Uppgjör Henrys: Galdramaðurinn Gullmundur launaði Dönum lambið gráa Henry Birgir Gunnarsson í Malmö skrifar 11. janúar 2020 20:30 Guðmundur fagnar af krafti rétt eins og strákarnir okkar. vísir/epa Guðmundur Þórður Guðmundsson skilaði Dönum Ólympíugulli en fékk aldrei þá virðingu sem hann átti skilið þar í landi. Danir læra kannski að bera almennilega virðingu fyrir manninum eftir leik kvöldsins sem Íslendingar unnu með glæsibrag, 31-30. Guðmundur var kallaður Gullmundur í Danmörku eftir ÓL en var samt stanslaust talaður niður af fjölmiðlum. Samstarfsmenn komu ekki alltaf fram af virðingu og okkar maður var súr með viðskilnað sinn þar. Skiljanlega. Hann vill ekki segja það opinberlega en það er alveg klárt að þessi leikur í kvöld var persónulegur. Mjög persónulegur. Það sást á sprettinum í lok leiks og ég get varla ímyndað mér hversu sætt þetta var fyrir þennan stórkostlega þjálfara sem enn og aftur sannaði að hann er galdramaður.Var með öll svörin Þessi harðduglegi þjálfari þekkir Danina út og inn. Hann þekkir veikleika þeirra í bak og fyrir og nýtti sér það út í hið ítrasta. Hann átti svör við öllu og Danirnir vissu oft á tíðum ekki sitt rjúkandi ráð. Enda voru þeir komnir með sjö í sókn undir lokin en það dugði ekki til. Það er eitt að teikna upp frábæra stríðsáætlun. Það er annað að fá leikmenn til þess að trúa á hana og framkvæma eins og strákarnir okkar gerðu svo stórkostlega í kvöld. Trúin skein af hverju andliti og þegar það gaf á bátinn á erfiðum útivelli (eins og má svo sannarlega kalla Malmö Arena í kvöld) þá buguðust menn aldrei. Héldu sig við leikplanið og hlutina sem gengu vel. Það skilaði sér ríkulega. Ótrúlegur. Þessi frammistaða Arons í kvöld var ómennsk.vísir/epa Aron bestur í heimi Við erum sem handboltaþjóð svo rík af því að eiga Aron Pálmarsson sem er á sínum degi besti handboltamaður heims. Frammistaða hans í kvöld var ómannleg. Hann skoraði 10 mörk og gaf 9 stoðsendingar. Fiskaði líka eitt víti. Þetta var heimsklassaframmistaða að öllu leyti því hann var einnig mjög öflugur í vörninni. Allir strákarnir voru hetjur í kvöld. Það er ekki hægt að vinna besta lið heims án þess að allir séu frábærir. Það lögðu líka allir lóð á vogarskálarnar þó svo Aron hafi verið í sérklassa.Vélmennið brotnar ekki Hin 39 ára gamli Alexander Petersson ákvað að snúa aftur. Takk, Lexi. Ein besta ákvörðun sem þú hefur tekið. Vélmennið okkar skilaði heldur betur sínu á báðum endum. Mikilvæg mörk og frábær stopp í vörninni. Hann fékk svo krampa í báða fætur en snéri samt aftur út á völlinn því hann er jú vélmenni. Margir voru ósáttir við að Kári Kristján væri kominn aftur á línuna en hann sannaði í kvöld að hann er besti sóknarlínumaðurinn okkar. Heimakletturinn okkar. Ráðalaus. Nikolaj Jacobsen var skólaður til af betri þjálfara í kvöld.vísir/epa Hetjurnar okkar Maðurinn sem eldist ekki, Guðjón Valur, var eins og alltaf að skila sínu. Elvar Örn býr yfir gríðarlegum andlegum styrk og ekki að sjá að þar fari lítt reyndur landsliðsmaður. Góður á báðum endum og hann og Ýmir voru ótrúlega sterkur í vörninni. Bjarki Már kom inn og kláraði mikilvæg víti, Bjöggi varði réttu boltana og Janus skilaði frábærum mínútum. Það voru allir að skila. Þetta er alvöru lið. Svo lengi lærir sem lifir og Guðmundur mun örugglega rifja það upp fyrir næstu leiki að á síðustu Evrópumótum hefur liðið byrjað vel en runnið svo á rassgatið. Það má ekki gerast núna og ég neita að trúa því að það gerist. Það er of mikil reynsla og gæði í þessu liði. Ógleymanlegt kvöld í alla staði í Malmö. Einn besti landsleikur sem íslenskt landslið hefur spilað frá upphafi. Það er einfaldlega þannig. Nú þarf að nýta meðbyrinn og halda áfram á þessari frábæru braut. Takk fyrir mig. Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi. EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Guðjón Valur: Aron sýnir að hann er topp þrír besti leikmaður í heimi Hann var stoltur fyrirliðinn, Guðjón Valur Sigurðsson, er hann ræddi við blaðamann Vísis eftir eins marks sigur á Dönum, 31-30, í fyrsta leik liðsins á EM í dag. 11. janúar 2020 19:24 Alexander: Gæti ekki verið betra Alexander Petersson lék frábærlega í fyrsta leik sínum á stórmóti í fjögur ár. 11. janúar 2020 19:12 Topparnir í tölfræðinni á móti Danmörku: Aron kom að tuttugu mörkum íslenska liðsins Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann frábæran sigur á Heims- og Ólympíumeisturum Dana í fyrsta leik sínum á Evrópumótinu 2020 sem fer fram í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. Hér má sjá hvernig strákarnir komu út í tölfræðinni. 11. janúar 2020 19:13 Einkunnir strákanna okkar í kvöld: Aron og Alexander í heimsklassa á móti heimsmeisturunum Íslenska handboltalandsliðið vann stórkostlegan sigur á heims- og Ólympíumeisturum Dana í fyrsta leik sínum á Evrópumeistaramótinu í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. 11. janúar 2020 19:44 Aron: Erum orðnir mjög góðir og sýndum það í dag Maður leiksins var himinlifandi eftir sigurinn á Dönum. 11. janúar 2020 19:28 Twitter eftir sigurinn: „Hef ekki séð Aron betri síðan hann lék í Saffran auglýsingunum“ Íslenska landsliðið gerði sér lítið fyrir og lagði heims- og Ólympíumeistara, 31-30, í fyrsta leik liðsins á EM 2020. 11. janúar 2020 18:58 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Sjá meira
Guðmundur Þórður Guðmundsson skilaði Dönum Ólympíugulli en fékk aldrei þá virðingu sem hann átti skilið þar í landi. Danir læra kannski að bera almennilega virðingu fyrir manninum eftir leik kvöldsins sem Íslendingar unnu með glæsibrag, 31-30. Guðmundur var kallaður Gullmundur í Danmörku eftir ÓL en var samt stanslaust talaður niður af fjölmiðlum. Samstarfsmenn komu ekki alltaf fram af virðingu og okkar maður var súr með viðskilnað sinn þar. Skiljanlega. Hann vill ekki segja það opinberlega en það er alveg klárt að þessi leikur í kvöld var persónulegur. Mjög persónulegur. Það sást á sprettinum í lok leiks og ég get varla ímyndað mér hversu sætt þetta var fyrir þennan stórkostlega þjálfara sem enn og aftur sannaði að hann er galdramaður.Var með öll svörin Þessi harðduglegi þjálfari þekkir Danina út og inn. Hann þekkir veikleika þeirra í bak og fyrir og nýtti sér það út í hið ítrasta. Hann átti svör við öllu og Danirnir vissu oft á tíðum ekki sitt rjúkandi ráð. Enda voru þeir komnir með sjö í sókn undir lokin en það dugði ekki til. Það er eitt að teikna upp frábæra stríðsáætlun. Það er annað að fá leikmenn til þess að trúa á hana og framkvæma eins og strákarnir okkar gerðu svo stórkostlega í kvöld. Trúin skein af hverju andliti og þegar það gaf á bátinn á erfiðum útivelli (eins og má svo sannarlega kalla Malmö Arena í kvöld) þá buguðust menn aldrei. Héldu sig við leikplanið og hlutina sem gengu vel. Það skilaði sér ríkulega. Ótrúlegur. Þessi frammistaða Arons í kvöld var ómennsk.vísir/epa Aron bestur í heimi Við erum sem handboltaþjóð svo rík af því að eiga Aron Pálmarsson sem er á sínum degi besti handboltamaður heims. Frammistaða hans í kvöld var ómannleg. Hann skoraði 10 mörk og gaf 9 stoðsendingar. Fiskaði líka eitt víti. Þetta var heimsklassaframmistaða að öllu leyti því hann var einnig mjög öflugur í vörninni. Allir strákarnir voru hetjur í kvöld. Það er ekki hægt að vinna besta lið heims án þess að allir séu frábærir. Það lögðu líka allir lóð á vogarskálarnar þó svo Aron hafi verið í sérklassa.Vélmennið brotnar ekki Hin 39 ára gamli Alexander Petersson ákvað að snúa aftur. Takk, Lexi. Ein besta ákvörðun sem þú hefur tekið. Vélmennið okkar skilaði heldur betur sínu á báðum endum. Mikilvæg mörk og frábær stopp í vörninni. Hann fékk svo krampa í báða fætur en snéri samt aftur út á völlinn því hann er jú vélmenni. Margir voru ósáttir við að Kári Kristján væri kominn aftur á línuna en hann sannaði í kvöld að hann er besti sóknarlínumaðurinn okkar. Heimakletturinn okkar. Ráðalaus. Nikolaj Jacobsen var skólaður til af betri þjálfara í kvöld.vísir/epa Hetjurnar okkar Maðurinn sem eldist ekki, Guðjón Valur, var eins og alltaf að skila sínu. Elvar Örn býr yfir gríðarlegum andlegum styrk og ekki að sjá að þar fari lítt reyndur landsliðsmaður. Góður á báðum endum og hann og Ýmir voru ótrúlega sterkur í vörninni. Bjarki Már kom inn og kláraði mikilvæg víti, Bjöggi varði réttu boltana og Janus skilaði frábærum mínútum. Það voru allir að skila. Þetta er alvöru lið. Svo lengi lærir sem lifir og Guðmundur mun örugglega rifja það upp fyrir næstu leiki að á síðustu Evrópumótum hefur liðið byrjað vel en runnið svo á rassgatið. Það má ekki gerast núna og ég neita að trúa því að það gerist. Það er of mikil reynsla og gæði í þessu liði. Ógleymanlegt kvöld í alla staði í Malmö. Einn besti landsleikur sem íslenskt landslið hefur spilað frá upphafi. Það er einfaldlega þannig. Nú þarf að nýta meðbyrinn og halda áfram á þessari frábæru braut. Takk fyrir mig. Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi.
EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Guðjón Valur: Aron sýnir að hann er topp þrír besti leikmaður í heimi Hann var stoltur fyrirliðinn, Guðjón Valur Sigurðsson, er hann ræddi við blaðamann Vísis eftir eins marks sigur á Dönum, 31-30, í fyrsta leik liðsins á EM í dag. 11. janúar 2020 19:24 Alexander: Gæti ekki verið betra Alexander Petersson lék frábærlega í fyrsta leik sínum á stórmóti í fjögur ár. 11. janúar 2020 19:12 Topparnir í tölfræðinni á móti Danmörku: Aron kom að tuttugu mörkum íslenska liðsins Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann frábæran sigur á Heims- og Ólympíumeisturum Dana í fyrsta leik sínum á Evrópumótinu 2020 sem fer fram í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. Hér má sjá hvernig strákarnir komu út í tölfræðinni. 11. janúar 2020 19:13 Einkunnir strákanna okkar í kvöld: Aron og Alexander í heimsklassa á móti heimsmeisturunum Íslenska handboltalandsliðið vann stórkostlegan sigur á heims- og Ólympíumeisturum Dana í fyrsta leik sínum á Evrópumeistaramótinu í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. 11. janúar 2020 19:44 Aron: Erum orðnir mjög góðir og sýndum það í dag Maður leiksins var himinlifandi eftir sigurinn á Dönum. 11. janúar 2020 19:28 Twitter eftir sigurinn: „Hef ekki séð Aron betri síðan hann lék í Saffran auglýsingunum“ Íslenska landsliðið gerði sér lítið fyrir og lagði heims- og Ólympíumeistara, 31-30, í fyrsta leik liðsins á EM 2020. 11. janúar 2020 18:58 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Sjá meira
Guðjón Valur: Aron sýnir að hann er topp þrír besti leikmaður í heimi Hann var stoltur fyrirliðinn, Guðjón Valur Sigurðsson, er hann ræddi við blaðamann Vísis eftir eins marks sigur á Dönum, 31-30, í fyrsta leik liðsins á EM í dag. 11. janúar 2020 19:24
Alexander: Gæti ekki verið betra Alexander Petersson lék frábærlega í fyrsta leik sínum á stórmóti í fjögur ár. 11. janúar 2020 19:12
Topparnir í tölfræðinni á móti Danmörku: Aron kom að tuttugu mörkum íslenska liðsins Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann frábæran sigur á Heims- og Ólympíumeisturum Dana í fyrsta leik sínum á Evrópumótinu 2020 sem fer fram í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. Hér má sjá hvernig strákarnir komu út í tölfræðinni. 11. janúar 2020 19:13
Einkunnir strákanna okkar í kvöld: Aron og Alexander í heimsklassa á móti heimsmeisturunum Íslenska handboltalandsliðið vann stórkostlegan sigur á heims- og Ólympíumeisturum Dana í fyrsta leik sínum á Evrópumeistaramótinu í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. 11. janúar 2020 19:44
Aron: Erum orðnir mjög góðir og sýndum það í dag Maður leiksins var himinlifandi eftir sigurinn á Dönum. 11. janúar 2020 19:28
Twitter eftir sigurinn: „Hef ekki séð Aron betri síðan hann lék í Saffran auglýsingunum“ Íslenska landsliðið gerði sér lítið fyrir og lagði heims- og Ólympíumeistara, 31-30, í fyrsta leik liðsins á EM 2020. 11. janúar 2020 18:58