Fréttir Enn talsverður kraftur í eldgosinu Frá því um kvöldmatarleytið í gær dró enn frekar úr gosóróa og sýnilegri virkni eldgossins á Sundhnúksgígaröðinni. Virknin náði aftur stöðugleika eftir miðnætti. Enn er talsverður kraftur í gosinu og hefur virknin ekki minnkað jafn hratt og í fyrri eldgosum á Sundhnúksgígaröðinni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Innlent 25.11.2024 16:00 Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Þó fyrirhugaðar Alþingiskosningar séu æsispennandi er ekki síður tekist hart á um önnur atkvæði íbúa í Ölfusi; hvort þeir munu samþykkja atvinnustarfsemi Heidelberg Materials í Þorlákshöfn eða ekki. Mikið er undir. Innlent 25.11.2024 15:44 Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ísraelsríki og Hezbollah-samtökin eru sögð nálgast samkomulag um vopnahlé. Axos-fréttastofan hefur eftir bandarískum embættismanni að skilmálar vopnahlésins liggi fyrir þó enn eigi eftir að staðfesta þá. Erlent 25.11.2024 15:02 Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Þóra Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Maskínu, boðar dramatískar breytingar í tengslum við Flokk fólksins í næstu könnun. Ekki væri hægt að greina miklar breytingar að öðru leyti í könnunum sem sýndi umturnun á íslensku flokkakerfi. Innlent 25.11.2024 14:49 Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Mikill ís er í Ölfusá við Selfoss í kjölfar kuldatíðar síðustu daga, ekki síst við Selfosskirkju og Selfossbæina. Innlent 25.11.2024 14:32 Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Nýr kjarasamningur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga við ríkið hefur verið samþykktur í atkvæðagreiðslu. Innlent 25.11.2024 14:22 Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Fréttir af hvarfi kattarins Diego vöktu athygli í gær en hann hefur verið sagður einn frægasti köttur landsins. Grunur er um að Diego hafi verið rænt í Skeifunni en kötturinn hefur lengi verið fastagestur í verslunum Hagkaupa og A4. Verslunarstjóri A4 í Skeifunni staðfestir að á öryggismyndavélum megi sjá hvar meintur ræningi hafi gengið inn í verslunina á sjöunda tímanum í gærkvöldi og haft köttinn með sér á brott. Innlent 25.11.2024 14:14 Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Lögreglumenn sem voru á leið um Sæbraut í Reykjavík að kvöldi mánudags í síðustu viku sáu skyndilega vígahnött á himni. Innlent 25.11.2024 13:34 Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Sara Þöll Finnbogadóttir hefur hlotið kjör í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins (e. European Youth Forum — YFJ), fyrst Íslendinga. YFJ eru stærstu regnhlífasamtök alþjóðlegra frjálsra félagasamtaka og landssambanda ungmennafélaga í Evrópu sem vinna að hagsmunum og réttindum ungs fólks. Sara var kjörin á aðalþingi samtakanna í Gent í Belgíu þann 22. nóvember. Innlent 25.11.2024 13:32 Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Jane Goodall, stofnandi Jane Goodall Institute og sérstakur sendiherra Sameinuðu þjóðanna fyrir friði, hvetur forsætisráðherra, Bjarna Benediktsson, og forseta Íslands, Höllu Tómasdóttur, til að beita sér gegn hvalveiðum. Það gerir Goodall í aðsendri grein á Vísi í dag. Innlent 25.11.2024 13:04 Opna Grindavík á ný Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið í samvinnu við Grindavíkurnefndina að auka aðgengi að Grindavíkurbæ. Bænum var lokað á miðvikudag þegar enn eitt eldgosið hófst á Sundhnúksgígaröðinni. Innlent 25.11.2024 13:03 Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Kosningavika er runninn upp. Landsmenn ganga að kjörborðinu næstkomandi laugardag og kjósa til Alþingis. Innlent 25.11.2024 12:28 Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Ráðgjafar-og greiningarstöð vantar allt tvö hundruð og fimmtíu milljónir í fjárveitingar til að geta staðið undir lögbundinni þjónustu að sögn forstjóra. Tilvísanir hafi aukist um 60 prósent síðustu ár á meðan hafi fjárveitingar verið skornar niður á fjárlögum. Verði ekki breyting þurfi stofnunin að skera niður þjónustu. Innlent 25.11.2024 12:18 Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Ólöglegir og löglegir innflytjendur í Bandaríkjunum flykkjast nú á námskeið til að fá ráðleggingar um hvað þeir geta gert til að freista þess að verða ekki fluttir úr landinu. Erlent 25.11.2024 12:02 Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag þegar spáð er leiðindaveðri um mest allt land sem gæti torveldað flutning atkvæða til talningastaða. Hátt í átján þúsund manns hafa nú þegar kosið utan kjörfundar. Innlent 25.11.2024 11:52 Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Andri Steinn Hilmarsson, starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, gerir athugasemd við frétt Vísis sem hann telur geta alið á misskilningi. Hann segir vert að taka vel utan um hvað má og hvað ekki má í kjörklefanum. Innlent 25.11.2024 11:46 Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Fertug íslensk kona sætir gæsluvarðhaldi á Tenerife á Spáni vegna gruns um að hafa ráðist á tengdamóður sína og mágkonu á föstudagskvöld. Vitni lýsir því að herbergi á hóteli fjölskyldunnar hafi verið þakið blóði eftir árásina. Innlent 25.11.2024 11:41 Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Rannsókn lögreglunnar á stunguárás við Skúlagötu í Reykjavík, sem átti sér stað á Menningarnótt, 24. ágúst síðastliðinn, er lokið. Lögregla hefur sent gögn málsins til Héraðssakóknara. Innlent 25.11.2024 11:40 Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Í hádegisfréttum tökum við stöðuna á kjaradeilum í Karphúsinu. Innlent 25.11.2024 11:37 Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjúkratryggingar Íslands hafa auglýst eftir rekstraraðilum sem hafa áhuga á að taka að sér rekstur á 80 til 150 rýma hjúkrunarheimilum. Í tilkynningu segir að um sé að ræða minnst þrjú ný hjúkrunarheimili sem eigi að taka til starfa á næstu árum. Þau verða staðsett á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum. Ekki liggur fyrir að svo stöddu nákvæmur fjöldi rýma eða nákvæm staðsetning heimilanna. Innlent 25.11.2024 11:32 Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Helgi Hjörleifsson, aðstoðarvarðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og hraunkælingarstjóri, segir hraunkælinguna ganga vel við varnargarðana í Svartsengi. Það sé nægt vatn til eins og stendur. Tvær af fjórum dælum eru í gangi. Innlent 25.11.2024 11:10 Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Baldvin Jónsson athafnamaður, tengdafaðir Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins, er einn einarðasti stuðningsmaður flokksins. Dagur B. Eggertsson Samfylkingu varaði hann hins vegar við of miklu D-vítamíni. Innlent 25.11.2024 10:31 Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Þjóðernissinninn Calin Georgescu leiðir óvænt eftir fyrri umferð forsetakosninga í Rúmeníu. Georgescu er hægrisinnaður og styður Rússland. Eftir að 96 prósent atkvæða hafa verið talin leiðir Georgescu með 22 prósent allra atkvæða. Erlent 25.11.2024 09:22 Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Eftir tveggja vikna innanflokksdeilur er ljóst að Olaf Scholz Þýskalandskanslari verður í dag formlega tilnefndur sem kanslaraefni flokksins í komandi þingkosningum sem munu fara fram 23. febrúar næstkomandi. Erlent 25.11.2024 08:43 Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Heimilið er hættulegasti staðurinn fyrir konur, samkvæmt nýrri skýrslu UN Women. Samkvæmt skýrslunni eru 140 konur drepnar af maka eða fjölskyldumeðlimi á hverjum degi. Erlent 25.11.2024 08:08 Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Að minnsta kosti einn er látinn og þrír slasaðir eftir að vöruflutningavél hrapaði í grennd við flugvöllinn í Vilníus í Litháen í morgun. Erlent 25.11.2024 07:34 Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Sjö særðust í umfangsmikilli árás Hezbollah á Ísrael í gær en samtökin eru talin hafa skotið um 250 eldflaugum og drónum yfir landamærin. Sumar eldflauganna náðu til Tel Aviv. Erlent 25.11.2024 07:08 Norðanátt og éljalofti beint til landsins Allmikil lægð er nú yfir Skotlandi sem hreyfist í norðaustur og grynnist, en beinir norðanátt og éljalofti til landsins. Á Grænlandshafi er hins vegar vaxandi hæðarhryggur, sem þokast austur yfir landið í dag og veldur því að vindurinn dettur niður og léttir til. Veður 25.11.2024 07:05 Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Dregið hefur hægt og lítillega úr gosóróa og sýnilegri virkni á Sundhnúksgígaröðinni frá því um kvöldmatarleytið í gær en gosið náði aftur stöðugleika um klukkan tvö í nótt. Innlent 25.11.2024 06:42 Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók þrjá menn í gærkvöldi eða nótt eftir að tilkynning barst um að menn hefðu ruðst inn í íbúð í Vesturbænum. Málið er í rannsókn. Innlent 25.11.2024 06:14 « ‹ 34 35 36 37 38 39 40 41 42 … 334 ›
Enn talsverður kraftur í eldgosinu Frá því um kvöldmatarleytið í gær dró enn frekar úr gosóróa og sýnilegri virkni eldgossins á Sundhnúksgígaröðinni. Virknin náði aftur stöðugleika eftir miðnætti. Enn er talsverður kraftur í gosinu og hefur virknin ekki minnkað jafn hratt og í fyrri eldgosum á Sundhnúksgígaröðinni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Innlent 25.11.2024 16:00
Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Þó fyrirhugaðar Alþingiskosningar séu æsispennandi er ekki síður tekist hart á um önnur atkvæði íbúa í Ölfusi; hvort þeir munu samþykkja atvinnustarfsemi Heidelberg Materials í Þorlákshöfn eða ekki. Mikið er undir. Innlent 25.11.2024 15:44
Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ísraelsríki og Hezbollah-samtökin eru sögð nálgast samkomulag um vopnahlé. Axos-fréttastofan hefur eftir bandarískum embættismanni að skilmálar vopnahlésins liggi fyrir þó enn eigi eftir að staðfesta þá. Erlent 25.11.2024 15:02
Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Þóra Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Maskínu, boðar dramatískar breytingar í tengslum við Flokk fólksins í næstu könnun. Ekki væri hægt að greina miklar breytingar að öðru leyti í könnunum sem sýndi umturnun á íslensku flokkakerfi. Innlent 25.11.2024 14:49
Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Mikill ís er í Ölfusá við Selfoss í kjölfar kuldatíðar síðustu daga, ekki síst við Selfosskirkju og Selfossbæina. Innlent 25.11.2024 14:32
Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Nýr kjarasamningur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga við ríkið hefur verið samþykktur í atkvæðagreiðslu. Innlent 25.11.2024 14:22
Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Fréttir af hvarfi kattarins Diego vöktu athygli í gær en hann hefur verið sagður einn frægasti köttur landsins. Grunur er um að Diego hafi verið rænt í Skeifunni en kötturinn hefur lengi verið fastagestur í verslunum Hagkaupa og A4. Verslunarstjóri A4 í Skeifunni staðfestir að á öryggismyndavélum megi sjá hvar meintur ræningi hafi gengið inn í verslunina á sjöunda tímanum í gærkvöldi og haft köttinn með sér á brott. Innlent 25.11.2024 14:14
Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Lögreglumenn sem voru á leið um Sæbraut í Reykjavík að kvöldi mánudags í síðustu viku sáu skyndilega vígahnött á himni. Innlent 25.11.2024 13:34
Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Sara Þöll Finnbogadóttir hefur hlotið kjör í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins (e. European Youth Forum — YFJ), fyrst Íslendinga. YFJ eru stærstu regnhlífasamtök alþjóðlegra frjálsra félagasamtaka og landssambanda ungmennafélaga í Evrópu sem vinna að hagsmunum og réttindum ungs fólks. Sara var kjörin á aðalþingi samtakanna í Gent í Belgíu þann 22. nóvember. Innlent 25.11.2024 13:32
Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Jane Goodall, stofnandi Jane Goodall Institute og sérstakur sendiherra Sameinuðu þjóðanna fyrir friði, hvetur forsætisráðherra, Bjarna Benediktsson, og forseta Íslands, Höllu Tómasdóttur, til að beita sér gegn hvalveiðum. Það gerir Goodall í aðsendri grein á Vísi í dag. Innlent 25.11.2024 13:04
Opna Grindavík á ný Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið í samvinnu við Grindavíkurnefndina að auka aðgengi að Grindavíkurbæ. Bænum var lokað á miðvikudag þegar enn eitt eldgosið hófst á Sundhnúksgígaröðinni. Innlent 25.11.2024 13:03
Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Kosningavika er runninn upp. Landsmenn ganga að kjörborðinu næstkomandi laugardag og kjósa til Alþingis. Innlent 25.11.2024 12:28
Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Ráðgjafar-og greiningarstöð vantar allt tvö hundruð og fimmtíu milljónir í fjárveitingar til að geta staðið undir lögbundinni þjónustu að sögn forstjóra. Tilvísanir hafi aukist um 60 prósent síðustu ár á meðan hafi fjárveitingar verið skornar niður á fjárlögum. Verði ekki breyting þurfi stofnunin að skera niður þjónustu. Innlent 25.11.2024 12:18
Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Ólöglegir og löglegir innflytjendur í Bandaríkjunum flykkjast nú á námskeið til að fá ráðleggingar um hvað þeir geta gert til að freista þess að verða ekki fluttir úr landinu. Erlent 25.11.2024 12:02
Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag þegar spáð er leiðindaveðri um mest allt land sem gæti torveldað flutning atkvæða til talningastaða. Hátt í átján þúsund manns hafa nú þegar kosið utan kjörfundar. Innlent 25.11.2024 11:52
Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Andri Steinn Hilmarsson, starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, gerir athugasemd við frétt Vísis sem hann telur geta alið á misskilningi. Hann segir vert að taka vel utan um hvað má og hvað ekki má í kjörklefanum. Innlent 25.11.2024 11:46
Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Fertug íslensk kona sætir gæsluvarðhaldi á Tenerife á Spáni vegna gruns um að hafa ráðist á tengdamóður sína og mágkonu á föstudagskvöld. Vitni lýsir því að herbergi á hóteli fjölskyldunnar hafi verið þakið blóði eftir árásina. Innlent 25.11.2024 11:41
Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Rannsókn lögreglunnar á stunguárás við Skúlagötu í Reykjavík, sem átti sér stað á Menningarnótt, 24. ágúst síðastliðinn, er lokið. Lögregla hefur sent gögn málsins til Héraðssakóknara. Innlent 25.11.2024 11:40
Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Í hádegisfréttum tökum við stöðuna á kjaradeilum í Karphúsinu. Innlent 25.11.2024 11:37
Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjúkratryggingar Íslands hafa auglýst eftir rekstraraðilum sem hafa áhuga á að taka að sér rekstur á 80 til 150 rýma hjúkrunarheimilum. Í tilkynningu segir að um sé að ræða minnst þrjú ný hjúkrunarheimili sem eigi að taka til starfa á næstu árum. Þau verða staðsett á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum. Ekki liggur fyrir að svo stöddu nákvæmur fjöldi rýma eða nákvæm staðsetning heimilanna. Innlent 25.11.2024 11:32
Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Helgi Hjörleifsson, aðstoðarvarðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og hraunkælingarstjóri, segir hraunkælinguna ganga vel við varnargarðana í Svartsengi. Það sé nægt vatn til eins og stendur. Tvær af fjórum dælum eru í gangi. Innlent 25.11.2024 11:10
Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Baldvin Jónsson athafnamaður, tengdafaðir Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins, er einn einarðasti stuðningsmaður flokksins. Dagur B. Eggertsson Samfylkingu varaði hann hins vegar við of miklu D-vítamíni. Innlent 25.11.2024 10:31
Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Þjóðernissinninn Calin Georgescu leiðir óvænt eftir fyrri umferð forsetakosninga í Rúmeníu. Georgescu er hægrisinnaður og styður Rússland. Eftir að 96 prósent atkvæða hafa verið talin leiðir Georgescu með 22 prósent allra atkvæða. Erlent 25.11.2024 09:22
Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Eftir tveggja vikna innanflokksdeilur er ljóst að Olaf Scholz Þýskalandskanslari verður í dag formlega tilnefndur sem kanslaraefni flokksins í komandi þingkosningum sem munu fara fram 23. febrúar næstkomandi. Erlent 25.11.2024 08:43
Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Heimilið er hættulegasti staðurinn fyrir konur, samkvæmt nýrri skýrslu UN Women. Samkvæmt skýrslunni eru 140 konur drepnar af maka eða fjölskyldumeðlimi á hverjum degi. Erlent 25.11.2024 08:08
Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Að minnsta kosti einn er látinn og þrír slasaðir eftir að vöruflutningavél hrapaði í grennd við flugvöllinn í Vilníus í Litháen í morgun. Erlent 25.11.2024 07:34
Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Sjö særðust í umfangsmikilli árás Hezbollah á Ísrael í gær en samtökin eru talin hafa skotið um 250 eldflaugum og drónum yfir landamærin. Sumar eldflauganna náðu til Tel Aviv. Erlent 25.11.2024 07:08
Norðanátt og éljalofti beint til landsins Allmikil lægð er nú yfir Skotlandi sem hreyfist í norðaustur og grynnist, en beinir norðanátt og éljalofti til landsins. Á Grænlandshafi er hins vegar vaxandi hæðarhryggur, sem þokast austur yfir landið í dag og veldur því að vindurinn dettur niður og léttir til. Veður 25.11.2024 07:05
Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Dregið hefur hægt og lítillega úr gosóróa og sýnilegri virkni á Sundhnúksgígaröðinni frá því um kvöldmatarleytið í gær en gosið náði aftur stöðugleika um klukkan tvö í nótt. Innlent 25.11.2024 06:42
Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók þrjá menn í gærkvöldi eða nótt eftir að tilkynning barst um að menn hefðu ruðst inn í íbúð í Vesturbænum. Málið er í rannsókn. Innlent 25.11.2024 06:14