Formúla 1

Upptökudagur hjá McLaren-Honda

McLaren liðið mun mæta á Silverstone brautina á morgun til að prufukeyra nýja Hondu vél fyrir bíl næsta árs. Slíkt er heimilt undir því yfirskyni að um upptökur á auglýsingum sé að ræða. Aka má 100 kílómetra.

Formúla 1

Rosberg á ráspól í Brasilíu

Nico Rosberg á Mercedes náði ráspól fyrir brasilíksa kappaksturinn. Liðsfélagi hans, Lewis Hamilton varð annar og heimamaðurinn Felipe Massa á Williams varð þriðji.

Formúla 1

Rosberg fljótastur á föstudegi

Nico Rosberg var fljótastur á báðum æfingum dagsins fyrir Brasilíukappaksturinn. Nokkrir ökumenn glímdu vandamál tengd nýju slitlagi á Interlagos brautinni.

Formúla 1

Caterham ætlar til Abú Dabí

Caterham undirbýr nú endurkomu til keppni í Formúlu 1. Eftir að hafa misst af keppninni í Texas mun liðið einnig missa af keppninni í Brasilíu um helgina. Caterham ætlar að koma til Abú Dabí sem er lokakeppni tímabilsins.

Formúla 1

Marcus Ericsson til Sauber

Sænski ökuþórinn Marcus Ericsson hefur samið við Sauber liðið í Formúlu 1. Hann ók áður fyrir Caterham liðið sem nýlega lýsti yfir gjaldþroti.

Formúla 1

FIA breytir tímatökunni í Texas

Færri bílar kölluðu á breytingar á fyrirkomulagi tímatökunnar í Texas annars hefðu tveir bílar dottið út í fyrstu lotu og því að litlu að keppa. Breytingarnar eru nauðsynlegar vegna fjarveru Caterham og Marussia.

Formúla 1

Bræður vilja bjarga Marussia

Bresk-indverskir bræður, Baljinder Sohi og Sonny Kaushal eru nú í samningaviðræðum við forsvarsmenn Marussia. Þeim virðist vera full alvara í að reyna að bjarga liðinu.

Formúla 1

Bílskurinn: Rólegt í Rússlandi

Eftir kappakstur helgarinnar á spánýrri braut í Sochi, Rússlandi þar sem Lewis Hamilton jók forskot sitt á toppi stigakeppni ökumanna, er kominn tími til að skoða hvað gerðist. Fimm fyrstu hringirnir voru stútfullir af hasar, eftir það tók við rólegur og stöðugur kappakstur.

Formúla 1

Myndavélin á hjálmi Schumacher gerði mestan skaða

Nýjustu fréttirnar af formúlugoðsögninni Michael Schumacher eru þær að hinn 45 ára gamli Þjóðverji sé enn að vakna úr dáinu því að það ferli er allt mjög hægt. Þetta er haft eftir fimmtán ára syni hans Mick. Það er einnig komið í ljós að það var myndavélin á hjálmi hans sem orsakaði mesta skaðann.

Formúla 1

Hamilton á ráspól

Lewis Hamilton, Mercedes, verður í ráspól í rússneska kappakstrinum eftir harða baráttu við félaga sinn hjá Mercedes, Nico Rosberg.

Formúla 1