Erlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Donald Trump kallaði saman ráðherra sína á fund á fimmtudag til að ræða DOGE, sparnaðarstofnun Elons Musk. Upp úr sauð á fundinum milli Musk og ráðherranna Marco Rubio og Sean Duffy. Forsetinn sagði að teymi Musk myndi framvegis aðeins hafa ráðgefandi hlutverk. Erlent 8.3.2025 15:48 Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Tólf eru særðir eftir skotárás á bar í Toronto í Kanada í gærkvöldi. Þriggja manna er enn leitað sem grunaðir eru um árásina. Yfirvöld í Toronto segja sex hafa orðið fyrir skoti en hinir sex slösuðust við það að reyna að flýja eða fengu í sig glerbrot. Erlent 8.3.2025 15:34 Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Lögreglan í Lundúnum hefur girt af svæðið kringum Westminsterhöll eftir að berfættur maður klifraði upp á syllu á Big Ben með Palestínufána. Erlent 8.3.2025 11:35 Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Tveir unglingar hafa verið handteknir í Glasgow grunaðir um að hafa myrt Amen Teklay, fimmtán ára dreng. Erlent 8.3.2025 09:27 Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Ellefu eru látnir og minnst þrjátíu særðir eftir loftárásir Rússa í þorpinu Dobropillia, í austurhluta Úkraínu. Erlent 8.3.2025 08:13 Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Bandaríska sóttvarnarstofnunin (CDC) hyggst rannsaka hvort tengsl séu á milli bóluefna og einhverfu. Það er gert þrátt fyrir margar vísindarannsóknir þar sem engar vísbendingar hafa fundist um slík tengsl. Erlent 7.3.2025 23:43 Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Betsy Arakawa, eiginkona leikarans Gene Hackman, er talin hafa látist viku á undan Hackman. Hún lést vegna sjaldgæfs smitsjúkdóms en hann vegna hjartasjúkdóms. Erlent 7.3.2025 21:52 Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Þrír einstaklingar frá Búlgaríu hafa gerst sekir um njósnir í Bretlandi á vegum Rússa. Þau njósnuðu meðal annars um rannsóknarblaðamenn, fyrrum stjórnmálamenn og bandaríska herstöð í Þýskalandi. Erlent 7.3.2025 21:02 Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, segir að allir pólskir menn muni fá umfangsmikla herþjálfun og að Pólland þurfi að hafa aðgang að háþróuðum vopnum. Þar á meðal kjarnorkuvopnum. Erlent 7.3.2025 15:29 Mannskæð átök í Sýrlandi Umfangsmikil átök hafa átt sér stað í Latakía- og Tartushéruðum í vestanverðu Sýrlandi í gær og í morgun eftir að uppreisnarmenn úr röðum Alavíta, þjóðflokksins sem Bashar al-Assad, fyrrverandi einræðisherra ríkisins, tilheyrir, sátu fyrir öryggissveitum nýrra stjórnvalda. Að minnsta kosti sextán féllu í umsátrinu og margir munu hafa látið lífið í átökum sem fylgdu þar á eftir. Erlent 7.3.2025 14:13 Annað Starship sprakk í loft upp Annað tilraunaskot Starship-geimskips SpaceX í röð misheppnaðist í gærkvöldi. Geimskipið sprakk skömmu eftir geimskotið og dreifðist brakið úr því í háloftunum yfir Flórída og Karíbahafinu þar sem það brann, með tilheyrandi sjónarspili. Erlent 7.3.2025 10:35 Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Rússneskir hermenn skutu í nótt að minnsta kosti 194 drónum og 67 eldflaugum af mismunandi gerðum að skotmörkum í Úkraínu. Árásirnar beindust að mestu að orkuinnviðum og gasvinnslu en Úkraínumenn segjast hafa skotið 34 eldflaugar og hundrað dróna niður. Erlent 7.3.2025 10:00 Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Samtökin Abortion Dream Team opna á morgun þungunarrofsmiðstöð í Varsjá í Póllandi, steinsnar frá þinghúsinu. Þrátt fyrir loforð stjórnvalda er þungunarrof enn bannað í landinu. Erlent 7.3.2025 08:22 Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Röskun hefur orðið á lestarsamgöngum í frönsku höfuðborginni París og langar raðir myndast eftir að ósprungin sprengja frá tímum síðari heimsstyrjaldarinnar fannst við lestarteina í norðurhluta borgarinnar. Erlent 7.3.2025 08:14 Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Læknar í Lundúnum hafa aðstoðað tólf sjúklinga sem þjáðust af langvarandi eftirköstum Covid-19 við að endurheimta lyktar- og bragðskynið. Erlent 7.3.2025 07:21 Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Ráðamenn í Evrópu eru sagðr hafa samþykkt tillögur framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um að auka framlög til varnarmála um 800 milljarða evra. Erlent 7.3.2025 06:52 Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir að hann muni funda á ný með Bandaríkjamönnum í Sádi-Arabíu í næstu viku. Erlent 6.3.2025 23:46 Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Réttarmeinafræðingur telur mögulegt að annað hvort hafi bandaríski stórleikarinn Gene Hackman eða eiginkona hans Betsy Arakawa látist vegna streitu við það að sjá hitt þeirra látið. Erlent 6.3.2025 22:23 Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur frestað tollum á vörur frá Kanada og Mexíkó en einungis tveir dagar eru síðan þeir tóku gildi. Nágrannaríkin svöruðu fyrir sig með sínum eigin tollgjöldum. Erlent 6.3.2025 20:50 Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Ráðamenn í Rússlandi vinna hörðum höndum að því að tryggja sér áframhaldandi notkun á flotastöð sem þeir hafa haft til afnota í Sýrlandi um árabil. Eftir fall ríkisstjórnar Bashars al-Assad hafa Rússar dregið verulega úr viðveru sinni í Sýrlandi en hafa átt í miklum viðræðum við nýja ríkisstjórn landsins og Ahmed al-Sharaa (áður Abu Mohammed al-Jolani), leiðtoga hennar. Erlent 6.3.2025 17:02 Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Caroline Darian, dóttir Dominique og Gisèle Pelicot, hefur kært föður sinn fyrir að hafa byrlað sér og beitt hana kynferðisofbeldi. Erlent 6.3.2025 16:51 Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf PostNord sem er ríkisrekin póstþjónusta Danmerkur mun hætta að bera út bréf í lok árs 2025. Bréfsendingum hefur fækkað um 90% frá aldamótum. Erlent 6.3.2025 16:05 Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Leiðtogar ríkja Evrópusambandsins ætla í umfangsmikla hernaðaruppbyggingu á næstu árum. Stíft er fundað um varnarmál í Brussel þessa dagana en í dag fer fram leiðtogafundur þar sem þeir ræða auknar fjárveitingar til varnarmála og uppbyggingu hergagnaframleiðslu í Evrópu. Erlent 6.3.2025 14:44 Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, segir ummæli Marcos Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, um að innrás Rússa í Úkraínu sé leppastríð milli Bandaríkjanna og Rússlands, vera alfarið í takt við viðhorfa yfirvalda í Kreml og sérstaklega í takt við viðhorf Pútíns. Þessu hefðu Rússar ítrekað haldið fram. Erlent 6.3.2025 12:37 Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Vísindamenn hafa uppgötvað áður óþekkta virkni ónæmiskerfisins, sem sérfræðingar segja mögulega „gullnámu“ nýrra sýklalyfja. Erlent 6.3.2025 10:20 Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Phil Goff, sendiherra Nýja-Sjálands á Bretlandi, hefur verið látinn taka pokann sinn eftir að hann gerði lítið úr sögukunnáttu Donald Trump Bandaríkjaforseta. Erlent 6.3.2025 08:18 Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Stjórnvöld í Kína segjast munu „berjast til hins síðasta“ við Bandaríkin, hvort sem er í tollastríði eða öðru stríði. Þau segja stjórnvöld vestanhafs hafa misreiknað sig þegar þau ákváðu að hækka tolla á vörur frá Kína. Erlent 6.3.2025 06:58 „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Donald Trump Bandaríkjaforseti setur íbúum Gaza-svæðisins og Hamas-liðum afarkosti í nýrri færslu á hans eigin samfélagsmiðli Truth Social. Hann vill að ísraelskum gíslum, sem eru í haldi Hamas, verði sleppt og það strax, annars bíði þeirra dauðinn. Erlent 5.3.2025 23:46 Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Emmanuel Macron Frakklandsforseti segir þjóð sína verða að átta sig á sérstakri stöðu sinni þar sem hún búi bæði yfir kjarnorkuvopnum og skilvirkasta og best vígbúna her Evrópu. Erlent 5.3.2025 22:29 Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Arabaríkin samþykktu á neyðarfundi í Kaíró í Egyptalandi í gær áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu á Gasa. Um er að ræða svar Arababandalagsins við yfirlýsingum Donald Trump Bandaríkjaforseta um yfirtöku á svæðinu. Erlent 5.3.2025 13:15 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 … 334 ›
Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Donald Trump kallaði saman ráðherra sína á fund á fimmtudag til að ræða DOGE, sparnaðarstofnun Elons Musk. Upp úr sauð á fundinum milli Musk og ráðherranna Marco Rubio og Sean Duffy. Forsetinn sagði að teymi Musk myndi framvegis aðeins hafa ráðgefandi hlutverk. Erlent 8.3.2025 15:48
Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Tólf eru særðir eftir skotárás á bar í Toronto í Kanada í gærkvöldi. Þriggja manna er enn leitað sem grunaðir eru um árásina. Yfirvöld í Toronto segja sex hafa orðið fyrir skoti en hinir sex slösuðust við það að reyna að flýja eða fengu í sig glerbrot. Erlent 8.3.2025 15:34
Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Lögreglan í Lundúnum hefur girt af svæðið kringum Westminsterhöll eftir að berfættur maður klifraði upp á syllu á Big Ben með Palestínufána. Erlent 8.3.2025 11:35
Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Tveir unglingar hafa verið handteknir í Glasgow grunaðir um að hafa myrt Amen Teklay, fimmtán ára dreng. Erlent 8.3.2025 09:27
Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Ellefu eru látnir og minnst þrjátíu særðir eftir loftárásir Rússa í þorpinu Dobropillia, í austurhluta Úkraínu. Erlent 8.3.2025 08:13
Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Bandaríska sóttvarnarstofnunin (CDC) hyggst rannsaka hvort tengsl séu á milli bóluefna og einhverfu. Það er gert þrátt fyrir margar vísindarannsóknir þar sem engar vísbendingar hafa fundist um slík tengsl. Erlent 7.3.2025 23:43
Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Betsy Arakawa, eiginkona leikarans Gene Hackman, er talin hafa látist viku á undan Hackman. Hún lést vegna sjaldgæfs smitsjúkdóms en hann vegna hjartasjúkdóms. Erlent 7.3.2025 21:52
Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Þrír einstaklingar frá Búlgaríu hafa gerst sekir um njósnir í Bretlandi á vegum Rússa. Þau njósnuðu meðal annars um rannsóknarblaðamenn, fyrrum stjórnmálamenn og bandaríska herstöð í Þýskalandi. Erlent 7.3.2025 21:02
Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, segir að allir pólskir menn muni fá umfangsmikla herþjálfun og að Pólland þurfi að hafa aðgang að háþróuðum vopnum. Þar á meðal kjarnorkuvopnum. Erlent 7.3.2025 15:29
Mannskæð átök í Sýrlandi Umfangsmikil átök hafa átt sér stað í Latakía- og Tartushéruðum í vestanverðu Sýrlandi í gær og í morgun eftir að uppreisnarmenn úr röðum Alavíta, þjóðflokksins sem Bashar al-Assad, fyrrverandi einræðisherra ríkisins, tilheyrir, sátu fyrir öryggissveitum nýrra stjórnvalda. Að minnsta kosti sextán féllu í umsátrinu og margir munu hafa látið lífið í átökum sem fylgdu þar á eftir. Erlent 7.3.2025 14:13
Annað Starship sprakk í loft upp Annað tilraunaskot Starship-geimskips SpaceX í röð misheppnaðist í gærkvöldi. Geimskipið sprakk skömmu eftir geimskotið og dreifðist brakið úr því í háloftunum yfir Flórída og Karíbahafinu þar sem það brann, með tilheyrandi sjónarspili. Erlent 7.3.2025 10:35
Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Rússneskir hermenn skutu í nótt að minnsta kosti 194 drónum og 67 eldflaugum af mismunandi gerðum að skotmörkum í Úkraínu. Árásirnar beindust að mestu að orkuinnviðum og gasvinnslu en Úkraínumenn segjast hafa skotið 34 eldflaugar og hundrað dróna niður. Erlent 7.3.2025 10:00
Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Samtökin Abortion Dream Team opna á morgun þungunarrofsmiðstöð í Varsjá í Póllandi, steinsnar frá þinghúsinu. Þrátt fyrir loforð stjórnvalda er þungunarrof enn bannað í landinu. Erlent 7.3.2025 08:22
Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Röskun hefur orðið á lestarsamgöngum í frönsku höfuðborginni París og langar raðir myndast eftir að ósprungin sprengja frá tímum síðari heimsstyrjaldarinnar fannst við lestarteina í norðurhluta borgarinnar. Erlent 7.3.2025 08:14
Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Læknar í Lundúnum hafa aðstoðað tólf sjúklinga sem þjáðust af langvarandi eftirköstum Covid-19 við að endurheimta lyktar- og bragðskynið. Erlent 7.3.2025 07:21
Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Ráðamenn í Evrópu eru sagðr hafa samþykkt tillögur framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um að auka framlög til varnarmála um 800 milljarða evra. Erlent 7.3.2025 06:52
Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir að hann muni funda á ný með Bandaríkjamönnum í Sádi-Arabíu í næstu viku. Erlent 6.3.2025 23:46
Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Réttarmeinafræðingur telur mögulegt að annað hvort hafi bandaríski stórleikarinn Gene Hackman eða eiginkona hans Betsy Arakawa látist vegna streitu við það að sjá hitt þeirra látið. Erlent 6.3.2025 22:23
Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur frestað tollum á vörur frá Kanada og Mexíkó en einungis tveir dagar eru síðan þeir tóku gildi. Nágrannaríkin svöruðu fyrir sig með sínum eigin tollgjöldum. Erlent 6.3.2025 20:50
Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Ráðamenn í Rússlandi vinna hörðum höndum að því að tryggja sér áframhaldandi notkun á flotastöð sem þeir hafa haft til afnota í Sýrlandi um árabil. Eftir fall ríkisstjórnar Bashars al-Assad hafa Rússar dregið verulega úr viðveru sinni í Sýrlandi en hafa átt í miklum viðræðum við nýja ríkisstjórn landsins og Ahmed al-Sharaa (áður Abu Mohammed al-Jolani), leiðtoga hennar. Erlent 6.3.2025 17:02
Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Caroline Darian, dóttir Dominique og Gisèle Pelicot, hefur kært föður sinn fyrir að hafa byrlað sér og beitt hana kynferðisofbeldi. Erlent 6.3.2025 16:51
Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf PostNord sem er ríkisrekin póstþjónusta Danmerkur mun hætta að bera út bréf í lok árs 2025. Bréfsendingum hefur fækkað um 90% frá aldamótum. Erlent 6.3.2025 16:05
Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Leiðtogar ríkja Evrópusambandsins ætla í umfangsmikla hernaðaruppbyggingu á næstu árum. Stíft er fundað um varnarmál í Brussel þessa dagana en í dag fer fram leiðtogafundur þar sem þeir ræða auknar fjárveitingar til varnarmála og uppbyggingu hergagnaframleiðslu í Evrópu. Erlent 6.3.2025 14:44
Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, segir ummæli Marcos Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, um að innrás Rússa í Úkraínu sé leppastríð milli Bandaríkjanna og Rússlands, vera alfarið í takt við viðhorfa yfirvalda í Kreml og sérstaklega í takt við viðhorf Pútíns. Þessu hefðu Rússar ítrekað haldið fram. Erlent 6.3.2025 12:37
Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Vísindamenn hafa uppgötvað áður óþekkta virkni ónæmiskerfisins, sem sérfræðingar segja mögulega „gullnámu“ nýrra sýklalyfja. Erlent 6.3.2025 10:20
Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Phil Goff, sendiherra Nýja-Sjálands á Bretlandi, hefur verið látinn taka pokann sinn eftir að hann gerði lítið úr sögukunnáttu Donald Trump Bandaríkjaforseta. Erlent 6.3.2025 08:18
Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Stjórnvöld í Kína segjast munu „berjast til hins síðasta“ við Bandaríkin, hvort sem er í tollastríði eða öðru stríði. Þau segja stjórnvöld vestanhafs hafa misreiknað sig þegar þau ákváðu að hækka tolla á vörur frá Kína. Erlent 6.3.2025 06:58
„Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Donald Trump Bandaríkjaforseti setur íbúum Gaza-svæðisins og Hamas-liðum afarkosti í nýrri færslu á hans eigin samfélagsmiðli Truth Social. Hann vill að ísraelskum gíslum, sem eru í haldi Hamas, verði sleppt og það strax, annars bíði þeirra dauðinn. Erlent 5.3.2025 23:46
Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Emmanuel Macron Frakklandsforseti segir þjóð sína verða að átta sig á sérstakri stöðu sinni þar sem hún búi bæði yfir kjarnorkuvopnum og skilvirkasta og best vígbúna her Evrópu. Erlent 5.3.2025 22:29
Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Arabaríkin samþykktu á neyðarfundi í Kaíró í Egyptalandi í gær áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu á Gasa. Um er að ræða svar Arababandalagsins við yfirlýsingum Donald Trump Bandaríkjaforseta um yfirtöku á svæðinu. Erlent 5.3.2025 13:15