Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Tómas Arnar Þorláksson skrifa 9. janúar 2026 12:12 Ragnar Þór Ingólfsson, nýr félags- og húsnæðismálaráðherra. Vísir/Vilhelm Ragnar Þór Ingólfsson mun taka við embætti félags- og húsnæðismálaráðherra í kjölfar afsagnar Guðmundar Inga Kristinssonar sem mennta- og barnamálaráðherra. Hann telur fyrri störf sín innan verkalýðshreyfingarinnar hafa veitt sér góða þekkingu á málefnum ráðuneytisins. Meðal fyrstu verkefna verður að taka á skorti á hagkvæmu húsnæði fyrir ungt fólk og tekjulága. „Þetta leggst mjög vel í mig. Þetta er málaflokkur sem ég þekki ágætlega eins og vinnumarkaðurinn og húsnæðismálin og svo sem félagsmálin líka. Ég tek við góðu búi frá fráfarandi ráðherra og formanni flokksins,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, sem mun taka við embætti félags- og húsnæðismálaráðherra. Sjá má viðtalið við Ragnar Þór í heild sinni í spilaranum að neðan. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, tilkynnti í morgun að Ragnar Þór taki við embætti félags- og húsnæðismálaráðherra um helgina en hún sjálf við embætti mennta- og menningarmálaráðherra eftir afsögn Guðmundar Inga Kristinssonar. Ragnar Þór var kjörinn í fyrsta sinn sem þingmaður fyrir hönd Flokks fólksins í Alþingiskosningunum árið 2024. Áður fyrr starfaði hann sem formaður VR og hefur því talsverða reynslu af málefnum vinnumarkaðsins. Hann veigrar sér ekki frá samvinnu með Samtökum atvinnulífsins þrátt fyrir að hafa átt í hörðum kjaradeilum á árum áður. „Ég hef alltaf verið í góðu sambandi við gömlu félaga mína í verkalýðshreyfingunni og þekki þetta umhverfi bara mjög vel, þannig að sú reynsla kemur mér að góðum notum,“ segir hann. „Við erum öll fólk sem getur talað vel saman og höfum unnið ágætlega saman að góðum niðurstöðum hingað til.“ Skortur stýri leiguverðinu Ragnar Þór segir að meðal fyrstu verkefna, fyrir utan að kynnast starfsfólki ráðuneytisins og starfsemi þess, sé að taka á skorti á hagkvæmu húsnæði fyrir ungt fólk og tekjulægri einstaklinga. Þar sé eftirspurnin hvað mest. Hins vegar telur hann að nýtilkomin breyting á afslætti á fjármagnstekjuskatti á leigutekjum muni ekki skila sér í leiguverði húsnæðis. Skortur á húsnæði stýri fyrst og fremstu leiguverði. „Þá hefur verið, og var á sínum tíma þegar ég var í verkalýðshreyfingunni, að þá var það stefna okkar að umbuna ekki skammtímafjárfestum með þeim hætti að gefa þeim afslátt inn í þennan fjárfestingarkost, sem við teljum að eigi ekki heima á braskmarkaði eða á markaði þar sem skammtímafjárfestar eru að fjárfesta í. Þegar þessi hvati er ekki til staðar að þá til lengri tíma að þetta sé skynsamlegt að gera,“ segir hann. Ragnar Þór fór með formennsku í aðgerðahópi stjórnvalda um bráðaaðgerðir í húsnæðismálum. Hann segir að með því starfi hafi hann náð góðu sambandi við bæði byggingaraðila og verktaka sem starfa að óhagnaðardrifinni uppbyggingu en Ragnar hefur áður beitt sér fyrir óhagnaðardrifinni uppbyggingu verkalýðsfélaga. „Félagsleg uppbygging er alveg jafn mikilvæg og almenn uppbygging og það þarf að vera gott jafnvægi þar á milli af augljósum ástæðum,“ segir hann. „Eins og ég segi þarf markaðurinn að vinna mjög vel með stjórnvöldum í þeim áherslum og í þeim verkefnum sem að við höfum verið að móta. Meðal annars í aðgerðahópum í húsnæðismálum sem ég hef leitt, sem hefur síðan verið eins konar grunnur að stefnu stjórnvalda hvað varðar húsnæðismálin.“ Stuttur aðdragandi „Þetta átti sér stuttan aðdraganda,“ segir Ragnar Þór aðspurður um hvenær ráðherraembættið hafi verið borið undir sig. Svarið hafi hins vegar verið mjög einfalt, sér í lagi vegna málefnanna sem falla undir ráðuneytið. „Svarið var mjög einfalt og mjög stutt og það var bara já,“ segir hann. „Síðan auðvitað að komast inn í þetta nýja verkefni, sem ég held að verði auðvitað mikil áskorun en ég hlakka mikið til.“ Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Húsnæðismál Leigumarkaður Alþingi Félagsmál Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Sjá meira
„Þetta leggst mjög vel í mig. Þetta er málaflokkur sem ég þekki ágætlega eins og vinnumarkaðurinn og húsnæðismálin og svo sem félagsmálin líka. Ég tek við góðu búi frá fráfarandi ráðherra og formanni flokksins,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, sem mun taka við embætti félags- og húsnæðismálaráðherra. Sjá má viðtalið við Ragnar Þór í heild sinni í spilaranum að neðan. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, tilkynnti í morgun að Ragnar Þór taki við embætti félags- og húsnæðismálaráðherra um helgina en hún sjálf við embætti mennta- og menningarmálaráðherra eftir afsögn Guðmundar Inga Kristinssonar. Ragnar Þór var kjörinn í fyrsta sinn sem þingmaður fyrir hönd Flokks fólksins í Alþingiskosningunum árið 2024. Áður fyrr starfaði hann sem formaður VR og hefur því talsverða reynslu af málefnum vinnumarkaðsins. Hann veigrar sér ekki frá samvinnu með Samtökum atvinnulífsins þrátt fyrir að hafa átt í hörðum kjaradeilum á árum áður. „Ég hef alltaf verið í góðu sambandi við gömlu félaga mína í verkalýðshreyfingunni og þekki þetta umhverfi bara mjög vel, þannig að sú reynsla kemur mér að góðum notum,“ segir hann. „Við erum öll fólk sem getur talað vel saman og höfum unnið ágætlega saman að góðum niðurstöðum hingað til.“ Skortur stýri leiguverðinu Ragnar Þór segir að meðal fyrstu verkefna, fyrir utan að kynnast starfsfólki ráðuneytisins og starfsemi þess, sé að taka á skorti á hagkvæmu húsnæði fyrir ungt fólk og tekjulægri einstaklinga. Þar sé eftirspurnin hvað mest. Hins vegar telur hann að nýtilkomin breyting á afslætti á fjármagnstekjuskatti á leigutekjum muni ekki skila sér í leiguverði húsnæðis. Skortur á húsnæði stýri fyrst og fremstu leiguverði. „Þá hefur verið, og var á sínum tíma þegar ég var í verkalýðshreyfingunni, að þá var það stefna okkar að umbuna ekki skammtímafjárfestum með þeim hætti að gefa þeim afslátt inn í þennan fjárfestingarkost, sem við teljum að eigi ekki heima á braskmarkaði eða á markaði þar sem skammtímafjárfestar eru að fjárfesta í. Þegar þessi hvati er ekki til staðar að þá til lengri tíma að þetta sé skynsamlegt að gera,“ segir hann. Ragnar Þór fór með formennsku í aðgerðahópi stjórnvalda um bráðaaðgerðir í húsnæðismálum. Hann segir að með því starfi hafi hann náð góðu sambandi við bæði byggingaraðila og verktaka sem starfa að óhagnaðardrifinni uppbyggingu en Ragnar hefur áður beitt sér fyrir óhagnaðardrifinni uppbyggingu verkalýðsfélaga. „Félagsleg uppbygging er alveg jafn mikilvæg og almenn uppbygging og það þarf að vera gott jafnvægi þar á milli af augljósum ástæðum,“ segir hann. „Eins og ég segi þarf markaðurinn að vinna mjög vel með stjórnvöldum í þeim áherslum og í þeim verkefnum sem að við höfum verið að móta. Meðal annars í aðgerðahópum í húsnæðismálum sem ég hef leitt, sem hefur síðan verið eins konar grunnur að stefnu stjórnvalda hvað varðar húsnæðismálin.“ Stuttur aðdragandi „Þetta átti sér stuttan aðdraganda,“ segir Ragnar Þór aðspurður um hvenær ráðherraembættið hafi verið borið undir sig. Svarið hafi hins vegar verið mjög einfalt, sér í lagi vegna málefnanna sem falla undir ráðuneytið. „Svarið var mjög einfalt og mjög stutt og það var bara já,“ segir hann. „Síðan auðvitað að komast inn í þetta nýja verkefni, sem ég held að verði auðvitað mikil áskorun en ég hlakka mikið til.“
Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Húsnæðismál Leigumarkaður Alþingi Félagsmál Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Sjá meira