Burnley sótti sigur á Old Trafford Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. janúar 2020 22:00 Rodriguez fagnar glæsimarki sínu. vísir/getty Burnley vann 0-2 útisigur á Manchester United í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Jóhann Berg Guðmundsson er enn frá vegna meiðsla hjá Burnley sem er komið upp í 13. sæti deildarinnar eftir tvo sigra í röð. United er hins vegar áfram í 5. sætinu með 34 stig, sex stigum á eftir Chelsea sem er í 4. sæti deildarinnar. Chris Wood kom Burnley yfir á 39. mínútu eftir aukaspyrnu og skalla fyrirliðans Bens Mee. Á 56. mínútu kom Jay Rodriguez Burnley í 0-2 með frábæru skoti í slá og inn. Fleiri urðu mörkin ekki og Burnley fagnaði góðum sigri. Enski boltinn
Burnley vann 0-2 útisigur á Manchester United í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Jóhann Berg Guðmundsson er enn frá vegna meiðsla hjá Burnley sem er komið upp í 13. sæti deildarinnar eftir tvo sigra í röð. United er hins vegar áfram í 5. sætinu með 34 stig, sex stigum á eftir Chelsea sem er í 4. sæti deildarinnar. Chris Wood kom Burnley yfir á 39. mínútu eftir aukaspyrnu og skalla fyrirliðans Bens Mee. Á 56. mínútu kom Jay Rodriguez Burnley í 0-2 með frábæru skoti í slá og inn. Fleiri urðu mörkin ekki og Burnley fagnaði góðum sigri.