Erlent Bandaríkjamenn segja krónprinsinn njóta friðhelgis sem forsætisráðherra Bandarísk stjórnvöld segja ótækt að kæra Mohammed bin Salman, krónprins Sádi Arabíu, í tengslum við morðið á blaðamanninum Jamal Khashoggi, þar sem hann var nýlega gerður forsætisráðherra landsins og nýtur þar með friðhelgi sem æðsti ráðamaður ríkisstjórnar. Erlent 18.11.2022 10:49 Svíar staðfesta að skemmdarverk voru unnin á Nord Stream leiðslunum Saksóknarinn sem fer fyrir rannsókn Svía á skemmdunum á Nord Stream 1 og 2 gasleiðslunum í Eystrasalti hefur staðfest að um skemmdarverk sé að ræða og segir leifar sprengjuefna hafa fundist á vettvangi. Erlent 18.11.2022 09:58 Selenskí segir tíu milljónir Úkraínumanna án rafmagns Volodómír Selenskí Úkraínuforseti segir að linnulausar árásir Rússa á innviði landsins hafi gert það að verkum að nú séu tíu milljónir Úkraínumanna án rafmagns. Erlent 18.11.2022 07:34 Óvænt útspil til að forða því að loftslagsviðræður sigli í strand Útlit er fyrir að loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Egyptalandi ljúki án umtalsverðs árangurs nú þegar aðeins einn dagur er eftir af henni. Samningamaður Evrópusambandsins reyndi að koma viðræðunum af stað með óvæntu útspili í kvöld. Erlent 17.11.2022 23:37 Pelosi stígur til hliðar eftir tæplega tveggja áratuga forystu Nancy Pelosi, fráfarandi forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sækist ekki eftir því að leiða Demókrataflokkinn í deildinni á komandi kjörtímabili. Hún hefur verið í forystu flokksins í neðri deild þingsins í nærri því tuttugu ár. Erlent 17.11.2022 18:47 Þrír sakfelldir fyrir að skjóta niður MH17 Þrír karlmenn voru í dag sakfelldir fyrir að hafa sprengt flugvél Malasyia Airlines er vélin flaug fyrir Úkraínu árið 2014. Fjórði maðurinn sem var einnig ákærður var sýknaður. Farþegar vélarinnar voru 298 talsins og létu þeir allir lífið. Erlent 17.11.2022 15:01 Á fleygiferð til tunglsins Fyrsta geimskot Artemis-áætlunarinnar heppnaðist vel þegar Orion geimfari var skotið af stað til tunglsins. Um fimmtíu ár eru frá því menn stóðu síðast á yfirborði tunglsins en Artemis-áætlunin snýr að því að koma upp varanlegri viðveru þar á næstu árum. Erlent 17.11.2022 11:15 Enn lenda stýriflaugar í Úkraínu Fjölda rússneskra stýriflauga var skotið að Úkraínu í morgun. Margar þeirra eru sagðar hafa verið skotnar niður en sprengingar hafa heyrst víða um landið, í Kænugarði, Odessa og Dnipro-borg en minnst fjórir eru látnir og fimm særðir eftir árásirnar. Erlent 17.11.2022 09:43 Úkraínumenn enn á því að flaugin hafi ekki verið þeirra Volodomír Selenskí Úkraínuforseti segist enn vera viss um að eldflaugin sem lenti í Póllandi í fyrradag þar sem tveir létu lífið hafi ekki komið frá Úkraínumönnum. Erlent 17.11.2022 07:40 Repúblikanar taldir öruggir með meirihluta í fulltrúadeildinni Nú þykir orðið ljóst að Repúblikanaflokkurinn muni fara með völdin í fulltrúadeildinni á Bandaríkjaþingi. Erlent 17.11.2022 07:30 Bandaríkjaþing nærri því að lögfesta hjónabönd samkynhneigðra Frumvarp sem festi rétt samkynhneigðra og para af ólíkum kynþáttum til hjónabands í lög virðist nú eiga greiða leið á Bandaríkjaþingi eftir að hópur repúblikana greiddi atkvæði með því í öldungadeildinni í kvöld. Demókratar stefna á að samþykkja lögin áður en þeir missa meirihluta sinn á þingi. Erlent 16.11.2022 23:51 Ráðleggja HM-gestum að nota einnota síma Frönsk persónuverndaryfirvöld ráðleggja þeim sem ætla að sækja heimsmeistaramótið í knattspyrnu í Katar að nota einnota eða tóma síma til þess að forðast að lenda upp á kant við þarlend yfirvöld. Sérfræðingar hafa varað við því að yfirvöld í Katar geti njósnað um fólk með tveimur forritum sem gestir þurfa að ná í. Erlent 16.11.2022 21:31 Hét nýjum degi fyrir Amasonfrumskóginn Luiz Inacio Lula da Silva, nýkjörinn forseti Brasilíu, hét því að nýr dagur væri runninn upp fyrir Amasonfrumskóginn og að hann ætlaði að taka á ólöglegu skógarhöggi þar á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í dag. Erlent 16.11.2022 20:03 Rússar ábyrgir vegna stöðugra árása á Úkraínu Forseti Póllands og aðalframkvæmdastjóri NATO segja Rússa bera ábyrgð á því með umfangsmiklum árásum sínum á borgir og bæi í Úkraínu að ein af loftvarnaeldflaugum Úkraínumanna sprakk innan landamæra Póllands í gærkvöldi. Miklar skemmdir urðu á innviðum Úkraínu í árásum Rússa. Erlent 16.11.2022 19:21 Keyrði á 22 lögreglunema í Los Angeles Keyrt var á hóp lögreglunema í Los Angeles í Kaliforníu í dag. Nemarnir voru úti að hlaupa saman þegar bifreið var ekið inn í hópinn. Fimm af nemunum eru alvarlega slasaðir. Erlent 16.11.2022 16:45 Nota fjarstýrðar byssur á Vesturbakkanum Ísraelski herinn hefur komið fjarstýrðum byssum fyrir á tveimur stöðum á Vesturbakkanum. Byssunum, sem skjóta táragasi, hvellsprengjum og gúmmíkúlum hefur verið komið fyrir á turni við flóttamannabúðir og á öðrum stað á Vesturbakkanum þar sem mótmælendur koma gjarnan saman. Erlent 16.11.2022 16:03 Segir ekkert benda til árásar Andrzej Duda, forseti Póllands, segir engin ummerki um að vísvitandi árás hafi leitt til þess að tveir Pólverjar dóu nærri landamærum Úkraínu í gær. Hann segir að líklega hafi það verið slys sem olli því að loftvarnaflaug frá Úkraínumönnum hafi banað fólkinu. Erlent 16.11.2022 11:54 Murdoch snýr baki við Trump Rupert Murdoch er sagður hafa tilkynnt Donald Trump fyrrverandi forseta Bandaríkjanna að hann ætli ekki að styðja framboð hans til endurkjörs sem Trump tilkynnti um í gærkvöldi. Murdoch rekur stóra fjölmiðlasamsteypuna News Corp sem er mjög áhrifamikil á hægri væng stjórnmála víða um heim meðal annars í Bandaríkjunum. Erlent 16.11.2022 11:30 Líklega loftvarnaflaug sem villtist af leið Líkur eru á að flugskeytið sem banaði tveimur í Póllandi í gær hafi verið úkraínsk loftvarnaflaug sem villtist af leið. Rússar skutu gífurlegum fjölda stýriflauga á skotmörk víðsvegar um Úkraínu í gær. Í fyrstu var talið að ein þeirra eða fleiri hefðu misst marks og lent í Póllandi. Erlent 16.11.2022 09:33 Artemis-1 loks á leið til tunglsins Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) skutu í morgun geimfari af stað til tunglsins. Eftir ítrekaðar frestanir bar fyrsta Space Launch System eldflaugin, sem er sú öflugasta sem hefur verið framleidd, Orion-geimfar á braut um jörðu en þaðan verður farinu flogið til tunglsins. Erlent 16.11.2022 08:29 Trump lýsir yfir framboði Donald Trump fyrrverandi forseti Bandaríkjanna tilkynnti í nótt um formlegt framboð sitt fyrir næstu kosningar árið 2024. Erlent 16.11.2022 06:37 Biden segir ólíklegt að flugskeytinu hafi verið skotið frá Rússlandi Joe Biden Bandaríkjaforseti segir ólíklegt að flugskeyti sem varð tveimur að bana í Póllandi hafi komið frá Rússlandi og vísar til brautar flugskeytisins. Aðspurður vildi hann hins vegar ekkert fullyrða um málið og sagðist vilja bíða og sjá. Erlent 16.11.2022 06:23 Fullyrða að flugskeytið hafi verið rússneskt Utanríkisráðuneyti Póllands fullyrti í kvöld að flugskeyti sem varð tveimur að bana í austanverðu landinu síðdegis í dag hafi verið framleitt í Rússlandi. Varnarmálaráðuneyti Rússlands hafði áður hafnað því að rússnesk vopn hafi valdið mannfallinu. Erlent 15.11.2022 23:41 Katrín segist fylgjast grannt með stöðunni í Póllandi Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir íslensk stjórnvöld fylgjast grannt með gangi mála í Póllandi í kjölfar þess að tveir létust þar þegar flugskeyti lenti á bæ nærri landamærunum að Úkraínu. Erlent 15.11.2022 22:37 Bein útsending: Reyna enn að senda far til tunglsins Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) ætla að gera enn eina tilraunina til að skjóta Artemis-1 af stað til tunglsins í fyrramálið. Þetta verður í fjórða sinn sem geimskotið verið reynt en síðasta tilraun átti sér stað í september. Erlent 15.11.2022 22:01 Hækka viðbúnaðarstig pólska hersins eftir sprengingarnar Pólska ríkisstjórnin tilkynnti í kvöld að viðbúnaðarstig hersins hefði verið hækkað eftir að tveir létust af völdum flugskeyta sem komu yfir landamærin að Úkraínu í dag. Forseti Úkraínu sakar Rússa um að stigmagna átökin. Erlent 15.11.2022 21:43 Rússnesk flugskeyti sögð hafa fellt tvo í Póllandi Tveir eru sagðir látnir eftir að rússnesk flugskeyti hæfðu þorp í austanverðu Póllandi nærri landamærunum að Úkraínu í dag. Pólska ríkisstjórnin situr á neyðarfundi en rússneska varnarmálaráðuneytið hafnar því að hafa skotið flugskeytunum. Erlent 15.11.2022 18:58 „Spilltasti útsendarinn“ segir fíkniefnastríðið vera leik José Irizarry, sem hefur verið kallaður spilltasti útsendari fíkniefnalögreglu Bandaríkjanna (DEA), segir fíkniefnastríðið óvinnanlegt og þá sem heyja það gjörspillta. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur tekið ásakanir hans til skoðunar. Erlent 15.11.2022 17:08 Ástandið alvarlegt eftir umfangsmestu árás Rússa Úkraínumenn segja Rússa hafa skotið minnst 85 eldflaugum á skotmörk víða um landið í dag. Stór hluti landsins sé rafmagnslaus og sömuleiðis netleysi víða. Árásin er sögð vera mögulega sú umfangsmesta frá því innrás Rússa hófst í febrúar. Erlent 15.11.2022 16:08 Fyrsti mótmælandinn dæmdur til dauða í Íran Fyrsti mótmælandinn hefur nú verið dæmdur til dauða í Íran vegna mótmæla sem hafa geisað þar í landi. Mótmælandinn er sakaður um að hafa kveikt í byggingu stjórnvalda. Erlent 15.11.2022 14:30 « ‹ 217 218 219 220 221 222 223 224 225 … 334 ›
Bandaríkjamenn segja krónprinsinn njóta friðhelgis sem forsætisráðherra Bandarísk stjórnvöld segja ótækt að kæra Mohammed bin Salman, krónprins Sádi Arabíu, í tengslum við morðið á blaðamanninum Jamal Khashoggi, þar sem hann var nýlega gerður forsætisráðherra landsins og nýtur þar með friðhelgi sem æðsti ráðamaður ríkisstjórnar. Erlent 18.11.2022 10:49
Svíar staðfesta að skemmdarverk voru unnin á Nord Stream leiðslunum Saksóknarinn sem fer fyrir rannsókn Svía á skemmdunum á Nord Stream 1 og 2 gasleiðslunum í Eystrasalti hefur staðfest að um skemmdarverk sé að ræða og segir leifar sprengjuefna hafa fundist á vettvangi. Erlent 18.11.2022 09:58
Selenskí segir tíu milljónir Úkraínumanna án rafmagns Volodómír Selenskí Úkraínuforseti segir að linnulausar árásir Rússa á innviði landsins hafi gert það að verkum að nú séu tíu milljónir Úkraínumanna án rafmagns. Erlent 18.11.2022 07:34
Óvænt útspil til að forða því að loftslagsviðræður sigli í strand Útlit er fyrir að loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Egyptalandi ljúki án umtalsverðs árangurs nú þegar aðeins einn dagur er eftir af henni. Samningamaður Evrópusambandsins reyndi að koma viðræðunum af stað með óvæntu útspili í kvöld. Erlent 17.11.2022 23:37
Pelosi stígur til hliðar eftir tæplega tveggja áratuga forystu Nancy Pelosi, fráfarandi forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sækist ekki eftir því að leiða Demókrataflokkinn í deildinni á komandi kjörtímabili. Hún hefur verið í forystu flokksins í neðri deild þingsins í nærri því tuttugu ár. Erlent 17.11.2022 18:47
Þrír sakfelldir fyrir að skjóta niður MH17 Þrír karlmenn voru í dag sakfelldir fyrir að hafa sprengt flugvél Malasyia Airlines er vélin flaug fyrir Úkraínu árið 2014. Fjórði maðurinn sem var einnig ákærður var sýknaður. Farþegar vélarinnar voru 298 talsins og létu þeir allir lífið. Erlent 17.11.2022 15:01
Á fleygiferð til tunglsins Fyrsta geimskot Artemis-áætlunarinnar heppnaðist vel þegar Orion geimfari var skotið af stað til tunglsins. Um fimmtíu ár eru frá því menn stóðu síðast á yfirborði tunglsins en Artemis-áætlunin snýr að því að koma upp varanlegri viðveru þar á næstu árum. Erlent 17.11.2022 11:15
Enn lenda stýriflaugar í Úkraínu Fjölda rússneskra stýriflauga var skotið að Úkraínu í morgun. Margar þeirra eru sagðar hafa verið skotnar niður en sprengingar hafa heyrst víða um landið, í Kænugarði, Odessa og Dnipro-borg en minnst fjórir eru látnir og fimm særðir eftir árásirnar. Erlent 17.11.2022 09:43
Úkraínumenn enn á því að flaugin hafi ekki verið þeirra Volodomír Selenskí Úkraínuforseti segist enn vera viss um að eldflaugin sem lenti í Póllandi í fyrradag þar sem tveir létu lífið hafi ekki komið frá Úkraínumönnum. Erlent 17.11.2022 07:40
Repúblikanar taldir öruggir með meirihluta í fulltrúadeildinni Nú þykir orðið ljóst að Repúblikanaflokkurinn muni fara með völdin í fulltrúadeildinni á Bandaríkjaþingi. Erlent 17.11.2022 07:30
Bandaríkjaþing nærri því að lögfesta hjónabönd samkynhneigðra Frumvarp sem festi rétt samkynhneigðra og para af ólíkum kynþáttum til hjónabands í lög virðist nú eiga greiða leið á Bandaríkjaþingi eftir að hópur repúblikana greiddi atkvæði með því í öldungadeildinni í kvöld. Demókratar stefna á að samþykkja lögin áður en þeir missa meirihluta sinn á þingi. Erlent 16.11.2022 23:51
Ráðleggja HM-gestum að nota einnota síma Frönsk persónuverndaryfirvöld ráðleggja þeim sem ætla að sækja heimsmeistaramótið í knattspyrnu í Katar að nota einnota eða tóma síma til þess að forðast að lenda upp á kant við þarlend yfirvöld. Sérfræðingar hafa varað við því að yfirvöld í Katar geti njósnað um fólk með tveimur forritum sem gestir þurfa að ná í. Erlent 16.11.2022 21:31
Hét nýjum degi fyrir Amasonfrumskóginn Luiz Inacio Lula da Silva, nýkjörinn forseti Brasilíu, hét því að nýr dagur væri runninn upp fyrir Amasonfrumskóginn og að hann ætlaði að taka á ólöglegu skógarhöggi þar á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í dag. Erlent 16.11.2022 20:03
Rússar ábyrgir vegna stöðugra árása á Úkraínu Forseti Póllands og aðalframkvæmdastjóri NATO segja Rússa bera ábyrgð á því með umfangsmiklum árásum sínum á borgir og bæi í Úkraínu að ein af loftvarnaeldflaugum Úkraínumanna sprakk innan landamæra Póllands í gærkvöldi. Miklar skemmdir urðu á innviðum Úkraínu í árásum Rússa. Erlent 16.11.2022 19:21
Keyrði á 22 lögreglunema í Los Angeles Keyrt var á hóp lögreglunema í Los Angeles í Kaliforníu í dag. Nemarnir voru úti að hlaupa saman þegar bifreið var ekið inn í hópinn. Fimm af nemunum eru alvarlega slasaðir. Erlent 16.11.2022 16:45
Nota fjarstýrðar byssur á Vesturbakkanum Ísraelski herinn hefur komið fjarstýrðum byssum fyrir á tveimur stöðum á Vesturbakkanum. Byssunum, sem skjóta táragasi, hvellsprengjum og gúmmíkúlum hefur verið komið fyrir á turni við flóttamannabúðir og á öðrum stað á Vesturbakkanum þar sem mótmælendur koma gjarnan saman. Erlent 16.11.2022 16:03
Segir ekkert benda til árásar Andrzej Duda, forseti Póllands, segir engin ummerki um að vísvitandi árás hafi leitt til þess að tveir Pólverjar dóu nærri landamærum Úkraínu í gær. Hann segir að líklega hafi það verið slys sem olli því að loftvarnaflaug frá Úkraínumönnum hafi banað fólkinu. Erlent 16.11.2022 11:54
Murdoch snýr baki við Trump Rupert Murdoch er sagður hafa tilkynnt Donald Trump fyrrverandi forseta Bandaríkjanna að hann ætli ekki að styðja framboð hans til endurkjörs sem Trump tilkynnti um í gærkvöldi. Murdoch rekur stóra fjölmiðlasamsteypuna News Corp sem er mjög áhrifamikil á hægri væng stjórnmála víða um heim meðal annars í Bandaríkjunum. Erlent 16.11.2022 11:30
Líklega loftvarnaflaug sem villtist af leið Líkur eru á að flugskeytið sem banaði tveimur í Póllandi í gær hafi verið úkraínsk loftvarnaflaug sem villtist af leið. Rússar skutu gífurlegum fjölda stýriflauga á skotmörk víðsvegar um Úkraínu í gær. Í fyrstu var talið að ein þeirra eða fleiri hefðu misst marks og lent í Póllandi. Erlent 16.11.2022 09:33
Artemis-1 loks á leið til tunglsins Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) skutu í morgun geimfari af stað til tunglsins. Eftir ítrekaðar frestanir bar fyrsta Space Launch System eldflaugin, sem er sú öflugasta sem hefur verið framleidd, Orion-geimfar á braut um jörðu en þaðan verður farinu flogið til tunglsins. Erlent 16.11.2022 08:29
Trump lýsir yfir framboði Donald Trump fyrrverandi forseti Bandaríkjanna tilkynnti í nótt um formlegt framboð sitt fyrir næstu kosningar árið 2024. Erlent 16.11.2022 06:37
Biden segir ólíklegt að flugskeytinu hafi verið skotið frá Rússlandi Joe Biden Bandaríkjaforseti segir ólíklegt að flugskeyti sem varð tveimur að bana í Póllandi hafi komið frá Rússlandi og vísar til brautar flugskeytisins. Aðspurður vildi hann hins vegar ekkert fullyrða um málið og sagðist vilja bíða og sjá. Erlent 16.11.2022 06:23
Fullyrða að flugskeytið hafi verið rússneskt Utanríkisráðuneyti Póllands fullyrti í kvöld að flugskeyti sem varð tveimur að bana í austanverðu landinu síðdegis í dag hafi verið framleitt í Rússlandi. Varnarmálaráðuneyti Rússlands hafði áður hafnað því að rússnesk vopn hafi valdið mannfallinu. Erlent 15.11.2022 23:41
Katrín segist fylgjast grannt með stöðunni í Póllandi Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir íslensk stjórnvöld fylgjast grannt með gangi mála í Póllandi í kjölfar þess að tveir létust þar þegar flugskeyti lenti á bæ nærri landamærunum að Úkraínu. Erlent 15.11.2022 22:37
Bein útsending: Reyna enn að senda far til tunglsins Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) ætla að gera enn eina tilraunina til að skjóta Artemis-1 af stað til tunglsins í fyrramálið. Þetta verður í fjórða sinn sem geimskotið verið reynt en síðasta tilraun átti sér stað í september. Erlent 15.11.2022 22:01
Hækka viðbúnaðarstig pólska hersins eftir sprengingarnar Pólska ríkisstjórnin tilkynnti í kvöld að viðbúnaðarstig hersins hefði verið hækkað eftir að tveir létust af völdum flugskeyta sem komu yfir landamærin að Úkraínu í dag. Forseti Úkraínu sakar Rússa um að stigmagna átökin. Erlent 15.11.2022 21:43
Rússnesk flugskeyti sögð hafa fellt tvo í Póllandi Tveir eru sagðir látnir eftir að rússnesk flugskeyti hæfðu þorp í austanverðu Póllandi nærri landamærunum að Úkraínu í dag. Pólska ríkisstjórnin situr á neyðarfundi en rússneska varnarmálaráðuneytið hafnar því að hafa skotið flugskeytunum. Erlent 15.11.2022 18:58
„Spilltasti útsendarinn“ segir fíkniefnastríðið vera leik José Irizarry, sem hefur verið kallaður spilltasti útsendari fíkniefnalögreglu Bandaríkjanna (DEA), segir fíkniefnastríðið óvinnanlegt og þá sem heyja það gjörspillta. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur tekið ásakanir hans til skoðunar. Erlent 15.11.2022 17:08
Ástandið alvarlegt eftir umfangsmestu árás Rússa Úkraínumenn segja Rússa hafa skotið minnst 85 eldflaugum á skotmörk víða um landið í dag. Stór hluti landsins sé rafmagnslaus og sömuleiðis netleysi víða. Árásin er sögð vera mögulega sú umfangsmesta frá því innrás Rússa hófst í febrúar. Erlent 15.11.2022 16:08
Fyrsti mótmælandinn dæmdur til dauða í Íran Fyrsti mótmælandinn hefur nú verið dæmdur til dauða í Íran vegna mótmæla sem hafa geisað þar í landi. Mótmælandinn er sakaður um að hafa kveikt í byggingu stjórnvalda. Erlent 15.11.2022 14:30