Fréttir

Lífræni dagurinn er í dag

Lífræni dagurinn er haldinn í dag en þá gefst áhugasömum kostur á að kynna sér allt um lífræna ræktun á nokkrum stöðum á landinu. Eins og staðan er í dag er aðeins eitt prósent af vörum lífrænar á Íslandi, en stefnt er á að sú tala verði komin upp í tíu prósent árið 2040.

Innlent

Ekkert bendi til að sak­borningum muni fjölga

Rannsókn lögreglu á andláti tíu ára stúlku miðar vel. Faðir stúlkunnar er enn í haldi lögreglu grunaður um að hafa orðið henni að bana. Lögregla segir að ekkert bendi til þess að sakborningum í málinu muni fjölga. Við fjöllum um málið í hádegisfréttum á Bylgjunni.

Innlent

Ó­þekkt tón­verk eftir Mozart fannst

Áður óþekkt tónverk eftir Wolfgang Amadeus Mozart uppgötvaðist á bókasafni í Leipzig í  Þýskalandi í vikunni. Mozart hefur sennilega enn verið barn þegar hann samdi verkið.

Erlent

Fjöl­miðla­fólki vísað úr salnum við myndbirtingu: „Þetta er ó­sæmi­legt og á­takan­legt mynd­efni“

Formaður dómstólsins í Avignon í Frakklandi lýsti því yfir í gær að ef frekari myndbönd verði sýnd af mönnum nauðga Gisele Pelicot sofandi, verði fjölmiðlafólki vísað úr salnum. Verjendur fimmtíu sakborninga í málinu kröfðust þessa og vísuðu til „mannlegrar virðingar“ skjólstæðinga þeirra en Gisele var sjálf mótfallinn því að fjölmiðlafólki yrði vísað út.

Erlent

Telur fleiri falla á nýju bílprófi

Formaður Ökukennarafélags Íslands gagnrýnir harðlega það sem hún kallar sambandsleysi Samgöngustofu við félagið, um breytingar á bóklegu ökuprófi. Hún segir útlit fyrir að fall hafi aukist eftir breytingar síðasta vor, en fær ekki aðgang að gögnum til að staðfesta það. Fulltrúi Samgöngustofu segir tölur verða gefnar út þegar meiri reynsla er komin á nýtt fyrirkomulag.

Innlent

Maður margra storma í­hugar stöðu sína

Bjarni Benediktsson hefur í fyrsta sinn opinberlega greint frá því að hann íhugi nú stöðu sína eftir fimmtán ár í formannsstóli Sjálfstæðisflokksins. Hann geri sér grein fyrir að dagur ákvörðunar renni upp innan hálfs árs, eða fyrir landsfund flokksins sem fram fer um mánaðamótin febrúar-mars á næsta ári. Ef til vill væri kominn tími til að hleypa nýju blóði inn í forystu flokksins.

Innlent

Byssan reyndist leik­fang

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var með talsverðan viðbúnað eftir að tilkynning barst um mann sem ók um með það sem tilkynnandi kallaði loftbyssu. Umfangsmikil leit hófst þó að bílnum sem fannst skömmu síðar.

Innlent

Mamma bara María þegar mæðgurnar eru saman á vakt

Mæðgurnar María Sveinsdóttir og Inga Rún Snorradóttir vinna saman á móttökugeðdeild fíknimeðferðar á Landspítalanum. María segir starf sitt á deildinni hafa haft áhrif á uppeldi barna sinna og viðhorf til fíknisjúkdómsins. Báðar segja þær starfið á deildinni hafa mikil áhrif á líf sitt og þær ákvarðanir sem þær taka.

Innlent

Hvers vegna að fella ís­birni?

Ísbjörninn sem kom á land á Hornströndum í gær var birna, líklegast tveggja eða þriggja vetra. Birnan var ekki í góðum holdum þegar hún kom hingað á land. Líklega hafði aðeins reynt á fituforðann síðustu daga. Kona á níræðisaldri í sumarhúsi tilkynnti lögreglu um birnuna sem var felld nokkrum tímum síðar.

Innlent

Drengnum hafi ekki verið trúað í fyrstu

Móðir sex ára drengs sem varð fyrir árás á skólalóð í Kópavogi í gær segir son sinn hafa brugðist hárrétt við, en starfsmenn skólans hafi ekki trúað honum í fyrstu. Upptökur öryggismyndavéla hafi þó staðfest frásögn hans. Hún hafi fengið ábendingar um sambærilegar árásir í Fossvogi sama dag. 

Innlent

Myndgreiningarkerfi geti hjálpað til við að stoppa af óprúttna aðila

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum telur líklegt að myndavélakerfi verði tekið upp á landamærum á næstunni sem hjálpi til við að stoppa af óprúttna aðila á leið til landsins. Hann skorar á stjórnvöld að gefa málaflokknum betri gaum. Mikið álag sé á starfsfólki embættisins sem glími jafnframt við aðstöðuleysi.

Innlent

Fjöl­skylda flug­manns vill að lög­regla rann­saki and­lát hans

Fjölskylda flugmanns hjá Icelandair hefur lagt fram beiðni til lögreglu um að andlát hans verði rannsakað. Flugmaðurinn féll fyrir eigin hendi eftir að mál tengd honum voru tekin fyrir innan fyrirtækisins. Fjölskylda hans telur mörgum spurningum enn ósvarað í málinu. Miklar brotalamir hafi verið á málsmeðferð innan Icelandair.

Innlent

Felldu marga leið­toga Hezbollah í einni á­rás

Talsmaður Ísraelshers segir að þó nokkrir af háttsettum leiðtogum Hezbollah-samtakanna hafi verið felldir í loftárás í Beirút í dag. Helsta skotmark árásarinnar var Ibrahim Aqil, einn af æðstu leiðtogum samtakanna sem sagður var hafa leitt hernaðararm Hezbollah eftir að fyrrverandi leiðtogi þessa arms var ráðinn af dögum í júlí.

Erlent

Sýndi lög­reglu löngu­töng og var ekinn út af

Vátryggingafélagið Sjóvá hefur verið dæmt til að greiða Ríkislögreglustjóra tjón sem varð af því þegar sérsveitarbíl var ekið á bíl manns sem ekið hafði á ofsahraða. Hann hafði sýnt lögreglumönnum „ósæmilega löngutöng“ á gatnamótum áður en eftirför hófst.

Innlent

Búið að taka sýni úr ungu birnunni

Búið er að taka ýmis sýni úr hvítabirninum sem var felldur í gær. Næst á dagskrá er að greina sýnin til að komast að því hvort hann hafi borið með sér einhverja sjúkdóma og til að komast að því af hvaða stofni hann var. Hvítabjörninn var kvendýr og var um 163 sentímetrar að lengd.

Innlent