Erlent

Ríkis­stjórn Hollands sprungin

Ríkisstjórn Hollands er sprungin vegna ósættis stjórnarflokkana um innflytjendamál. Ríkisstjórnin hefur verið ósammála um hvernig hún eigi að snúa sér í málaflokknum í nokkurn tíma en um eitt og hálft ár er síðan hún tók til starfa. 

Erlent

Bjargaði kúm úr logandi hlöðu

Lögreglumaður í Wisconsin ríki í Bandaríkjunum bjargaði á dögunum þremur kúm úr logandi hlöðu. Næturvakt hans var að ljúka þegar hann kom auga á reyk sem kom úr hlöðu á bóndabæ. Hann mætti á vettvang og fór í hlöðuna þar sem hann fann kýrnar fastar.

Erlent

Biden sendir Úkraínu­mönnum klasa­sprengjur

Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur samþykkt að sjá Úkraínumönnum fyrir klasasprengjum, sem eru bannaðar í flestum ríkjum heims. Aðstoðin verður veitt á grundvelli undanþáguákvæðis vegna þjóðaröryggis.

Erlent

Sak­sóknarar í leyniskjala­máli Trump fá hótanir

Hægriöfgasinnaðir stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, hafa hótað saksóknurum sem sækja hann til saka fyrir meðferð sína á leyniskjölum. Þeir hafa meðal annars birt nöfn þeirra og persónuupplýsingar á netinu.

Erlent

Banda­ríkin eyða síðustu efna­vopnum sínum

Flugskeyti með saríngasi sem unnið er að því að eyða á herstöð í Kentucky eru síðustu efnavopn Bandaríkjanna. Síðustu birgðunum verður eytt fyrir lok september í samræmi við efnavopnasáttmálans sem 193 ríki skrifuðu undir árið 1997.

Erlent

OceanGate hættir allri starf­semi

OceanGate, fyrirtækið sem átti og gerði út kafbátinn Titan, hefur hætt allri starfsemi. Frá þessu er greint á heimasíðu fyrirtækisins. Fimm létust þegar Titan fórst á dögunum.

Erlent

Svíar færast nær aðild að NATO

Svíar hafa færst nær aðild að Atlantshafsbandalaginu eftir fund háttsettra embættismanna Tyrklands og Svíþjóðar með aðalframkvæmdastjóra NATO í dag ásamt fulltrúum Finna. Tyrkir og Ungverjar lögðust gegn aðild Finna og Svía en Finnar gengu í bandalagið í apríl.

Erlent

Segir Prigoz­hin í Rúss­landi

Alexander Lúkasjenka, forseti Hvíta-Rússlands, segir að Jevgeníj Prigozhin, leiðtogi Wagner-málaliðahópsins, sé staddur í Rússlandi og málaliðar hans séu í herbúðum sínum. Innan við tvær vikur eru frá því að Prigozhin og málaliðar hans gerðu uppreisn gegn rússneskum hermálayfirvöldum.

Erlent

Úkraínuforseti skorar á heimsbyggðina að vakna

Forseti Úkraínu segir heimsbyggðina verða að beina athygli sinni að undirbúningi Rússa fyrir að sprengja kjarnorkuverið í Zaporizhzhia í loft upp. Aðeins athygli alþjóðasamfélagsins og vissa um viðbrögð þess geti fælt Rússa frá hryðjuverkum.

Erlent

Karl III krýndur konungur Skotlands

Karl III var í dag krýndur konungur Skotlands samkvæmt hefð sem nær allt aftur til sautjándu aldar þegar Karl I Englandskonungur var krýndur konungur Skotlands.

Erlent

Thun­berg á­kærð fyrir að ó­hlýðnast lög­reglu

Sænskur saksóknari ákærði Gretu Thunberg, einn þekktasta loftslagsaðgerðasinna heims, fyrir að óhlýðnast lögreglu við mótmæli í Malmö í síðasta mánuði. Hún á að koma fyrir dómara í júlí en málum af þessu tagi er yfirleitt sagt ljúka með sekt.

Erlent

Í ströngustu öryggis­vist vegna skot­á­rásarinnar í Kaup­manna­höfn

Hinn 23 ára gamli karl­maður sem á­kærður var fyrir skot­á­rásina í verslunar­mið­stöðinni Fields í Kaup­manna­höfn í júlí á síðasta ári hefur verið dæmdur sekur fyrir þrjú mann­dráp og ellefu til­raunir til mann­dráps. Hann verður vistaður í öryggis­vistun sem er ætluð sér­stak­lega hættu­legum föngum, í ótakmarkaðan tíma.

Erlent

Ráð­herra sver af sér rasíska sam­særis­kenningu

Innanríkisráðherra Finnlands hafnaði því að hann aðhylltist rasíska hægriöfgasamsæriskenningu og eyddi gömlum færslum á samfélagsmiðlum eftir að fjölmiðlar fjöluðu um þær um helgina. Innan við vika er frá því að annar ráðherra sagði af sér í skugga ásakana um tengsl við hægriöfgaöfl.

Erlent

Heitasti staki dagurinn frá upp­hafi mælinga

Bráðabirgðatölur benda til þess að mánudaginn 3. júlí hafi verið heitasti einstaki dagur á jörðinni frá því að mælingar hófust. Meðalhiti jarðar fór þá í fyrsta skipti yfir sautján gráður. Hlýindin eru að hluta til knúin af sterkum El niño-atburði í Kyrrahafinu.

Erlent