Fastir pennar Ein stoð fer undan stjórnarsáttmálanum Þorsteinn Pálsson skrifar Ólafur Ragnar Grímsson hét því á dögunum að tryggja að þjóðin fengi úrslitavald um aðildarsamning að Evrópusambandinu því ekki yrði unað við það ráðgefandi þjóðaratkvæði sem ríkisstjórnin hefur ákveðið. Þetta getur aðeins gerst með því að synjunarvaldinu verði beitt eftir að Alþingi hefur samþykkt lög um aðildarsamninginn. Yfirlýsing Þóru Arnórsdóttur um að þjóðin fái lokaorðið gæti þýtt það sama þó að hún hafi ekki talað jafn tæpitungulaust. Fastir pennar 2.6.2012 06:00 Verndarsvæði í vítahring ÓLafur Þ. Stephensen skrifar Borgaryfirvöld í Reykjavík eru í klemmu með skipulag miðborgarinnar. Þrátt fyrir að húsverndarsjónarmiðum hafi vaxið fiskur um hrygg undanfarna áratugi hefur enginn borgarstjórnarmeirihluti treyst sér til að taka af skarið og kveða upp úr um að setja skuli vernd byggingararfleifðar Reykjavíkur í forgang. Of langt hefur verið gengið í hverju skipulaginu á fætur öðru í að heimila niðurrif eldri húsa og leyfa miklu meira byggingarmagn á lóðunum, í þágu framfara og nútímavæðingar. Árangurinn blasir við um alla miðborg og stingur oftast skelfilega í augun. Fastir pennar 2.6.2012 06:00 Jarðarber og fljúgandi svín Sigga Dögg skrifar Um daginn var ég að undirbúa kynfræðslu fyrir efstu bekki grunnskóla og fór að pæla í því hvað gerir kynlíf eftirsóknarvert. Vissulega er það löngun sem knýr mann áfram. Einhver innri kláði sem grátbiður um að fá markvissa snertingu. En hvað er kynlíf? Og það sem meira er, hvernig er fullnæging? Fastir pennar 1.6.2012 21:00 Brunað áfram í blindni ólafur Þ. Stephensen skrifar Miðað við þá gríðarlega miklu og rökstuddu gagnrýni sem fram hefur komið á kvótafrumvörp ríkisstjórnarinnar, jafnt frá hagsmunaaðilum sem fræðimönnum og sérfræðingum, er vægast sagt furðulegt hversu veigalitlar breytingar meirihluti atvinnuveganefndar Alþingis leggur til á þeim. Fastir pennar 1.6.2012 06:00 Eitt EM fyrir alla Pawel Bartoszek skrifar Evrópumeistaramót karla í knattspyrnu hefst í næstu viku. Evrópumeistaramót kvenna verður á næsta ári. Í daglegu tali er karlamótið þó oftast einfaldlega kallað "EM“ en kvennamótið "EM kvenna“, ef það er yfirhöfuð kallað nokkuð. Oftast láta menn eins og síðarnefnda mótið sé varla til. Fastir pennar 1.6.2012 06:00 Eitrað fyrir þjóðum Jón Ormur Halldórsson skrifar Skelfilegur endir er betri en endalaus skelfing. Segir þýskt máltæki, eignað prússneskum herforingja. Þessi sannindi tauta nú margir Germanar í barm sinn. Sumir bæta kannski við einhverjum einföldustu sannindum sem nokkru sinni hafa verið höfð eftir nóbelsverðlaunahafa í hagfræði en þau eru þessi: Það sem getur ekki haldið áfram gerir það ekki. Valið í Evrópu er á milli afarkosta. Efnahagslegra skelfinga eða pólitískrar erfiðsvinnu. Og hjá valinu verður ekki komist. Fastir pennar 31.5.2012 06:00 Að elska kvalarann Þórður Snær Júlíusson skrifar Nýverið samþykkti aðalfundur Bakkavarar Group að heimila bræðrunum Ágústi og Lýð Guðmundssonum að eignast allt að fjórðung í félaginu að nýju. Þeir sem samþykktu þetta voru aðrir kröfuhafar og hluthafar félagsins. Þorri þeirra eru íslenskir lífeyrissjóðir og íslenskir bankar. Heildarvirði Bakkavarar er talið vera mun hærra en það verð sem bræðurnir þurfa að greiða fyrir hlutinn. Gangi endurskipulagning Bakkavarar Group eftir eru því allar líkur á því að þeir muni hagnast á samkomulaginu. Fastir pennar 31.5.2012 06:00 Fyllt upp í tómarúm Ólafur Stephensen skrifar Þessa dagana sinnir um 170 manna sveit frá bandaríska flughernum loftrýmisgæzlu við Ísland. Flugsveitin fer í þrjú til fjögur æfingaútköll á viku, þar sem markmiðið er að orrustuflugvélar séu komnar í loftið á innan við fimmtán mínútum, eins og fram kom í samtali við yfirmann flugsveitarinnar í Fréttablaðinu í gær. Fastir pennar 30.5.2012 08:00 Um hagsmuni fárra og siðrof á vakt ráðherra Þorbjörn Þórðarson skrifar Þegar stjórn Glitnis banka ákvað að greiða nýráðnum bankastjóra bankans 300 milljónir króna í undirskriftarbónus árið 2007 þá hefði sá gjörningur einn og sér átt að kalla fram reiði hjá almennum hluthöfum bankans. Þáverandi stjórn Glitnis banka mat það svo að það væru hagsmunir allra hluthafa að greiða einum manni slíka fjárhæð fyrir það eitt að hefja störf í bankanum, hinn 1. maí 2007. Fastir pennar 29.5.2012 14:00 Forseti og fullveldi Ólafur Stephensen skrifar Þegar Ólafur Ragnar Grímsson tilkynnti að hann hygðist bjóða sig fram í fimmta sinn til embættis forseta Íslands, vitnaði hann meðal annars til þess að átök væru um fullveldi Íslands og óvissa um stöðu landsins í samfélagi þjóðanna. Þar vísaði hann augljóslega til aðildarviðræðnanna við Evrópusambandið. Fastir pennar 29.5.2012 06:00 Fjölmiðlar eru afgangsstærð í kerfinu Þorbjörn Þórðarson skrifar Hagsmunir dómstóla og fjölmiðla fara saman í þeim skilningi að það er mikilvægt að umfjöllun fjölmiðla um störf dómstóla sé vönduð þannig að traust almennings á dómstólum endurspegli þau vinnubrögð sem þar eru stunduð. Ef þau eru vönduð mun fjölmiðlaumfjöllun endurspegla það. Fastir pennar 28.5.2012 08:00 Bankablús Ólafur Þ. Stephensen skrifar Viðbúið var að rekið yrði upp margraddað ramakvein þegar Landsbankinn tilkynnti um uppsagnir og lokun útibúa í hagræðingarskyni. Samtals fækkar bankinn starfsfólki um 50, sameinar deildir í höfuðstöðvunum og lokar átta útibúum, þar af sjö á landsbyggðinni. Fastir pennar 26.5.2012 06:00 Á Heimaey betur heima í ríkissjóði? Þorsteinn Pálsson skrifar Ný Heimaey í eigu Ísfélagsins kom fyrir skömmu til heimahafnar í Vestmannaeyjum. Margir hrukku í kút þegar stjórnarformaðurinn sagði í viðtali að sá skuggi hvíldi yfir góðum degi að svo kynni að fara að selja yrði skipið ef áform ríkisstjórnarinnar um að bylta stjórnkerfi fiskveiða næðu fram. Fréttamenn spurðu hvort slík yfirlýsing væri ekki pólitísk hótun. Fastir pennar 26.5.2012 06:00 Útlendingar og Íslendingar Magnús Halldórsson skrifar Stjórnarfar í Kína er ömurlegt. Sérstaklega læt ég ógeðslega ritskoðunartilburði fara í taugarnar á mér. Kínverska ríkið semur fyrirsagnirnar, bannar tilteknar skoðanir og raunar alveg ótrúlega margt fleira. T.d. leikjatölvur, internetnotkun, barneignir, og ýmsa hegðun sem mér finnst sjálfsögð. Þetta finnst mér ömurlegt. Viðurstyggilegt raunar. Fastir pennar 25.5.2012 12:53 Umsókn um málfrelsi Pawel Bartoszek skrifar Fyrir seinustu alþingiskosningar bauð RÚV framboðunum að fá ókeypis kynningartíma í sjónvarpi. Sum, til dæmis Borgarahreyfingin, vildu taka boðinu en þar sem rótgrónu flokkarnir höfðu ekki áhuga var hætt við allt. Ný framboð fengu því ekki að kynna sig í sjónvarpi því það hentaði ekki þeim sem fyrir voru. Fastir pennar 25.5.2012 06:00 Raunhæfa planið Ólafur Þ. Stephensen skrifar Þegar gjaldeyrishöft voru sett á í kjölfar hrunsins töldu flestir þau tímabundna ráðstöfun til nokkurra vikna eða mánaða, til að koma í veg fyrir að krónueignir erlendra aðila streymdu út úr landinu og orsökuðu enn meira hrun krónunnar en orðið var. Fastir pennar 25.5.2012 06:00 Hin "sterka vísindahyggja“ Ólafur Þ. Stephensen skrifar Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra skrifaði athyglisverða grein hér í blaðið í síðustu viku, í framhaldi af málþingi umhverfisráðuneytisins um erfðabreyttar lífverur um miðjan mánuðinn. Á málþinginu kom fram það samdóma álit færustu vísindamanna hér á landi á sviði erfðatækni, að lítil hætta stafaði af ræktun erfðabreyttra lífvera. Það eru ekki ný tíðindi; mikill meirihluti sérfræðinga hefur til dæmis haft sömu afstöðu til útiræktunar á erfðabreyttu byggi, sem talsvert hefur verið deilt um. Fastir pennar 24.5.2012 06:00 Kostur á kjarabót Ólafur Þ. Stephensen skrifar Undanfarin ár hafa Íslendingar sem hyggja á fasteignakaup getað farið inn á vefsíður Íbúðalánasjóðs og bankanna til að skoða greiðslubyrði sína og lántökukostnað af húsnæðisláni, miðað við mismunandi forsendur. Alla jafna hefur útreikningurinn sýnt að á lánstímanum þurfi Íslendingurinn að borga lánið tvö- til þrefalt til baka, svona eftir því hvaða sennilegu forsendur fólk hefur gefið sér um vexti og verðbólgu á Íslandi. Fastir pennar 23.5.2012 06:00 Atkvæðaveiðigjald Ólafur Þ. Stephensen skrifar Ríkisstjórnin kynnti í síðustu viku með talsverðum lúðrablæstri svokallaða fjárfestingaáætlun fyrir Ísland 2013-2015. Þar er heitið útgjöldum til margvíslegra opinberra framkvæmda og verkefna á næstu þremur árum. Annars vegar á að nota tekjur af hækkun veiðigjalds á sjávarútveginn til að fjármagna vegi og jarðgöng, rannsókna- og tækniþróunarsjóði og sóknaráætlanir landshluta. Hins vegar á að nota tekjur af arði og sölu hluta ríkisins í bönkunum til að fjármagna alls konar góð mál, allt frá því að kaupa nýjan Herjólf til þess að efla húsafriðunarsjóð. Fastir pennar 22.5.2012 06:00 Velferðarráðherra og sérgreinalæknar? Teitur Guðmundsson skrifar Í umræðunni undanfarið hefur verið tíðrætt um gjöld vegna komu til sérfræðilækna og svokallað viðbótarálag sem þeir velflestir hafa lagt á síðastliðið ár eða svo. Fram hefur komið að sérfræðilæknar hafi verið samningslausir í rúmt ár og að ekki hafi farið fram neinar viðræður milli aðila um nokkurt skeið. Hins vegar hefur verið sett reglugerð sem hefur verið endurnýjuð reglubundið síðastliðna mánuði og tryggir greiðsluþátttöku ríkisins í sjúkrakostnaði einstaklingsins samkvæmt síðasta samningi milli aðila. Fastir pennar 22.5.2012 06:00 Er meyjarhaftið mýta? Sigga Dögg skrifar Sæl, Sigga Dögg. Ég las greinina þína um mýtuna um þröngu píkuna og var mjög hrifin. Mig langaði að spyrja þig um eitt, því þú segir að við fyrstu samfarir séu leggöng oft þröng vegna órofins meyjarhafts. Ég varð snemma mjög áhugasöm um þetta fyrirbæri, meyjarhaftið, því fátt held ég að hafi valdið konum meiri vandræðum í gegnum aldirnar. Fastir pennar 21.5.2012 20:00 Hinn ómissandi óþarfi Guðmundur Andri Thorsson skrifar Listahátíðin í Reykjavík var alltaf stórviðburður í lífi föður míns. Hann hafði til að bera einhvers konar ofurnæmi á list og skynjaði af alefli hvern einasta viðburð þessarar hátíðar – hann varð djúpt snortinn af því sem honum þótti mikil list og bölsótaðist yfir hinu sem honum þótti vera loddaraskapur, var aldrei sama, yppti aldrei öxlum yfir neinu. Hann var listtrúar og hvers kyns kaldhæðni eða geispar kringum list var eitur í hans beinum. Þegar hann sótti listviðburð var hann að fara í kirkju, nálgast helgidóm. Fastir pennar 21.5.2012 06:00 Langtímaatvinnuleysi gefinn gaumur Steinunn Stefánsdóttir skrifar Eftir langt skeið þar sem atvinnuleysi var nánast óþekkt á Íslandi skall það á af þunga veturinn 2008 til 2009. Þann vetur fór hlutfall atvinnulausra á Íslandi úr þeirri nánast óraunverulegu tölu 1,3 prósenti í september 2008 í 9,1 prósent í febrúar 2009. Ári síðar náði atvinnuleysi á Íslandi hámarki og var 9,3 prósent í febrúar og mars 2010. Fastir pennar 21.5.2012 06:00 Uppvakningur tekinn í fóstur Þorsteinn Pálsson skrifar Sagt var að siðfræði margra þeirra sem áttu og stjórnuðu gömlu bönkunum fyrir hrun hefði rúmast í þessari setningu: "Við eigum þetta, við megum þetta." Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur vísaði í þessa hugsun í sjónvarpsviðtali nýlega þegar hann var að skýra þá ákvörðun meirihluta Alþingis að ákæra fyrrum forsætisráðherra einan vegna hrunsins og sleppa ráðherrum Samfylkingarinnar. Og í þessari viku skaut svo þetta hugarfar upp kollinum á ný eins og uppvakningur. Fastir pennar 19.5.2012 06:00 Goðsögnum hnekkt Steinunn Stefánsdóttir skrifar Háskóli Íslands hefur kannað hvernig einkunnir nemenda skiptast eftir þeim framhaldsskólum sem nemendurnir koma úr. Niðurstaðan er í stuttu máli sú að tilteknir skólar raðast oftar ofarlega en aðrir. Fyrst og fremst sýnir rannsóknin þó fram á að munur milli skóla er ekki afgerandi. Fastir pennar 19.5.2012 06:00 Til varnar Suðurnesjum Magnús Halldórsson skrifar Pabbi vann tvo vetur í Grindavík eftir að hann kláraði kennaranám, frá 1972 til 1974. Pabbi og mamma hafa oft talað um Grindavík sem fínan bæ og Grindvíkinga sem gott fólk eftir þessa stuttu veru. Pabbi segir að það hafi verið margir "ekta“ menn í Grindavík. Það er líklega best að leyfa þeirri mannlýsingu að halda sér algjörlega án langra skýringa, en innan þessa orðs rýmast þó karakter-einkenni duglegs og heiðarlegs fólks, held ég að sé óhætt að segja. Fastir pennar 18.5.2012 11:03 Lög lygum líkust Pawel Bartoszek skrifar Í frumvarpi að lögum um fjölmiðla sem nú liggur fyrir þinginu er lagt til að útlendingar utan EES megi ekki vera ábyrgðarmenn fjölmiðla. Einnig er reynt, með villandi vísunum í erlend fordæmi, að rökstyðja bann við birtingu skoðanakannana á ákveðnum tíma fyrir kosningar. Þetta frumvarp má ekki verða að lögum. Fastir pennar 18.5.2012 08:00 Ríkisbónus Þórður Snær Júlíusson skrifar Í desember 2009 var samið um uppgjör milli gamla og nýja Landsbankans. Í því fólst meðal annars að tvö gömul lánasöfn voru færð yfir í þann nýja á mjög, mjög lágu verði. Ef tækist að innheimta meira af lánunum myndu 85 prósent þess fjár renna til gamla bankans, sem í staðinn myndi láta eftir 18,7 prósenta eignarhlut í þeim nýja. Fastir pennar 18.5.2012 06:00 Útlendingarnir ógurlegu Jón Ormur Halldórsson skrifar Allir hafa lent í einhverjum vandræðum með nágranna sína. Lengi var saga hvers lands líka kennd þannig heima fyrir að jarðarbúar virtust eiga það helst sameiginlegt að vera óheppnir með nágranna. Þær þjóðir eru auðvitað til sem hafa lengi mátt þola skelfingar vegna yfirgangs annarra. Eins og t.d. Pólverjar, Kóreumenn, Armenar og miklu fleiri í flestum álfum. Dæmin eru mörg úr sögunni og nokkur úr nútíðinni. Það nægir að minna á Palestínu. Fastir pennar 17.5.2012 06:00 Óttinn við upplýsingar Ólafur Þ. Stephensen skrifar Þórunn Sveinbjarnardóttir, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, skrifaði grein hér í blaðið fyrr í vikunni og skammaðist út í auglýsingaherferð hagsmunaaðila í sjávarútvegi vegna kvótafrumvarpa ríkisstjórnarinnar. Fastir pennar 17.5.2012 06:00 « ‹ 89 90 91 92 93 94 95 96 97 … 245 ›
Ein stoð fer undan stjórnarsáttmálanum Þorsteinn Pálsson skrifar Ólafur Ragnar Grímsson hét því á dögunum að tryggja að þjóðin fengi úrslitavald um aðildarsamning að Evrópusambandinu því ekki yrði unað við það ráðgefandi þjóðaratkvæði sem ríkisstjórnin hefur ákveðið. Þetta getur aðeins gerst með því að synjunarvaldinu verði beitt eftir að Alþingi hefur samþykkt lög um aðildarsamninginn. Yfirlýsing Þóru Arnórsdóttur um að þjóðin fái lokaorðið gæti þýtt það sama þó að hún hafi ekki talað jafn tæpitungulaust. Fastir pennar 2.6.2012 06:00
Verndarsvæði í vítahring ÓLafur Þ. Stephensen skrifar Borgaryfirvöld í Reykjavík eru í klemmu með skipulag miðborgarinnar. Þrátt fyrir að húsverndarsjónarmiðum hafi vaxið fiskur um hrygg undanfarna áratugi hefur enginn borgarstjórnarmeirihluti treyst sér til að taka af skarið og kveða upp úr um að setja skuli vernd byggingararfleifðar Reykjavíkur í forgang. Of langt hefur verið gengið í hverju skipulaginu á fætur öðru í að heimila niðurrif eldri húsa og leyfa miklu meira byggingarmagn á lóðunum, í þágu framfara og nútímavæðingar. Árangurinn blasir við um alla miðborg og stingur oftast skelfilega í augun. Fastir pennar 2.6.2012 06:00
Jarðarber og fljúgandi svín Sigga Dögg skrifar Um daginn var ég að undirbúa kynfræðslu fyrir efstu bekki grunnskóla og fór að pæla í því hvað gerir kynlíf eftirsóknarvert. Vissulega er það löngun sem knýr mann áfram. Einhver innri kláði sem grátbiður um að fá markvissa snertingu. En hvað er kynlíf? Og það sem meira er, hvernig er fullnæging? Fastir pennar 1.6.2012 21:00
Brunað áfram í blindni ólafur Þ. Stephensen skrifar Miðað við þá gríðarlega miklu og rökstuddu gagnrýni sem fram hefur komið á kvótafrumvörp ríkisstjórnarinnar, jafnt frá hagsmunaaðilum sem fræðimönnum og sérfræðingum, er vægast sagt furðulegt hversu veigalitlar breytingar meirihluti atvinnuveganefndar Alþingis leggur til á þeim. Fastir pennar 1.6.2012 06:00
Eitt EM fyrir alla Pawel Bartoszek skrifar Evrópumeistaramót karla í knattspyrnu hefst í næstu viku. Evrópumeistaramót kvenna verður á næsta ári. Í daglegu tali er karlamótið þó oftast einfaldlega kallað "EM“ en kvennamótið "EM kvenna“, ef það er yfirhöfuð kallað nokkuð. Oftast láta menn eins og síðarnefnda mótið sé varla til. Fastir pennar 1.6.2012 06:00
Eitrað fyrir þjóðum Jón Ormur Halldórsson skrifar Skelfilegur endir er betri en endalaus skelfing. Segir þýskt máltæki, eignað prússneskum herforingja. Þessi sannindi tauta nú margir Germanar í barm sinn. Sumir bæta kannski við einhverjum einföldustu sannindum sem nokkru sinni hafa verið höfð eftir nóbelsverðlaunahafa í hagfræði en þau eru þessi: Það sem getur ekki haldið áfram gerir það ekki. Valið í Evrópu er á milli afarkosta. Efnahagslegra skelfinga eða pólitískrar erfiðsvinnu. Og hjá valinu verður ekki komist. Fastir pennar 31.5.2012 06:00
Að elska kvalarann Þórður Snær Júlíusson skrifar Nýverið samþykkti aðalfundur Bakkavarar Group að heimila bræðrunum Ágústi og Lýð Guðmundssonum að eignast allt að fjórðung í félaginu að nýju. Þeir sem samþykktu þetta voru aðrir kröfuhafar og hluthafar félagsins. Þorri þeirra eru íslenskir lífeyrissjóðir og íslenskir bankar. Heildarvirði Bakkavarar er talið vera mun hærra en það verð sem bræðurnir þurfa að greiða fyrir hlutinn. Gangi endurskipulagning Bakkavarar Group eftir eru því allar líkur á því að þeir muni hagnast á samkomulaginu. Fastir pennar 31.5.2012 06:00
Fyllt upp í tómarúm Ólafur Stephensen skrifar Þessa dagana sinnir um 170 manna sveit frá bandaríska flughernum loftrýmisgæzlu við Ísland. Flugsveitin fer í þrjú til fjögur æfingaútköll á viku, þar sem markmiðið er að orrustuflugvélar séu komnar í loftið á innan við fimmtán mínútum, eins og fram kom í samtali við yfirmann flugsveitarinnar í Fréttablaðinu í gær. Fastir pennar 30.5.2012 08:00
Um hagsmuni fárra og siðrof á vakt ráðherra Þorbjörn Þórðarson skrifar Þegar stjórn Glitnis banka ákvað að greiða nýráðnum bankastjóra bankans 300 milljónir króna í undirskriftarbónus árið 2007 þá hefði sá gjörningur einn og sér átt að kalla fram reiði hjá almennum hluthöfum bankans. Þáverandi stjórn Glitnis banka mat það svo að það væru hagsmunir allra hluthafa að greiða einum manni slíka fjárhæð fyrir það eitt að hefja störf í bankanum, hinn 1. maí 2007. Fastir pennar 29.5.2012 14:00
Forseti og fullveldi Ólafur Stephensen skrifar Þegar Ólafur Ragnar Grímsson tilkynnti að hann hygðist bjóða sig fram í fimmta sinn til embættis forseta Íslands, vitnaði hann meðal annars til þess að átök væru um fullveldi Íslands og óvissa um stöðu landsins í samfélagi þjóðanna. Þar vísaði hann augljóslega til aðildarviðræðnanna við Evrópusambandið. Fastir pennar 29.5.2012 06:00
Fjölmiðlar eru afgangsstærð í kerfinu Þorbjörn Þórðarson skrifar Hagsmunir dómstóla og fjölmiðla fara saman í þeim skilningi að það er mikilvægt að umfjöllun fjölmiðla um störf dómstóla sé vönduð þannig að traust almennings á dómstólum endurspegli þau vinnubrögð sem þar eru stunduð. Ef þau eru vönduð mun fjölmiðlaumfjöllun endurspegla það. Fastir pennar 28.5.2012 08:00
Bankablús Ólafur Þ. Stephensen skrifar Viðbúið var að rekið yrði upp margraddað ramakvein þegar Landsbankinn tilkynnti um uppsagnir og lokun útibúa í hagræðingarskyni. Samtals fækkar bankinn starfsfólki um 50, sameinar deildir í höfuðstöðvunum og lokar átta útibúum, þar af sjö á landsbyggðinni. Fastir pennar 26.5.2012 06:00
Á Heimaey betur heima í ríkissjóði? Þorsteinn Pálsson skrifar Ný Heimaey í eigu Ísfélagsins kom fyrir skömmu til heimahafnar í Vestmannaeyjum. Margir hrukku í kút þegar stjórnarformaðurinn sagði í viðtali að sá skuggi hvíldi yfir góðum degi að svo kynni að fara að selja yrði skipið ef áform ríkisstjórnarinnar um að bylta stjórnkerfi fiskveiða næðu fram. Fréttamenn spurðu hvort slík yfirlýsing væri ekki pólitísk hótun. Fastir pennar 26.5.2012 06:00
Útlendingar og Íslendingar Magnús Halldórsson skrifar Stjórnarfar í Kína er ömurlegt. Sérstaklega læt ég ógeðslega ritskoðunartilburði fara í taugarnar á mér. Kínverska ríkið semur fyrirsagnirnar, bannar tilteknar skoðanir og raunar alveg ótrúlega margt fleira. T.d. leikjatölvur, internetnotkun, barneignir, og ýmsa hegðun sem mér finnst sjálfsögð. Þetta finnst mér ömurlegt. Viðurstyggilegt raunar. Fastir pennar 25.5.2012 12:53
Umsókn um málfrelsi Pawel Bartoszek skrifar Fyrir seinustu alþingiskosningar bauð RÚV framboðunum að fá ókeypis kynningartíma í sjónvarpi. Sum, til dæmis Borgarahreyfingin, vildu taka boðinu en þar sem rótgrónu flokkarnir höfðu ekki áhuga var hætt við allt. Ný framboð fengu því ekki að kynna sig í sjónvarpi því það hentaði ekki þeim sem fyrir voru. Fastir pennar 25.5.2012 06:00
Raunhæfa planið Ólafur Þ. Stephensen skrifar Þegar gjaldeyrishöft voru sett á í kjölfar hrunsins töldu flestir þau tímabundna ráðstöfun til nokkurra vikna eða mánaða, til að koma í veg fyrir að krónueignir erlendra aðila streymdu út úr landinu og orsökuðu enn meira hrun krónunnar en orðið var. Fastir pennar 25.5.2012 06:00
Hin "sterka vísindahyggja“ Ólafur Þ. Stephensen skrifar Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra skrifaði athyglisverða grein hér í blaðið í síðustu viku, í framhaldi af málþingi umhverfisráðuneytisins um erfðabreyttar lífverur um miðjan mánuðinn. Á málþinginu kom fram það samdóma álit færustu vísindamanna hér á landi á sviði erfðatækni, að lítil hætta stafaði af ræktun erfðabreyttra lífvera. Það eru ekki ný tíðindi; mikill meirihluti sérfræðinga hefur til dæmis haft sömu afstöðu til útiræktunar á erfðabreyttu byggi, sem talsvert hefur verið deilt um. Fastir pennar 24.5.2012 06:00
Kostur á kjarabót Ólafur Þ. Stephensen skrifar Undanfarin ár hafa Íslendingar sem hyggja á fasteignakaup getað farið inn á vefsíður Íbúðalánasjóðs og bankanna til að skoða greiðslubyrði sína og lántökukostnað af húsnæðisláni, miðað við mismunandi forsendur. Alla jafna hefur útreikningurinn sýnt að á lánstímanum þurfi Íslendingurinn að borga lánið tvö- til þrefalt til baka, svona eftir því hvaða sennilegu forsendur fólk hefur gefið sér um vexti og verðbólgu á Íslandi. Fastir pennar 23.5.2012 06:00
Atkvæðaveiðigjald Ólafur Þ. Stephensen skrifar Ríkisstjórnin kynnti í síðustu viku með talsverðum lúðrablæstri svokallaða fjárfestingaáætlun fyrir Ísland 2013-2015. Þar er heitið útgjöldum til margvíslegra opinberra framkvæmda og verkefna á næstu þremur árum. Annars vegar á að nota tekjur af hækkun veiðigjalds á sjávarútveginn til að fjármagna vegi og jarðgöng, rannsókna- og tækniþróunarsjóði og sóknaráætlanir landshluta. Hins vegar á að nota tekjur af arði og sölu hluta ríkisins í bönkunum til að fjármagna alls konar góð mál, allt frá því að kaupa nýjan Herjólf til þess að efla húsafriðunarsjóð. Fastir pennar 22.5.2012 06:00
Velferðarráðherra og sérgreinalæknar? Teitur Guðmundsson skrifar Í umræðunni undanfarið hefur verið tíðrætt um gjöld vegna komu til sérfræðilækna og svokallað viðbótarálag sem þeir velflestir hafa lagt á síðastliðið ár eða svo. Fram hefur komið að sérfræðilæknar hafi verið samningslausir í rúmt ár og að ekki hafi farið fram neinar viðræður milli aðila um nokkurt skeið. Hins vegar hefur verið sett reglugerð sem hefur verið endurnýjuð reglubundið síðastliðna mánuði og tryggir greiðsluþátttöku ríkisins í sjúkrakostnaði einstaklingsins samkvæmt síðasta samningi milli aðila. Fastir pennar 22.5.2012 06:00
Er meyjarhaftið mýta? Sigga Dögg skrifar Sæl, Sigga Dögg. Ég las greinina þína um mýtuna um þröngu píkuna og var mjög hrifin. Mig langaði að spyrja þig um eitt, því þú segir að við fyrstu samfarir séu leggöng oft þröng vegna órofins meyjarhafts. Ég varð snemma mjög áhugasöm um þetta fyrirbæri, meyjarhaftið, því fátt held ég að hafi valdið konum meiri vandræðum í gegnum aldirnar. Fastir pennar 21.5.2012 20:00
Hinn ómissandi óþarfi Guðmundur Andri Thorsson skrifar Listahátíðin í Reykjavík var alltaf stórviðburður í lífi föður míns. Hann hafði til að bera einhvers konar ofurnæmi á list og skynjaði af alefli hvern einasta viðburð þessarar hátíðar – hann varð djúpt snortinn af því sem honum þótti mikil list og bölsótaðist yfir hinu sem honum þótti vera loddaraskapur, var aldrei sama, yppti aldrei öxlum yfir neinu. Hann var listtrúar og hvers kyns kaldhæðni eða geispar kringum list var eitur í hans beinum. Þegar hann sótti listviðburð var hann að fara í kirkju, nálgast helgidóm. Fastir pennar 21.5.2012 06:00
Langtímaatvinnuleysi gefinn gaumur Steinunn Stefánsdóttir skrifar Eftir langt skeið þar sem atvinnuleysi var nánast óþekkt á Íslandi skall það á af þunga veturinn 2008 til 2009. Þann vetur fór hlutfall atvinnulausra á Íslandi úr þeirri nánast óraunverulegu tölu 1,3 prósenti í september 2008 í 9,1 prósent í febrúar 2009. Ári síðar náði atvinnuleysi á Íslandi hámarki og var 9,3 prósent í febrúar og mars 2010. Fastir pennar 21.5.2012 06:00
Uppvakningur tekinn í fóstur Þorsteinn Pálsson skrifar Sagt var að siðfræði margra þeirra sem áttu og stjórnuðu gömlu bönkunum fyrir hrun hefði rúmast í þessari setningu: "Við eigum þetta, við megum þetta." Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur vísaði í þessa hugsun í sjónvarpsviðtali nýlega þegar hann var að skýra þá ákvörðun meirihluta Alþingis að ákæra fyrrum forsætisráðherra einan vegna hrunsins og sleppa ráðherrum Samfylkingarinnar. Og í þessari viku skaut svo þetta hugarfar upp kollinum á ný eins og uppvakningur. Fastir pennar 19.5.2012 06:00
Goðsögnum hnekkt Steinunn Stefánsdóttir skrifar Háskóli Íslands hefur kannað hvernig einkunnir nemenda skiptast eftir þeim framhaldsskólum sem nemendurnir koma úr. Niðurstaðan er í stuttu máli sú að tilteknir skólar raðast oftar ofarlega en aðrir. Fyrst og fremst sýnir rannsóknin þó fram á að munur milli skóla er ekki afgerandi. Fastir pennar 19.5.2012 06:00
Til varnar Suðurnesjum Magnús Halldórsson skrifar Pabbi vann tvo vetur í Grindavík eftir að hann kláraði kennaranám, frá 1972 til 1974. Pabbi og mamma hafa oft talað um Grindavík sem fínan bæ og Grindvíkinga sem gott fólk eftir þessa stuttu veru. Pabbi segir að það hafi verið margir "ekta“ menn í Grindavík. Það er líklega best að leyfa þeirri mannlýsingu að halda sér algjörlega án langra skýringa, en innan þessa orðs rýmast þó karakter-einkenni duglegs og heiðarlegs fólks, held ég að sé óhætt að segja. Fastir pennar 18.5.2012 11:03
Lög lygum líkust Pawel Bartoszek skrifar Í frumvarpi að lögum um fjölmiðla sem nú liggur fyrir þinginu er lagt til að útlendingar utan EES megi ekki vera ábyrgðarmenn fjölmiðla. Einnig er reynt, með villandi vísunum í erlend fordæmi, að rökstyðja bann við birtingu skoðanakannana á ákveðnum tíma fyrir kosningar. Þetta frumvarp má ekki verða að lögum. Fastir pennar 18.5.2012 08:00
Ríkisbónus Þórður Snær Júlíusson skrifar Í desember 2009 var samið um uppgjör milli gamla og nýja Landsbankans. Í því fólst meðal annars að tvö gömul lánasöfn voru færð yfir í þann nýja á mjög, mjög lágu verði. Ef tækist að innheimta meira af lánunum myndu 85 prósent þess fjár renna til gamla bankans, sem í staðinn myndi láta eftir 18,7 prósenta eignarhlut í þeim nýja. Fastir pennar 18.5.2012 06:00
Útlendingarnir ógurlegu Jón Ormur Halldórsson skrifar Allir hafa lent í einhverjum vandræðum með nágranna sína. Lengi var saga hvers lands líka kennd þannig heima fyrir að jarðarbúar virtust eiga það helst sameiginlegt að vera óheppnir með nágranna. Þær þjóðir eru auðvitað til sem hafa lengi mátt þola skelfingar vegna yfirgangs annarra. Eins og t.d. Pólverjar, Kóreumenn, Armenar og miklu fleiri í flestum álfum. Dæmin eru mörg úr sögunni og nokkur úr nútíðinni. Það nægir að minna á Palestínu. Fastir pennar 17.5.2012 06:00
Óttinn við upplýsingar Ólafur Þ. Stephensen skrifar Þórunn Sveinbjarnardóttir, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, skrifaði grein hér í blaðið fyrr í vikunni og skammaðist út í auglýsingaherferð hagsmunaaðila í sjávarútvegi vegna kvótafrumvarpa ríkisstjórnarinnar. Fastir pennar 17.5.2012 06:00
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson Skoðun