Fastir pennar

Engrar starfsreynslu krafist

Friðrika Benónýsdóttir skrifar

Tuttugu og sjö nýir þingmenn munu mæta til vinnu í Alþingishúsinu á setningardegi þingsins í haust. Alls konar fólk úr öllum geirum þjóðfélagsins, alls staðar að af landinu. Fólk sem á lítið sem ekkert sameiginlegt nema það að vera að byrja í nýrri vinnu sem það hefur takmarkaða þekkingu á.

Fastir pennar

Afgerandi úrslit

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Sjaldgæft er að kosningaúrslit séu jafnafgerandi og þau sem nú liggja fyrir eftir þingkosningarnar í fyrradag. Stjórnarflokkarnir biðu algjört afhroð og njóta nú stuðnings innan við fjórðungs kjósenda. Þau ?hugmyndafræðilegu vatnaskil? sem þáverandi formaður Vinstri grænna boðaði fyrir kosningarnar 2009 voru ekki varanleg. Tilraun til að reka harða og hreinræktaða vinstripólitík á Íslandi féll ekki í kramið hjá kjósendum.

Fastir pennar

Samfylkingarblús

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Samfylkingin sat í ríkisstjórn tvö kjörtímabil í röð og kannski var þetta bara orðið ágætt. Vissulega var þetta verri útreið en flokkurinn átti skilið – það var nánast eins og það væri orðið nýjasta tískuæðið í landinu að kjósa ekki Samfylkinguna.

Fastir pennar

Reykingar eru fíknisjúkdómur

Mikael Torfason skrifar

Um þrjátíu og sex þúsund Íslendingar reykja, en það eru innan við fimmtán prósent þjóðarinnar. Samkvæmt alþjóðlegum tölum reykir yfir milljarður jarðarbúa. Allt þetta fólk á það sameiginlegt að berjast við alvarlegan fíknisjúkdóm. Samkvæmt rannsóknum má rekja eitt af hverjum tíu dauðsföllum fullorðinna í heiminum til reykinga. Fleiri deyja af völdum þessa sjúkdóms en deyja úr alnæmi, ofneyslu lyfja, vegna umferðarslysa, morða og sjálfsvíga samanlagt.

Fastir pennar

Málefni í eintölu

Þorsteinn Pálsson skrifar

Kosningabaráttan sem nú er á enda hefur vissulega snúist um málefni; en bara í eintölu. Í aðdraganda kosninganna 2009 var á það bent að hætta væri á að kjörtímabilið myndi fara fyrir lítið.

Fastir pennar

Reglur utan og innan vallar

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Fréttablaðið sagði fyrr í vikunni frá því að íslenzk íþróttafélög stæðu íþróttahreyfingum í nágrannalöndunum að baki hvað varðaði forvarnir gegn kynferðisbrotum og viðbrögðum við þeim.

Fastir pennar

Lengt í hengingarólinni

Mikael Torfason skrifar

Fram til þessa hefur kosningabaráttan snúist um niðurfellingu á skuldum heimilanna. Reyndar bara þeirra heimila sem skulda húsnæðislán. Nokkrir flokkar tala um leiðréttingu og réttlætismál. Peningarnir eiga að koma úr samningaviðræðum við erlenda vogunarsjóði sem hafa fjárfest hér á landi og sitja fastir með peningana sína á Íslandi vegna gjaldeyrishafta.

Fastir pennar

Ný kynslóð

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar

Kjördagur býður upp á nýtt upphaf. Sumir segja þetta ofmetna fullyrðingu. Aðrir telja að Alþingi og stjórnmálamenn séu alveg búnir að týna jarðtengingunni. Samt upplifa flestir að atkvæði þeirra skipti miklu máli og að við kosningar lokist kaflar og ný tækifæri bjóðist.

Fastir pennar

Týnum okkur í sérgæskunni

Friðrika Benónýsdóttir skrifar

Let's Get Lost Land er önnur tveggja tillagna sem valdar hafa verið til úrslita í samkeppni um nýtt nafn fyrir Ísland sem Inspired by Iceland efndi til á heimasíðu sinni.

Fastir pennar

Játningar kjósanda

Sif Sigmarsdóttir skrifar

Ég hef sjaldan látið góða tískubólu fram hjá mér fara. Ég fékk mömmu til að klippa á mig tjásutopp eins og Eiríkur Hauksson var með daginn eftir að Gleðibankinn sigraði undankeppni Júróvisjón.

Fastir pennar

Magasár, kosningaskjálfti og vanlíðan…

Teitur Guðmundsson skrifar

Það eru að koma kosningar og vafalaust eru enn margir óákveðnir, velta fyrir sér hvort staðið verði við stóru orðin? Kosningamálin eru margvísleg og mismikilvæg eftir því hvar maður er í pólitík og hvað brennur á manni. Ég verð að viðurkenna að það eru nokkur mál sem mér þykja enn frekar óljós og raunar nauðsynlegt að velta þeim vandlega fyrir sér og hvaða lausnir flokkarnir bjóða upp á.

Fastir pennar

Frekur flugvöllur

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Á samkomulagi ríkisins og Reykjavíkurborgar um Reykjavíkurflugvöll, sem var undirritað fyrir helgi, eru ýmsir jákvæðir fletir. Með því að fækka flugbrautum um eina (sem var nánast ekkert notuð) græðir borgin dýrmætt byggingarland á eftirsóttasta stað. Sömuleiðis verður bætt úr herfilegu aðstöðuleysi á flugvellinum með nýrri flugstöð. Svo lengi sem miðstöð innanlandsflugsins er í Vatnsmýrinni, þarf aðstaða farþeganna að vera í lagi.

Fastir pennar

Litla græna paprikan

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Ég man eftir fyrstu paprikunni sem ég sá og ég man enn þá bragðið af henni. Hún var græn – og þannig voru þær lengi því að Litanefnd landbúnaðarvara sá enga nauðsyn á því að leyfa rauðar paprikur og afgreiddi það erindi ekki fyrr en nokkrum árum síðar, með miklum semingi. Svo komu þær gulu og loks þessar appelsínugulu, eftir mikið japl, jaml og fuður.

Fastir pennar

Kleppur er hér enn

Mikael Torfason skrifar

Englar alheimsins, sem nú eru til sýningar í Þjóðleikhúsinu, fá fullt hús í Fréttablaðinu í dag; fimm stjörnur. Uppsetning Þorleifs Arnar Arnarssonar, leikstjóra sýningarinnar, er stórbrotin og svo miklu meira en bara leiksýning. Þarna er sett á stóra svið Þjóðleikhússins túlkun leikhópsins á skáldsögu Einars Más Guðmundssonar og einnig kafað ofan í tilurð bókarinnar.

Fastir pennar

"Seiseijú mikil ósköp“

Þorsteinn Pálsson skrifar

Halldór Laxness greinir frá því í formála ritgerðasafns að hann hafi látið sér detta í hug kenningu er hann kynnti fyrir góðkunningja sínum sem lagt hafði þau mál fyrir sig. Þegar skáldið spurði hvort eitthvað væri til í þessu var svarið þetta: "Seiseijú mikil ósköp.“

Fastir pennar

Krónan og stökkbreyttu skuldirnar

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Skuldir heimilanna eru aðalumræðuefnið í kosningabaráttunni; um það þarf ekki að velkjast í vafa. Flokkarnir eru með misgæfulegar lausnir á þeim vanda sem felst í stökkbreyttum húsnæðislánum, en allir þykjast þó hafa lausn sem létti fólki byrðina.

Fastir pennar

Fjölmenningarborgin Reykjavík

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Í Reykjavík eru rúmlega ellefu prósent íbúanna innflytjendur, eins og Fréttablaðið sagði frá á miðvikudag. Það er svipað hlutfall og til dæmis í Kaupmannahöfn. Af ríflega þrettán þúsund innflytjendum í borginni eru Pólverjar fjölmennastir, eða rúmlega þrjú þúsund, en alls býr í Reykjavík fólk af 130 þjóðernum.

Fastir pennar

Margrét Thatcher, konur og við hin

Mikael Torfason skrifar

Kvenkyns stjórnendur eru með 188 þúsund krónum lægri laun en karlar samkvæmt launakönnun Hagstofu Íslands. Vinnutíminn er svipaður, segir í könnuninni, en samt fá karlarnir 964 þúsund að meðaltali á mánuði en konurnar 745 þúsund. Þetta er hinn svokallaði óútskýrði launamunur sem okkur gengur hægt að útrýma þrátt fyrir góð fyrirheit.

Fastir pennar

Hleranafúsk

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Nýjar upplýsingar um framkvæmd símahlerana embættis sérstaks saksóknara hjá grunuðum mönnum í Al Thani-málinu renna fleiri stoðum undir þá skoðun margra að hvorki framkvæmd hlerana lögreglunnar né eftirlit með þeim sé í lagi.

Fastir pennar

Ertu geðveikur?

Teitur Guðmundsson skrifar

Þetta er orðalag sem við höfum öll heyrt og er gjarnan fleygt meira í gríni en alvöru þegar verið er að ræða hin ýmsu mál. Fáir láta það fara í taugarnar á sér en vafalaust eru einhverjir til sem myndu taka þetta óstinnt upp og sér í lagi ef það væri raunverulega svo. Það er vel þekkt að sumir sjúkdómar og þeir einstaklingar sem þá bera verða fyrir meiri fordómum en aðrir. Yfirleitt er fólk ekkert sérstaklega að flíka því ef það er með kynsjúkdóm, það er almennt feimnismál og líklega flestir sammála því að bera slíkar upplýsingar síður á torg. Sama máli gegnir svo sem um marga sjúkdóma en sennilega er í gegnum tíðina búið að reyna að fela hvað mest hin andlegu vandamál, svo fjölmörg sem þau nú eru.

Fastir pennar

Stunurnar auka á unaðinn

Sigga Dögg skrifar

Ég var að spá í stunur því kærasti minn er nánast hljóðlaus þegar við sofum saman. Mér finnst gott að stynja en um daginn þá sagði hann mér að vera róleg og að ég þyrfti ekki að þykjast finnast þetta svona gott. Málið var samt að mér fannst þetta mjög gott og finnst eiginlega bara betra þegar ég styn.

Fastir pennar

Sagan fýkur burt

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Fréttablaðið hefur undanfarna daga fjallað um bágt ástand fornleifa víða á landinu. Hér birtust til dæmis býsna sláandi myndir af merkilegum 13. aldar kirkjugarði á Akbraut í Rangárvallasýslu, þar sem hauskúpurnar liggja glottandi á milli stuðlabergssteina sem garðurinn var hlaðinn úr.

Fastir pennar

Frelsishöllin

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Alþingishúsið við Austurvöll – þessi gamla bygging sem búið er að berja svo mikið á undanfarin ár að manni er næstum farið að þykja vænt um hana og finnast hún veikburða tákn veikburða þingræðis sem allir eru á móti. En þetta hús á sér raunar sögu sem kannski hefur gleymst meira en vert væri. Það er að minnsta kosti ómaksins vert að rifja hana upp á meðan við bíðum þess að þjóðin sendi fulltrúa sína á þing eftir allar þessar kannanir – og hannanir.

Fastir pennar

Þráin eftir 2007

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Íslendingar voru hæstánægðir með lífskjörin eins og þau voru árið 2007, þrátt fyrir nokkrar hjáróma raddir sem bentu á að líklega væru þau innistæðulaus; byggð annars vegar á of hátt skráðri krónu og hins vegar á lántökum.

Fastir pennar

Helmingi minna í háskólanema

Mikael Torfason skrifar

Félag prófessora stóð fyrir ráðstefnu um málefni háskólanna í vikunni og voru nokkur áhugaverð erindi flutt. Páll Skúlason prófessor spurði hvort háskólabóla væri á Íslandi.

Fastir pennar

123.000 á mánuði

Friðrika Benónýsdóttir skrifar

Alls 123 þúsund krónum munaði á heildarmánaðarlaunum karla og kvenna hér á landi í fyrra samkvæmt launarannsókn Hagstofunnar sem birt var í gær.

Fastir pennar

Útópía Sigmundar Davíðs og ESB

Sif Sigmarsdóttir skrifar

28. febrúar, 1998: Í breska læknatímaritinu The Lancet birtist grein eftir lækni sem heldur því fram að samband sé milli bólusetningar við mislingum og einhverfu hjá börnum. Í Bretlandi grípur um sig skelfing. Foreldrar neita að láta bólusetja börn sín. Niðurstöður rannsóknarinnar reynast falsaðar. Enn halda sig þó margir frá hvers konar bólusetningum.

Fastir pennar

Hvaða tilgangi þjónar það?

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Af hverju eru fjölmiðlar að varpa ljósi á þetta erfiða mál núna og hvaða tilgangi þjónar það?“ spurði Reinhard Reinhardsson, fyrrverandi bæjarstjóri á Húsavík, þegar blaðakona Fréttablaðsins vildi spyrja hann álits á viðtali Kastljóss Ríkissjónvarpsins við Guðnýju Jónu Kristjánsdóttur.

Fastir pennar

Útsjónarsamt orlof fyrir höndum

Álfrún Pálsdóttir skrifar

Í gegnum ævina hafa flest okkar heyrt orðatiltækið "enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur“ oftar en einu sinni. Oftast er það nú notað í sorglegum aðstæðum, en einnig í léttvægari tilvikum á borð við þau þegar bílinn bilar og við þurfum að reiða okkur annan fararskjóta í nokkra daga. Skyndilega verður bílskrjóðurinn sem við blótum vikulega fyrir óhóflega bensínmagnið sem hann innbyrðir að himnasendingu, sem léttir okkur lífið.

Fastir pennar