Fréttir

Enn tals­verður kraftur í eld­gosinu

Frá því um kvöldmatarleytið í gær dró enn frekar úr gosóróa og sýnilegri virkni eldgossins á Sundhnúksgígaröðinni. Virknin náði aftur stöðugleika eftir miðnætti. Enn er talsverður kraftur í gosinu og hefur virknin ekki minnkað jafn hratt og í fyrri eldgosum á Sundhnúksgígaröðinni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.

Innlent

Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins

Þóra Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Maskínu, boðar dramatískar breytingar í tengslum við Flokk fólksins í næstu könnun. Ekki væri hægt að greina miklar breytingar að öðru leyti í könnunum sem sýndi umturnun á íslensku flokkakerfi.

Innlent

Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott

Fréttir af hvarfi kattarins Diego vöktu athygli í gær en hann hefur verið sagður einn frægasti köttur landsins. Grunur er um að Diego hafi verið rænt í Skeifunni en kötturinn hefur lengi verið fastagestur í verslunum Hagkaupa og A4. Verslunarstjóri A4 í Skeifunni staðfestir að á öryggismyndavélum megi sjá hvar meintur ræningi hafi gengið inn í verslunina á sjöunda tímanum í gærkvöldi og haft köttinn með sér á brott.

Innlent

Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins

Sara Þöll Finnbogadóttir hefur hlotið kjör í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins (e. European Youth Forum — YFJ), fyrst Íslendinga. YFJ eru stærstu regnhlífasamtök alþjóðlegra frjálsra félagasamtaka og landssambanda ungmennafélaga í Evrópu sem vinna að hagsmunum og réttindum ungs fólks. Sara var kjörin á aðalþingi samtakanna í Gent í Belgíu þann 22. nóvember.

Innlent

Opna Grinda­vík á ný

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið í samvinnu við Grindavíkurnefndina að auka aðgengi að Grindavíkurbæ. Bænum var lokað á miðvikudag þegar enn eitt eldgosið hófst á Sundhnúksgígaröðinni.

Innlent

Ráð­gjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan á­sókn í þjónustu eykst

Ráðgjafar-og greiningarstöð vantar allt tvö hundruð og fimmtíu milljónir í fjárveitingar til að geta staðið undir lögbundinni þjónustu að sögn forstjóra. Tilvísanir hafi aukist um 60 prósent síðustu ár á meðan hafi fjárveitingar verið skornar niður á fjárlögum. Verði ekki breyting þurfi stofnunin að skera niður þjónustu.

Innlent

Sjúkra­tryggingar aug­lýsa eftir rekstrar­aðilum hjúkrunar­heimila

Sjúkratryggingar Íslands hafa auglýst eftir rekstraraðilum sem hafa áhuga á að taka að sér rekstur á 80 til 150 rýma hjúkrunarheimilum. Í tilkynningu segir að um sé að ræða minnst þrjú ný hjúkrunarheimili sem eigi að taka til starfa á næstu árum. Þau verða staðsett á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum. Ekki liggur fyrir að svo stöddu nákvæmur fjöldi rýma eða nákvæm staðsetning heimilanna.

Innlent

Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana

Helgi Hjörleifsson, aðstoðarvarðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og hraunkælingarstjóri, segir hraunkælinguna ganga vel við varnargarðana í Svartsengi. Það sé nægt vatn til eins og stendur. Tvær af fjórum dælum eru í gangi.

Innlent

Scholz verður kanslara­efni Jafnaðar­manna

Eftir tveggja vikna innanflokksdeilur er ljóst að Olaf Scholz Þýskalandskanslari verður í dag formlega tilnefndur sem kanslaraefni flokksins í komandi þingkosningum sem munu fara fram 23. febrúar næstkomandi.

Erlent

Norðan­átt og élja­lofti beint til landsins

Allmikil lægð er nú yfir Skotlandi sem hreyfist í norðaustur og grynnist, en beinir norðanátt og éljalofti til landsins. Á Grænlandshafi er hins vegar vaxandi hæðarhryggur, sem þokast austur yfir landið í dag og veldur því að vindurinn dettur niður og léttir til.

Veður