Erlent

Árásarmannsins enn leitað

Árásarmannsins, sem skaut tvo Svía til bana í Brussel fyrr í kvöld, er enn leitað. Sá sem er grunaður um verknaðinn segist sjálfur heita Abdesalem Al Guilani, en í myndbandi sem er nú í dreifingu á samfélagsmiðlum játar hann á sig verknaðinn.

Erlent

Tveir látnir eftir skotárás í Brussel

Minnst tveir eru látnir eftir skotárás í Brussel, höfuðborg Belgíu. Árásin átti sér stað klukkan sjö í kvöld að staðartíma. Hæsta viðbúnaðarstig vegna hryðjuverka hefur verið virkjað.

Erlent

Pólska ríkis­stjórnin fallin: „Fólk er búið að fá nóg af þessu“

Íhaldsflokkurinn Lög og réttlæti er búinn að missa meirihluta sinn í pólska þinginu samkvæmt útgönguspá. Metþátttaka var í þingkosningunum sem fóru fram í gær en pólskur túlkur sem búsettur er hér á Íslandi segir að almenningur hafi vaknað upp úr ákveðnum doða eftir að stjórnvöld þrengdu verulega að mannréttindum Pólverja. Það hafi verið hreyfiaflið sem fékk fólk til að halda á kjörstað.

Erlent

Meintur „Bítill ISIS“ gengst við hryðjuverkastarfsemi

Maður sem grunaður er um að hafa verið einn af „Bítlum Íslamska ríkisins“, hefur játað aðild að hryðjuverkastarfsemi fyrir dómi í Bretlandi. Aine Leslie Davis játaði í morgun að hafa borið skotvopn í hryðjuverkatilgangi og gekkst hann einnig við tveimur ákærum um að hafa fjármagnað hryðjuverkastarfsemi.

Erlent

Bananaprins kjörinn forseti í Ekvador

Bananaerfinginn Daniel Noboa var í gærkvöldi kjörinn forseti Ekvador og verður hann sá yngsti til að sinna embættinu í sögu landsins. Noboa hefur heitið því að taka á ofbeldisöldu sem ríður yfir landið af hörku og auka atvinnustig ungs fólks.

Erlent

Martraðarástand í Súdan og níu þúsund fallnir

Allt að níu þúsund manns hafa fallið á undanförnum sex mánuðum í Súdan og mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur lýst mannúðarástandinu við martröð. Aðstæður almennings í Súdan hafa versnað til muna á undanförnum mánuðum.

Erlent

Eldsneyti sjúkrahúsa í Gasa að klárast og lík grafin í fjöldagröfum

Eldsneytisbirgðir sjúkrahúsa í Gasa klárast á næstu dögum sem gæti haft hörmulegar afleiðingar. Talið er að 600 þúsund Palestínumenn hafi flúið norður-Gasa og tugir þúsunda leitað öruggs skjóls við spítala. Grafa þurfti hundrað manns í fjöldagröf til að rýma líkhús stærsta spítalans í Gasaborg.

Erlent

Stjórnin í Póllandi fallin samkvæmt útgönguspám

Samkvæmt fyrstu útgönguspám úr þingkosningum í Póllandi nær stjórnarflokkur landsins, Lög og réttlæti, ekki hreinum meirihluta. Líklegasta niðurstaðan er talin vera samsteypustjórn mynduð af hinum lýðræðislegu stjórnarandstöðuflokkum.

Erlent

Þungir bílar borgi hærri bílastæðagjöld

Tvær borgir í Frakklandi ráðgera að láta eigendur stærri bíla borga meira í bílastæðagjöld í framtíðinni en eigendur lítilla bíla. Þeir taki meira pláss og séu hættulegri í umferðinni.

Erlent

Hamas liðar hafi verið orðnir ör­væntingar­fullir

Albert Jóns­son, sér­fræðingur í al­þjóða­málum, segir ó­hjá­kvæmi­legt að Ísraels­her muni her­nema Gasa­ströndina. Hann segir Hamas liða hafa verið farnir að fyllast á­hyggjum af eigin stöðu vegna þýðu í sam­skiptum Ísraela við aðrar Araba­þjóðir í Mið­austur­löndum.

Erlent

Kosningar í Pól­landi: Tví­sýnt hvernig fer

Kjör­dagur er runninn upp í Pól­landi þar sem þing­kosningar fara fram í dag. Kjör­staðir opnuðu klukkan sjö í morgun að staðar­tíma og verða þeir opnir þar til klukkan níu í kvöld. Sam­hliða ganga Pól­verjar til þjóðar­at­kvæða­greiðslu um fjögur mál. Miðað við skoðana­kannanir er alls ó­víst hver mun geta myndað stjórn að kosningunum loknum og eru allar líkur á að mynda þurfi sam­steypu­stjórn.

Erlent

Hafi þrjár klukku­stundir til að flýja Gasa

Þúsundir Palestínu­manna halda á­fram að flýja frá norður­hluta Gasa­strandar í að­draganda inn­rásar Ísraels­hers. Herinn hefur til­kynnt að inn­rásin verði gerð á landi, í lofti og af sjó. Íranir hafa hótað Ísraels­mönnum að bregðast við haldi Ísraelar á­fram hernaði sínum gegn Gasa.

Erlent

Ísraelski herinn undir­býr alls­herjar­á­rás

Þúsundir Palestínumanna flúðu norðurhluta Gasastrandarinnar í dag á meðan Ísraelar undirbjuggu innrás og létu loftárásir dynja á Gasasvæðinu. Benjamín Netanjahú sagði „næsta stig yfirvofandi“ og ísraelski herinn ætlar að ráðast á svæðið úr lofti, landi og legi.

Erlent