Fréttir Var skylt að afhenda Brúneggjagögnin eftir allt saman Hæstiréttur sýknaði í dag Ríkisútvarpið og Matvælastofnun af kröfum Bala ehf. og Geysis-Fjárfestingafélags ehf. í Brúneggjamálinu svokallaða. Áður hafði Héraðsdómur Reykjavíkur sýknað báðar stofnanir, en Landsréttur komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að MAST bæri skaðabótaábyrgð og gerði stofnuninni að greiða félögunum fjórar milljónir hvoru um sig. Innlent 26.3.2025 15:38 Áfrýjaði og fékk mun þyngri dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur Hörður Ellert Ólafsson, frumkvöðull og ljósmyndari á fimmtugsaldri, hefur verið dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn dóttur þáverandi sambýliskonu sinnar í Hæstarétti. Hann hlaut þriggja ára og sex mánaða dóm í Landsrétti en áfrýjaði til Hæstaréttar. Innlent 26.3.2025 15:34 Ekkert bendi til að vatnið sé óneysluhæft Sýnataka af neysluvatni í Hveragerði hefur ekki leitt í ljós að það sé óneysluhæft. Ábendingar höfðu borist heilbrigðiseftirlitinu um að bragð og lykt af vatninu væru ekki sem skyldi. Málið er enn til rannsóknar. Innlent 26.3.2025 15:28 Hvert og eitt sveitarfélag ákveður laun sinna bæjarstjóra Jón Björn Hákonarson, nýkjörinn formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar segir sveitarfélögin í landinu vera sjálfstæð stjórnvöld. Það sé þess vegna á þeirra borði að ákveða launakjör sinna bæjarstjóra. Innlent 26.3.2025 14:14 „Fall er fararheill“ Guðmundur Ingi Kristinsson, sem er nýtekin við embætti mennta- og barnamálaráðherra, viðurkennir að ræða hans á opnunarsamkomu leiðtogafundar um menntamál hafi ekki verið nægjanlega góð. Hann segir viðbrögð fólks við ávarpinu eðlileg en ætlar að halda ótrauður áfram. Innlent 26.3.2025 13:49 Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sænska ríkisstjórnin tilkynnti í dag að hún ætlaði að taka þrjú hundruð milljarða sænskra að láni til þess að endurnýja vopnabúnað Svíþjóðar. Aðgerðirnar eru þær umfangsmestu frá tímum kalda stríðsins, að sögn Ulfs Kristersson, forsætisráðherra. Erlent 26.3.2025 13:44 Börn upplifi sig vanmáttug í samskiptum við réttarkerfið Upplifun barna af réttarkerfinu er oft neikvæðari en mat stofnana á sinni eigin framkvæmd gefur til kynna. Niðurstöður nýrrar skýrslu umboðsmanns barna benda til þess að börn upplifi sig oft vanmáttug í samskiptum við réttarkerfið og upplifi sig ekki sem raunverulega þátttakendur í málsmeðferð. Úttektin sýnir einnig að íslenskt réttarkerfi uppfyllir ekki að fullu alþjóðlegar skuldbindingar um barnvæna réttarvörslu. Innlent 26.3.2025 13:00 Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Fyrirtæki í eigu Edward „Big Balls“ Coristine virðist hafa veitt tölvuþrjótum tækniaðstoð fyrir um það bil tveimur árum. Coristine er nú einn starfsmanna DOGE og skráður sem „ráðgjafi“ á starfsmannaskrá utanríkisráðuneytisins og netöryggisstofnuninni CISA. Erlent 26.3.2025 12:41 Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Dæmi eru um að sauðfé troðist undir og missi horn í réttum og fagráð um dýravelferð skoðar nú leiðir til að tryggja velferð dýranna. Yfirdýralæknir hjá MAST segir fjölda aðkomufólks í réttum stundum umfram fjölda fjár. Innlent 26.3.2025 12:15 Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir Öryggismálaráðherra Mexíkó segir engar vísbendingar um að búgarður þar sem fjöldi líkamsleifa fannst nýlega hafi verið útrýmingarbúðir heldur hafi hann verið þjálfunarstaður fyrir glæpasamtök. Uppgötvun búgarðsins vakti óhug á meðal Mexíkóa sem eru þó Erlent 26.3.2025 12:02 Óttast afleiðingar hærri veiðigjalda Í hádegisfréttum fjöllum við áfram um fyrirhugaðar breytingar á veiðigjöldum og heyrum í formanni samtaka smærri útgerða. Innlent 26.3.2025 11:42 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Að minnsta kosti 24 hafa látist í skógareldum í Suður-Kóreu, sem stjórnvöld segja fordæmalausa. Flestir voru á sjötugs- og áttræðisaldri. Þá eru 26 særðir, þar af tólf lífshættulega. Erlent 26.3.2025 11:40 Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Tveir karlmenn sem eru grunaðir um að kveikja í Teslu-bíl neituðu sök í þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Þriðji maðurinn, sem er líka grunaður í málinu, fékk að taka sér umhugsunarfrest til að taka afstöðu til ákærunnar. Innlent 26.3.2025 11:38 Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Veiðifélag Hrútafjarðarár og Síkár og Veiðifélag Blöndu og Svartár hafa höfðað dómsmál gegn íslenska ríkinu og Arctic Sea Farm fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur vegna leyfis Matvælastofnunar fyrir sjókvíaeldi í Patreksfirði og Tálknafirði. Innlent 26.3.2025 11:17 Undirbúa viljayfirlýsingu um jarðgöng í gegnum Reynisfjall Sveitarfélögin Mýrdalshreppur, Skaftárhreppur og Hornafjörður ásamt Summu rekstrarfélagi undirbúa gerð sameiginlegrar viljayfirlýsingar „vegna fjármögnunar á göngum í gegnum Reynisfjall“. Summa rekstrarfélag yrði samstarfsaðili fyrir hönd innviðasjóða í eigu nítján lífeyrissjóða og tryggingafélags. Innlent 26.3.2025 11:02 Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Mennta- og barnamálaráðuneytið, Kennarasamband Íslands, OECD og alþjóðlegu kennarasamtökin Education International efna til blaðamannafundar ISTP 2025 leiðtogafundar um málefni kennara í dag klukkan 11:30. Innlent 26.3.2025 10:50 Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Svissneskur áfrýjunardómstóll staðfesti sýknu í spillingarmáli Sepps Blatter, fyrrverandi forseta Alþjóðaknattspyrnusambandsins, og Michels Platini, fyrrverandi forseta Knattspyrnusambands Evrópu, í gær. Málinu gæti enn verið áfrýjað til æðri dómstóls. Erlent 26.3.2025 10:49 Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Kristján Markús Sívarsson var í dag dæmdur í tveggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Gæsluvarðhald sem hann hefur sætt frá því í lok síðasta árs verður dregið frá refsingunni. Innlent 26.3.2025 09:42 Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða Hátt í þrettán þúsund manns voru atvinnulausir í febrúar samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar. Árstíðaleiðrétt hlutfall atvinnulausra í mánuðinum var 5,5 prósent og hækkaði það um 0,6 prósentustig á milli mánaða. Innlent 26.3.2025 09:12 „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra segir fráleitt af útgerðum að halda því fram að nauðsynlegt verði að segja upp þúsundum starfsfólks eða jafnvel flytja fiskvinnslu úr landi vegna tvöföldunar veiðigjaldsins. Bæði veiði og vinnsla hafi skilað síðustu ár meiri hagnaði en aðrar atvinnugreinar á Íslandi. Hanna Katrín fór yfir ákvörðun stjórnvalda í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Innlent 26.3.2025 09:11 Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Hundruð Palestínumanna tóku þátt í mótmælum á Gasa í gær og kölluðu eftir því að Hamas-samtökin legðu niður vopn og hefðu sig á brott. Mótmælendurnir, í Beit Lahia í norðurhluta Gasa, hrópuðu meðal annars „Hamas út“ og Hamas hryðjuverkamenn“. Erlent 26.3.2025 07:31 Vindasamt á meðan öflugt úrkomusvæði gengur yfir landið Skammt suðvestur af Reykjanesi er lægð nú á hreyfingu norðaustur yfir landið og fylgir henni öflugt úrkomusvæði og rignir því víða á landinu en snjóar sums staðar fyrir norðan. Veður 26.3.2025 07:22 Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Mike Waltz, þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, segist bera fulla ábyrgð á spjalli hæst settu embættismanna landsins á sviði öryggismála á samskiptaforritinu Signal. Erlent 26.3.2025 06:53 Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Ungmenni í Reykjavík kýldi lögreglumann í síðuna og beit annan við eftirlit lögreglu með hópamyndun við verslunarkjarna í umdæminu Breiðholt/Kópavogur í gærkvöldi eða nótt. Innlent 26.3.2025 06:22 Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, og eiginkona hans munu eingöngu heimsækja bandaríska herstöð á Grænlandi. Hætt hefur verið við heimsóknir til Nuuk og Sisimiut og hafa aðrir sem ætluðu með, eins og þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins, hætt við ferðina. Erlent 26.3.2025 00:05 Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Könnunarfarið Curiosity, sem er statt á yfirborð Mars, hefur fundið stærstu lífrænu sameindirnar hingað til. Fundurinn gefur til kynna að líffræðilegir ferlar hafi verið komnir lengra á Mars en áður hefur verið talið. Erlent 25.3.2025 23:20 Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Hún er sögð falleg á að líta, vel byggð, samsvara sér vel, háfætt, með fagrar línur og rennileg. Í þessu tilviki erum við ekki að tala um manneskju heldur um flugvél. Innlent 25.3.2025 22:44 Vill fartölvu í fangelsið Luigi Mangione, sem grunaður er um að hafa myrt Brian Thompson, forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna, á götu úti í New York, vill hafa fartölvu í fangelsinu. Hann situr í alríkisfangelsi í New York en hann hefur verið ákærður fyrir morð og framkvæmd hryðjuverks. Erlent 25.3.2025 22:17 Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Heilbrigðiseftirlit Suðurlands rannsakar nú neysluvatn í Hveragerði eftir að ábendingar bárust um að skrýtin lykt og bragð væri af vatninu. Fyrstu vísbendingar úr vatnssýni ættu að berast á morgun. Innlent 25.3.2025 21:34 Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Maður lét lífið þegar hann féll ofan í stærðarinnar vatnspytt sem opnaðist skyndilega á hraðbraut í Seoul í Suður-Kóreu í gær. Maðurinn var á mótorhjóli á hraðbrautinni þegar vegurinn hrundi undan bíl fyrir framan hann. Erlent 25.3.2025 21:05 « ‹ 4 5 6 7 8 9 10 11 12 … 334 ›
Var skylt að afhenda Brúneggjagögnin eftir allt saman Hæstiréttur sýknaði í dag Ríkisútvarpið og Matvælastofnun af kröfum Bala ehf. og Geysis-Fjárfestingafélags ehf. í Brúneggjamálinu svokallaða. Áður hafði Héraðsdómur Reykjavíkur sýknað báðar stofnanir, en Landsréttur komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að MAST bæri skaðabótaábyrgð og gerði stofnuninni að greiða félögunum fjórar milljónir hvoru um sig. Innlent 26.3.2025 15:38
Áfrýjaði og fékk mun þyngri dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur Hörður Ellert Ólafsson, frumkvöðull og ljósmyndari á fimmtugsaldri, hefur verið dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn dóttur þáverandi sambýliskonu sinnar í Hæstarétti. Hann hlaut þriggja ára og sex mánaða dóm í Landsrétti en áfrýjaði til Hæstaréttar. Innlent 26.3.2025 15:34
Ekkert bendi til að vatnið sé óneysluhæft Sýnataka af neysluvatni í Hveragerði hefur ekki leitt í ljós að það sé óneysluhæft. Ábendingar höfðu borist heilbrigðiseftirlitinu um að bragð og lykt af vatninu væru ekki sem skyldi. Málið er enn til rannsóknar. Innlent 26.3.2025 15:28
Hvert og eitt sveitarfélag ákveður laun sinna bæjarstjóra Jón Björn Hákonarson, nýkjörinn formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar segir sveitarfélögin í landinu vera sjálfstæð stjórnvöld. Það sé þess vegna á þeirra borði að ákveða launakjör sinna bæjarstjóra. Innlent 26.3.2025 14:14
„Fall er fararheill“ Guðmundur Ingi Kristinsson, sem er nýtekin við embætti mennta- og barnamálaráðherra, viðurkennir að ræða hans á opnunarsamkomu leiðtogafundar um menntamál hafi ekki verið nægjanlega góð. Hann segir viðbrögð fólks við ávarpinu eðlileg en ætlar að halda ótrauður áfram. Innlent 26.3.2025 13:49
Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sænska ríkisstjórnin tilkynnti í dag að hún ætlaði að taka þrjú hundruð milljarða sænskra að láni til þess að endurnýja vopnabúnað Svíþjóðar. Aðgerðirnar eru þær umfangsmestu frá tímum kalda stríðsins, að sögn Ulfs Kristersson, forsætisráðherra. Erlent 26.3.2025 13:44
Börn upplifi sig vanmáttug í samskiptum við réttarkerfið Upplifun barna af réttarkerfinu er oft neikvæðari en mat stofnana á sinni eigin framkvæmd gefur til kynna. Niðurstöður nýrrar skýrslu umboðsmanns barna benda til þess að börn upplifi sig oft vanmáttug í samskiptum við réttarkerfið og upplifi sig ekki sem raunverulega þátttakendur í málsmeðferð. Úttektin sýnir einnig að íslenskt réttarkerfi uppfyllir ekki að fullu alþjóðlegar skuldbindingar um barnvæna réttarvörslu. Innlent 26.3.2025 13:00
Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Fyrirtæki í eigu Edward „Big Balls“ Coristine virðist hafa veitt tölvuþrjótum tækniaðstoð fyrir um það bil tveimur árum. Coristine er nú einn starfsmanna DOGE og skráður sem „ráðgjafi“ á starfsmannaskrá utanríkisráðuneytisins og netöryggisstofnuninni CISA. Erlent 26.3.2025 12:41
Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Dæmi eru um að sauðfé troðist undir og missi horn í réttum og fagráð um dýravelferð skoðar nú leiðir til að tryggja velferð dýranna. Yfirdýralæknir hjá MAST segir fjölda aðkomufólks í réttum stundum umfram fjölda fjár. Innlent 26.3.2025 12:15
Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir Öryggismálaráðherra Mexíkó segir engar vísbendingar um að búgarður þar sem fjöldi líkamsleifa fannst nýlega hafi verið útrýmingarbúðir heldur hafi hann verið þjálfunarstaður fyrir glæpasamtök. Uppgötvun búgarðsins vakti óhug á meðal Mexíkóa sem eru þó Erlent 26.3.2025 12:02
Óttast afleiðingar hærri veiðigjalda Í hádegisfréttum fjöllum við áfram um fyrirhugaðar breytingar á veiðigjöldum og heyrum í formanni samtaka smærri útgerða. Innlent 26.3.2025 11:42
24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Að minnsta kosti 24 hafa látist í skógareldum í Suður-Kóreu, sem stjórnvöld segja fordæmalausa. Flestir voru á sjötugs- og áttræðisaldri. Þá eru 26 særðir, þar af tólf lífshættulega. Erlent 26.3.2025 11:40
Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Tveir karlmenn sem eru grunaðir um að kveikja í Teslu-bíl neituðu sök í þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Þriðji maðurinn, sem er líka grunaður í málinu, fékk að taka sér umhugsunarfrest til að taka afstöðu til ákærunnar. Innlent 26.3.2025 11:38
Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Veiðifélag Hrútafjarðarár og Síkár og Veiðifélag Blöndu og Svartár hafa höfðað dómsmál gegn íslenska ríkinu og Arctic Sea Farm fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur vegna leyfis Matvælastofnunar fyrir sjókvíaeldi í Patreksfirði og Tálknafirði. Innlent 26.3.2025 11:17
Undirbúa viljayfirlýsingu um jarðgöng í gegnum Reynisfjall Sveitarfélögin Mýrdalshreppur, Skaftárhreppur og Hornafjörður ásamt Summu rekstrarfélagi undirbúa gerð sameiginlegrar viljayfirlýsingar „vegna fjármögnunar á göngum í gegnum Reynisfjall“. Summa rekstrarfélag yrði samstarfsaðili fyrir hönd innviðasjóða í eigu nítján lífeyrissjóða og tryggingafélags. Innlent 26.3.2025 11:02
Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Mennta- og barnamálaráðuneytið, Kennarasamband Íslands, OECD og alþjóðlegu kennarasamtökin Education International efna til blaðamannafundar ISTP 2025 leiðtogafundar um málefni kennara í dag klukkan 11:30. Innlent 26.3.2025 10:50
Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Svissneskur áfrýjunardómstóll staðfesti sýknu í spillingarmáli Sepps Blatter, fyrrverandi forseta Alþjóðaknattspyrnusambandsins, og Michels Platini, fyrrverandi forseta Knattspyrnusambands Evrópu, í gær. Málinu gæti enn verið áfrýjað til æðri dómstóls. Erlent 26.3.2025 10:49
Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Kristján Markús Sívarsson var í dag dæmdur í tveggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Gæsluvarðhald sem hann hefur sætt frá því í lok síðasta árs verður dregið frá refsingunni. Innlent 26.3.2025 09:42
Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða Hátt í þrettán þúsund manns voru atvinnulausir í febrúar samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar. Árstíðaleiðrétt hlutfall atvinnulausra í mánuðinum var 5,5 prósent og hækkaði það um 0,6 prósentustig á milli mánaða. Innlent 26.3.2025 09:12
„Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra segir fráleitt af útgerðum að halda því fram að nauðsynlegt verði að segja upp þúsundum starfsfólks eða jafnvel flytja fiskvinnslu úr landi vegna tvöföldunar veiðigjaldsins. Bæði veiði og vinnsla hafi skilað síðustu ár meiri hagnaði en aðrar atvinnugreinar á Íslandi. Hanna Katrín fór yfir ákvörðun stjórnvalda í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Innlent 26.3.2025 09:11
Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Hundruð Palestínumanna tóku þátt í mótmælum á Gasa í gær og kölluðu eftir því að Hamas-samtökin legðu niður vopn og hefðu sig á brott. Mótmælendurnir, í Beit Lahia í norðurhluta Gasa, hrópuðu meðal annars „Hamas út“ og Hamas hryðjuverkamenn“. Erlent 26.3.2025 07:31
Vindasamt á meðan öflugt úrkomusvæði gengur yfir landið Skammt suðvestur af Reykjanesi er lægð nú á hreyfingu norðaustur yfir landið og fylgir henni öflugt úrkomusvæði og rignir því víða á landinu en snjóar sums staðar fyrir norðan. Veður 26.3.2025 07:22
Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Mike Waltz, þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, segist bera fulla ábyrgð á spjalli hæst settu embættismanna landsins á sviði öryggismála á samskiptaforritinu Signal. Erlent 26.3.2025 06:53
Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Ungmenni í Reykjavík kýldi lögreglumann í síðuna og beit annan við eftirlit lögreglu með hópamyndun við verslunarkjarna í umdæminu Breiðholt/Kópavogur í gærkvöldi eða nótt. Innlent 26.3.2025 06:22
Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, og eiginkona hans munu eingöngu heimsækja bandaríska herstöð á Grænlandi. Hætt hefur verið við heimsóknir til Nuuk og Sisimiut og hafa aðrir sem ætluðu með, eins og þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins, hætt við ferðina. Erlent 26.3.2025 00:05
Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Könnunarfarið Curiosity, sem er statt á yfirborð Mars, hefur fundið stærstu lífrænu sameindirnar hingað til. Fundurinn gefur til kynna að líffræðilegir ferlar hafi verið komnir lengra á Mars en áður hefur verið talið. Erlent 25.3.2025 23:20
Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Hún er sögð falleg á að líta, vel byggð, samsvara sér vel, háfætt, með fagrar línur og rennileg. Í þessu tilviki erum við ekki að tala um manneskju heldur um flugvél. Innlent 25.3.2025 22:44
Vill fartölvu í fangelsið Luigi Mangione, sem grunaður er um að hafa myrt Brian Thompson, forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna, á götu úti í New York, vill hafa fartölvu í fangelsinu. Hann situr í alríkisfangelsi í New York en hann hefur verið ákærður fyrir morð og framkvæmd hryðjuverks. Erlent 25.3.2025 22:17
Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Heilbrigðiseftirlit Suðurlands rannsakar nú neysluvatn í Hveragerði eftir að ábendingar bárust um að skrýtin lykt og bragð væri af vatninu. Fyrstu vísbendingar úr vatnssýni ættu að berast á morgun. Innlent 25.3.2025 21:34
Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Maður lét lífið þegar hann féll ofan í stærðarinnar vatnspytt sem opnaðist skyndilega á hraðbraut í Seoul í Suður-Kóreu í gær. Maðurinn var á mótorhjóli á hraðbrautinni þegar vegurinn hrundi undan bíl fyrir framan hann. Erlent 25.3.2025 21:05