Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Ófremdarástand er sagt hafa ríkt hjá Ríkisendurskoðun um nokkurt skeið, eða frá því fljótlega eftir að Guðmundur Björgvin Helgason var kjörinn ríkisendurskoðandi af Alþingi. Ítrekað hafi komið upp svokölluð EKKO-mál, sem varða einelti, kynferðislega áreitni, kynbundna áreitni og ofbeldi. Guðmundur Björgvin þvertekur fyrir það og segir starfsandann góðan hjá embættinu. Innlent 27.10.2025 13:01
Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Eigandi dekkjaverkstæðis segist ekki muna eftir öðru eins ástandi og því sem skapaðist í morgun þegar langar biðraðir í dekkjaskipti mynduðust víða. Fréttastofa tók púlsinn á röð við eitt verkstæðið þar sem sumir höfðu beðið í þrjár klukkustundir. Gul veðurviðvörun tekur gildi klukkan sex annað kvöld. Innlent 27.10.2025 12:53
Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins er hættur að veita fasteignalán á breytilegum vöxtum. Framkvæmdastjóri sjóðsins telur hættu á að vextir muni hækka eftir niðurstöðu í vaxtamálinu svokallaða. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum á Bylgjunni. Innlent 27.10.2025 11:46
Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent 27.10.2025 09:49
Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Götumyndin sem nú er óðum að teiknast upp við Álfabakka í Breiðholti sýnir bæði fram á það besta og það versta í arkitektúr nútímans. Þetta segir arkitekt sem leit við í Breiðholti með fréttamanni. Innlent 26.10.2025 21:34
Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Haraldur Ólafsson veðurfræðingur segir að íbúar á höfuðborgarsvæðinu þurfi hugsanlega að moka sig út úr innkeyrslum á þriðjudaginn. Útlit sé fyrir einhverja mestu októbersnjókomu sem sögur fara af, reynist reikningarnir réttir. Innlent 26.10.2025 20:38
Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Brennu - Njáls saga er í miklu uppáhaldi hjá nemendum Hvolsskóla á Hvolsvelli enda lesa allir nemendur 10. bekkjar söguna og halda sérstakan dag, sem opin er öllum þar sem Njálssaga er lesinn og dagskráin brotin upp með söng nemenda. Innlent 26.10.2025 20:06
Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Freigáta breska flotans, HMS Somerset, er komin til hafnar á Akureyri. Heimsóknin er liður í „yfirstandandi aðgerðum Konunglega breska flotans í Norður-Atlantshafi. Innlent 26.10.2025 19:36
Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Lögmaður manns, sem beittur var piparúða í gegnum lúgu á fangaklefa á Akureyri, sveltur í haldi og hótað með rafbyssu á meðan hann var frelsissviptur, segist líta málið grafalvarlegum augum. Lögreglumönnunum sé þó ekki um að kenna. Innlent 26.10.2025 19:00
Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Lögmaður manns, sem beittur var piparúða í gegnum lúgu á fangaklefa á Akureyri, segir skjólstæðing sinn hafa verið sveltan í haldi og hótað með rafbyssu á meðan hann var frelsissviptur. Hann lítur málið alvarlegum augum. Lögreglumönnunum sé þó ekki um að kenna. Rætt er við lögmanninn í kvöldfréttum Sýnar á slaginu 18:30. Innlent 26.10.2025 18:02
Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sendiferðabíll stóð í ljósum logum á Reykjanesbrautinni á þriðja tímanum eftir hádegi í dag. Ökumaðurinn og farþegi rétt sluppu og engan sakaði, að sögn slökkviliðs. Ekki tók langan tíma fyrir eldinn að gleypa ökutækið. Innlent 26.10.2025 16:24
Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja, segist enn eiga eftir að taka ákvörðun hvort, og þá hvar, hún bjóði sig fram í komandi sveitarstjórnarkosningum. Hún segir það aftur á móti úr lausu lofti gripið að hún sækist eftir oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði, eins og hlaðvarpsstjórnendur hafa fullyrt um. Innlent 26.10.2025 14:46
Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Mikilvægt er að varðveita einkaskjöl fólks sem er látið, skjöl félaga og samtaka og skjöl fyrirtækja. Þetta segir yfirskjalavörður Héraðsskjalasafns Árnesinga en safnið fær mikið af skjölum til varðveislu en það tekur við pappírs skjölum, ljósmyndum, hljóðupptökum og myndböndum eins og úr dánarbúum. Innlent 26.10.2025 13:05
Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Maðurinn sem lést vegna voðaskots í uppsveitum Árnessýslu á föstudagskvöld hét Óðinn Másson. Hann var 52 ára og búsettur í Mosfellsbæ. Innlent 26.10.2025 12:24
Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Minningarstund fer fram í Flateyrarkirkju í dag í tilefni þess að þrjátíu ár eru liðin frá því að tuttugu manns létust þar í snjóflóði. Sóknarprestur segir það gefa samfélaginu mikið að finna samhug þjóðarinnar, sorg sé í lofti í bænum í dag. Innlent 26.10.2025 12:02
Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Minningarstund fer fram í Flateyrarkirkju í dag en þrjátíu ár eru liðin frá því að tuttugu manns létust þar í snjóflóði. Sóknarprestur segir það gefa samfélaginu mikið að finna samhug þjóðarinnar, sorg sé í lofti í bænum í dag. Innlent 26.10.2025 11:45
Er enn að vinna úr því að hafa lifað „Mér þykir þetta dálítið skrýtið, að það séu komin þrjátíu ár. Sérstaklega af því að ég er bara að vinna mjög mikið í hlutum sem tengjast þessu,“ segir Sóley Eiríksdóttir, sem var ellefu ára þegar hún lenti í snjóflóðinu á Flateyri. Tuttugu létust í náttúruhamförunum, þeirra á meðal Svana, eldri systir Sóleyjar, og Sólrún Ása, frænka hennar. Innlent 26.10.2025 09:52
Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Sprengisandur er á sínum stað á Bylgjunni í dag en þar fær Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi til sín góða gesti og ræðir við þá samfélagsmálin sem brenna á þjóðinni. Innlent 26.10.2025 09:22
Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Lögregluþjónar í miðbænum stöðvuðu í nótt átta ökumenn vegna gruns um að þeir væru í umferðinni undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Flestum þeirra var sleppt eftir sýnatöku en einn reyndi að stinga lögreglu af. Hann missti þó stjórn á bílnum og endaði utan í vegriði. Innlent 26.10.2025 07:30
Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Ríkið hefur síðustu níu ár greitt rúman 1,5 milljarð í bætur til þolenda ofbeldisbrota. Í fyrra greiddi ríkið um 239 milljónir í bætur til þolenda. Alls berast bótanefnd um 500 umsóknir á ári. Líkamsárásir og kynferðisbrot eru algengustu brotaflokkarnir. Innlent 26.10.2025 07:02
Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Svokölluð pop-up-sala fór fram í Mosfellsbæ í dag á ýmsum varningi tengdum flugfélaginu Play. Innlent 25.10.2025 23:35
Áhugasamir smalahundar á námskeiði Fjárbændur segja ekkert jafnast á við það að eiga góðan smalahund. Þeir sækja nú námskeið þar sem þeir fá kennslu í að leiðbeina ferfætlingunum hvernig þeim ber að vinna vinnuna sína. Innlent 25.10.2025 23:10
Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Eldur kviknaði í rafhlöðu í tengiltvinnbíl á Seltjarnarnesi. Slökkviliðið er á vettvangi. Innlent 25.10.2025 21:38
Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Fasteignasali segir breytingar á lánaframboði gera stærstum hluta væntanlegra kaupenda ókleift að kaupa sér íbúð, þar með talið svo gott sem alla fyrstu kaupendur. Hann kallar eftir því að stjórnvöld bregðist við þegar í stað. Innlent 25.10.2025 19:45
Nánast enginn fái að kaupa íbúð Fasteignasali segir breytingar á lánaframboði gera stærstum hluta væntanlegra kaupenda ókleift að kaupa sér íbúð, þar með talið svo gott sem alla fyrstu kaupendur. Hann kallar eftir því að stjórnvöld bregðist við þegar í stað. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Sýnar á slaginu 18:30. Innlent 25.10.2025 18:00