Fastir pennar

Opnið augun

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Á Íslandi þrífst skipulögð glæpastarfsemi. Það er staðreynd, sem ekki þarf lengur að deila um. Í fréttaskýringu í helgarblaði Fréttablaðsins var fjallað um þann heim, sem hér er orðinn til, þar sem konum er haldið í kynlífsþrælkun, fólk er ánauðugt í vinnu, menn eru fluttir til Íslands gagngert til að brjóta af sér, fórnarlömbum og hugsanlegum vitnum er hótað og grófu ofbeldi er beitt.

Fastir pennar

Grikklandsfárið

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Grikkland er á hausnum. Það eru ekki nýjar fréttir. Grikkland hefur oft áður verið á hausnum. Hins vegar er látið í það skína í umræðum hér á Íslandi að í þetta sinn séu örlög Grikkja því að kenna að þeir tóku upp evruna. Ef þeir væru svo heppnir að hafa sinn gamla gjaldmiðil, drökmuna, væru þeir á leið út úr kreppunni, svona eins og Íslendingar, sem eru svo heppnir að hafa krónuna. Þess í stað verði þeir nú að sæta því að Evrópusambandið kúgi þá til að skera niður ríkisútgjöld og lækka laun opinberra starfsmanna. Þannig sé Grikkland Íslandi víti til varnaðar.

Fastir pennar

Hver stingur hausnum út?

Þorsteinn Pálsson skrifar

Eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna um icesave velta menn því helst fyrir sér hvenær Ögmundur Jónasson verður ráðherra að nýju. Hitt sýnist þó vera brýnna að finna þann flöt sem nota má til að leysa það viðfangsefni sem þjóðaratkvæðagreiðslan gerði ekki.

Fastir pennar

Góðum verkum haldið á lofti

Steinunn Stefánsdóttir skrifar

Oft er því haldið fram að í hraða nútímasamfélagsins gefist lítill tími til að huga að náunganum. Vissulega er samfélagið gerbreytt frá því sem var, jafnvel fyrir aðeins hálfri öld þegar mun stærri hluti daglegs lífs kvenna og barna fór fram inni á heimilinu. Stuðningur við þá samborgara sem á liðsinni þurfti að halda var þá að langstærstum hluta í höndum heimavinnandi kvenna.

Fastir pennar

Óvissuferð

Óli Kristján Ármannsson skrifar

Átök verða styrkist krónan ekki um fjórðung til fimmtung. Þetta voru skilaboð Alþýðusambandsins þegar nýverið var kynnt fremur dökk hagspá. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, sagði að stjórnvöld og Seðlabanki þyrftu að skilja að án slíkrar styrkingar yrðu horfur á atvinnumarkaði ekki bjartar.

Fastir pennar

Í minningu Valtýs

Þorvaldur Gylfason skrifar

Tveir stjórnmálamenn áttu mestan þátt í að ryðja Íslandi braut inn í nútímann, og fór þó hvorugur þeirra með framkvæmdarvald. Báðir sátu þeir lengi á Alþingi, en þingið var samt ekki helzti vettvangur þeirra, heldur

Fastir pennar

Dæmt fyrir mansal í fyrsta sinn

Steinunn Stefánsdóttir skrifar

Daginn sem konur tileinkuðu 8. mars baráttu sinni fyrir jafnrétti kynjanna í hundraðasta sinn féll tímamótadómur í Héraðsdómi Reykjaness. Í fyrsta sinn hér á landi hlutu menn dóma fyrir mansal þegar fimm Litháar fengu hver fimm ára dóm fyrir mansal. Þar með hefur verið staðfest í fyrsta sinn fyrir dómi á Íslandi að hér eigi sér stað mansal, tæpu ári eftir að ríkisstjórn Íslands samþykkti aðgerðaáætlun sína gegn mansali.

Fastir pennar

Kosið um kvóta?

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Ummæli Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra í Fréttablaðinu í gær, um að næsta þjóðaratkvæðagreiðsla geti farið fram um

Fastir pennar

Þarfur og óþarfur iðnaður

Sverrir Jakobsson skrifar

Það er skiljanlegt að á krepputímum sé uppi rík krafa um sparnað og hagræðingu í rekstri ríkisins. Þó má vitaskuld ekki spara brýnustu nauðsynjar eins og t.d. að halda 300 milljóna króna atkvæðagreiðslu þar sem búið er að draga annan valmöguleikann tilbaka.

Fastir pennar

Þrír kostir

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar um Icesave-lögin á laugardag koma ekki á óvart. Miðað við að í raun var kosturinn já ekki lengur í boði og betri niðurstaða var í boði en sú, sem Alþingi samþykkti í desember, blasti við að langflestir hlytu að segja nei.

Fastir pennar

Tímamót í jafnréttismálum

Steinunn Stefánsdóttir skrifar

Hlutfall kynja í stjórnum hlutafélaga og einkahlutafélaga var bundið í lög nú í vikunni. Samkvæmt lögunum nýju verður einnig skylt að gæta að kynjahlutföllum við ráðningu framkvæmdastjóra fyrirtækja, og tilkynna um hvort tveggja, kynjahlutfall stjórnarmanna og framkvæmdastjóra, til Hlutafélagaskrár.

Fastir pennar

Fleygurinn

Þorsteinn Pálsson skrifar

Stærsta pólitíska málið sem komið hefur til kasta Alþingis í ár var rætt í vikunni. Umræðan tók eina klukkustund. Enginn ráðherra og engir þingmenn stjórnarflokkanna tóku þátt í henni. Þetta segir sína sögu um þá pólitísku kreppu sem er eins og Þrándur í Götu fyrir endurreisn efnahagslífsins.

Fastir pennar

Þjóðaratkvæði um óskýra kosti

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Enginn vafi leikur lengur á að Íslendingar ganga á morgun til þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave-lögin. Undanfarin ár hefur því sjónarmiði vaxið mjög fylgi, að ástæða sé til að nota beint og milliliðalaust lýðræði í auknum mæli á Íslandi.

Fastir pennar

Réttarríkið í prófi

Þorvaldur Gylfason skrifar

Eftir hrun fyrir hálfu öðru ári taldi Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS), að Ísland hefði skilyrði til að rífa sig upp úr öldudalnum á tveim til þrem árum. Vegna hrunsins þurftu erlendir kröfuhafar að afskrifa skuldir gömlu bankanna um fjárhæð, sem nam fimmföldu umfangi hagkerfisins, auk mikils fjártjóns Íslendinga sjálfra, sem var talið nema um tvöföldu umfangi hagkerfisins til viðbótar.

Fastir pennar

Alvöru Ríkisútvarp

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Víðar en á Íslandi er deilt um hvernig eigi að verja takmörkuðum peningum, sem skattgreiðendur leggja til reksturs ríkisútvarps. Þessa dagana blæs um móður alls almannaútvarps, BBC á Bretlandi, vegna tillagna stjórnar fyrirtækisins um róttækar breytingar á starfseminni.

Fastir pennar

Að missa spón úr aski sínum

Óli Kristján Ármannsson skrifar

Bændasamtökin leggjast gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu. Þetta gera þau áður en fyrir liggur aðildarsamningur til að leggja fyrir þjóðina.

Fastir pennar

Barónessan

Einar Már Jónsson skrifar

Ekki var laust við að Frakkar móðguðust fyrir sína hönd og Zapateros, forsætisráðherra Spánar, þegar tilkynnt var að Barack Obama Bandaríkjaforseti ætlaði að heiðra einhverja mikla Evrópumessu í Madrid í vor með fjarveru sinni.

Fastir pennar

Börn sem verða fyrir mismunun

Steinunn Stefánsdóttir skrifar

Tannlæknar og tannréttingasérfræðingar eru ekki hluti af sjúkratryggingakerfinu á sama hátt og aðrir læknar. Þetta veldur ýmsum vanda, meðal annars þeim að tannheilsa fólks, bæði fullorðinna og barna, er að einhverju leyti undir efnahag komin.

Fastir pennar

Þjóðaratkvæði um stjórnleysi

Þorsteinn Pálsson skrifar

Eftir að Icesave hefur enn steytt á skeri blasir þjóðaratkvæði við. Þegar mál eru lögð fyrir þjóðina þarf það að gerast með þeim hætti að hún hafi úrslitavald um það á hvern veg þau eru til lykta leidd. Kjósendur eiga að ljúka deilu hvort sem þeir segja já eða nei.

Fastir pennar

Valdið er fólksins

Óli Kristján Ármannsson skrifar

Sjónarmið í þá veru að í íslensk stjórnmál skorti sterkan leiðtoga skjóta reglulega upp kollinum í almennri umræðu, þótt vera kunni að þau séu algengari úr einum ranni stjórnmálanna en öðrum.

Fastir pennar

Kreddur gegn atvinnu

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Viðbrögð tveggja talsmanna ríkisstjórnarinnar í heilbrigðismálum við áformum um að reka einkasjúkrahús í gamla herspítalanum á Keflavíkurflugvelli hljóta að vekja spurningar um hvort ríkisstjórninni sé alvara þegar hún segist vilja skapa atvinnu í landinu.

Fastir pennar

Ósamræmd próf

Pawel Bartoszek skrifar

Í vikunni mátti lesa fréttir þess efnis að hverfisskólarnir væru að koma aftur samkvæmt nýjum innritunarreglum fyrir framhaldsskólana, en samkvæmt þeim þurfa skólarnir að taka in 45% af nemendum úr skólum sem liggja í grenndinni. Hér er um að ræða óþarfa skerðingu á valfrelsi nemenda auk þess sem verið er að skekkja samkeppni bæði á milli nemendanna og framhaldsskólanna sjálfra.

Fastir pennar

Þrettán lönd á fleygiferð

Þorvaldur Gylfason skrifar

Hvaða lönd hafa náð mestum árangri í efnahagsmálum frá 1950? Sé miðað við hagkerfi, sem hafa vaxið um sjö prósent á ári eða meira í aldarfjórðung eða lengur, fylla þrettán lönd þennan flokk. Hagkerfi, sem vex um sjö prósent á ári, tvöfaldar framleiðslu sína á tíu ára fresti eða þar um bil.

Fastir pennar

Doði og aðgerðarleysi

Margrét Kristmannsdóttir skrifar

Mikið óskaplega er íslenskt samfélag að verða leiðinlegt! Reiðin, pirringurinn, doðinn og meðvirknin tröllríður öllu og jákvæð umræða og fréttir komast vart að. Þeir Íslendingar sem nú ferðast að nýju til útlanda segja margir að það sé ekki eingöngu til að komast í betra loftslag heldur ekki síður til að komast burt frá landinu - komast burt frá neikvæðninni og andleysinu sem liggur eins og mara á þjóðinni.

Fastir pennar

Traust og gegnsæi

Steinunn Stefánsdóttir skrifar

Gegnsæi og traust hefur verið rauður þráður í kröfu íslensks almennings um betra samfélag, framtíðarsýn um það samfélag sem hér verður reist á rústum þess sem féll.

Fastir pennar

Krónuskatturinn

Jón Kaldal skrifar

Nú er svo komið að varla er rætt um gjaldmiðil landsins öðruvísi en í félagsskap við orðin bönn og höft. Á Alþingi í gær viðraði til dæmis Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, þá hugmynd að ef til vill væri orðið tímabært að banna sveitarfélögum að taka lán í annarri mynt en í íslenskum krónum.

Fastir pennar

Nú þarf startkapla

Jón Sigurðsson skrifar

Samtök atvinnulífsins hafa látið frá sér fara myndarlegt yfirlit um tillögur sínar til endurreisnar í íslensku atvinnulífi og efnahag þjóðarinnar. Mikil vinna liggur greinilega að baki þessum viðamiklu tillögum sem hafa það að markmiði að vísa þjóðinni leið til endurreisnar, kröftugs atvinnulífs og bættra lífskjara. Auðvitað verða skiptar skoðanir um ýmislegt í þessum tillögum SA, en viðleitnin er mjög jákvæð.

Fastir pennar

Vúddú

Einar Már Jónsson skrifar

Franskir blaðamenn, sem eru öllum hnútum kunnugir, sögðu nýlega frá því í fréttum að eftir jarðskjálftann í Haítí hafi vúddú-særingar, sem þar eru landlægar, mjög svo færst í aukana. Einn þeirra hafði viðtal við „hougan" nokkurn, en svo eru vúddú-prestar nefndir þar í landi, sem taldi augljóst að andarnir hefðu vitað fyrir um hamfarirnar. Viku fyrir þær hefði hann haldið mikla serimoníu með bænasöng og bumbuslætti ásamt með fleiri prestum í „potomitan" eða hofi, og þá hefðu andarnir að vísu mætt eins og búist var við en verið eitthvað undarlegir, hvorki viljað borða né tala heldur einungis grátið. Jafnvel guðinn Ogou, sem er venjulega svo kátur og reifur, hefði ekki sagt eitt aukatekið orð. Greinilegt var að eitthvað skelfilegt var í aðsigi, þótt menn skildu það ekki þá. Öll þessi guðfræði er hvítum Vesturlandabúum framandi, en hins vegar þekkja þeir aðra hlið á vúddú-kukli, - neikvæðu hliðina þegar særingamenn búa til dúkku af fjandmanni sínum og stinga í hana nálum til að ljósta hann sjálfan einhverjum kaunum og pestum. Dúkkur af því tagi hafa jafnvel verið til sölu í verslunum í París, m.a. í líki Sarkozys, og fylgja nálarnar með.

Fastir pennar