Fréttir Harður árekstur við Ingólfsfjall Harður árekstur varð á Suðurlandsvegi við Hvammsveg þegar tveir bílar skullu þar saman. Fjórir eru slasaðir og verða fluttir á sjúkrahús til frekari skoðunar. Innlent 1.10.2024 17:52 Gestur greiðir ekki krónu þó að pallaolía hafi hellst í bílinn Gestur Breiðfjörð Gestsson viðskiptamaður var sýknaður af öllum kröfum bílaumboðsins BL ehf. fyrir Héraðsdómi Reykjaness í gær. BL krafðist þess að Gestur yrði dæmdur til að greiða 2.633.469 króna skuld eftir að pallaolíudósir fóru á flug inn í bílaleigubíl BL, sem hann var með til afnota, en við það opnuðust dósirnar og helltist pallaolían niður sem olli umtalsverðu tjóni í bílnum. Innlent 1.10.2024 17:35 Fjöldi skotflauga lenti í Ísrael Að minnsta kosti tvö hundruð skotflaugum var skotið að Ísrael frá Íran í dag. Viðvörunarlúðrar ómuðu víðsvegar í Ísrael og er útlit fyrir að þó nokkrar þeirra hafi náð í gegnum loftvarnir Ísraela og brak úr mörgum féll til jarðar. Erlent 1.10.2024 16:43 Læknir ávísaði lyfjum í nafni konu sem lést níu árum áður Heilbrigðisráðuneytið hefur staðfest ákvörðun Landlæknis um að svipta lækni starfsleyfi. Læknirinn gaf út ávana- og fíknilyf í nafni látinnar konu í tæpan áratug. Innlent 1.10.2024 16:09 Fordæmalaus áform og enginn lagarammi til um eftirlit Hafrannsóknarstofnun leggst aftur gegn áformum þýska sementsfyrirtækisins Heidelberg um efnistöku af hafsbotni við Landeyjar. Öll framkvæmdin sé stórskala og án fordæma. Sviðsstjóri segir heildaráhrif framkvæmdarinnar neikvæð á hrygningu helstu fiskistofna, strandlengjuna og lífríkið á svæðinu. Talsmaður Heidelberg segir umsögnina ekki bæta miklu við fyrri umsögn stofnunarinnar sem fyrirtækið hafi komið á móts við. Nú sé verið að fara yfir síðara matið. Innlent 1.10.2024 15:03 Ungur ökumaður ekki grunaður um akstur undir áhrifum Rannsókn lögreglu á banaslysi sem varð á Sæbraut aðfaranótt sunnudags gengur vel. Ekki er grunur um að ökumaður sem ók fólksbíl á gangandi vegfaranda, sem lét lífið, hafi verið undir áhrifum áfengis. Þó hafa niðurstöður úr blóðefnarannsókn ekki borist. Innlent 1.10.2024 14:52 Ólafur Ragnar Grímsson: Kjörnir fulltrúar eiga ekki að vera í ævarandi leynibandalagi Ólafur Ragnar Grímsson fyrrverandi forseti Íslands telur sig ekki vera að brjóta trúnað við fólk með því að gefa út valdar dagbókarfærslur frá forsetatíð hans. Þar fjallar hann atburðarásina þegar hann fyrstur forseta synjaði lögum frá Alþingi staðfestingar. Innlent 1.10.2024 14:46 Segja eldflaugaárás frá Íran væntanlega Forsvarsmenn ísraelska hersins hafa ákveðið að kalla út fjögur stórfylki af varaliði vegna átakanna við landamærin Ísrael og Líbanon. Hermennirnir eiga að verða sendir að landamærunum en Ísraelar hafa verið að gera loftárásir og áhlaup yfir landamærin þar sem sérsveitarmenn eru sagðir hafa farið inn í göng og hella sem eiga að hafa verið í notkun af vígamönnum Hezbollah. Erlent 1.10.2024 14:10 Blöskrar „tvískinnungur“ hjá borgarfulltrúa eftir banaslys Borgarfulltrúa Pírata blöskrar að borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins „slái sér á brjóst“ eftir að hafa beitt sér gegn úrbótum í þágu gangandi á gatnamótum Sæbrautar við Skeiðarvog og Kleppsmýrarveg. Kona á fertugsaldri lést á gatnamótunum seint á laugardagskvöld þegar hún varð fyrir bíl. Innlent 1.10.2024 14:00 Flestir hlynntir inngöngu í ESB og hafa aldrei verið fleiri Aldrei hafa fleiri verið hlynntir aðild Íslands að Evrópusambandinu en í nýrri skoðanakönnun sem áhugafólk um aðild lét gera. Umtalsvert fleiri sögðust hlynntir inngöngu en mótfallnir í könnuninni. Innlent 1.10.2024 13:55 Tilefnislaus líkamsárás við Traðarkotssund „fyrir Pútín“ Karlmaður hlaut í gær tveggja mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, fyrir líkamsárás við Traðarkotssund í miðbæ Reykjavíkur sem átti sér stað aðfaranótt laugardagsins 1. október árið 2022. Innlent 1.10.2024 13:45 Vatnstjón í Hlíðaskóla og krakkarnir sendir heim Vatnspípa fór í sundur í Hlíðaskóla rétt fyrir klukkan eitt í dag og hefur þurft að loka skólanum vegna þessa og senda nemendur heim. Innlent 1.10.2024 13:14 Telur lykilspurningum um banaslysið enn ósvarað Bróðir Lúðvíks Péturssonar sem lést í vinnuslysi í Grindavík þann 10. janúar segir skýrslu Vinnueftirlitsins styðja eðlilega ósk fjölskyldunnar að heildstæð rannsókn verði gerð að aðdraganda slyssins og eftirleik þess. Innlent 1.10.2024 12:35 Hreinsaður af ásökunum eiginkonu sveitarstjórans Ekki er annað að sjá en greiðslur til Jóns Jónssonar, fyrirtækja og stofnana í hans eigu eða hann tengdist með stjórnarsetu á þeim tíma sem Jón sat í sveitarstjórn Strandabyggðar hafi verið í samræmi við samninga og samþykktir sveitarstjórnar. Innlent 1.10.2024 12:03 Enn ein reikistjarnan í „bakgarði“ sólkerfisins Reikistjarna er fundin við næstu stöku stjörnuna í nágrenni sólkerfisins okkar. Þótt hún sé ekk lífvænleg bætist reikistjarnan í hóp smærri fjarreikistjarna sem er að finna í bakgarði okkar í alheiminum. Erlent 1.10.2024 12:00 Hækka fjárútlát til varnarmála um þriðjung Ráðamenn í Rússlandi vilja hækka fjárútlát til varnarmála um tæpan þriðjung á næsta ári, samanborið við þetta ár. Þetta kemur fram í fjárlagadrögum sem birt voru í gær. Um metupphæð er að ræða en verðbólga hefur hækkað hratt í Rússlandi á undanförnum mánuðum. Erlent 1.10.2024 11:30 Flugvöllur í Hvassahrauni enn inni í myndinni Í hádegisfréttum fjöllum við um nýja skýrslu um möguleikann á flugvelli í Hvassahrauni. Innlent 1.10.2024 11:28 Á meðan bílinn er ódýrari verði hann fyrsta val Á meðan það er ódýrara að aka og leggja bíl í stæði við Keflavíkurflugvöll en að nota aðra ferðamáta verður einkabíllinn í flestum tilfellum fyrsta val fólks. Þetta segir í skýrslu starfshóps sem innviðaráðherrra skipaði með tillögum úrbótum um almenningssamgöngur milli höfuðborgarsvæðisins og Keflavíkurflugvallar. Innlent 1.10.2024 11:16 Flugvöllur í Hvassahrauni alls ekki úr myndinni Niðurstöður starfshóps um byggingu flugvallar í Hvassahrauni eru þær helstar að ólíklegt sé að náttúruvá hafi áhrif á flugvöll á svæðinu, engin veðurskilyrði mæli gegn valinu og líklega verði ekki mikil langtímaáhrif á eftirspurn í innanlandsflugi ef af flutningi þess verður í Hvassahraun. Innlent 1.10.2024 11:15 Ekkert skriflegt áhættumat og spurt hvort vinnan hafi verið áhættunnar virði Vinnueftirlitið segir að slysið í Grindavík í janúar, þar sem maður féll ofan í sprungu, megi rekja til þess að ekki hafi verið til staðar fullnægjandi áhættumat og að ekki hafi farið fram nægilega góð kynning á helstu hættum sem gætu steðjað að þeim sem ynnu á vettvangi. Þá veltir Vinnueftirlitið því fram hvort verkið sem var unnið hafi verið áhættunnar virði. Innlent 1.10.2024 10:50 Kristjana frá Rúv til Ásmundar Einars Kristjana Arnarsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður Ásmundar Einars Daðasonar, mennta- og barnamálaráðherra. Hún hefur undanfarin ár getið sér gott orð á íþróttafréttadeild Ríkisútvarpsins og sem stjórnandi Gettu betur. Innlent 1.10.2024 10:21 Reyna að tengja Pelicot við fleiri nauðganir og morð Dominique Pelioct, sem byrlaði eiginkonu sinni ólyfjan og fékk tugi manna til að nauðga henni um árabil, er til rannsóknar vegna fimm annarra mála og þar á meðal eins morðs. Málin þykja keimlík einni nauðgunartilraun sem Pelicot hefur játað og morði sem hann hefur verið ákærður fyrir. Erlent 1.10.2024 10:16 Bein útsending: Kynna niðurstöður um flugvöll og samgöngur Niðurstöður tveggja starfshópa um rannsóknir á byggingu flugvallar í Hvassahrauni og almenningssamgöngur milli höfuðborgarsvæðisins og Keflavíkurflugvallar verða kynntar á blaðamannafundi klukkan 11 í Hafnarborg í Hafnarfirði. Innlent 1.10.2024 10:01 „Hefði alveg getað verið góði strákurinn í Sjálfstæðisflokknum“ Arnar Þór Jónsson, stofnandi hins nýja Lýðræðisflokks, segir málamiðlanir í stjórnmálum oft vera óheilindi í garð kjósenda. Innlent 1.10.2024 09:02 Fimmti hver ökumaður með óeðlileg afskipti við slysstað Aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir þeim tilfellum fjölga þar sem almenningur hefur afskipti af störfum lögreglu við götulokanir við slysstað. Hann segir ríkar ástæður fyrir götulokun og alltaf reynt að búa til hjáleiðir. Rannsókn vegna alvarlegra slysa geti tekið tíma og þrifin sem fylgja. Framkoma fólks við slysstað á Sæbraut um helgina hafi verið dapurleg. Innlent 1.10.2024 08:48 Síðasta kolaorkuveri Bretlands lokað Brennslu kola til rafmagnsframleiðslu er lokið í Bretlandi eftir 142 ára sögu. Slökkt var á síðasta kolaorkuveri landsins í nótt. Meiri en helmingur af raforku er nú framleidd með endurnýjanlegum hætti í Bretlandi. Erlent 1.10.2024 08:43 Ungt fólk býr lengst heima í Króatíu en styst í Finnlandi Í fyrra var meðalaldur ungs fólks í Evrópu þegar það flutti að heima í 26,3 ára. Það er minna en það var árinu áður þegar meðalaldurinn var 26,4 ára. Hæsti meðalaldurinn er í Króatíu þar sem ungt fólk er að meðaltali 31,8 ára þegar það flytur að heiman. Erlent 1.10.2024 08:17 Hundrað ára eftir tæp tvö ár á banalegunni Jimmy Carter, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, heldur í dag upp á hundrað ára afmæli sitt en hann hefur verið í líknandi meðferð í tæplega tvö ár. Forsetinn fyrrverandi hefur fengið kveðjur víðsvegar að úr heiminum. Erlent 1.10.2024 08:03 Trump lét sér ekki segjast og endurtók lygina Donald Trump heimsótti í gær bæinn Valdosta í Georgíuríki en bærinn er sem rústir einar eftir að fellibylurinn Helena gekk þar yfir. Erlent 1.10.2024 07:24 Rannsókn lokið á veikindum á hálendi í sumar Rannsókn embættis sóttvarnalæknis og Heilbrigðiseftirlits Suðurlands á veikindum á hálendinu í sumar er lokið. Í öllum tilfellum þar sem fengust sýni greindist nóróveira. Líklegt er að hún hafi smitast með snerti- eða úðasmiti, af yfirborðsfleti eða manna á milli. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands er með eftirfylgd á Rjúpnavöllum en þar fundust saurgerlar í neysluvatni. Innlent 1.10.2024 07:22 « ‹ 58 59 60 61 62 63 64 65 66 … 334 ›
Harður árekstur við Ingólfsfjall Harður árekstur varð á Suðurlandsvegi við Hvammsveg þegar tveir bílar skullu þar saman. Fjórir eru slasaðir og verða fluttir á sjúkrahús til frekari skoðunar. Innlent 1.10.2024 17:52
Gestur greiðir ekki krónu þó að pallaolía hafi hellst í bílinn Gestur Breiðfjörð Gestsson viðskiptamaður var sýknaður af öllum kröfum bílaumboðsins BL ehf. fyrir Héraðsdómi Reykjaness í gær. BL krafðist þess að Gestur yrði dæmdur til að greiða 2.633.469 króna skuld eftir að pallaolíudósir fóru á flug inn í bílaleigubíl BL, sem hann var með til afnota, en við það opnuðust dósirnar og helltist pallaolían niður sem olli umtalsverðu tjóni í bílnum. Innlent 1.10.2024 17:35
Fjöldi skotflauga lenti í Ísrael Að minnsta kosti tvö hundruð skotflaugum var skotið að Ísrael frá Íran í dag. Viðvörunarlúðrar ómuðu víðsvegar í Ísrael og er útlit fyrir að þó nokkrar þeirra hafi náð í gegnum loftvarnir Ísraela og brak úr mörgum féll til jarðar. Erlent 1.10.2024 16:43
Læknir ávísaði lyfjum í nafni konu sem lést níu árum áður Heilbrigðisráðuneytið hefur staðfest ákvörðun Landlæknis um að svipta lækni starfsleyfi. Læknirinn gaf út ávana- og fíknilyf í nafni látinnar konu í tæpan áratug. Innlent 1.10.2024 16:09
Fordæmalaus áform og enginn lagarammi til um eftirlit Hafrannsóknarstofnun leggst aftur gegn áformum þýska sementsfyrirtækisins Heidelberg um efnistöku af hafsbotni við Landeyjar. Öll framkvæmdin sé stórskala og án fordæma. Sviðsstjóri segir heildaráhrif framkvæmdarinnar neikvæð á hrygningu helstu fiskistofna, strandlengjuna og lífríkið á svæðinu. Talsmaður Heidelberg segir umsögnina ekki bæta miklu við fyrri umsögn stofnunarinnar sem fyrirtækið hafi komið á móts við. Nú sé verið að fara yfir síðara matið. Innlent 1.10.2024 15:03
Ungur ökumaður ekki grunaður um akstur undir áhrifum Rannsókn lögreglu á banaslysi sem varð á Sæbraut aðfaranótt sunnudags gengur vel. Ekki er grunur um að ökumaður sem ók fólksbíl á gangandi vegfaranda, sem lét lífið, hafi verið undir áhrifum áfengis. Þó hafa niðurstöður úr blóðefnarannsókn ekki borist. Innlent 1.10.2024 14:52
Ólafur Ragnar Grímsson: Kjörnir fulltrúar eiga ekki að vera í ævarandi leynibandalagi Ólafur Ragnar Grímsson fyrrverandi forseti Íslands telur sig ekki vera að brjóta trúnað við fólk með því að gefa út valdar dagbókarfærslur frá forsetatíð hans. Þar fjallar hann atburðarásina þegar hann fyrstur forseta synjaði lögum frá Alþingi staðfestingar. Innlent 1.10.2024 14:46
Segja eldflaugaárás frá Íran væntanlega Forsvarsmenn ísraelska hersins hafa ákveðið að kalla út fjögur stórfylki af varaliði vegna átakanna við landamærin Ísrael og Líbanon. Hermennirnir eiga að verða sendir að landamærunum en Ísraelar hafa verið að gera loftárásir og áhlaup yfir landamærin þar sem sérsveitarmenn eru sagðir hafa farið inn í göng og hella sem eiga að hafa verið í notkun af vígamönnum Hezbollah. Erlent 1.10.2024 14:10
Blöskrar „tvískinnungur“ hjá borgarfulltrúa eftir banaslys Borgarfulltrúa Pírata blöskrar að borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins „slái sér á brjóst“ eftir að hafa beitt sér gegn úrbótum í þágu gangandi á gatnamótum Sæbrautar við Skeiðarvog og Kleppsmýrarveg. Kona á fertugsaldri lést á gatnamótunum seint á laugardagskvöld þegar hún varð fyrir bíl. Innlent 1.10.2024 14:00
Flestir hlynntir inngöngu í ESB og hafa aldrei verið fleiri Aldrei hafa fleiri verið hlynntir aðild Íslands að Evrópusambandinu en í nýrri skoðanakönnun sem áhugafólk um aðild lét gera. Umtalsvert fleiri sögðust hlynntir inngöngu en mótfallnir í könnuninni. Innlent 1.10.2024 13:55
Tilefnislaus líkamsárás við Traðarkotssund „fyrir Pútín“ Karlmaður hlaut í gær tveggja mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, fyrir líkamsárás við Traðarkotssund í miðbæ Reykjavíkur sem átti sér stað aðfaranótt laugardagsins 1. október árið 2022. Innlent 1.10.2024 13:45
Vatnstjón í Hlíðaskóla og krakkarnir sendir heim Vatnspípa fór í sundur í Hlíðaskóla rétt fyrir klukkan eitt í dag og hefur þurft að loka skólanum vegna þessa og senda nemendur heim. Innlent 1.10.2024 13:14
Telur lykilspurningum um banaslysið enn ósvarað Bróðir Lúðvíks Péturssonar sem lést í vinnuslysi í Grindavík þann 10. janúar segir skýrslu Vinnueftirlitsins styðja eðlilega ósk fjölskyldunnar að heildstæð rannsókn verði gerð að aðdraganda slyssins og eftirleik þess. Innlent 1.10.2024 12:35
Hreinsaður af ásökunum eiginkonu sveitarstjórans Ekki er annað að sjá en greiðslur til Jóns Jónssonar, fyrirtækja og stofnana í hans eigu eða hann tengdist með stjórnarsetu á þeim tíma sem Jón sat í sveitarstjórn Strandabyggðar hafi verið í samræmi við samninga og samþykktir sveitarstjórnar. Innlent 1.10.2024 12:03
Enn ein reikistjarnan í „bakgarði“ sólkerfisins Reikistjarna er fundin við næstu stöku stjörnuna í nágrenni sólkerfisins okkar. Þótt hún sé ekk lífvænleg bætist reikistjarnan í hóp smærri fjarreikistjarna sem er að finna í bakgarði okkar í alheiminum. Erlent 1.10.2024 12:00
Hækka fjárútlát til varnarmála um þriðjung Ráðamenn í Rússlandi vilja hækka fjárútlát til varnarmála um tæpan þriðjung á næsta ári, samanborið við þetta ár. Þetta kemur fram í fjárlagadrögum sem birt voru í gær. Um metupphæð er að ræða en verðbólga hefur hækkað hratt í Rússlandi á undanförnum mánuðum. Erlent 1.10.2024 11:30
Flugvöllur í Hvassahrauni enn inni í myndinni Í hádegisfréttum fjöllum við um nýja skýrslu um möguleikann á flugvelli í Hvassahrauni. Innlent 1.10.2024 11:28
Á meðan bílinn er ódýrari verði hann fyrsta val Á meðan það er ódýrara að aka og leggja bíl í stæði við Keflavíkurflugvöll en að nota aðra ferðamáta verður einkabíllinn í flestum tilfellum fyrsta val fólks. Þetta segir í skýrslu starfshóps sem innviðaráðherrra skipaði með tillögum úrbótum um almenningssamgöngur milli höfuðborgarsvæðisins og Keflavíkurflugvallar. Innlent 1.10.2024 11:16
Flugvöllur í Hvassahrauni alls ekki úr myndinni Niðurstöður starfshóps um byggingu flugvallar í Hvassahrauni eru þær helstar að ólíklegt sé að náttúruvá hafi áhrif á flugvöll á svæðinu, engin veðurskilyrði mæli gegn valinu og líklega verði ekki mikil langtímaáhrif á eftirspurn í innanlandsflugi ef af flutningi þess verður í Hvassahraun. Innlent 1.10.2024 11:15
Ekkert skriflegt áhættumat og spurt hvort vinnan hafi verið áhættunnar virði Vinnueftirlitið segir að slysið í Grindavík í janúar, þar sem maður féll ofan í sprungu, megi rekja til þess að ekki hafi verið til staðar fullnægjandi áhættumat og að ekki hafi farið fram nægilega góð kynning á helstu hættum sem gætu steðjað að þeim sem ynnu á vettvangi. Þá veltir Vinnueftirlitið því fram hvort verkið sem var unnið hafi verið áhættunnar virði. Innlent 1.10.2024 10:50
Kristjana frá Rúv til Ásmundar Einars Kristjana Arnarsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður Ásmundar Einars Daðasonar, mennta- og barnamálaráðherra. Hún hefur undanfarin ár getið sér gott orð á íþróttafréttadeild Ríkisútvarpsins og sem stjórnandi Gettu betur. Innlent 1.10.2024 10:21
Reyna að tengja Pelicot við fleiri nauðganir og morð Dominique Pelioct, sem byrlaði eiginkonu sinni ólyfjan og fékk tugi manna til að nauðga henni um árabil, er til rannsóknar vegna fimm annarra mála og þar á meðal eins morðs. Málin þykja keimlík einni nauðgunartilraun sem Pelicot hefur játað og morði sem hann hefur verið ákærður fyrir. Erlent 1.10.2024 10:16
Bein útsending: Kynna niðurstöður um flugvöll og samgöngur Niðurstöður tveggja starfshópa um rannsóknir á byggingu flugvallar í Hvassahrauni og almenningssamgöngur milli höfuðborgarsvæðisins og Keflavíkurflugvallar verða kynntar á blaðamannafundi klukkan 11 í Hafnarborg í Hafnarfirði. Innlent 1.10.2024 10:01
„Hefði alveg getað verið góði strákurinn í Sjálfstæðisflokknum“ Arnar Þór Jónsson, stofnandi hins nýja Lýðræðisflokks, segir málamiðlanir í stjórnmálum oft vera óheilindi í garð kjósenda. Innlent 1.10.2024 09:02
Fimmti hver ökumaður með óeðlileg afskipti við slysstað Aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir þeim tilfellum fjölga þar sem almenningur hefur afskipti af störfum lögreglu við götulokanir við slysstað. Hann segir ríkar ástæður fyrir götulokun og alltaf reynt að búa til hjáleiðir. Rannsókn vegna alvarlegra slysa geti tekið tíma og þrifin sem fylgja. Framkoma fólks við slysstað á Sæbraut um helgina hafi verið dapurleg. Innlent 1.10.2024 08:48
Síðasta kolaorkuveri Bretlands lokað Brennslu kola til rafmagnsframleiðslu er lokið í Bretlandi eftir 142 ára sögu. Slökkt var á síðasta kolaorkuveri landsins í nótt. Meiri en helmingur af raforku er nú framleidd með endurnýjanlegum hætti í Bretlandi. Erlent 1.10.2024 08:43
Ungt fólk býr lengst heima í Króatíu en styst í Finnlandi Í fyrra var meðalaldur ungs fólks í Evrópu þegar það flutti að heima í 26,3 ára. Það er minna en það var árinu áður þegar meðalaldurinn var 26,4 ára. Hæsti meðalaldurinn er í Króatíu þar sem ungt fólk er að meðaltali 31,8 ára þegar það flytur að heiman. Erlent 1.10.2024 08:17
Hundrað ára eftir tæp tvö ár á banalegunni Jimmy Carter, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, heldur í dag upp á hundrað ára afmæli sitt en hann hefur verið í líknandi meðferð í tæplega tvö ár. Forsetinn fyrrverandi hefur fengið kveðjur víðsvegar að úr heiminum. Erlent 1.10.2024 08:03
Trump lét sér ekki segjast og endurtók lygina Donald Trump heimsótti í gær bæinn Valdosta í Georgíuríki en bærinn er sem rústir einar eftir að fellibylurinn Helena gekk þar yfir. Erlent 1.10.2024 07:24
Rannsókn lokið á veikindum á hálendi í sumar Rannsókn embættis sóttvarnalæknis og Heilbrigðiseftirlits Suðurlands á veikindum á hálendinu í sumar er lokið. Í öllum tilfellum þar sem fengust sýni greindist nóróveira. Líklegt er að hún hafi smitast með snerti- eða úðasmiti, af yfirborðsfleti eða manna á milli. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands er með eftirfylgd á Rjúpnavöllum en þar fundust saurgerlar í neysluvatni. Innlent 1.10.2024 07:22
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent