Fastir pennar

Fegurðarsamkeppni í fréttamennsku

Illugi Jökulsson skrifar

Í hvert einasta sinn sem þessir ríkisstjórnarflokkar sýna vald sitt með þessum hætti – þá heldur maður að nú hljóti þeim sjálfum að hafa blöskrað – nú hljóti að vera komið nóg – þetta geti ekki gengið svona endalaust. Valdníðslan – fyrirlitningin. En það er greinilega aldrei komið nóg – hver ótrúlega mannaráðningin eftir aðra – öll þessi ár – það þyrfti reyndar að fara að taka það saman – Hæstarétt, Ríkisútvarpið, umboðsmann barna – æ, ég hef ekki geð í mér til að halda því áfram.

Fastir pennar

Borg fyrir bíla

Verkfræðingarnir íslensku sátu opinmynntir og hlustuðu á þennan kunna sérfræðing segja að það vanti ekki fleiri umferðarmannvirki hér í Reykjavík. Umferðin hérna sé ekkert vandamál. Verkfræðingar ættu að hætta að leita lausna á ímynduðum umferðarvandamálum...

Fastir pennar

Bættar samgöngur á Norðurlandi

Nýi vegurinn um Þverárfjall hefur þegar sannað sig þótt ekki sé enn búið að ganga frá honum austan megin. Á síðsta ári fóru 70 þúsund bílar um veginn, eða nærri 200 á dag að meðaltali. </font /></b />

Fastir pennar

Markaðsráðandi fyrirtæki í Silfri

Meðal gesta í Silfri Egils á sunnudaginn eru Friðrik G. Friðriksson fararstjóri, Jóhanna Kristjónsdóttir blaðamaður, Gísli Marteinn Baldursson, Karl Th. Birgisson, Agnes Bragadóttir og Sigurður G. Guðjónsson...

Fastir pennar

Sjálfs er höndin hollust

Eftir síðustu Alþingiskosningar komu 34 þingsæti í hlut ríkisstjórnarflokkanna eftir reglu d’Hondts, og 29 komu í hlut stjórnarandstöðuflokkanna. Hefði regla Sainte-Laguës verið notuð, hefði niðurstaðan orðið 32 þingsæti gegn 31, þar eð Frjálslyndi flokkurinn hefði þá fengið mann kjörinn í öllum kjördæmum og náð með því móti tveim þingsætum frá stjórnarflokkunum, einu frá hvorum. </font /></b />

Fastir pennar

Danskir ráðherrar og einkafjármál

Þá kom í ljós að maki eins ráðherrans neitaði að gefa umbeðnar upplýsingar og hefur þegar sprottið upp mikil pólitísk umræða um málið í Danmörku. Ráðherrann sem hér um ræðir er Connie Hedegaard umhverfisráðherra sem jafnframt er norrænn samstarfsráðherra líkt og Valgerður Sverrisdóttir hér. </font /></b />

Fastir pennar

Fréttamennska eða flæðilínur?

Ég get ekki annað en kennt í brjósti um Markús Örn að hafa verið skikkaður til þess af pólitískum yfirboðurum sínum að ráða í stöðuna þann mann sem dagljóst var að hefði minnstar faglegar kvalifíkasjónir í þetta starf. Markús Örn kom á sínum tíma inn á Ríkisútvarpið sem útsendari Sjálfstæðisflokksins – þetta var árið 1984 og hann hafði beðið lægri hlut fyrir Davíð Oddssyni í keppninni um oddvitastól sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavík..............

Fastir pennar

Óskynsamleg ákvörðun

Guðmundur Magnússon skrifar

Það blasir við öllum að eitthvað annað en hrein fagleg sjónarmið búa að baki ráðningunni. Með fullri virðingu fyrir hinum nýja fréttastjóra var hann ekki hæfasti umsækjandinn. Ágreiningslaust er að af tíu umsækjendum um starfið er hann sá sem minnsta reynslu hefur. Hefðu almenn og fagleg viðmið verið höfð að leiðarljósi hefðu vinnubrögðin við ráðninguna verið með öðrum hætti. Og þá hefði ekki verið gengið framhjá reyndustu fréttamönnum landsins með marklausum og ótækum skýringum eins og raunin er.

Fastir pennar

Pólitík og Útvarpið

Birgir Guðmundsson skrifar

Gagnvart trúverðugleika RÚV er augljóslega um skemmdarverk að ræða, því skilaboðin eru að stjórnmál skipti meiru en fagmennska og reynsla. Það út af fyrir sig er stóralvarlegt mál, því eitt af mikilvægustu hlutverkum fréttastofa RÚV er að vera fordæmi og fyrirmynd vandaðrar og faglegrar fréttamennsku.

Fastir pennar

Afmæli í japönsku fangelsi

Hér segir af tveimur Japönum, viðkvæmum fagurkera og viskíhneigðum samúræja, afmælisveislu Fischers, mótmælendatrú og sekúlarisma og loks er fjallað um olíulindir í Kaspíahafi, leiðslur í gegnum Úkraínu og hagsmunapot stórvelda...

Fastir pennar

Fyrirbyggjandi læknisfræði

Hér er rætt um fóstureyðingar og "fyrirbyggjandi læknisfræði", kvennadaginn 8. mars, Alexöndru Kollontai og Clöru Zetkin, samkomu vegna V-dagsins í Gamla bíói, misindismenn sem ganga lausir og einkennilega framgöngu útvarpsráðs...

Fastir pennar

Hallærisheit undir rauðum fána

Hér er fjallað um hugmyndir Guðmundar í Rafiðnaðasambandinu um að breyta hátíðarhöldunum fyrsta maí, umræður leiðtoganna í borgarstjórn í sjónvarpi, lóðaframboð og óvæntar hugmyndir sjálfstæðismanna um íbúalýðræði...

Fastir pennar

Er gott að vera Íslendingur?

Flest eigum við eftir að glíma við það verkefni að eldast og það er í höndum þeirrar kynslóðar, sem nú rekur þetta samfélag og stjórnar því, að búa svo að öldruðum að þetta verkefni verði eins auðvelt og ánægjulegt og kostur er.

Fastir pennar

Bifreiðar og GPS

Góður ásetningur í upphafi er ekki trygging fyrir réttri breytni í framtíðinni. Þess vegna þarf að fara vandlega yfir það með hvaða hætti væri hægt að koma í veg fyrir misnotkun. Í því sambandi ættu menn að íhuga að gera tækin þannig úr garði strax í upphafi að tæknilega sé ekki hægt að lesa akstursferilinn heldur aðeins kílómetrafjöldann.

Fastir pennar

Mál beggja kynja

Hér er fjallað um hugmyndir um að breyta kynjakerfi íslenskrar tungu svo það virki ekki útilokandi fyrir konur, barnabækur eftir Hendrik Ottósson og Stefán Jónsson og hin hatrömmu átök innan Frjálslynda flokksins...

Fastir pennar

Eins og geisli

Þjóðfélag okkar er sekúleríserað - veraldlegt. Og sekúleríseringin hefur haldist í hendur við frjálsa hugsun og þróun vísinda sem leitt hafa til þess að menn hafa komist á snoðir um eitt og annað sem stangast á við kenningar biblíunnar...

Fastir pennar

Flugstöð í dulargervi

Þegar menn þora ekki að hafa stefnu er hætt við að frekustu hagsmunapotararnir fái að ráða. Við eigum ekki að láta bjóða okkur þetta. Samgöngumiðstöðin er rugl hvort sem maður er með eða á móti flugvelli. Það er verið að eyða skattpeningum í þarfleysu...

Fastir pennar

Ný íslensk þjóðfélagsgerð

Getur verið að launajöfnuður á Íslandi hafi lítið sem ekkert breyst undanfarin ár þrátt fyrir augljós merki um stóraukinn kaupmátt þeirra hæstlaunuðustu í samfélaginu?

Fastir pennar

Borgar sig að vera ósýnilegur?

Hér er fjallað um nýlegar skoðanakannanir, góða útkomu Sjálfstæðisflokksins, stefnumál Framsóknarflokksins, Evrópuályktunina umtöluðu, ástarjátningar milli flokka, flokksþing Frjálslyndra, jaðarfasisma og veg yfir hálendið...

Fastir pennar

Örlítil leiðsögn í lestri

Stóru tímamótin sem felast í samþykkt framsóknarmanna um síðustu helgi liggja þess vegna í því að þeir hafa formlega hafið að skilgreina "þá skilmála og þau samningsmarkmið" sem umsókn [um aðild að ESB] á að byggja á.

Fastir pennar

Samsæriskenningar um 11/9 í Silfri

Meðal gesta í Silfri Egils á sunnudaginn eru Jóhanna Sigurðardóttir, Pétur H. Blöndal, Jón Magnússon, Kristófer Már Kristinsson, Sigurður I. Jónsson, Magnús Þór Hafsteinsson, Guðrún Þórhallsdóttir, Þorgerður Einarsdóttir og Elías Davíðsson...

Fastir pennar

Ný lög um samkeppnismál

Það er ljóst af frumvörpunum að núverandi Samkeppnisstofnun verður algjörlega breytt, bæði hvað varðar skipulag og starfshætti, og hætt við að sú festa sem þar hefur náðst í starfseminni færist ekki sjálfkrafa yfir í hinar nýju stofnanir sem eiga að verða til með frumvörpunum.

Fastir pennar

Öryggisráðið og Íslendingar

Miklar annir voru hjá Öryggisráðinu í aðdraganda Íraksstríðsins fyrri hluta árs 2003. Þá voru þar mikil fundahöld, formleg og óformleg, og reyndi mikið á formennskuna þá mánuði. Það er rétt hægt að ímynda sér þann mikla þrýsting sem verið hefði á Íslendingum, hefðum við gegnt formennsku í ráðinu þær örlagaríku vikur.

Fastir pennar

Brestir og brak

Atburðir sumarsins 2004 afhjúpuðu bresti í innviðum okkar unga lýðveldis. Það er hollt að reifa rás þessara atburða annað veifið, svo að það fenni síður yfir þá

Fastir pennar

Internetið og örgeðja menn

Hér er fjallað um pistla sem Össur Skarphéðinsson hefur sett á netið en síðan fjarlægt eða breytt, stefnu Samfylkingarinnar í skólamálum, forystu kennara, viðtal á Útvarpi Sögu og góðan bisness í Vatnsmýri...

Fastir pennar

Öðru vísi heimsveldi

Það er ekki aðeins hvað varðar lýðræði, þróunaraðstoð, mannréttindi, umhverfismál, alþjóðalög og menningu sem Evrópusambandið hefur virkað sem leiðandi heimsveldi, heldur er það mikilvægasti markaður flestra þjóða heims.

Fastir pennar

Samkeppni á matvörumarkaði

Aldrei hafa fleiri verið í stakk búnir til þess að láta til sín taka í íslensku viðskiptalífi. Sú staðreynd er góð tilhugsun fyrir íslenskan almenning. Hún þýðir að aflið til fjárfestingar er mikið og ef þau fyrirtæki sem nú eru í rekstri slá slöku við og sofna á verðinum, þá munu menn sjá tækifæri til innkomu á markaðinn.

Fastir pennar

Samkeppni á matvörumarkaði

Aldrei hafa fleiri verið í stakk búnir til þess að láta til sín taka í íslensku viðskiptalífi. Sú staðreynd er góð tilhugsun fyrir íslenskan almenning. Hún þýðir að aflið til fjárfestingar er mikið og ef þau fyrirtæki sem nú eru í rekstri slá slöku við og sofna á verðinum, þá munu menn sjá tækifæri til innkomu á markaðinn.

Fastir pennar

Umhverfisógnir og smáflokkaraunir

Hér er fjallað um eina verstu umhverfiskatastrófu allra tíma sem varð á Páskaeyju, einhverjum afskekktasta stað í heimi, raunalega smáflokkatilveru á Alþingi, landsfund Frjálslynda flokksins og hugsanlegan afmælisgest sem er frekar stór...

Fastir pennar