Enski boltinn

Ron­aldo vildi Maguire á bekkinn

The Athletic hefur greint frá því að Cristiano Ronaldo, ásamt nokkrum öðrum leikmönnum Manchester United, hafi fundað með þáverandi þjálfari Ralf Rangnick til að finna lausnir á slakri spilamennsku liðsins. Ronaldo stakk upp á því að setja Harry Maguire, fyrirliða liðsins, á varamannabekkinn.

Enski boltinn

Arteta súr að hafa ekki skorað fjögur eða fimm

„Ég er mjög ánægður með sigurinn, það er svo erfitt að vinna leiki í þessari deild,“ sagði sigurreifur Mikel Arteta eftir að Arsenal vann sinn fimmta leik í röð í kvöld. Liðið er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með fullt hús stiga.

Enski boltinn

City að fá stærðfræðiséní í vörnina

Manchester City er við það að ganga frá kaupum á svissneska miðverðinum Manuel Akanji frá Borussia Dortmund. Hann verður þá annar leikmaðurinn sem fer þá leið í sumar á eftir Norðmanninum Erling Braut Haaland.

Enski boltinn

Tuchel: „Þarf ekki mikið til að vinna okkur“

Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea, var sár og svekktur eftir 2-1 tap liðsins gegn Southampton í fimmtu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í kvöld. Hann segir að liðið eigi erfitt með einbeitingu og að önnur lið þurfi ekki að gera mikið til að vinna Chelsea eins og staðan er núna.

Enski boltinn