Leik lokið: Ísland - Svíþjóð 25-32 | Tómur tankur í lokaleiknum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. janúar 2020 20:45 Björgvin Páll reynir að verja skot. vísr/epa Ísland tapaði fyrir Svíþjóð, 25-32, í síðasta leik sínum á EM 2020 í handbolta í kvöld. Íslenska liðið endaði í neðsta sæti milliriðils II og í 11. sæti á mótinu. Svíþjóð endaði í 9. sæti. Kristján Andrésson stýrði sænska liðinu í síðasta sinn í kvöld. Líkt og gegn Noregi í gær byrjaði íslenska liðið illa og lenti 1-4 undir. Svíar voru með frumkvæðið allan tímann og voru sjö mörkum undir í hálfleik, 11-18. Sami munur var á liðunum í leikslok, 25-32. Kári Kristján Kristjánsson og Bjarki Már Elísson voru markahæstir í íslenska liðinu með fimm mörk hvor. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði fjögur mörk. EM 2020 í handbolta
Ísland tapaði fyrir Svíþjóð, 25-32, í síðasta leik sínum á EM 2020 í handbolta í kvöld. Íslenska liðið endaði í neðsta sæti milliriðils II og í 11. sæti á mótinu. Svíþjóð endaði í 9. sæti. Kristján Andrésson stýrði sænska liðinu í síðasta sinn í kvöld. Líkt og gegn Noregi í gær byrjaði íslenska liðið illa og lenti 1-4 undir. Svíar voru með frumkvæðið allan tímann og voru sjö mörkum undir í hálfleik, 11-18. Sami munur var á liðunum í leikslok, 25-32. Kári Kristján Kristjánsson og Bjarki Már Elísson voru markahæstir í íslenska liðinu með fimm mörk hvor. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði fjögur mörk.