Fréttir

Eftir­lýstur náðist á nöglunum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók einstakling í gærkvöldi eða nótt, eftir að hann flúði lögreglumenn sem hugðust sekta hann fyrir notkun nagladekkja. 

Innlent

For­dæmir Snorra harð­lega og segir hann gamal­dags

Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi borgarstjóri, fer hörðum orðum um málflutning Snorra Mássonar, þingmanns Miðflokksins, um málefni hinsegin fólks og segir hann merki um bakslag í réttindabaráttu þeirra.

Innlent

Talíbanar óska eftir að­stoð al­þjóða­sam­fé­lagsins

Mörg hundruð hafa látið lífið vegna jarðskjálfta sem reið yfir Afganistan í gær. Björgunarstörf hafa gengið hægt og erfitt hefur reynst að ná til afskekktra byggða sem urðu illa úti. Talíbanastjórnin þar í landi kallar eftir aðstoð og segir litla hjálp að fá frá alþjóðasamfélaginu.

Erlent

Vél­menni hlaðin sprengi­efnum rífi niður byggingar

Minnst 31 hefur fallið í árásum Ísrael á Gasaströndina í dag á sama tíma og herinn heldur áfram stórsókn sinni í Gasaborg. Samtök sérfræðinga í þjóðarmorði gáfu út í dag að hernaður Ísrael falli undir slíka skilgreiningu.

Erlent

Geti reynst ógn við öryggi allra barna

Talskona Stígamóta telur alvarlegt að Landsréttur hafi ekki fallist á kröfu lögreglu um aðgang að gögnum í síma og tölvu föður sem grunaður er um að hafa brotið kynferðislega á dóttur sinni. Niðurstaðan geti ógnað öryggi allra barna. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir hagsmuni barnsins hafa orðið undir í málinu og rannsókn þess hætt vegna úrskurðarins.

Innlent

Mót­mælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag

Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, andmælti áður frumvarpi til laga sem fól í sér breytingar á almannatryggingakerfinu sem tóku gildi í dag. Í ræðustól Alþingis í júní 2024 sagði hún að Flokkur fólksins myndi aldrei greiða atkvæði með frumvarpinu en í dag sagði hún nýja kerfið betra og sanngjarnara.

Innlent

Leit vegna neyðarsendis frestað

Leit björgunarsveita og Landhelgisgæslunnar að neyðarsendi var frestað síðdegis eftir að hafa ekki borið árangur. Gæslunni barst tilkynning í hádeginu um að heyrst hefði í neyðarsendi og ræsti út þyrlu og björgunarsveitir til leitar.

Innlent

Til­kynnt um hljóð úr neyðar­sendi á flugi yfir Akra­nes

Landhelgisgæslunni barst fyrir hádegi tilkynningu frá flugvél sem var að fljúga yfir Akranes á leið á Keflavíkurflugvöll um að það hafi heyrst í neyðarsendi. Engrar flugvélar eða báts er saknað en Landhelgisgæslan hefur þó kallað út sjóbjörgunarsveitir á vegum Landsbjargar sem eru nú við leit við Akranes. Líklega er um neyðarsendi í eldri bát að ræða. 

Innlent

Ein­faldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga

Formaður Félags geislafræðinga segir tillögur um úrbætur á geislameðferðum á Landspítalanum ekki langtímalausn. Óskiljanlegt sé að eyða eigi fjármagni í skammtímalausnir í stað þess að bæta kjör geislafræðinga. Þá vanti ekki á landinu, þeir kjósi að starfa annars staðar vegna slæmra kjara.

Innlent

Veitur vara við svikaskilaboðum

Veitur vara við svikaskilaboðum þar sem reynt er að hafa fé af viðskiptavinum undir þeim fölsku forsendum að rafmagnsreikningur sé. Vakin er athygli á því í tilkynningu að fyrirtækið sendi aldrei út hlekki þar sem fólk er beðið að skrá inn greiðslukortaupplýsingar. Í umræddum skilaboðum er viðtakandi beðinn að smella á hlekk til að velja raforkusala eða staðfesta þjónustu.

Innlent

Vara við því að Kenne­dy ógni heilsu lands­manna

Níu fyrrverandi forstöðumenn helstu lýðheilsustofnunar Bandaríkjanna undanfarinna tæplega fimmtíu ára vara við því að núverandi heilbrigðisráðherra ógni heilsu landsmanna. Framferði ráðherrans sé fordæmalaust í sögu Bandaríkjanna.

Erlent

Á­kærður fyrir að bera sig í­trekað

Karlmaður hefur verið ákærður fyrir blygðunarsemisbrot gegn þremur konum og kynferðislega áreitni gegn einni, með því að hafa ýmist sýnt konunum kynferðislegt myndefni, berað sig fyrir þeim eða bæði.

Innlent

Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum

Karlmaður hefur verið ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot, með því að hafa flutt inn 2580 stykki af OxyContin. Pillurnar flutti hann inn sem farþegi í flugi til Keflavíkurflugvallar, faldar í sælgætispokum í farangurstösku.

Innlent

„Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrr­verandi ráð­herra

Dómur verður kveðinn upp í dag í máli Henrik Sass Larsen, fyrrverandi viðskiptaráðherra Sósíaldemókrata í Danmörku. Sass Larsen er ákærður fyrir að hafa haft í fórum sínum yfir sex þúsund myndir og tvö þúsund myndbönd af barnaníðsefni. Þar að auki fannst á heimili ráðherrans fyrrverandi dúkka af barni, ætluð til kynferðislegra athafna.

Erlent

Það sé skammtímalausn að lengja opnunar­tíma og senda fólk er­lendis í geisla­með­ferð

Félag geislafræðinga segir það mikil vonbrigði að í tillögum spretthóps um að styrkja geislameðferð á Landspítala hafi ekki verið að finna tillögur um hvernig megi bæta kjör og vinnuaðstæður á geislameðferðardeildinni. Bið eftir geislameðferð vegna krabbameins hefur tvöfaldast síðustu vikur og geislafræðingum fækkað verulega á deildinni síðustu ár. 

Innlent