Innlent

Fjar­lægðu „ó­vel­kominn aðila“ af öldrunarheimili

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Lögregla sendi frá sér tilkynningu í morgun þar sem þess var óskað að ná tali af manni. Mynd af manninum fylgdi.
Lögregla sendi frá sér tilkynningu í morgun þar sem þess var óskað að ná tali af manni. Mynd af manninum fylgdi.

Lögreglunni á lögreglustöð eitt, sem sinnir verkefnum í mið- og vesturhluta borgarinnar, barst í gær tilkynning um óvelkominn aðila á öldrunarheimili. Hann var fjarlægður þaðan af lögreglumönnum.

Þetta er á meðal þess sem kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu frá í nótt. Lögreglumenn á lögreglustöð eitt sektuðu einnig ökumann fyrir hraðaakstur en hann ók á 158 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 80 kílómetrar á klukkustund.

Á lögreglustöð þrjú bárust kvartanir vegna hávaða. Íbúi í hverfinu var að smíða fyrir utan heimili sitt. Ekki kemur fram á hve kristilegum tíma þessar smíðar fóru fram en þessi færsla dagbókarinnar nær yfir tímabilið frá fimm í gærkvöldi og fram til klukkan fimm í morgun.

70 mál eru skráð á fyrrnefndu tímabili og fimm aðilar voru vistaðir í fangageymslu lögreglu klukkan fimm í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×