Viðskipti

Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur

Mikill meirihluti sérfræðinga hjá ríkinu sjá tækifæri til hagræðingar á sínum vinnustað.  Flestir sjá tækifæri til hagræðingar í tæknivæðingu eða nútímaferlum. Þá segja mörg að ríkið greiði of mikið fyrir vörur og þjónustu og að aðkeypt þjónusta sé algeng þó að það megi nýta mannauð innanhúss. Þetta kemur fram í könnun sem stéttarfélagið Viska framkvæmdi meðal félagsfólks sem eru sérfræðingar hjá ríkinu. 

Viðskipti innlent

Hætta rekstri Súfistans í Hafnar­firði

Rekstri kaffihússins Súfistans í Strandgötu í Hafnarfirði verður hætt á föstudaginn. Kaffihúsið var stofnað árið 1994 af hjónunum Birgi Finnbogasyni og Hrafnhildi Blomsterberg og hefur verið rekið af þeim og fjölskyldu þeirra frá upphafi.

Viðskipti innlent

Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur

Hlutabréfaverð augnlyfjafélagsins Oculis hækkaði langmest allra félaga í Kauphöllinni í dag, um 13,79 prósent. Veltan með bréf í félaginu var sömuleiðis sú langmesta í dag, 2,2 milljarðar króna. Það sem af er ári hefur verðið hækkað um 34 prósent og frá skráningu á markað hérlendis í apríl síðastliðnum hefur það hækkað um 95 prósent.

Viðskipti innlent

Þóra kveður Stöð 2

Þóra Björg Clausen hefur sagt upp störfum sem dagskrárstjóri Stöðvar 2. Hún hefur starfað hjá Sýn í tíu ár og segir ákvörðunina ekki auðvelda. 

Viðskipti innlent

Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences

Klara Sveinsdóttir hefur verið ráðin sem rekstrarstjóri líftæknifyrirtækisins Arterna Biosciences. Klara kemur til Arterna Biosciences frá Kerecis en þar hefur hún starfað frá árinu 2018 og haldið utan um nokkrar lykildeildir hjá félaginu á miklum vaxtartímum.

Viðskipti innlent

Lík­leg tölvuárás á Toyota

Tölvukerfi Toyota á Íslandi liggja niðri en talið er að árás hafi verið gerð á kerfin aðfaranótt mánudags. Unnið er að viðbrögðum í samvinnu við sérfræðinga á þessu sviði.

Viðskipti innlent

Bóndi í Borgar­firði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kíló­metra

Á vormánuðum 2024 hafði Jómundur Ólason, sauðfjárbóndi í Borgarfirði, samband við bílaumboðið Heklu vegna Skoda Octavia bíls sem konan hans hafði keypt nýjan árið 2003. Kílómetramælir bílsins var að nálgast 1.000.000 kílómetra og var Jómundur að velta fyrir sér hvort mælirinn myndi fara aftur í núll eða hvort hann færi einfaldlega ekki lengra en í 999.999 því mælirinn er einungis með sex tölureiti.

Samstarf

Fluttur til Austin vegna út­rásar súkku­laðis­mjörsins

Íslenska súkkulaðismjörið frá Good Good er nú í fyrsta sinn vinsælla en Nutella, á Íslandi. Þá er smyrjan frá Good Good annað vinsælasta súkkulaðismjörið í Bandaríkjunum. Þetta má lesa úr gögnum frá Nielsen og SPINS sem sinna markaðsrannsóknum, hið fyrrnefnda á Íslandi og það síðarnefnda í Bandaríkjunum.

Viðskipti innlent