Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Samúel Karl Ólason skrifar 21. janúar 2025 11:59 Palestínskur maður virðir fyrir sér skemmdirnar eftir árásir landtökumanna á tvö þorp á Vesturbakkanum í gærkvöldi. AP/Majdi Mohammed Ísraelskir hermenn gerðu í morgun áhlaup á Jenin á Vesturbakkanum, sem talið er að muni standa yfir í að minnsta kosti nokkra daga. Áhlaupið hófst á nokkrum drónaárásum sem herinn segir að hafi beinst að innviðum hryðjuverkasamtaka. AP fréttaveitan hefur eftir embættismönnum á Vesturbakkanum að tveir Palestínumenn hafi fallið í árásunum sem gerðar voru á flóttamannabúðir í Jenin. Áhlaup hersins virðist beinast að þeim búðum og hafa Ísraelar gert áhlaup á þær áður. Fjölmiðlar í Ísrael hafa eftir Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, að hernaðaraðgerð þessi beri titilinn „Járnveggur“ og að áhlaupinu sé ætlað að „útrýma“ hryðjuverkastarfsemi í Jenin. Hann segir árásirnar beinast gegn handbendum klerkastjórnarinnar í Íran og að aðgerðin muni halda áfram eins lengi og til þurfi. הפלסטינים מדווחים על כוחות צה"ל רבים שפועלים במחנה הפליטים ג'נין@sapirlipkin pic.twitter.com/Al8MbbJHZf— החדשות - N12 (@N12News) January 21, 2025 Réðust á tvö þorp Áhlaupið kemur í kjölfar þess að hópur landtökumanna réðst á Palestínumenn á Vesturbakkanum í gærkvöldi. Bílar og hús voru brennd en Kan hefur eftir heimamönnum að um þrjú hundruð manns hafi tekið þátt í árasunum. Times of Israel segir að landtökumenn hafi gert árásir á tvö þorp á Vesturbakkanum og að tveir Ísraelar hafi verið skotnir og særðir alvarlega af lögregluþjónum. Mennirnir, sem voru grímuklæddir, eru sagðir hafa ráðist á lögregluþjón og sprautað piparúða á hann. Eftir að stríðið hófst á Gasaströndinni fjölgaði árásum landtökumanna á Vesturbakkanum. Ísraelski herinn hefur einnig gert mörg áhlaup á svæðinu. Sjá einnig: Landtökumenn ganga berserksgang á Vesturbakkanum Árásin í gær var gerð á svipuðum tíma og Donald Trump, nýr forseti Bandaríkjanna, tilkynnti að hann væri að fella úr gildi refsiaðgerðir gegn ísraelskum landtökumönnum sem beita Palestínumenn ofbeldi. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sjá meira
AP fréttaveitan hefur eftir embættismönnum á Vesturbakkanum að tveir Palestínumenn hafi fallið í árásunum sem gerðar voru á flóttamannabúðir í Jenin. Áhlaup hersins virðist beinast að þeim búðum og hafa Ísraelar gert áhlaup á þær áður. Fjölmiðlar í Ísrael hafa eftir Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, að hernaðaraðgerð þessi beri titilinn „Járnveggur“ og að áhlaupinu sé ætlað að „útrýma“ hryðjuverkastarfsemi í Jenin. Hann segir árásirnar beinast gegn handbendum klerkastjórnarinnar í Íran og að aðgerðin muni halda áfram eins lengi og til þurfi. הפלסטינים מדווחים על כוחות צה"ל רבים שפועלים במחנה הפליטים ג'נין@sapirlipkin pic.twitter.com/Al8MbbJHZf— החדשות - N12 (@N12News) January 21, 2025 Réðust á tvö þorp Áhlaupið kemur í kjölfar þess að hópur landtökumanna réðst á Palestínumenn á Vesturbakkanum í gærkvöldi. Bílar og hús voru brennd en Kan hefur eftir heimamönnum að um þrjú hundruð manns hafi tekið þátt í árasunum. Times of Israel segir að landtökumenn hafi gert árásir á tvö þorp á Vesturbakkanum og að tveir Ísraelar hafi verið skotnir og særðir alvarlega af lögregluþjónum. Mennirnir, sem voru grímuklæddir, eru sagðir hafa ráðist á lögregluþjón og sprautað piparúða á hann. Eftir að stríðið hófst á Gasaströndinni fjölgaði árásum landtökumanna á Vesturbakkanum. Ísraelski herinn hefur einnig gert mörg áhlaup á svæðinu. Sjá einnig: Landtökumenn ganga berserksgang á Vesturbakkanum Árásin í gær var gerð á svipuðum tíma og Donald Trump, nýr forseti Bandaríkjanna, tilkynnti að hann væri að fella úr gildi refsiaðgerðir gegn ísraelskum landtökumönnum sem beita Palestínumenn ofbeldi.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sjá meira