Fastir pennar

Miklu stærri slagur

Jón Ormur Halldórsson skrifar

Utan Asíu fer ekki mikið fyrir fréttum af sögulegri valdabaráttu í Kína, einu allra mikilvægasta samfélagi jarðarinnar. Hér vestra höfum við verið upptekin af prófkjörum í Bandaríkjunum. Þaðan fáum við daglegar fréttir af baráttu fólks sem virðist hafa ofsafenginn áhuga á kynlífi nágranna sinna og mikla trú á sköpunarsögu biblíunnar.

Fastir pennar

Árans umhverfisreglugerðirnar

Steinunn Stefánsdóttir skrifar

Sérákvæði sem gilt hafa fyrir eldri sorpbrennslustöðvar hafa nú verið felld úr gildi. Það þýðir að fyrir næstu áramót er öllum sorpbrennslustöðvum á Íslandi gert að uppfylla kröfur sem gerðar eru til sambærilegrar starfsemi annars staðar á Evrópska efnahagssvæðinu.

Fastir pennar

Samvizka heimsins rumskar

Alþjóðaglæpadómstóllinn í Haag kvað upp sinn fyrsta dóm í síðustu viku, yfir kongóska stríðsherranum Thomas Lubanga. Hann var fundinn sekur um að hafa rænt fjölda barna og þvingað þau til að taka þátt í hernaði og ýmiss konar grimmdarverkum.

Fastir pennar

Útlent svartagallsraus

Ólafur Stephensen skrifar

Fyrir rétt rúmu ári gagnrýndi Niels Jacobsen, hinn danski stjórnarformaður Össurar hf., stefnu íslenzkra stjórnvalda í málefnum atvinnulífsins harðlega í viðtali hér í blaðinu. Jacobsen talaði þá um hringlandahátt og flumbrugang í lagasetningu, gjaldeyrishöft og fleira sem gerði erfitt að reka fyrirtæki á Íslandi.

Fastir pennar

Lárviðarskáldið Einar Már

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Flestir á mínu reki muna fyrst eftir Einari Má í svörtum leðurjakka á pönkárunum að selja ljóðin sín: Sendisveinninn er einmana og Er nokkur í kórónafötum hér inni? Flestir keyptu bókina, þetta voru auðskilin ljóð, það var einhver prósi í þeim, rétt eins og það er alltaf eitthvert ljóð í prósa Einars. Þrátt fyrir leðurjakkann og ytra pönkfas var hann hláturmildur og drengjalegur – hér var ekki þungbúið skáld, alls ekki hógvært og fráleitt innhverft skáld – þetta var rokk-skáld.

Fastir pennar

Hvers vegna er efast um tilvist leggangafullnægingar?

Sigga Dögg skrifar

Spurning: Ég rak augun í pistil þinn "Feikuð fullnæging" frá 16. desember 2010 og kannaðist við kauða. Ég hef hitt hann oft, í mismunandi útgáfum, í mismunandi svefnherbergjum. En jú, það hefur aldrei feilað að nýr maður segir við mig: "Já en, allar sem ég hef verið með hingað til hafa ekki átt í neinum erfiðleikum með þetta." Og þá bölva ég kynsystrum mínum, fyrir að taka þátt í þessari blekkingu og ýta undir hana.

Fastir pennar

Níutíu og níu árum síðar

Þorsteinn Pálsson skrifar

Ég held að það sé stórt vafamál hvort í víðum heimi sé samankomið meira vit, mannvit, á jafnstórum bletti sem Reykjavík. En það skrýtilega um leið er það, að þar er meiri óláns-bjánaskapur, slysinn aulaskapur, en á nokkrum öðrum stað í veröld hér.“

Fastir pennar

Stjórnmálamenn standi sig betur

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Starfsemi skipulagðra glæpahópa á Íslandi hefur verið í brennidepli í vikunni. Lögreglan handtók hóp manna, sem talinn er tengjast skipulagðri glæpastarfsemi, grófum líkamsárásum, hótunum, innbrotum og þjófnuðum. Annar hópur, tengdur glæpasamtökunum Hells Angels, hefur verið ákærður fyrir yfirgengilega hrottalega árás á konu, með tilheyrandi hótunum í garð fórnarlambsins og fjölskyldu hennar.

Fastir pennar

Þjóðnýting og misnotkun

Þórður snær júlíusson skrifar

Íslendingar eru skyldugir til að greiða í lífeyrissjóði. Hver launamaður greiðir hundruð þúsunda hið minnsta í þá á ári hverju. Í staðinn er þeim lofað "greiðslu lífeyris til æviloka, örorku eða andláts“ samkvæmt lögum um lífeyrissjóði. Til að standa við þetta loforð er sjóðunum gert að skila 3,5% raunávöxtun á ári.

Fastir pennar

Bíla-Ísland

Pawel Bartoszek skrifar

Ég ætla að byrja á játningu. Ég öfunda Bíla-Ísland. Á Bíla-Íslandi er skilvirkt markaðshagkerfi. Þar kostar allt sitt, en allt er til. Bíla-Ísland virkar.

Fastir pennar

Mikilvægar fyrirmyndir

Steinunn Stefánsdóttir skrifar

Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins voru veitt í gær. Þetta er í sjöunda sinn sem Fréttablaðið veitir Samfélagsverðlaun að undangengnum ábendingum lesenda um samborgara og félagasamtök sem vinna margvísleg góðverk.

Fastir pennar

Pólitík, viðskipti og höft

Magnús Halldórsson skrifar

Allt frá hruni fjármálakerfisins og krónunnar hefur verið ljóst að hér væri neyðarástand vegna þess að aðilar á alþjóðamarkaði í heiminum misstu tiltrú á krónunni sem gjaldmiðli. Peningastefna landsins hefur af þessum sökum verið í uppnámi.

Fastir pennar

Haftakrónan

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Engum þarf að koma á óvart að Alþingi hafi enn og aftur þurft að herða á gjaldeyrishöftunum á skyndifundi í fyrrakvöld. Það var fyrirsjáanlegt að þegar einu sinni hefðu verið sett gjaldeyrishöft leitaði markaðurinn sér að leiðum framhjá þeim og þess vegna þyrfti sífellt að stoppa í götin, ættu höftin á annað borð að halda. Þetta er dapurleg staðreynd, en því miður lítt umflýjanleg.

Fastir pennar

Umbótaáætlun fellur í skuggann

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Athygli almennings beinist þessa dagana að Þjóðmenningarhúsinu, þar sem vissulega fara fram söguleg réttarhöld fyrir Landsdómi. Segja má að vitnaleiðslurnar séu gagnleg upprifjun á ýmsu sem áður var komið fram, ekki sízt í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Þar hafa hins vegar ekki komið fram neinar upplýsingar sem varpa nýju ljósi á einhverja þætti bankahrunsins.

Fastir pennar

Hamingjan sanna!

Teitur Guðmundsson skrifar

Flest erum við að leita að hamingju, vellíðan og jákvæðu hugarfari og hafa ýmsar rannsóknir verið gerðar í gegnum tíðina til að reyna að varpa ljósi á það hvernig við öðlumst hana. Við sem erum eldri en tvævetur vitum að það kemur margt til og engin töfralausn fyrir þá sem ekki njóta lífsins.

Fastir pennar

Höggvið á hnút?

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Umræðan um aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins er einkennileg og ber þess merki að flestir flokkar eru klofnir í afstöðu sinni til ESB. Ólík afstaða til aðildarviðræðnanna veldur augljóslega vaxandi núningi innan ríkisstjórnarinnar, þrátt fyrir að skýrt sé kveðið á um aðildarumsóknina í stjórnarsáttmálanum.

Fastir pennar

Hver við sinn keip …

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Þá er fyrri vikan búin af þessum sjóprófum og við höfum fengið að heyra í skipstjóranum og nokkrum öðrum af áhöfninni sem sigldi þjóðarskútunni í strand. Eigi maður að taka vitnin trúanleg mætti ætla að aldrei í veraldarsögunni hafi einni skútu verið siglt í strand á jafn vandaðan og óaðfinnanlegan hátt. Allir stóðu sína vakt með snilld. Allir gerðu allt rétt. Og það sem þeir létu ógert var algerlega og gersamlega ógerlegt að gera. Það sem hefði þurft að gera gat enginn gert því að það heyrði ekki undir viðkomandi. Aldrei að víkja, aldrei að viðurkenna neitt; maður á að sitja fastur við sinn keip. Það er íslenski mátinn.

Fastir pennar

Tveggja áfanga stjórnarskrárbreyting

Þorsteinn Pálsson skrifar

Það væri skaði ef örlög stjórnarskrármálsins yrðu endaslepp. Af hinu myndi þó hljótast enn meira tjón ef hugmyndir að breytingum fengju ekki fullnægjandi fræðilega skoðun og umræðu.

Fastir pennar

Slæmar fréttir eða góðar?

Steinunn Stefánsdóttir skrifar

Leita þarf aftur til upphafsára Stígamóta til að finna sambærilegar tölur og í fyrra um komur til samtakanna. Ný mál á árinu voru 313 en fleiri hafa ekki leitað til til Stígamóta síðan 1994.

Fastir pennar

Landið þar sem aldrei skortir kjöt

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Norðmenn reka sem kunnugt er næstvitlausustu landbúnaðarpólitík í heimi, með háum ríkisstyrkjum, samkeppnishömlum og ofurtollum. Norsk stjórnvöld komast þó ekki með tærnar þar sem þau íslenzku hafa hælana þegar kemur að því að takmarka innflutning búvara og hindra erlenda samkeppni við framleiðendur.

Fastir pennar

Vannýttur mannauður

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Markaðurinn, viðskiptablað Fréttablaðsins, sagði í gær frá því að 211 konur vantaði í stjórnir fyrirtækja og lífeyrissjóða svo uppfylla mætti skilyrði laga sem taka gildi haustið 2013. Þá á að vera tryggt að í stjórnum hlutafélaga með fleiri en fimmtíu starfsmenn og lífeyrissjóða sé hlutfall hvors kyns í stjórn ekki lægra en 40 prósent.

Fastir pennar

Sýrland og heimurinn

Jón Ormur Halldórsson skrifar

Við horfum á enn eina martröðina. Á enn eitt ríki að myrða borgara sína þúsundum saman til varnar forréttindum klíkunnar sem ræður. Við höfum séð þetta svo oft og svo víða að við vitum að þetta hefur ekkert með menningu eða trúarbrögð að gera þótt málsatvik litist alltaf af þess háttar efnum. Og við spyrjum alltaf þess sama. Af hverju stöðvar alþjóðasamfélagið ekki myrkraverkin?

Fastir pennar

Skilningsríka fólkið

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Í fyrradag var reynt að myrða mann í Reykjavík. Það var hrottaleg og tilefnislaus árás. Þegar í ljós kom að árásarmaðurinn er vanskilamaður og að fórnarlambið er framkvæmdastjóri lögfræðistofu sem sér um innheimtur, varð það furðumörgum tilefni til að lýsa yfir skilningi á verknaðinum, eða að hann hefði að minnsta kosti ekki komið þeim á óvart.

Fastir pennar

Um fordæmisgildi hæstaréttardóma

Róbert R. Spanó skrifar

Að undanförnu hefur talsvert verið rætt um fordæmisgildi dóma, einkum í tengslum við ýmis mál sem varða fjárhagslegt uppgjör vegna bankahrunsins og dæmd hafa verið í Hæstarétti. Er því tilefni til að fara nokkrum almennum orðum um hvernig fordæmisgildi dóma er metið. Þess skal getið að í eftirfarandi umfjöllun er fyrst og fremst horft til hæstaréttardóma í einkamálum.

Fastir pennar

Óvissuþátturinn Ólafur Ragnar

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Forseta Íslands má gagnrýna fyrir margt, en ekki er hægt að segja að hann geti ekki verið skemmtilegur. Það er að minnsta kosti alveg drepfyndið að Ólafur Ragnar Grímsson segist tilneyddur að sitja í nokkur ár enn vegna óvissu um stjórnskipunina og stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna. Það blasir nefnilega við hverjum sem er að Ólafur Ragnar er sjálfur óvissuþáttur í stjórnskipuninni og samskiptum Íslands við umheiminn. Enginn veit hverju hann kann að taka upp á - og það hefur ekki breytzt eftir síðustu yfirlýsingar.

Fastir pennar

Blásið í bólu

Þórður Snær Júlíusson skrifar

Af íslenskri umræðu má á stundum ráða að Ísland sé eina landið sem hafi blásið upp fasteignabólu á góðærisárunum fyrir efnahagshrunið. Það er vitanlega ekki svo. Aukið aðgengi almennings að ódýrum lánum gerði það að verkum að þessi þróun átti sér stað úti um allan heim.

Fastir pennar

"Auðlegðin er ekki smá…“

Guðmundur Andri Thorsson og skrifa

Löngunin til að breyta líkama sínum er að minnsta kosti jafn gömul mannkyninu: að toga og teygja varirnar, lengja eyrnasneplana, lita kringum augun, farða kinnar, mála varir, krulla slétt hár en slétta liðað, lýsa dökkt og dekkja ljóst: þetta er fallegur mennskur eiginleiki og einkennilegur. Hann snýst ekki beinlínis um fegrun. Hann snýst ekki um að laga það sem aflaga hefur farið; þetta er ekki lýta-aðgerð. Frekar hitt: manneskjan vill skapa sig, ná sér.

Fastir pennar

Sparnaðarhyggja í stað eyðsluhyggju

Þorsteinn Pálsson skrifar

Að baki stjórnmálahugmyndum liggur mismunandi gildismat. Þá er einnig allur gangur á því hvort menn horfa á viðfangsefni stjórnmálanna af þúfu skammtímahagsmuna eða sjónarhæð langtímahagsmuna.

Fastir pennar

Gleymd orð um gengisfellingar

Ólafur Þ. Stephensen skrifar

Fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, Árni Páll Árnason, sagði í Fréttablaðinu í gær að ummæli Steingríms J. Sigfússonar, þáverandi fjármálaráðherra, um íslenzku krónuna hefðu staðið í vegi fyrir erlendri fjárfestingu á Íslandi. „Forsenda erlendrar fjárfestingar og tiltrúar á íslenska krónu er að menn telji að stjórnvöld muni forðast gengisfellingar í lengstu lög. Ef menn skilgreina kosti íslenskrar krónu einvörðungu þá að hægt sé að fella hana, felast í því skilaboð til útlendinga um að hún sé mjög óviss eign og best sé að eiga ekkert undir henni," sagði Árni Páll.

Fastir pennar

Komið nóg, Ólafur

Pawel Bartoszek skrifar

Ólafur Ragnar Grímsson hélt blaðamannafund á Bessastöðum í vikunni, hrærður og hlessa yfir því að Guðni Ágústson skyldi birtast þar með undirskriftir sér til stuðnings. Sá leikþáttur sem þar var settur upp var ekki sérlega trúverðugur. En þótt Ólafur neiti því að um fyrirframákveðna atburðarrás hafi verið að ræða þá geta allir dæmt um hvort þögn hans við fjölmiðla, afskiptaleysi af undirskriftasöfnun sér til stuðnings og sérstakir "opnir dagar“ á Bessastöðum í henni miðri styrki þá sögu eða ekki.

Fastir pennar