjar illa að koma sér í gang aftur. Við áttum mjög gott run af leikjum um miðjan júní og eitthvað fram í miðjan ágúst. Þegar við erum komnir með 25-26 stig þá er kannski farin mikil orka í þá leiki, þar á undan, þannig það verður kannski smá spennufall og einhver tilfinningin um að við verðum ekki jafn mikið að vinna leiki eða ná í stig. Ég er ánægðastur með það og með okkar þjálfara teymi, Viktor og sjálfan mig og Sandor að standa saman þegar það var erfitt í byrjun og gríðarlega stoltur af strákunum að stíga upp og ná í þau stig og þau úrslit sem til þurfti.“ „Mér finnst bara glatað að þetta sé búið. Ég vildi að það væru 20 leikir í viðbót og við gætum spilað áfram. Þetta er það sem við viljum gera og það sem við lifum fyrir. Það er skemmtilegast að spila mótsleiki þar sem er smá spenna og pressa. Ég hlakka til í maí á næsta ári,“ sagði Brynjar Björn þegar hann var spurður um fríið sem er framundan.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti