Fréttir

Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina

Verslunarmannahelgin er nú gengin í garð. Veðurfræðingur segir líkur á að tjöld muni fjúka í Eyjum í nótt, góðu fréttirnar séu hinsvegar þær að veðrið eigi að ganga hraðar yfir en áður hafi verið spáð. Tekið sé að skýrast hvar besta veðrið verður um helgina. 

Innlent

Bukele ryður leiðina að ein­ræði í El Salvador

Stjórnmálaflokkur Nayibs Bukele, forseta El Salvador, hefur samþykkt breytingar stjórnarskrá ríkisins sem fella úr gildi takmarkanir á fjölda kjörtímabila sem forsetar mega sitja. Þar að auki hefur kjörtímabil forseta verið lengt úr fimm árum í sex.

Erlent

Anna­samt ár á Bessa­stöðum: Kónga­fólk, keisari, um­töluð undir­skrift og brúnir skór

Forsetatíð Höllu Tómasdóttur hefur nú varað í eitt ár. Hún hefur þurft að takast á við sprungna ríkisstjórn, boðað til Alþingiskosninga, og veitt stjórnarmyndunarumboð sem leiddi til myndun nýrrar stjórnar. Einnig hefur hún farið í heimsóknir víða, bæði innanlands, til nágrannalanda og langt út í heim. Þá hefur ýmislegt annað varðandi forsetatíð hennar vakið athygli.

Innlent

Vara­samar að­stæður fyrir ferða­langa

Í dag nálgast ört dýpkandi lægð landið úr suðvestri og mun hún stýra veðrinu næstu daga. Veðrið fer smám saman versnandi í dag með vaxandi suðaustanátt og rigningu, en það verður hins vegar að mestu bjart á norðaustanverðu landinu.

Veður

Á­hrifin af stöðvunarkröfunni ó­veru­leg

Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis- orku og loftslagsráðherra reiknar með að virkjunarframkvæmdir við Hvammsvirkjun haldi áfram innan tíðar. Hann segir áhrifin af úrskurði umhverfis- og auðlindamála óveruleg.

Innlent

Ó­heppi­legt ef fölsk mynd varpar sök á sak­lausan mann

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er miður sín eftir að hafa dreift mynd sem hafði verið breytt með gervigreind. Það hefði getað haft alvarlegar afleiðingar í för með sér að sögn aðalvarðstjóra. Hann vonar að mannleg mistök komi ekki til með að rýra traust almennings til lögreglunnar.

Innlent

Sakar sveitarstjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“

Framkvæmdastjóri Heimildarinnar sakar sveitastjóra Mýrdalshrepps um að skapa andrúmsloft þar sem ekki megi gagnrýna hluti. Sveitastjórinn leggi áhyggjur um íslensku að jöfnu við fordóma gegn börnum og lýsi umfjöllun Heimildarinnar sem einhliða þó hann hafi sjálfur verið viðmælandi í henni.

Innlent

„Komið nóg af á­föllum“

Fyrsti þingmaður Norðvesturkjördæmis segir nóg komið af áföllum fyrir atvinnulífið á Akranesi og biðlar til utanríkisráðherra að beita sér af fullum krafti gegn yfirvofandi verndartollum Evrópusambandsins. Ef úr tollunum verður sé það enn eitt reiðarslagið fyrir samfélagið. 

Innlent

Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarð­vík

Fannar Máni Halldórsson, sem er níu ára strákur í Innri Njarðvík í Reykjanesbæ deyr ekki ráðalaus því hann hefur komið sér upp sölubás við heimili fjölskyldunnar þar sem hann selur nýsteiktar kleinur, Muffins og skúffukökur. Íbúar fagna framtakinu og hrósa Fannari fyrir framtakið en hann er að safna sér peningum til að komast á Ferrari bílasýningu á Ítalíu.

Innlent

„Þetta er hættu­leg helgi“

Stærsta ferðahelgi ársins, Verslunarmannahelgin, er að hefjast og umferðin á þjóðvegum landsins þegar farin að þyngjast. Forvarnasérfræðingur hvetur fólk til að vera varkárt og hafa hugann við aksturinn.

Innlent

Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“

Einar Freyr Elínarson sveitastjóri Mýrdalshrepps segir Heimildina vega að byggðinni, börnum hennar og fjölskyldu þeirra í umfjöllun sinni um neikvæð áhrif ferðamannaiðnaðarins í samfélaginu. Hann gengst við því að víða sé pottur brotinn og að samfélag Mýrdælinga standi frammi fyrir erfiðum áskornum, en segir þær einmitt það. Áskoranir, ekki ógnir.

Innlent

Tjald­svæði á Norður­landi óðum að fyllast

Tjaldsvæði víða á Norðurlandi, þar sem besta veðrinu er spáð um helgina, eru óðum að fyllast. Tjaldsvæðavörður í Vaglaskógi segir að brjálað hafi verið að gera í bókunum síðustu tvo daga og ljóst sé að margir ætli sé að elta góða veðrið um helgina.

Innlent

Sam­þykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mót­mæli

Vólódímir Selenskí, forseti Úkraínu, skrifaði í dag undir lög sem snúa við mjög svo umdeildum lögum gegn sjálfstæði embætta sem rannsaka opinbera spillingu. Með því hafa stofnanirnar tvær, sem kallast NABU og SAPO, öðlast sjálfstæði frá framkvæmdavaldinu á nýjan leik en er það í kjölfar umfangsmikilla mótmæla í Úkraínu gegn fyrri lögunum og vegna mótmæla frá bakhjörlum Úkraínumanna í Evrópu.

Erlent

Fram­kvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur samþykkt kröfu landeigenda við Þjórsá um að framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar verði stöðvaðar. Landeigandi fagnar niðurstöðunni en er ekki bjartsýnn á framhaldið. Samkvæmt upplýsingum frá Landsvirkjun er úrskurðurinn til bráðabirgða og fyrirséð að virkjanaleyfi verði gefið út í ágúst. 

Innlent

Borgin hafnar yfir­lýsingum KSÍ

Reykjavíkurborg hafnar því að framkvæmdir á nýju skólaþorpi í Laugardal hafi verið settar af stað án þess að samþykkt skipulag á svæðinu liggi fyrir, líkt og fulltrúar KSÍ hafa undanfarna daga haldið fram.

Innlent