Fréttir

Bætir í ofankomu og við­búið að færð versni

Í dag er spáð norðaustan 10 til 18 metrum á sekúndu, en hvassara í vindstrengjum undir Vatnajökli. Él á Norður- og Austurlandi, en þurrt og bjart um landið sunnanvert. Frost 0 til 6 stig, en frostlaust við suðurströndina yfir daginn.

Veður

Stuðmaður leggst undir feldinn

Jakob Frí­mann Magnús­son, Stuðmaður og þingmaður Flokks fólks­ins, íhug­ar al­var­lega að gefa kost á sér til embætt­is for­seta Íslands.

Innlent

Á­rekstur á Siglufjarðarvegi

Tveir bílar rákust saman úr gagnstæðri átt á Siglufjarðarvegi á sjöunda tímanum í kvöld. Ekki voru alvarleg slys á fólki en bílarnir eru illa farnir.

Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Nær allir sem hætta á þunglyndislyfjum upplifa mikil fráhvarfseinkenni samkvæmt nýrri breskri rannsókn. Þá var stór hluti þátttakenda enn með fráhvarfseinkenni eftir tvö ár og var vanlíðan meiri en fyrir notkun lyfjanna hjá mörgum.

Innlent

Vill meiri og betri lög­gæslu í Mýr­dals­hreppi

Sveitarstjóri Mýrdalshrepps gagnrýnir stöðu löggæslumála í sveitarfélaginu, sem hann segir allt of litla á sama tíma og þúsundir ferðamanna heimsækja þorpið í Vík á hverjum degi og þekkta ferðamannastaði í sveitarfélaginu eins og Reynisfjöru.

Innlent

Mikil að­sókn í neyðar­skýli

Mikil aðsókn hefur verið í neyðarskýli borgarinnar fyrir heimilislausa síðustu daga að sögn sviðsstjóra Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Hún segir að samningur við Samhjálp um dagdvöl fyrir heimilislausra renni út nú um mánaðamótin og þá taki við önnur úrræði ef þörf krefur.

Innlent

Próf­töku­bann og refsingar fyrir svindlara

Í nýju frumvarpi innviðaráðherra til breytinga á umferðarlögum er lagt til að brot á prófreglum í ökuprófi geti varðað sviptingu á próftökurétti í allt að sex mánuði, auk annarra mögulegra refsinga. 

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Mikil aðsókn hefur verið í Neyðarskýli borgarinnar fyrir heimilislausa síðustu daga. Samningur við Samhjálp um dagdvöl fyrir heimilislausa rennur út um mánaðamót og óvissa hvort hann verði framlengdur. Í hádegisfréttum á Bylgjunni verður rætt við sviðsstjóra velferðarsviðs Reykjavíkurborgar um stöðu mála. 

Innlent

„Þetta er dagurinn til að skella sér á skíði“

Aðsókn í Bláfjöll var minni í gær en búast hefði mátt við í heiðríkjunni vegna nokkurs hvassviðris á svæðinu að sögn framkvæmdastjóra. Hann býst hins vegar við fjölmenni í dag og skorar á fólk að draga fram skíðin og mæta.

Innlent

Vill að Fær­eyjar fái nýjan flug­völl

Bæjarstjóri Þórshafnar í Færeyjum, Heðin Mortensen, vill hefja undirbúning að gerð nýs alþjóðaflugvallar í Færeyjum. Ummælin féllu í viðtali við Kringvarpið í vikunni í framhaldi af vandræðum sem fraktflugfélagið FarCargo glímir við að nýta Vogaflugvöll til fiskflutninga með Eysturoy, Boeing 757-þotu félagsins.

Erlent

Hvessir víðast hvar síð­degis

Það verður hægt vaxandi norðaustanátt á landinu í dag. Síðdegis nær 10-18 m/s víða. Él verður á Norður- og Austurlandi, en bjart að mestu um landið sunnanvert. Frost mælist 0 til 6 stig í dag en frostlaust verður sunnantil yfir daginn. 

Veður

Lýsisskip strandaði í Fá­skrúðs­firði

Erlent lýsisflutningaskip strandaði í Fáskrúðsfirði í dag. Verið var að sigla skipinu úr höfn þegar stýri þess bilaði á þriðja tímanum í dag. Skipið losnaði þó af strandstað fyrir eigin vélarafli.

Innlent