Fréttir

Þor­björg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið

Dómsmálaráðherra sakar Úlfar Lúðvíksson um að hengja bakara fyrir smið með því að saka ríkislögreglustjóra og ráðuneytisstjóra dómsmálaráðuneytisins um að hafa brugðist skyldum sínum og með því kalla eftir afsögn þeirra. Ráðherra segir stjórnmálamenn bera alla ábyrgð á stöðunni á landamærum Íslands. 

Innlent

Sósíal­istar tor­tími mögu­lega sjálfum sér

Stjórnmálafræðingur segir að Sósíalistar komi til með að tortíma sjálfum sér ef hallarbylting á aðalfundi Sósíalistaflokksins í gær verði til þess að bola langvinsælasta meðlimi flokksins á brott. Hann líkir því við pólitískt sjálfsvíg. Innanbúðar erjur hafi áhrif á mögulegt samstarf með öðrum flokkum.

Innlent

Úr Kvenna­skólanum í píparann

Fjölbreyttur hópur nemenda brautskráðist frá Tækniskólanum í gær þegar 521 nemandi útskrifaðist af 34 ólíkum námsbrautum. Hildur Ingvarsdóttir skólameistari fjallaði um gróskumikið starf skólans á liðnu ári í ræðu sinni, og nefndi góðan árangur nemenda skólans á Íslandsmóti iðn- og verkgreina sem fór fram í marsmánuði þar sem skólinn eignaðist 11 Íslandsmeistara.

Innlent

Rigning í kortunum

Yfir landinu er grunn lægð sem hreyfist lítið. Í dag má búast við fremur hægri og breytilegri átt og skýjað verður á flestöllu landinu. 

Veður

Sérsveit hand­tók vopnaðan mann

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var í nótt tilkynnt um mann sem ógnaði öðrum manni vopnaður hníf í heimahúsi í Reykjavík. Maðurinn var handtekinn af sérsveit ríkislögreglustjóra og vistaður í fangaklefa.

Innlent

Steinn reistur við með eins konar blöðrum

Einn þekktasti steinn landsins, Steinninn undir Þverfellshorni á Esju, var reistur við í dag. Vaskur hópur á vegum Skógræktarfélags Reykjavíkurflutti steininn aftur á sinn stað. Eins konar blaðra var notuð til verksins.

Innlent

„Þú hakkar ekki á tóman maga“

Eini kvenkyns þátttakandi Gagnaglímunnar biðlar til ungra kvenna að leggja fyrir sig að hakka í auknum mæli. Iðjan sé einkar skemmtileg og mikilvæg að hennar mati.

Innlent

„Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“

Fósturforeldrar Oscars Anders Florez Bocanegra, sem til stendur að vísa úr landi í upphafi júní, segja að hann verði hætt kominn endi hann aftur út á götum Bogotá í Kólumbíu. Síðast hafi hann þurft að þola hræðilegar raunir. Ákvörðunin sé mikið áfall. 

Innlent

Dúxinn fjarri góðu gamni

Dúx Flensborgarskólans í Hafnarfirði þetta árið var ekki viðstaddur brautskráningarathöfnina vegna þess að hann er þessa stundina staddur úti í Andorra þar sem hann etur kappi á Smáþjóðaleikunum í sundi fyrir Íslands hönd.

Innlent

Vísar á­sökunum um smölun aftur til sendanda

Karl Héðinn Kristjánsson, formaður ungra Sósíalista og leiðtogi hóps sem tók við stjórn á aðalfundi flokksins í dag segir bjarta tíma framundan hjá flokknum. Hann vísar ásökunum um smölun og andlýðræðisleg vinnubrögð til föðurhúsana og raunar aftur til sendenda en hann vill meina að fráfarandi stjórn hafi gert sig brottræka fyrir akkúrat þær sakir.

Innlent

Skiptar skoðanir á „for­ljótum“ varð­turnum gegn vasaþjófnaði

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur komið upp varðturnum með eftirlitsmyndavélum við Hallgrímskirkju og á Skólavörðustíg til að sporna gegn aukinni tíðni vasaþjófnaðar. Skiptar skoðanir eru milli íbúa miðborgarinnar á turnunum, sem þykja ljótir þrátt fyrir að gegna göfugum tilgangi. 

Innlent

Nýr meiri­hluti komi ekki til greina

Oddviti Í-listans sem var með eins manns meirihluta áður en hann féll á þriðjudag segir það útilokað að nýr meirihluti verði myndaður í bæjarstjórn. Andinn í bæjarstjórn sé góður þrátt fyrir væringar. 

Innlent

Þrjár er­lendar stúlkur með hæstu ein­kunn í FÁ

Ngan Kieu Tran, Dana Zaher og Diana Al Barouki útskrifuðust úr Fjölbrautaskólanum við Ármúla í gær og fengu verðlaun fyrir góðan námsárangur. Þær eiga það allar sameiginlegt að hafa flutt til Íslands árið 2022 og hafa tileinkað sér íslenskuna á mettíma.

Innlent