Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Valur 26-32 | Valsmenn aðeins stigi á eftir Haukum eftir öruggan sigur Svava Kristín Gretarsdóttir skrifar 9. febrúar 2020 21:15 vísir/bára Valur galopnaði toppbaráttuna í deildinni með sigri á Haukum á Ásvöllum í kvöld, 26-32. Annar leikurinn í röð sem Haukar láta fara illa með sig, þeir halda toppsætinu en líta ekki vel út á nýju ári Leikurinn var jafn á upphafs mínútum leiksins en Valsmenn náðu svo tökunum á leiknum og héldu forystu út fyrri hálfleikinn. Þeir voru mest þremur mörkum yfir og þannig voru leikar þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks, 12-15. Valsmenn höfðu tögl og haldir á leiknum í síðari hálfleik og þeirra sigur var hreinlega aldrei í hættu. Haukar byrjuðu þennan síðari hálfleik óútskýranlega illa, voru óagaðir sóknarlega, tapa ógrinni af boltum og áttu aldrei séns. Valur náði 10 marka forystu þegar stundarfjórðungur var til leiksloka, 16-26, og héldu áfram að byggja ofan á það. Það kom svo smá áhlaup frá heimamönnum þegar leikurinn var tapaður, en þeir náðu að minnka niður í fimm mörk, 25-30. Leiknum lauk svo með 6 marka sigri Vals, 26-32. Af hverju vann Valur? Valur spilaði frábæran handbolta í dag, varnarlega voru þeir stórkostlegir, markvarslan góð í kjölfarið og sóknarlega voru þeir agaðir. Þeir unnu leikinn á öllum vígstöðvum. Hverjir stóðu upp úr?Anton Rúnarsson var geggjaður í liði Vals, hann skoraði 10 mörk og stjórnaði sóknarleiknum. Þorgils Jón Svölu Baldursson var síðan stórkostlegur í vörninni og sýndi Valsmönnum að þeir þurfa ekki að hafa neinar áhyggjur á félagsskiptum Ýmis, auk þess þá skoraði hann 4 mörk. Enn ásamt Þorgilsi þá voru þeir Alexander Örn og Róbert Aron að vinna vel saman í vörninni. Flest allir leikmenn Vals voru að spila vel og eiga hrós skilið. Hvað gekk illa? Leikur Hauka gekk illa frá A-Ö. Þeir gáfu boltann frá sér, nýttu ekki færin sín, spiluðu leiðinlegan fyrirsjáanlega sóknarleik. Þeir þurfa að rífa sig í gang ætli þeir sér að halda þessu toppsæti. Hvað er framundan? Haukar mæta ÍBV í Vestmannaeyjum í næstu umferð, Eyjamenn búnir að vinna bæði FH og Aftureldingu í síðustu tveimur leikjum sínum svo Haukar þurfa að sína töluvert betri frammistöðu ætli þeir sér að sækja tvö stig til Eyja. Valur er að fara út í Evrópu ævintýri en mæta svo Fjölni miðvikudaginn 19 febrúar. Gunnar Magnússon hefur áhyggjur af frammistöðu liðsinsVísir/Anton Gunni Magg: Ég þarf að setjast aðeins niður með strákunum, þetta er ekki ásættanlegt„Ótrúleg vonbrigði“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka eftir niðurlægingu á heimavelli „Annan leikinn í röð í deildinni þá kemur ekki neistinn fyrr enn leikurinn er búinn. 9 mörkum undir þá allt í einu kviknar þessi neisti sem maður er búinn að leitast eftir. „Ég þarf bara að setjast aðeins niður með strákunum og við þurfum að leysa. Mér fannst bara vanta mikið uppá í dag“ „Þetta eru mikil vonbrigði þessi frammistaða. Við erum að klúðra dauðafærum, svo erum við agalausir á köflum og hendum boltanum í hendurnar á þeim“ Sóknarleikur Hauka var ekki til afspurnar í þessum leik, hann var óagaður og virtist tilviljunarkenndur. Gunnar var ekki sammála því „Þetta kannski lúkkar þannig, en menn vita alveg hvað þeir ætla að gera. Ég veit ekki hvað við fengum mikið af færum, enn það sama við erum ekki með þennan neista sem strákunum vantar.“ „Strákarnir vita alveg að þeir geta betur, við þurfum bara að setjast niður saman því þetta er ekki ásættanlegt.“ sagði Gunnar Magnússon að lokum Snorri Steinn er á bullandi siglingu með sínum mönnumvísir/daníel Snorri Steinn: Þetta var sérstök vika„Ég er mjög ánægður, ég er gríðalega ánægður með strákana og er stoltur af þeim“ voru fyrstu viðbrögð Snorra Steins Guðjónssonar, þjálfara Vals „Þetta var sérstök vika. Ég hafði sérstaka tilfinningu fyrir leikinn og vissi ekki alveg við hverju ég ætti að búast og hvernig menn myndu bregðast við þessu enn er að sjálfsögðu mjög ánægður með það hvernig strákarnir svöruðu mótlætinu“ Ýmir Örn Gíslason fór til Rhein Neckar Löven í vikunni og yfirgaf herbúðir Vals skyndilega. Það var ekki eini skellur vikunnar, því sama dag ristarbrotnaði Finnur Ingi Stefánsson og Snorri missti þar tvo lykilmenn á einu bretti. Hann býr að því að hafa góðan og breiðan hóp manna sem geta leyst þeirra stöður „Ég hafði svo sem ekkert áhyggjur af því, við höfum bara byggt okkar varnarleik í kringum Ými, hann hefur stjórnað þessu og verið leiðtogi í varnarleiknum hjá okkur. Auðvitað er því vont að missa hann og við eigum alveg eftir að lenda á einhverjum veggjum þar sem við munum sakna hans.“ „Enn það sem ég sá í dag var mjög gott“ Valur galopnaði toppbaráttuna í deildinni með þessum sigri, þeir eru nú í öðru sæti deildarinnar stigi á eftir Haukum og stigi fyrir ofan Aftureldingu í þriðja sætinu. Snorri segir að það megi líka lítið útaf bregða í svona þéttum pakka „Jájá en eitt tap getur líka þýtt eitthvað annað, deildin er bara það skemmtileg“ Olís-deild karla
Valur galopnaði toppbaráttuna í deildinni með sigri á Haukum á Ásvöllum í kvöld, 26-32. Annar leikurinn í röð sem Haukar láta fara illa með sig, þeir halda toppsætinu en líta ekki vel út á nýju ári Leikurinn var jafn á upphafs mínútum leiksins en Valsmenn náðu svo tökunum á leiknum og héldu forystu út fyrri hálfleikinn. Þeir voru mest þremur mörkum yfir og þannig voru leikar þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks, 12-15. Valsmenn höfðu tögl og haldir á leiknum í síðari hálfleik og þeirra sigur var hreinlega aldrei í hættu. Haukar byrjuðu þennan síðari hálfleik óútskýranlega illa, voru óagaðir sóknarlega, tapa ógrinni af boltum og áttu aldrei séns. Valur náði 10 marka forystu þegar stundarfjórðungur var til leiksloka, 16-26, og héldu áfram að byggja ofan á það. Það kom svo smá áhlaup frá heimamönnum þegar leikurinn var tapaður, en þeir náðu að minnka niður í fimm mörk, 25-30. Leiknum lauk svo með 6 marka sigri Vals, 26-32. Af hverju vann Valur? Valur spilaði frábæran handbolta í dag, varnarlega voru þeir stórkostlegir, markvarslan góð í kjölfarið og sóknarlega voru þeir agaðir. Þeir unnu leikinn á öllum vígstöðvum. Hverjir stóðu upp úr?Anton Rúnarsson var geggjaður í liði Vals, hann skoraði 10 mörk og stjórnaði sóknarleiknum. Þorgils Jón Svölu Baldursson var síðan stórkostlegur í vörninni og sýndi Valsmönnum að þeir þurfa ekki að hafa neinar áhyggjur á félagsskiptum Ýmis, auk þess þá skoraði hann 4 mörk. Enn ásamt Þorgilsi þá voru þeir Alexander Örn og Róbert Aron að vinna vel saman í vörninni. Flest allir leikmenn Vals voru að spila vel og eiga hrós skilið. Hvað gekk illa? Leikur Hauka gekk illa frá A-Ö. Þeir gáfu boltann frá sér, nýttu ekki færin sín, spiluðu leiðinlegan fyrirsjáanlega sóknarleik. Þeir þurfa að rífa sig í gang ætli þeir sér að halda þessu toppsæti. Hvað er framundan? Haukar mæta ÍBV í Vestmannaeyjum í næstu umferð, Eyjamenn búnir að vinna bæði FH og Aftureldingu í síðustu tveimur leikjum sínum svo Haukar þurfa að sína töluvert betri frammistöðu ætli þeir sér að sækja tvö stig til Eyja. Valur er að fara út í Evrópu ævintýri en mæta svo Fjölni miðvikudaginn 19 febrúar. Gunnar Magnússon hefur áhyggjur af frammistöðu liðsinsVísir/Anton Gunni Magg: Ég þarf að setjast aðeins niður með strákunum, þetta er ekki ásættanlegt„Ótrúleg vonbrigði“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka eftir niðurlægingu á heimavelli „Annan leikinn í röð í deildinni þá kemur ekki neistinn fyrr enn leikurinn er búinn. 9 mörkum undir þá allt í einu kviknar þessi neisti sem maður er búinn að leitast eftir. „Ég þarf bara að setjast aðeins niður með strákunum og við þurfum að leysa. Mér fannst bara vanta mikið uppá í dag“ „Þetta eru mikil vonbrigði þessi frammistaða. Við erum að klúðra dauðafærum, svo erum við agalausir á köflum og hendum boltanum í hendurnar á þeim“ Sóknarleikur Hauka var ekki til afspurnar í þessum leik, hann var óagaður og virtist tilviljunarkenndur. Gunnar var ekki sammála því „Þetta kannski lúkkar þannig, en menn vita alveg hvað þeir ætla að gera. Ég veit ekki hvað við fengum mikið af færum, enn það sama við erum ekki með þennan neista sem strákunum vantar.“ „Strákarnir vita alveg að þeir geta betur, við þurfum bara að setjast niður saman því þetta er ekki ásættanlegt.“ sagði Gunnar Magnússon að lokum Snorri Steinn er á bullandi siglingu með sínum mönnumvísir/daníel Snorri Steinn: Þetta var sérstök vika„Ég er mjög ánægður, ég er gríðalega ánægður með strákana og er stoltur af þeim“ voru fyrstu viðbrögð Snorra Steins Guðjónssonar, þjálfara Vals „Þetta var sérstök vika. Ég hafði sérstaka tilfinningu fyrir leikinn og vissi ekki alveg við hverju ég ætti að búast og hvernig menn myndu bregðast við þessu enn er að sjálfsögðu mjög ánægður með það hvernig strákarnir svöruðu mótlætinu“ Ýmir Örn Gíslason fór til Rhein Neckar Löven í vikunni og yfirgaf herbúðir Vals skyndilega. Það var ekki eini skellur vikunnar, því sama dag ristarbrotnaði Finnur Ingi Stefánsson og Snorri missti þar tvo lykilmenn á einu bretti. Hann býr að því að hafa góðan og breiðan hóp manna sem geta leyst þeirra stöður „Ég hafði svo sem ekkert áhyggjur af því, við höfum bara byggt okkar varnarleik í kringum Ými, hann hefur stjórnað þessu og verið leiðtogi í varnarleiknum hjá okkur. Auðvitað er því vont að missa hann og við eigum alveg eftir að lenda á einhverjum veggjum þar sem við munum sakna hans.“ „Enn það sem ég sá í dag var mjög gott“ Valur galopnaði toppbaráttuna í deildinni með þessum sigri, þeir eru nú í öðru sæti deildarinnar stigi á eftir Haukum og stigi fyrir ofan Aftureldingu í þriðja sætinu. Snorri segir að það megi líka lítið útaf bregða í svona þéttum pakka „Jájá en eitt tap getur líka þýtt eitthvað annað, deildin er bara það skemmtileg“