Formúla 1

Ráða óhöpp úrslitum í Valencia?

Forráðamenn margra keppnisliða og ökumenn þeirra telja líkur á því að óhöpp og árekstrar muni ráða úrslitum í fyrsta Formúlu 1 mótinu á götum Valencia um næstu helgi.

Formúla 1

Kovalainen verður áfram hjá McLaren

Finnski ökuþórinn Heikki Kovalainen hefur náð samkomulagi við lið McLaren um að aka með liðinu á næsta tímabili. Finninn gekk í raðir liðsins fyrir keppnistímabilið og er sem stendur í sjötta sæti í keppni ökuþóra.

Formúla 1

Hamilton getur unnið með yfirburðum

Fyrrum heimsmeistarinn Damon Hill segir að Lewis Hamilton hjá McLaren geti verið búinn að tryggja sér heimsmeistaratitil ökuþóra í Formúlu 1 nokkru áður en tímabilinu lýkur.

Formúla 1

Hamilton sigraði á Hockenheim

Lewis Hamilton á McLaren náði í dag fjögurra stiga forskoti í keppni ökuþóra þegar hann sigraði í Þýskalandskappakstrinum í Formlúlu 1. Þetta var fjórði sigur Hamilton á heimsmeistaramótinu í ár.

Formúla 1

Hamilton á ráspól á Hockenheim

Breski ökuþórinn Lewis Hamilton hjá McLaren verður á ráspól í þýska kappakstrinum á Hockenheim á morgun. Hamilton stal fyrsta sætinu af Felipe Massa á elleftu stundu í tímatökunum í dag.

Formúla 1

Nadal kveikti í Hamilton

Breski ökuþórinn Lewis Hamilton hjá McLaren segir að sigur spænska tennisleikarans Rafael Nadal í sögulegum úrslitaleik á Wimbledon á dögunum hafi verið sér hvatning í titilslagnum í Formúlu 1.

Formúla 1

Hamilton fljótastur í Þýskalandi

Lewis Hamilton hjá McLaren náði besta tímanum á fyrstu æfingunum fyrir Þýskalandskappaksturinn á Hockenheim í morgun. Hamilton ók hringinn á 1 mínútu og 15,537 sekúndum og var 0,129 sekúndum á undan félaga sínum Heikki Kovalainen í rigningunni.

Formúla 1

Njósnamálið úr sögunni

Keppnislið Ferrari og McLaren í Formúlu 1 hafa ákveðið að binda formlega enda á deiluna vegna njósnamálsins sem setti ljótan svip á íþróttina á síðasta ári.

Formúla 1

Býst við spennu allt til enda

Lewis Hamilton, ökumaður McLaren, býst við því að úrslitin um meistaratitilinn í ár ráðist ekki fyrr en í lokin. Hann er jafn Kimi Raikkonen og Felipe Massa hjá Ferrari þegar tímabilið er hálfnað.

Formúla 1

Hamilton: Besti sigurinn á ferlinum

Lewis Hamilton var ekki í nokkrum vafa um að sigur hans á Silverstone í dag hefði verið sá besti á ferlinum. Hann segir keppnina líka hafa verið eina þá erfiðustu sem hann hafi tekið þátt í.

Formúla 1

Hamilton sigraði á heimavelli

Breski ökuþórinn Lewis Hamilton vann í dag sinn fyrsta sigur á ferlinum á Silverstone brautinni á Englandi við erfiðar aðstæður. Þjóðverjinn Nick Heidfeld á BMW náði öðru sætinu og gamla kempan Rubens Barrichello á Honda varð þriðji.

Formúla 1

Silverstone að kveðja

Formúlu-1 kappaksturinn um helgina fer fram á hinni frægu Silverstone-braut á Bretlandi. Þetta er í næstsíðasta sinn sem kappaksturinn fer fram þar.

Formúla 1

Coulthard hættir í lok tímabils

Skoski ökuþórinn David Coulthard hjá Red Bull hefur tilkynnt að hann ætli að hætta keppni að loknu yfirstandandi tímabili í Formúlu 1. Coulthard er á sínu 14. ári og hefur unnið 13 keppnir á ferlinum með Williams, McLaren og Red Bull.

Formúla 1

Sigur hjá Massa

Felipe Massa vann í dag sigur í franska kappakstrinum í Formúlu 1 þökk sé vandræðum sem félagi hans hjá Ferrari, Kimi Raikkönen, lenti í.

Formúla 1

Fyrsti sigur Kubica

Robert Kubica vann í dag sinn fyrsta sigur í Formúlu 1 þegar hann sigraði í Montreal kappakstrinum. Þetta var góður dagur fyrir BMW, því félagi hans Nick Heidfeld náði öðru sætinu.

Formúla 1

Rosberg fljótastur á lokaæfingu

Williams-ökumaðurinn Nico Rosberg náði bestum tíma allra á lokaæfingunni fyrir tímatökur fyrir Montreal kappaksturinn í Kanda í dag. Rosberg var hársbreidd á undan heimsmeistaranum Kimi Raikkönen hjá Ferrari. Næstir komu þeir Lewis Hamilton á McLaren og Felipe Massa hjá Ferrari.

Formúla 1