Enski boltinn

Aftur tapar Arsenal

Baráttan um fjórða sætið í ensku úrvalsdeildinni er galopin eftir að Brighton gerði sér lítið fyrir og sigraði Arsenal á Emirates vellinum í dag, 1-2.

Enski boltinn

Klopp: Engar líkur á því að Haaland komi til Liverpool

Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur neitað þeim sögusögnum að norski framherjinn Erling Braut Haaland sé á leiðinni til í Liverpool í sumar. Haaland verður að öllum líkindum á faraldsfæti frá Dortmund í sumar en hann hefur verið orðaður við öll helstu stórlið Evrópu undanfarið.

Enski boltinn

United slapp með skrekkin gegn Leicester

Manchester United og Leicester skiptu stigunum á milli sín er liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Lokatölur á Old Trafford urðu 1-1, en United þarf á stigum að halda í baráttunni um Meistaradeildarsæti.

Enski boltinn

Ó­trú­legur sigur Brent­ford á Brúnni

Brentford vann ótrúlegan 4-1 útisigur á Chelsea er liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í dag. Heimamenn komust yfir snemma í síðari hálfleik en gestirnir svöruðu með fjórum mörkum og unnu magnaðan sigur.

Enski boltinn

Hrósaði Wat­ford og sagði úr­slitin skipta mestu máli

„Þetta var nákvæmlega eins leikur og við bjuggumst við. Ég ætla ekki að fara greina leikinn þar sem ég hef ekki áhuga á því. Við þurfum að komast í gegnum þetta,“ sagði Jürgen Klopp eftir 2-0 sigur sinna manna gegn Watford í dag. Var þetta tíundi sigur liðsins í röð.

Enski boltinn

Jón Daði kom inn af bekknum og bjargaði stigi

Jón Daði Böðvarsson er heldur betur að finna sig vel hjá Bolton Wanderers. Hann sneri til baka úr landsleikjahléinu og hóf leik dagsins gegn Wigan Athletic á bekknum. Hann kom inn af bekknum í síðari hálfleik og skoraði jöfnunarmark gestanna í 1-1 jafntefli.

Enski boltinn