Fannst í Frakklandi eftir sex ára leit Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. desember 2023 10:10 Alex Batty fyrir sex árum þegar lýst var eftir honum. Lögreglan í Manchester Sautján ára enskur piltur sem hafði verið saknað í sex ár fannst í Frakklandi á miðvikudag. Vegfarandi hjálpaði piltinum að komast í samband við ömmu sína með hjálp Facebook. BBC greinir frá því að Alex Batty hafi horfið sumarið 2017 eftir að hafa farið í vikuferðalag með móður sinni og móðurafa. Amma hans fór með forræði piltsins en gaf leyfi fyrir vikulangri ferð. Þau sneru aldrei aftur. Amman sagði í viðtali við BBC árið 2018 að hana grunaði að móðir Alex og afi hefðu flúið með piltinn í andlegt samfélag, líklega í Marokkó. Þau hefðu þráð öðruvísi lífstíl og ekki viljað að Alex gengi í skóla. Verið á göngu í fjóra daga BBC hefur eftir lögreglunni í Englandi að ökumaður hefði farið með Alex á lögreglustöð í Toulouse eftir að hafa tekið eftir pilti á götunni neðst í Pýreneafjöllunum snemma morguns á miðvikudag. „Hann útskýrði að hann hefði verið á göngu í fjóra daga. Hann hefði lagt af stað úr fjöllunum en sagði ekki hvaðan,“ segir ökumaðurinn Fabien Accidini. Hann hafi spurt piltinn til nafns, leitað að Alex Batty á netinu og séð að hans væri leitað. Alex hefði ætlað að komast í stórborg og þaðan í sendiráð til að fá aðstoð. Accidini hringdi þess í stað í yfirvöld í Frakklandi. Þá leyfði hann Alex að nota Facebook-aðgang sinn til að hafa uppi á ömmu sinni í Englandi. Amma, ég vil koma heim „Hæ amma, þetta er ég Alex. Ég er í Toulouse í Frakklandi. Ég vona innilega að þú fáir þessi skilaboð. Ég elska þig, ég vil koma heim.“ Lögregla hefur eftir Alex að hann hafi verið í Frakklandi í tvö ár. Hann hefði búið í afskekktum dölum í Pýreneafjöllunum, flakkað á milli staða með hópi fólks. Svæðið er þekkt fyrir að laða að sér fólk sem leitar í óhefðbundinn lífstíl. Alex fór með móður sinni og móðurafa frá Manchester í vikulangt frí til Marbella á Spáni í september 2017. Hann sást síðast við höfnina í Malaga þann 8. október sama ár, daginn sem hann átti að koma aftur til Englands. Frönsk yfirvöld höfðu samband við sendiráð Englands í París. „Þetta er flókin rannsókn sem hefur staðið yfir lengi. Við þurfum að kanna málið betur og gæta fyllsta öryggis,“ sagði fulltrúi lögreglunnar í Manchester. England Frakkland Bretland Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
BBC greinir frá því að Alex Batty hafi horfið sumarið 2017 eftir að hafa farið í vikuferðalag með móður sinni og móðurafa. Amma hans fór með forræði piltsins en gaf leyfi fyrir vikulangri ferð. Þau sneru aldrei aftur. Amman sagði í viðtali við BBC árið 2018 að hana grunaði að móðir Alex og afi hefðu flúið með piltinn í andlegt samfélag, líklega í Marokkó. Þau hefðu þráð öðruvísi lífstíl og ekki viljað að Alex gengi í skóla. Verið á göngu í fjóra daga BBC hefur eftir lögreglunni í Englandi að ökumaður hefði farið með Alex á lögreglustöð í Toulouse eftir að hafa tekið eftir pilti á götunni neðst í Pýreneafjöllunum snemma morguns á miðvikudag. „Hann útskýrði að hann hefði verið á göngu í fjóra daga. Hann hefði lagt af stað úr fjöllunum en sagði ekki hvaðan,“ segir ökumaðurinn Fabien Accidini. Hann hafi spurt piltinn til nafns, leitað að Alex Batty á netinu og séð að hans væri leitað. Alex hefði ætlað að komast í stórborg og þaðan í sendiráð til að fá aðstoð. Accidini hringdi þess í stað í yfirvöld í Frakklandi. Þá leyfði hann Alex að nota Facebook-aðgang sinn til að hafa uppi á ömmu sinni í Englandi. Amma, ég vil koma heim „Hæ amma, þetta er ég Alex. Ég er í Toulouse í Frakklandi. Ég vona innilega að þú fáir þessi skilaboð. Ég elska þig, ég vil koma heim.“ Lögregla hefur eftir Alex að hann hafi verið í Frakklandi í tvö ár. Hann hefði búið í afskekktum dölum í Pýreneafjöllunum, flakkað á milli staða með hópi fólks. Svæðið er þekkt fyrir að laða að sér fólk sem leitar í óhefðbundinn lífstíl. Alex fór með móður sinni og móðurafa frá Manchester í vikulangt frí til Marbella á Spáni í september 2017. Hann sást síðast við höfnina í Malaga þann 8. október sama ár, daginn sem hann átti að koma aftur til Englands. Frönsk yfirvöld höfðu samband við sendiráð Englands í París. „Þetta er flókin rannsókn sem hefur staðið yfir lengi. Við þurfum að kanna málið betur og gæta fyllsta öryggis,“ sagði fulltrúi lögreglunnar í Manchester.
England Frakkland Bretland Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira