Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Kjartan Kjartansson skrifar 17. nóvember 2024 09:12 Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, segir Rússa hafa notað nokkrar tegundir dróna auk flugskeyta við árásir sínar í nótt. AP/Denes Erdos Rússar hafa látið sprengjum rigna úr lofti yfir orkuinnviði víðsvegar um Úkraínu í nótt og rafmagn hefur verið tekið af í þremur héruðum vegna þess. Árásirnar eru sagðar þær umfangsmestu frá því í lok sumars. Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, segir að um 120 flugskeytum og 90 drónum hafi verið beitt í loftárásunum á landið. Þær hafist beinst að öllum hlutum Úkraínu. Úkraínska hernum hafi tekist að skjóta niður rúmlega 140 flugskeyti og dróna. Fregnir hafa borist af mannfalli í árásunum. Tveir járnbrautarstarfsmenn eru þannig sagðir hafa fallið í loftárás Rússa á lestarteina og brautarstöðvar í Dnipropetrovsk-héraði. Þrír aðrir hafi særst. Þá eru tvær konur sagðar hafa fallið í drónaárás á Mykolaiv. Sex til viðbótar hafi særst, þar á meðal tvö börn. Einnig hafa borist fréttir af því að maður hafi særst þegar brak úr dróna sem var skotinn niður yfir Kænugarði féll á hann. DTEK, stærsta einkarekna orkufyrirtæki landsins, segir að verulegt tjón hafi orðið á varmaorkuverum þess í árásunum. Þetta hafi verið átta stóra árás Rússa á orkuvinniði á þessu ári. Alls hafi 190 árásir verið gerðar á varmaorkuver frá því að Rússar hófu allsherjarinnrás sína í febrúar árið 2022. Breska ríkisútvarpið BBC segir að orkuframleiðsla í Úkraínu sé nú á bilinu þriðjungur til helmingur af því sem hún var fyrir innrásina. Úkrínask stjórnvöld fari með nákvæmar upplýsingar um það sem ríkisleyndarmál. Andrii Sybiha, utanríkisráðherra Úkraínu, skaut eitraðri pillu á Olaf Scholz, fráfarandi kanslara Þýskalands, sem ræddi við Vladímír Pútín Rússlandsforseta í síma á föstudag í fyrsta skipti frá því síðla árs 2022. Lýsti Sybiha árás Rússa í nótt sem „raunverulegu svari“ Pútín til þeirra leiðtoga sem ræddu við hann, að því er kemur fram í frétt Reuters. Pólski herinn var settur í viðbragðsstöðu vegna árásanna á vestanverða Úkraínu í nótt og orrustuþotur voru sendar á loft. Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Orkumál Mest lesið Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Fleiri fréttir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Sjá meira
Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, segir að um 120 flugskeytum og 90 drónum hafi verið beitt í loftárásunum á landið. Þær hafist beinst að öllum hlutum Úkraínu. Úkraínska hernum hafi tekist að skjóta niður rúmlega 140 flugskeyti og dróna. Fregnir hafa borist af mannfalli í árásunum. Tveir járnbrautarstarfsmenn eru þannig sagðir hafa fallið í loftárás Rússa á lestarteina og brautarstöðvar í Dnipropetrovsk-héraði. Þrír aðrir hafi særst. Þá eru tvær konur sagðar hafa fallið í drónaárás á Mykolaiv. Sex til viðbótar hafi særst, þar á meðal tvö börn. Einnig hafa borist fréttir af því að maður hafi særst þegar brak úr dróna sem var skotinn niður yfir Kænugarði féll á hann. DTEK, stærsta einkarekna orkufyrirtæki landsins, segir að verulegt tjón hafi orðið á varmaorkuverum þess í árásunum. Þetta hafi verið átta stóra árás Rússa á orkuvinniði á þessu ári. Alls hafi 190 árásir verið gerðar á varmaorkuver frá því að Rússar hófu allsherjarinnrás sína í febrúar árið 2022. Breska ríkisútvarpið BBC segir að orkuframleiðsla í Úkraínu sé nú á bilinu þriðjungur til helmingur af því sem hún var fyrir innrásina. Úkrínask stjórnvöld fari með nákvæmar upplýsingar um það sem ríkisleyndarmál. Andrii Sybiha, utanríkisráðherra Úkraínu, skaut eitraðri pillu á Olaf Scholz, fráfarandi kanslara Þýskalands, sem ræddi við Vladímír Pútín Rússlandsforseta í síma á föstudag í fyrsta skipti frá því síðla árs 2022. Lýsti Sybiha árás Rússa í nótt sem „raunverulegu svari“ Pútín til þeirra leiðtoga sem ræddu við hann, að því er kemur fram í frétt Reuters. Pólski herinn var settur í viðbragðsstöðu vegna árásanna á vestanverða Úkraínu í nótt og orrustuþotur voru sendar á loft.
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Orkumál Mest lesið Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Fleiri fréttir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Sjá meira