Enski boltinn

Birti ógeðsleg skilaboð frá íslenskum strák

Danski miðvörðurinn Joachim Andersen fékk hundruð hatursfullra skilaboða frá stuðningsmönnum Liverpool eftir viðskipti sín við Darwin Núnez í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gærkvöld. Hann birti nokkur skilaboð, þar á meðal ein frá íslenskum táningi.

Enski boltinn

Segja Ron­aldo vera til sölu | Auba­mey­ang gæti leyst hann af hólmi

Breska ríkisútvarpið heldur því fram að Cristiano Ronaldo gæti yfirgefið Manchester United áður en félagaskiptaglugginn lokar þann 1. september næstkomandi. Útvarpsstöðin TalkSport tekur í sama streng og segir leikmanninn vera til sölu. Þá greinir Sky Sports frá því að Man United gæti sótt Pierre-Emerick Aubameyang til að leysa hann af hólmi.

Enski boltinn

„Þetta er hræðileg byrjun hjá Liverpool“

Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool og sérfræðingur hjá Sky Sports í Bretlandi, fer ekki í grafgötur með það að félagið er í erfiðri stöðu í ensku úrvalsdeildinni. Manchester City, sem hefur keppt við félagið um titilinn síðustu ár, er strax komið með fjögurra stiga forskot á þá rauðklæddu.

Enski boltinn

Arteta: Aldrei upplifað annað eins

Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, hrósaði stuðningsmönnum liðsins í hástert eftir 4-2 sigur Arsenal á Leicester í ensku úrvalsdeildinni í gær. Leikurinn var fyrsti leikur Arsenal á heimavelli á þessu leiktímabili.

Enski boltinn

Gerrard hafði betur gegn Lampard

Steven Gerrard, knattspyrnustjóri Aston Villa, er kominn með liðið sitt aftur á sigurbraut eftir að Villa tapaði gegn nýliðum Bournemouth í fyrstu umferð. Í dag hafði Gerrard og hans menn betur gegn lærisveinum Frank Lampard í Everton með 2-1 sigri.

Enski boltinn