Fréttir

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Nú rétt fyrir fréttir var skrifað undir nýjan kjarasamning fyrir mikinn meirihluta launafólks á almennum vinnumarkaði. Laun hækka um lágmarks krónutölu en annars um rúm þrjú prósent á ári. Heimir Már, fréttamaður fer ítarlega yfir málið í fréttatímanum.

Innlent

Þetta eru lykil­at­riðin í nýjum kjara­samningi

Nú klukkan fimm hefst undirskrift fulltrúa Starfsgreinasambandsins, Eflingar og Samiðnar við Samtök atvinnulífsins á tímamótasamningi til fjögurra ára. Samningarnir eru merkilegir vegna hóflegra launahækkana og óvenju langs gildistíma sem er fjögur ár.

Innlent

Síðasta slátur­húsi Austur­lands lokað

Sláturfélag Vopnfirðinga hættir brátt rekstri og þar með verður síðasta sláturhúsinu á Austurlandi lokað. Ákvörðunin var tekin á hluthafafundi þann 22. febrúar síðastliðinn án mótatkvæða. Næsta starfandi sláturhús er nú á Húsavík.

Innlent

Þriðja ferð Starship mögu­lega í næstu viku

Mögulegt er að starfsmenn SpaceX geri þriðju tilraun sína með geimskipið Starship í næstu viku. Fáist leyfi hjá þar til gerðum yfirvöldum og leyfi veður, stendur til að skjóta Starship á loft næsta fimmtudag.

Erlent

Sví­þjóð form­lega gengin í NATO

Svíþjóð fékk klukkan fjögur í dag að íslenskum tíma formlega aðild að Atlantshafsbandalaginu, þegar forsætisráðherrann undirritaði plagg þess efnis. Svíþjóð er þannig þrítugasta og annað ríki bandalagsins. Svíar sóttu um inngöngu í bandalagið fyrir tveimur árum, vegna innrásar Rússa í Úkraínu. 

Erlent

Hróp og köll gerð að Bjarna

Hróp og köll voru gerð að utanríkisráðherra þegar hann hélt erindi í Veröld- Húsi Vigdísar í hádeginu. Mótmælendur eltu Bjarna út úr byggingunni og háreysti heyrðist inn í sal. Vitni segir þó ekkert uppnám hafa skapast. 

Innlent

Bein út­sending: Skrifað undir fjögurra ára kjara­samning

Stefnt er að undirritun kjarasamninga til fjögurra ára félaga í Starfsgreinasambandinu, Eflingar og Samiðnar - breiðfylkingar stéttarfélaga við Samtök atvinnulífsins klukkan 17 í dag. Samningarnir ná til tug þúsunda manna. Ríkisstjórnin kynnir aðkomu sína að samningnum á blaðamannafundi klukkan 18. Allt í beinn útsendingu á Vísi auk þess sem fylgst er með gangi mála í vaktinni.

Innlent

Sjálf­stæðis­menn vilja ekki frían há­degis­mat

Borgarráð samþykkti í dag að taka þátt í yfirlýsingu ríkisins og sveitarfélaga við gerð kjarasamninga til fjögurra ára sem felur meðal annars í sér að halda aftur af hækkunum á gjaldskrám þjónustu sem snýr að barnafjölskyldum og tryggja að skólamáltíðir verði gjaldfrjálsar. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja gjaldfrjálsar skólamáltíðir ekki góða leið til að tryggja barnafjölskyldum kjarabætur.

Innlent

Frelsis- og mannúðarmál að heimila dánaraðstoð

Dánaraðstoð verður lögleg á Íslandi ef frumvarp Viðreisnar nær fram að ganga en þó með skilyrðum. Frumvarpið er á dagskrá þingsins í dag. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins segir þetta vera frelsis- og mannúðarmál.

Innlent

Kom til landsins á þriðja eftirnafninu og í tvö­földu endurkomubanni

Karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 14. þessa mánaðar á meðan hugsanleg brottvísun hans af landinu er til meðferðar hjá Útlendingastofnun. Hann hefur ítrekað komið hingað til lands á þremur mismunandi eftirnöfnum. Maðurinn sætir tvöföldu endurkomubanni inn á Schengen-svæðið.

Innlent

Innköllun á Prime orkudrykkjum

MAST og Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness hafa ákveðið að innkalla sex drykkjartegundir af orkudrykknum Prime Energy í 330 millilítra dósum. Drykkurinn inniheldur L-þíanín sem ekki hefur fengið leyfi í öðrum matvælum en fæðubótaefnum í Evrópu.

Innlent

Stal gögnum frá Google og varð for­stjóri í Kína

Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti í gær að fyrrverandi starfsmaður Google hefði verið ákærður fyrir að stela iðnaðarleyndarmálum um þróun gervigreindar frá fyrirtækinu. Það er hann sagður hafa gert fyrir hönd tveggja fyrirtækja í Kína.

Erlent

Loka­sprettur kjara­við­ræðna með for­sætis­ráð­herra

Forystufólk breiðfylkingarinnar, Starfsgreinasambandsins, Eflingar og Samiðnar mæta til fundar við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í Stjórnarráðshúsinu klukkan 10 í morgun til að ræða stöðuna í kjaraviðræðum breiðfylkingarinnar við Samtök atvinnulífsins.

Innlent

Mikið tjón á Garðatorgi eftir eld í nótt

Mikið tjón varð á snyrtistofu á Garðatorgi þar sem eldur kom upp um eittleytið í nótt. Allt tiltækt lið slökkviliðsins var sent á vettvang. Reykur barst í nærliggjandi rými, en á Garðatorgi eru meðal annars heilsugæsla og bæjarskrifstofur Garðabæjar. Engin slys urðu á fólki.

Innlent

Stríðið í Úkraínu háð í Súdan

Þegar herforinginn Abdel Fattah al-Burhan, leiðtogi hers Súdan, átti í miklu basli síðasta sumar vegna uppreisnar fyrrverandi samstarfsmanns hans, Mohamed Hamdan Daglo, leiðtogi öflugra sveita sem kallast RSF, hringdi hann til Úkraínu eftir aðstoð. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, svaraði kallinu.

Erlent