Íslenski boltinn

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Stjarnan - FH 3-4 | FH endur­heimti annað sætið

FH sigraði Stjörnuna 3-4 í frábærum knattspyrnuleik á Samsungvellinum í Garðabænum í kvöld. FH liðið var mun sterkari aðilinn í leiknum og sigurinn sanngjarn, en torsóttur var hann gegn öflugum Stjörnukonum sem hefur svo sannarlega vaxið ásmegin eftir því sem á tímabilið hefur liðið.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Arf­taki Heimis fundinn: „Alltaf á­hætta að gera breytingar“

„Við erum búnir að ráða þjálfara en það verður væntanlega ekki tilkynnt fyrr en í lok október,“ segir Davíð Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá FH. Hann viðurkennir að það sé áhætta að segja aftur skilið við þjálfarann Heimi Guðjónsson en segir Heimi hafa tekið þeirri ákvörðun af fagmennsku.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Það er allt mögu­legt“

Þróttur kom í veg fyrir að Breiðablik myndi tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í kvöld á AVIS-vellinum. Leiknum lauk með 3-2 sigri Þróttar sem styrkir stöðu sína í baráttunni um Evrópusæti.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Heimir yfir­gefur FH að tíma­bilinu loknu

Heimir Guðjónsson mun hætta sem þjálfari FH þegar tímabilinu í Bestu deild karla í fótbolta lýkur. Frá þessu greinir félagið á samfélagsmiðlum sínum nú í kvöld, þriðjudag. Samningur Heimis rennur út að tímabilinu loknu og hefur verið ákveðið að framlengja hann ekki.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Fengu nóg af skeytingar­leysi og mis­munun

Allir leikmenn kvennaliðs ÍR í fótbolta eru hættir hjá liðinu. Þær hafi fengið nóg af sinnuleysi og virðingarleysi stjórnenda þess í sinn garð og kornið sem fyllti mælinn var þegar metnaðarfullir þjálfarar liðsins voru reknir.

Íslenski boltinn