Fréttir Modi sakaður um múslimaandúð í miðjum kosningum Andstæðingar Narendra Modi forsætisráðherra Indlands saka hann um að fara niðrandi orðum um múslima með ummælum sem hann lét falla um helgina. Þingkosningar hófust á Indlandi á föstudag en þær eru umfangsmestu lýðræðislegu kosningar á jörðinni. Erlent 22.4.2024 11:55 Viðamiklar breytingar gerðar á örorkulífeyriskerfinu Í hádegisfréttum verður rætt við félags- og vinnumarkaðsráðherra sem kynnir í dag viðamiklar breytingar á örorkulífeyriskerfinu sem eiga að fela í sér bætta þjónustu, hvata til atvinnuþátttöku og betri kjör. Innlent 22.4.2024 11:42 Enginn í 9. bekk skildi setninguna „hjartað dælir blóði“ Eðvarð Hilmarsson, grunnskólakennari og stjórnmálafræðingur, segir meira fjármagn vanta í grunnskólakerfið. Kennarar þurfi auk þess betri viðmið svo að betri yfirsýn fáist á getu nemenda. Allt að 90 prósent nemenda í hverfaskólanum hans eru ekki með íslensku sem móðurmál. Eðvarð vill breyta ýmsu með framboði sínu til formanns Kennarafélags Reykjavíkur. Innlent 22.4.2024 11:19 Dregur úr vinnu og verkefnum Haraldur V. Noregskonungur sneri aftur til vinnu í morgun eftir að hafa verið fjarverandi síðastliðnar átta vikur vegna heilsubrests. Norska konungshöllin greinir frá því að konungurinn muni draga nokkuð úr verkefnum sínum enda orðinn gamall. Erlent 22.4.2024 10:43 Evrópa hlýnar hraðast heimsálfanna Hlýnun í Evrópu er um tvöfalt meiri en heimsmeðaltalið og heilsu íbúa álfunnar stafar vaxandi ógn af hitaálagi. Dauðsföllum af völdum hita hefur fjölgað um tæpan þriðjung á undanförnum tveimur áratugum. Erlent 22.4.2024 10:32 Grátbiðja borgarstjórana um að bjarga „einstæðu listaverki Guðjóns“ Fastagestir og velunnarar Sundhallarinnar í Reykjavík biðla til borgarstjóra um að falla frá fyrirhuguðum breytingum á einni merkustu byggingu borgarinnar. Listaverki Guðjóns Samúelssonar eins og þeir komast að orði. Innlent 22.4.2024 10:24 Braust inn í tölvu með lítilli fyrirhöfn og óvæntum afleiðingum Hver sem er getur orðið hakkari með hjálp gervigreindar, að sögn heimsfrægs hakkara sem nýlega var staddur hér á landi. Við mæltum okkur mót við hann og fylgdumst með tölvuinnbroti í rauntíma. Innlent 22.4.2024 10:23 Lögregla heldur spilunum þétt að sér Lögreglan á Suðurlandi gefur ekkert upp að svo stöddu um manndráp í Kiðjabergi í Grímsnes- og Grafningshreppi um helgina. Rannsókn málsins er í fullum gangi. Innlent 22.4.2024 10:05 Bein útsending: Fara yfir breytingar á örorkulífeyriskerfinu Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, kynnir umfangsmiklar breytingar á örorkulífeyriskerfi íslands í dag. Breytingin ber yfirskriftina „Öll með“ og er markmið þeirra að einfalda kerfið, draga úr tekjutengingum og gera það réttlátara. Innlent 22.4.2024 10:01 Látin líta út eins og „enemy number one“ af því að hún er ósammála Kristrúnu Sabine Leskopf, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, fór yfir hvað gerðist á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar um helgina í Bítinu á Bylgjunni. Hún segist, eins og fleiri innan flokksins, vera ósátt við orð formanns í nýlegu viðtali við útlendingamál þar sem Kristrún sagði að hún vildi ekki að Ísland skæri sig úr í útlendingamálum. Innlent 22.4.2024 09:25 Duda segir Pólverja reiðubúna til að geyma kjarnorkuvopn Pólland er reiðubúið til að leyfa bandamönnum að koma fyrir kjarnorkuvopnum í landinu ef Atlantshafsbandalagið ákveður að koma vopnunum fyrir víðar til að bregðast við auknum viðbúnaði Rússa í Belarús og Kalíningrad. Erlent 22.4.2024 09:10 Hætta að skerða örorkulífeyri við fyrstu krónu Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, kynnir breytingar á örorkulífeyriskerfinu í dag. Hann segir að breytingarnar eigi að einfalda kerfið en hann er sem dæmi að fækka bótaflokkum og setur 100 þúsund króna frítekjumark. Innlent 22.4.2024 08:45 Hvetja til bólusetninga fyrir ferðalög til Evrópu og Bandaríkjanna Fólk sem hyggur á ferðalög ætti að fara yfir bólusetningar sínar og barna sinna hvort sem farið er á framandi slóðir eða stefnt á stutta ferð til nágrannalandanna. Innlent 22.4.2024 08:42 Segir af sér vegna mistaka í kringum árás Hamas Yfirmaður ísraelsku herleyniþjónustunnar sagði af sér í dag. Hann er fyrsti hátt setti embættismaðurinn sem lætur af starfi vegna afglapa leyniþjónustunnar sem gerðu vígamönnum Hamas kleift að ráðast á Ísrael 7. október. Erlent 22.4.2024 08:35 Rallýbíll ók á áhorfendur á Sri Lanka Sjö eru látnir og tuttugu og einn slasaður eftir að rallýbíll ók inn í hóp áhorfenda á kappaksturskeppni á Sri Lanka í gær. Erlent 22.4.2024 07:42 Ísraelar æfir yfir fyrirhuguðum þvingunum á Netzah Yehuda herdeildina Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraela hefur heitið því að berjast gegn því með kjafti og klóm að Bandaríkjamenn beiti einstaka deildir innan Ísraelska hersins þvingunum og hætti fjárstuðningi við þær sérstaklega. Erlent 22.4.2024 07:36 Skjálfti 3,1 að stærð út af Reykjanestá Skjálfti 3,1 að stærð varð rétt út af Reykjanestá klukkan 04:54 í morgun. Nokkrir minni skjálftar hafa svo fylgt í kjölfarið. Innlent 22.4.2024 07:28 Ríki heims verja metupphæðum til hermála Þjóðir heims hafa aldrei varið meiri fjármunum til her- og varnarmála en útgjöldin á heimsvísu eru nú talin nema um 2.440 milljörðum Bandaríkjadollara. Útgjöldin jukust um 6,8 prósent milli áranna 2022 og 2023. Erlent 22.4.2024 07:14 Hiti að þrettán stigum Hæð vestur af Írlandi þokast í átt að landinu í dag og er útlit fyrir fremur hægan vind og víða léttskýjuðu. Veður 22.4.2024 07:10 Baldur fremstur í nýrri könnun og Halla Hrund skákar Jóni Baldur Þórhallsson mælist með mest fylgi í nýrri könnun Prósents, eða 27,2 prósent. Katrín Jakobsdóttir mælist með 23,8 prósent og Halla Hrund Logadóttir með 18 prósent. Innlent 22.4.2024 06:33 Einn með exi á lofti og þrír handteknir vegna líkamsárásar Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynningí gærkvöldi eða nótt um einstakling með „exi á lofti“ í miðborginni. Málið var afgreitt af lögreglu, segir í yfirliti yfir verkefni næturinnar. Innlent 22.4.2024 06:14 Atvinnurekendur í Grindavík krefjast úrræða Hópur grindvískra atvinnurekenda segir fyrirtæki í Grindavík komin að þolmörkum og kalla eftir að úrræði sem kynnt verða fyrir þinglok verði úrræði sem miða að fyrirtækjum sem geta og vilja starfa í Grindavík, fyrirtækjum sem þurfa að flytja starfsemi sína og þeim sem sjá hvorki rekstrargrundvöll í né utan Grindavíkur og vilja uppkaup á atvinnuhúsnæði. Innlent 21.4.2024 23:16 Kjaftasögur koma á yfirborðið fyrir kosningar Kjaftasögur – sannar eða lognar – geta haft áhrif á komandi kosningar og hafa reglulega komið á kreik í kringum forsetakosningar. Innlent 21.4.2024 22:42 Viðurkennir að hafa brugðist of hægt við áhyggjuröddum heimilislækna Heilbrigðisráðherra viðurkennir að hafa brugðist of hægt við áhyggjuröddum heimilislækna varðandi álag vegna skriffinsku. Hann ætlar að minnka kröfur um vottorða- og tilvísunarskrif og hefur boðað fulltrúa Félags heimilislækna á fund eftir helgi. Innlent 21.4.2024 21:00 Stóðhesturinn Vísir elskar saxófónleik Stóðhesturinn Vísir, sem er einn besti tölthestur landsins er vandlátur á tónlist en þegar hann heyrir spilað á saxófón þá fer hann í sitt allra besta formi og stuð og töltir eins og engin sé morgundagurinn. Innlent 21.4.2024 20:31 Björguðu strönduðum ferðamönnum í Gróttu Rétt fyrir hálf sjö í kvöld óskuðu tveir ferðamenn sem farið höfðu út í Gróttu eftir aðstoð við að komast aftur í land. Þau höfðu ekki fylgst með flóðinu og þeir urðu strandaglópar á eyjunni sem hafði ekki verið eyja fyrr um daginn. Innlent 21.4.2024 20:28 Um tvö hundruð fengið aðstoð við að minnka lyfjanotkun Yfir tvö hundruð manns hafa fengið aðstoð hjá Reykjanesapóteki við að minnka lyfjaskammta, meðal annars á ávanabindandi lyfjum. Eigandi apóteksins segir mikilvægt að taka réttan skammt af lyfjum. Innlent 21.4.2024 20:00 Siggi stormur lofar hlýju og sólríku sumri Veðurfræðingurinn Sigurður Þ. Ragnarsson, betur þekktur sem Siggi stormur, segir einstaka veðurblíðu vera framundan og ekki nóg með það heldur sé sólríkt, hlýtt og þurrt sumar í kortunum. Veður 21.4.2024 19:27 Kynferðisafbrotamanni bannað að nota gervigreind Breskur dómstóll hefur bannað kynferðisafbrotamanni að nota gervigreind til að framleiða myndir í fimm ár vegna þess að hann nýtti sér hana til að búa til meira en þúsund klúrar myndir af fólki án leyfis. Erlent 21.4.2024 18:46 Sameiningarviðræður á Suðurnesjum komnar á næsta stig Viðræður um sameiningu sveitarfélaga á Suðurnesjum eru komnar á næsta stig og haldnir hafa verið íbúafundir vegna málsins. Bæjarstjóri í Vogum segir endanlega ákvörðun alltaf vera íbúanna. Innlent 21.4.2024 18:21 « ‹ 260 261 262 263 264 265 266 267 268 … 334 ›
Modi sakaður um múslimaandúð í miðjum kosningum Andstæðingar Narendra Modi forsætisráðherra Indlands saka hann um að fara niðrandi orðum um múslima með ummælum sem hann lét falla um helgina. Þingkosningar hófust á Indlandi á föstudag en þær eru umfangsmestu lýðræðislegu kosningar á jörðinni. Erlent 22.4.2024 11:55
Viðamiklar breytingar gerðar á örorkulífeyriskerfinu Í hádegisfréttum verður rætt við félags- og vinnumarkaðsráðherra sem kynnir í dag viðamiklar breytingar á örorkulífeyriskerfinu sem eiga að fela í sér bætta þjónustu, hvata til atvinnuþátttöku og betri kjör. Innlent 22.4.2024 11:42
Enginn í 9. bekk skildi setninguna „hjartað dælir blóði“ Eðvarð Hilmarsson, grunnskólakennari og stjórnmálafræðingur, segir meira fjármagn vanta í grunnskólakerfið. Kennarar þurfi auk þess betri viðmið svo að betri yfirsýn fáist á getu nemenda. Allt að 90 prósent nemenda í hverfaskólanum hans eru ekki með íslensku sem móðurmál. Eðvarð vill breyta ýmsu með framboði sínu til formanns Kennarafélags Reykjavíkur. Innlent 22.4.2024 11:19
Dregur úr vinnu og verkefnum Haraldur V. Noregskonungur sneri aftur til vinnu í morgun eftir að hafa verið fjarverandi síðastliðnar átta vikur vegna heilsubrests. Norska konungshöllin greinir frá því að konungurinn muni draga nokkuð úr verkefnum sínum enda orðinn gamall. Erlent 22.4.2024 10:43
Evrópa hlýnar hraðast heimsálfanna Hlýnun í Evrópu er um tvöfalt meiri en heimsmeðaltalið og heilsu íbúa álfunnar stafar vaxandi ógn af hitaálagi. Dauðsföllum af völdum hita hefur fjölgað um tæpan þriðjung á undanförnum tveimur áratugum. Erlent 22.4.2024 10:32
Grátbiðja borgarstjórana um að bjarga „einstæðu listaverki Guðjóns“ Fastagestir og velunnarar Sundhallarinnar í Reykjavík biðla til borgarstjóra um að falla frá fyrirhuguðum breytingum á einni merkustu byggingu borgarinnar. Listaverki Guðjóns Samúelssonar eins og þeir komast að orði. Innlent 22.4.2024 10:24
Braust inn í tölvu með lítilli fyrirhöfn og óvæntum afleiðingum Hver sem er getur orðið hakkari með hjálp gervigreindar, að sögn heimsfrægs hakkara sem nýlega var staddur hér á landi. Við mæltum okkur mót við hann og fylgdumst með tölvuinnbroti í rauntíma. Innlent 22.4.2024 10:23
Lögregla heldur spilunum þétt að sér Lögreglan á Suðurlandi gefur ekkert upp að svo stöddu um manndráp í Kiðjabergi í Grímsnes- og Grafningshreppi um helgina. Rannsókn málsins er í fullum gangi. Innlent 22.4.2024 10:05
Bein útsending: Fara yfir breytingar á örorkulífeyriskerfinu Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, kynnir umfangsmiklar breytingar á örorkulífeyriskerfi íslands í dag. Breytingin ber yfirskriftina „Öll með“ og er markmið þeirra að einfalda kerfið, draga úr tekjutengingum og gera það réttlátara. Innlent 22.4.2024 10:01
Látin líta út eins og „enemy number one“ af því að hún er ósammála Kristrúnu Sabine Leskopf, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, fór yfir hvað gerðist á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar um helgina í Bítinu á Bylgjunni. Hún segist, eins og fleiri innan flokksins, vera ósátt við orð formanns í nýlegu viðtali við útlendingamál þar sem Kristrún sagði að hún vildi ekki að Ísland skæri sig úr í útlendingamálum. Innlent 22.4.2024 09:25
Duda segir Pólverja reiðubúna til að geyma kjarnorkuvopn Pólland er reiðubúið til að leyfa bandamönnum að koma fyrir kjarnorkuvopnum í landinu ef Atlantshafsbandalagið ákveður að koma vopnunum fyrir víðar til að bregðast við auknum viðbúnaði Rússa í Belarús og Kalíningrad. Erlent 22.4.2024 09:10
Hætta að skerða örorkulífeyri við fyrstu krónu Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, kynnir breytingar á örorkulífeyriskerfinu í dag. Hann segir að breytingarnar eigi að einfalda kerfið en hann er sem dæmi að fækka bótaflokkum og setur 100 þúsund króna frítekjumark. Innlent 22.4.2024 08:45
Hvetja til bólusetninga fyrir ferðalög til Evrópu og Bandaríkjanna Fólk sem hyggur á ferðalög ætti að fara yfir bólusetningar sínar og barna sinna hvort sem farið er á framandi slóðir eða stefnt á stutta ferð til nágrannalandanna. Innlent 22.4.2024 08:42
Segir af sér vegna mistaka í kringum árás Hamas Yfirmaður ísraelsku herleyniþjónustunnar sagði af sér í dag. Hann er fyrsti hátt setti embættismaðurinn sem lætur af starfi vegna afglapa leyniþjónustunnar sem gerðu vígamönnum Hamas kleift að ráðast á Ísrael 7. október. Erlent 22.4.2024 08:35
Rallýbíll ók á áhorfendur á Sri Lanka Sjö eru látnir og tuttugu og einn slasaður eftir að rallýbíll ók inn í hóp áhorfenda á kappaksturskeppni á Sri Lanka í gær. Erlent 22.4.2024 07:42
Ísraelar æfir yfir fyrirhuguðum þvingunum á Netzah Yehuda herdeildina Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraela hefur heitið því að berjast gegn því með kjafti og klóm að Bandaríkjamenn beiti einstaka deildir innan Ísraelska hersins þvingunum og hætti fjárstuðningi við þær sérstaklega. Erlent 22.4.2024 07:36
Skjálfti 3,1 að stærð út af Reykjanestá Skjálfti 3,1 að stærð varð rétt út af Reykjanestá klukkan 04:54 í morgun. Nokkrir minni skjálftar hafa svo fylgt í kjölfarið. Innlent 22.4.2024 07:28
Ríki heims verja metupphæðum til hermála Þjóðir heims hafa aldrei varið meiri fjármunum til her- og varnarmála en útgjöldin á heimsvísu eru nú talin nema um 2.440 milljörðum Bandaríkjadollara. Útgjöldin jukust um 6,8 prósent milli áranna 2022 og 2023. Erlent 22.4.2024 07:14
Hiti að þrettán stigum Hæð vestur af Írlandi þokast í átt að landinu í dag og er útlit fyrir fremur hægan vind og víða léttskýjuðu. Veður 22.4.2024 07:10
Baldur fremstur í nýrri könnun og Halla Hrund skákar Jóni Baldur Þórhallsson mælist með mest fylgi í nýrri könnun Prósents, eða 27,2 prósent. Katrín Jakobsdóttir mælist með 23,8 prósent og Halla Hrund Logadóttir með 18 prósent. Innlent 22.4.2024 06:33
Einn með exi á lofti og þrír handteknir vegna líkamsárásar Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynningí gærkvöldi eða nótt um einstakling með „exi á lofti“ í miðborginni. Málið var afgreitt af lögreglu, segir í yfirliti yfir verkefni næturinnar. Innlent 22.4.2024 06:14
Atvinnurekendur í Grindavík krefjast úrræða Hópur grindvískra atvinnurekenda segir fyrirtæki í Grindavík komin að þolmörkum og kalla eftir að úrræði sem kynnt verða fyrir þinglok verði úrræði sem miða að fyrirtækjum sem geta og vilja starfa í Grindavík, fyrirtækjum sem þurfa að flytja starfsemi sína og þeim sem sjá hvorki rekstrargrundvöll í né utan Grindavíkur og vilja uppkaup á atvinnuhúsnæði. Innlent 21.4.2024 23:16
Kjaftasögur koma á yfirborðið fyrir kosningar Kjaftasögur – sannar eða lognar – geta haft áhrif á komandi kosningar og hafa reglulega komið á kreik í kringum forsetakosningar. Innlent 21.4.2024 22:42
Viðurkennir að hafa brugðist of hægt við áhyggjuröddum heimilislækna Heilbrigðisráðherra viðurkennir að hafa brugðist of hægt við áhyggjuröddum heimilislækna varðandi álag vegna skriffinsku. Hann ætlar að minnka kröfur um vottorða- og tilvísunarskrif og hefur boðað fulltrúa Félags heimilislækna á fund eftir helgi. Innlent 21.4.2024 21:00
Stóðhesturinn Vísir elskar saxófónleik Stóðhesturinn Vísir, sem er einn besti tölthestur landsins er vandlátur á tónlist en þegar hann heyrir spilað á saxófón þá fer hann í sitt allra besta formi og stuð og töltir eins og engin sé morgundagurinn. Innlent 21.4.2024 20:31
Björguðu strönduðum ferðamönnum í Gróttu Rétt fyrir hálf sjö í kvöld óskuðu tveir ferðamenn sem farið höfðu út í Gróttu eftir aðstoð við að komast aftur í land. Þau höfðu ekki fylgst með flóðinu og þeir urðu strandaglópar á eyjunni sem hafði ekki verið eyja fyrr um daginn. Innlent 21.4.2024 20:28
Um tvö hundruð fengið aðstoð við að minnka lyfjanotkun Yfir tvö hundruð manns hafa fengið aðstoð hjá Reykjanesapóteki við að minnka lyfjaskammta, meðal annars á ávanabindandi lyfjum. Eigandi apóteksins segir mikilvægt að taka réttan skammt af lyfjum. Innlent 21.4.2024 20:00
Siggi stormur lofar hlýju og sólríku sumri Veðurfræðingurinn Sigurður Þ. Ragnarsson, betur þekktur sem Siggi stormur, segir einstaka veðurblíðu vera framundan og ekki nóg með það heldur sé sólríkt, hlýtt og þurrt sumar í kortunum. Veður 21.4.2024 19:27
Kynferðisafbrotamanni bannað að nota gervigreind Breskur dómstóll hefur bannað kynferðisafbrotamanni að nota gervigreind til að framleiða myndir í fimm ár vegna þess að hann nýtti sér hana til að búa til meira en þúsund klúrar myndir af fólki án leyfis. Erlent 21.4.2024 18:46
Sameiningarviðræður á Suðurnesjum komnar á næsta stig Viðræður um sameiningu sveitarfélaga á Suðurnesjum eru komnar á næsta stig og haldnir hafa verið íbúafundir vegna málsins. Bæjarstjóri í Vogum segir endanlega ákvörðun alltaf vera íbúanna. Innlent 21.4.2024 18:21