Erlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás í Osló Tveir menn eru þungt haldnir á sjúkrahúsi eftir alvarlega stunguárás um hábjartan dag í Furuset, úthverfi Oslóar. Lögreglan kom að mönnunum tveimur, öðrum á bekk skammt frá lestarstöð og hinum í íbúð í hverfinu. Talið er að tenging sé á milli árásanna tveggja sem áttu sér stað með skömmu millibili. Erlent 5.9.2022 17:41 Segjast líklegast bera ábyrgð á dauða Akleh Ísraelski herinn segist líklegast bera ábyrgð á dauða blaðakonunnar Shireen Abu Akleh sem skotin var til bana á Vesturbakkanum í maí. Ísraelsmönnum hefur ekki tekist að rannsaka byssukúluna sem drap hana til þess að staðfesta það en Akleh var stödd á Vesturbakkanum til að flytja fréttir af átökum Ísrael og Palestínu. Erlent 5.9.2022 16:31 Fresta atkvæðagreiðslu um innlimun Kherson Rússar hafa ákveðið að fresta atkvæðagreiðslu um innlimun Kherson af „öryggisástæðum“. Til stóð að efna til eins konar atkvæðagreiðslu á meðal íbúa hinnar hernumdu borgar Kherson sem er í suðurhluta Ukraínu um hvort borgin eigi að tilheyra Rússlandi. Erlent 5.9.2022 16:28 Hæstiréttur Kenía staðfestir úrslit kosninganna Hæstiréttur Kenía hefur staðfest úrslit forsetakosninganna sem fram fóru þar í landi um miðjan ágúst. Einn frambjóðandi hafði kært kosningarnar og sakað mótframbjóðanda sinn um kosningasvindl. Erlent 5.9.2022 15:10 Fetar í fótspor átrúnaðargoðsins Thatcher Liz Truss hefur verið kjörin nýr formaður breska Íhaldsflokksins og verður þar með næsti forsætisráðherra landsins. Stjórnmálaferil hennar er ekki hægt að kalla glæstan en með mikilli þrautseigju er hún kominn á þann stað að hún fetar nú í fótspor átrúnaðargoðs síns, Margaret Thatcher. Erlent 5.9.2022 14:01 Á annan tug slösuð eftir að fallturn bilaði Tæplega tuttugu manns eru slasaðir eftir að fallturn bilaði og lenti á jörðinni í borginni Mohali í Punjab-héraði í Indlandi í gær. Myndband náðist af atvikinu og hefur verið í dreifingu á samfélagsmiðlum. Erlent 5.9.2022 13:20 Alvarlega slösuð eftir hákarlaárás á Hawaii Rúmlega fimmtug frönsk kona er alvarlega slösuð orðið fyrir árás hákarls við strendur eyjunnar Maui á Hawaii á laugardaginn. Ströndinni var lokað í kjölfar árásarinnar. Erlent 5.9.2022 12:56 Lokað á Novaya Gazeta í Rússlandi Dómstóll í Rússlandi hefur svipt Novaya Gazeta, einn af síðustu frjálsu fjölmiðlum Rússlands, starfsleyfinu. Blaðið verður því að hætta allri sinni starfsemi í Rússlandi. Erlent 5.9.2022 12:16 Liz Truss verður næsti forsætisráðherra Bretlands Liz Truss utanríkisráðherra Bretlands bar sigur úr býtum í baráttunni um leiðtogasæti Íhaldsflokksins í Bretlandi. Niðurstöður leiðtogakjörsins voru tilkynntar nú rétt fyrir hádegi og verður Truss því næsti forsætisráðherra landsins. Erlent 5.9.2022 11:39 Sjálfsvígssprengjuárás við rússneska sendiráðið í Kabúl Tveir starfsmenn rússneska sendiráðsins eru látnir eftir sjálfsvígssprengjuárás við sendiráð Rússa í Kabúl, höfuðborg Afganistan. Ellefu aðrir eru slasaðir. Erlent 5.9.2022 10:23 Níu saknað eftir að flugvél hrapaði í Washington Einn er látinn og níu er saknað eftir að flugvél hrapaði í Puget-sund í Washington-ríki í Bandaríkjunum. Leit að fólkinu stendur enn yfir en ekki er vitað hvers vegna flugvélin hrapaði. Erlent 5.9.2022 09:46 Sílemenn hafna nýrri stjórnarskrá Sílabúar kusu í gær gegn stjórnarskrárbreytingum sem forseti landsins hafði reynt að ná í gegn. Þeir sem kusu gegn breytingunum segja nýju stjórnarskránna vera of róttæka en alls greiddu 62 prósent kjósenda gegn breytingunum. Erlent 5.9.2022 09:15 Voru um borð í vélinni sem fórst í Eystrasalti Þýski frumkvöðullinn Peter Griesemann, eiginkona hans Juliane og dóttir þeirra Lisa, auk annars karlmanns, voru um borð í einkaflugvélinni sem hrapaði á lettnesku hafsvæði í Eystrasalti í gærkvöldi. Erlent 5.9.2022 08:01 Herforingjastjórnin í Mjanmar ræktar sambandið við Rússland Leiðtogi herforingjastjórnarinnar í Mjanmar lenti í Rússlandi í morgun þar sem hann er í annarri opinberu heimsókninni sinni í landinu á innan við tveimur mánuðum. Herforingjastjórnin hefur undafnarið lagt kapp á að rækta sambönd við þau fáu ríki sem enn eiga í samskiptum við Asíuþjóðina. Erlent 5.9.2022 07:43 Átta fjallgöngumenn látnir á eldfjalli á Kamtsjaka Átta fjallgöngumenn eru látnir eftir að hafa reynt að klífa eldfjallið Klyutsjevskaja Sopka á Kamtsjaka-skaga, austast í Rússlandi, um helgina. Erlent 5.9.2022 07:32 Segir brýnt að árásarmennirnir verði sóttir til saka Tveir menn, sem taldir eru hafa stungið tíu til bana og sært fimmtán í héraðinu Saskatchewan í Kanada í gær, eru enn ófundnir. Forsætisráðherra landsins segist fylgjast grannt með stöðu mála og brýnt sé að árásarmennirnir verði sóttir til saka. Erlent 5.9.2022 07:13 Minnst átta létust í jarðskjálfta í Afganistan í nótt Minnst átta létust þegar gríðarstór jarðskjálfti reið yfir norðausturhluta Afganistan í nótt. Talið er að mun fleiri hafi farist í skjálftanum. Erlent 5.9.2022 06:47 Minnst tíu stungin til bana í Kanada Minnst tíu eru látin og fimmtán særð eftir fjölda hnífsstunguárása í kanada í dag. Erlent 4.9.2022 22:33 Kleif Glerbrotið berfættur Ungur Breti var handtekinn í Lundúnum í dag fyrir að hafa í leyfisleysi klifið skýjakljúfinn Glerbrotið í morgun. Það gerði hann berfættur. Erlent 4.9.2022 20:14 Einkaþota hrapaði í Eystrasalt Talið er að lítil einkaþota með fjóra innanborðs hafi hrapað í Eystrasalt við Lettland. Samkvæmt flugáætlun var vélin á leið frá Spáni til Kölnar í Þýskalandi. Þegar vélin var flogin fram hjá Köln reyndu flugumferðarstjórar að ná sambandi við flugmenn hennar án árangurs. Erlent 4.9.2022 18:26 Lýtalæknar með réttarstöðu sakborninga eftir dauðsföll tveggja kvenna Lögregla á Spáni rannsakar nú dauðsföll tveggja kvenna sem gengust undir lýtaaðgerðir. 5 læknar og eigandi lýtaðgerðastofu í Madrid hafa réttarstöðu sakborninga. 19 konur hafa stigið fram og vilja skaðabætur vegna misheppnaðra aðgerða. Erlent 4.9.2022 14:32 Hamas samtökin tóku tvo meinta njósnara af lífi Hamas samtökin, sem fara með stjórn á Gaza svæðinu, eru sögð hafa tekið fimm Palestínumenn af lífi. Aftökurnar eru sagðar þær fyrstu sem vitað sé um frá apríl 2017. Erlent 4.9.2022 14:18 Segja eðlilegt að gagnsóknin gangi hægt: „Það liggur ekkert á“ Úkraínskir embættismenn segja gagnsókn þeirra í Kherson-héraði ganga hægt. Það sé þó í lagi, þar sem sóknin eigi að ganga hægt. Þeir búi hvorki yfir nægjanlegum mannafla né nægum hergögnum eins og skriðdrekum og bryndrekum til að sækja hratt fram gegn Rússum í héraðinu. Erlent 4.9.2022 11:00 Segir kveðjuathöfn Gorbatsjov hafa verið virðulega og viðeigandi Sendiherra Íslands í Rússlandi, Árni Þór Sigurðsson var viðstaddur kveðjuathöfn sem haldin var í gær til heiðurs Míkhaíl Gorbatsjov sem lést nú á dögunum, 91 árs. Árni segir athöfnina hafa verið virðulega og viðeigandi. Erlent 4.9.2022 10:26 Ætla ekki að reyna aftur í bráð Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) munu ekki reyna að skjóta Artemis-1 af stað til tunglsins á næstu dögum. Til stendur að flytja Space Launch System-eldflaugina og Orion geimfarið aftur af skotpalli í Flórída, náist ekki að laga leka sem kom á tanka eldflaugarinnar á skotpallinum. Erlent 4.9.2022 08:04 Lést eftir að faðirinn skildi hann eftir í heitum bíl í 5 klukkustundir Nítján ára karlmaður í Ohio á yfir höfði sér ákæru vegna dauða sonar síns. Hann er sagður hafa viljandi skilið eins árs gamlan son sinn eftir í heitum bíl með þeim afleiðingum að barnið lést. Erlent 3.9.2022 21:05 Flugvélin lenti harkalega á engi í Mississippi Flugvélinni sem hringsólaði tímunum saman í Tupelo í Mississippi hefur verið lent. Flugmaðurinn hafði hótað að fljúga vélinni á Walmart verslun á svæðinu en verslanir í kring voru rýmdar í kjölfarið. Erlent 3.9.2022 17:29 Kvenprestar mega þola svívirðingar samstarfsmanna og kollega Sjötta hver kona í Danmörku sem gegnir prestsembætti hefur orðið fyrir svívirðingum og lítilsvirðingu frá samstarfsmönnum sínum vegna kynferðis síns. Prestar eru eina stéttin í Danmörku þar sem ekki þarf að fara að jafnréttislögum við ráðningar. Erlent 3.9.2022 16:37 Hótaði að fljúga stolinni flugvél á Walmart Verslun Walmart í Tupelo í Mississippi í Bandaríkjunum var rýmd í morgun eftir að flugmaður stolinnar flugvélar hótaði að fljúga vélinni á verslunina. Erlent 3.9.2022 16:00 Bein útsending: Hættu við aðra tilraun vegna leka Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) eru hættir við að reyna að skjóta Artemis-1 af stað til tunglsins í kvöld. Hætt var við aðra tilraun til fyrsta tunglskots Artemis-áætlunarinnar vegna leka á einum af elsdneytistönkum Space Launch System-eldflaugarinnar. Erlent 3.9.2022 14:30 « ‹ 245 246 247 248 249 250 251 252 253 … 334 ›
Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás í Osló Tveir menn eru þungt haldnir á sjúkrahúsi eftir alvarlega stunguárás um hábjartan dag í Furuset, úthverfi Oslóar. Lögreglan kom að mönnunum tveimur, öðrum á bekk skammt frá lestarstöð og hinum í íbúð í hverfinu. Talið er að tenging sé á milli árásanna tveggja sem áttu sér stað með skömmu millibili. Erlent 5.9.2022 17:41
Segjast líklegast bera ábyrgð á dauða Akleh Ísraelski herinn segist líklegast bera ábyrgð á dauða blaðakonunnar Shireen Abu Akleh sem skotin var til bana á Vesturbakkanum í maí. Ísraelsmönnum hefur ekki tekist að rannsaka byssukúluna sem drap hana til þess að staðfesta það en Akleh var stödd á Vesturbakkanum til að flytja fréttir af átökum Ísrael og Palestínu. Erlent 5.9.2022 16:31
Fresta atkvæðagreiðslu um innlimun Kherson Rússar hafa ákveðið að fresta atkvæðagreiðslu um innlimun Kherson af „öryggisástæðum“. Til stóð að efna til eins konar atkvæðagreiðslu á meðal íbúa hinnar hernumdu borgar Kherson sem er í suðurhluta Ukraínu um hvort borgin eigi að tilheyra Rússlandi. Erlent 5.9.2022 16:28
Hæstiréttur Kenía staðfestir úrslit kosninganna Hæstiréttur Kenía hefur staðfest úrslit forsetakosninganna sem fram fóru þar í landi um miðjan ágúst. Einn frambjóðandi hafði kært kosningarnar og sakað mótframbjóðanda sinn um kosningasvindl. Erlent 5.9.2022 15:10
Fetar í fótspor átrúnaðargoðsins Thatcher Liz Truss hefur verið kjörin nýr formaður breska Íhaldsflokksins og verður þar með næsti forsætisráðherra landsins. Stjórnmálaferil hennar er ekki hægt að kalla glæstan en með mikilli þrautseigju er hún kominn á þann stað að hún fetar nú í fótspor átrúnaðargoðs síns, Margaret Thatcher. Erlent 5.9.2022 14:01
Á annan tug slösuð eftir að fallturn bilaði Tæplega tuttugu manns eru slasaðir eftir að fallturn bilaði og lenti á jörðinni í borginni Mohali í Punjab-héraði í Indlandi í gær. Myndband náðist af atvikinu og hefur verið í dreifingu á samfélagsmiðlum. Erlent 5.9.2022 13:20
Alvarlega slösuð eftir hákarlaárás á Hawaii Rúmlega fimmtug frönsk kona er alvarlega slösuð orðið fyrir árás hákarls við strendur eyjunnar Maui á Hawaii á laugardaginn. Ströndinni var lokað í kjölfar árásarinnar. Erlent 5.9.2022 12:56
Lokað á Novaya Gazeta í Rússlandi Dómstóll í Rússlandi hefur svipt Novaya Gazeta, einn af síðustu frjálsu fjölmiðlum Rússlands, starfsleyfinu. Blaðið verður því að hætta allri sinni starfsemi í Rússlandi. Erlent 5.9.2022 12:16
Liz Truss verður næsti forsætisráðherra Bretlands Liz Truss utanríkisráðherra Bretlands bar sigur úr býtum í baráttunni um leiðtogasæti Íhaldsflokksins í Bretlandi. Niðurstöður leiðtogakjörsins voru tilkynntar nú rétt fyrir hádegi og verður Truss því næsti forsætisráðherra landsins. Erlent 5.9.2022 11:39
Sjálfsvígssprengjuárás við rússneska sendiráðið í Kabúl Tveir starfsmenn rússneska sendiráðsins eru látnir eftir sjálfsvígssprengjuárás við sendiráð Rússa í Kabúl, höfuðborg Afganistan. Ellefu aðrir eru slasaðir. Erlent 5.9.2022 10:23
Níu saknað eftir að flugvél hrapaði í Washington Einn er látinn og níu er saknað eftir að flugvél hrapaði í Puget-sund í Washington-ríki í Bandaríkjunum. Leit að fólkinu stendur enn yfir en ekki er vitað hvers vegna flugvélin hrapaði. Erlent 5.9.2022 09:46
Sílemenn hafna nýrri stjórnarskrá Sílabúar kusu í gær gegn stjórnarskrárbreytingum sem forseti landsins hafði reynt að ná í gegn. Þeir sem kusu gegn breytingunum segja nýju stjórnarskránna vera of róttæka en alls greiddu 62 prósent kjósenda gegn breytingunum. Erlent 5.9.2022 09:15
Voru um borð í vélinni sem fórst í Eystrasalti Þýski frumkvöðullinn Peter Griesemann, eiginkona hans Juliane og dóttir þeirra Lisa, auk annars karlmanns, voru um borð í einkaflugvélinni sem hrapaði á lettnesku hafsvæði í Eystrasalti í gærkvöldi. Erlent 5.9.2022 08:01
Herforingjastjórnin í Mjanmar ræktar sambandið við Rússland Leiðtogi herforingjastjórnarinnar í Mjanmar lenti í Rússlandi í morgun þar sem hann er í annarri opinberu heimsókninni sinni í landinu á innan við tveimur mánuðum. Herforingjastjórnin hefur undafnarið lagt kapp á að rækta sambönd við þau fáu ríki sem enn eiga í samskiptum við Asíuþjóðina. Erlent 5.9.2022 07:43
Átta fjallgöngumenn látnir á eldfjalli á Kamtsjaka Átta fjallgöngumenn eru látnir eftir að hafa reynt að klífa eldfjallið Klyutsjevskaja Sopka á Kamtsjaka-skaga, austast í Rússlandi, um helgina. Erlent 5.9.2022 07:32
Segir brýnt að árásarmennirnir verði sóttir til saka Tveir menn, sem taldir eru hafa stungið tíu til bana og sært fimmtán í héraðinu Saskatchewan í Kanada í gær, eru enn ófundnir. Forsætisráðherra landsins segist fylgjast grannt með stöðu mála og brýnt sé að árásarmennirnir verði sóttir til saka. Erlent 5.9.2022 07:13
Minnst átta létust í jarðskjálfta í Afganistan í nótt Minnst átta létust þegar gríðarstór jarðskjálfti reið yfir norðausturhluta Afganistan í nótt. Talið er að mun fleiri hafi farist í skjálftanum. Erlent 5.9.2022 06:47
Minnst tíu stungin til bana í Kanada Minnst tíu eru látin og fimmtán særð eftir fjölda hnífsstunguárása í kanada í dag. Erlent 4.9.2022 22:33
Kleif Glerbrotið berfættur Ungur Breti var handtekinn í Lundúnum í dag fyrir að hafa í leyfisleysi klifið skýjakljúfinn Glerbrotið í morgun. Það gerði hann berfættur. Erlent 4.9.2022 20:14
Einkaþota hrapaði í Eystrasalt Talið er að lítil einkaþota með fjóra innanborðs hafi hrapað í Eystrasalt við Lettland. Samkvæmt flugáætlun var vélin á leið frá Spáni til Kölnar í Þýskalandi. Þegar vélin var flogin fram hjá Köln reyndu flugumferðarstjórar að ná sambandi við flugmenn hennar án árangurs. Erlent 4.9.2022 18:26
Lýtalæknar með réttarstöðu sakborninga eftir dauðsföll tveggja kvenna Lögregla á Spáni rannsakar nú dauðsföll tveggja kvenna sem gengust undir lýtaaðgerðir. 5 læknar og eigandi lýtaðgerðastofu í Madrid hafa réttarstöðu sakborninga. 19 konur hafa stigið fram og vilja skaðabætur vegna misheppnaðra aðgerða. Erlent 4.9.2022 14:32
Hamas samtökin tóku tvo meinta njósnara af lífi Hamas samtökin, sem fara með stjórn á Gaza svæðinu, eru sögð hafa tekið fimm Palestínumenn af lífi. Aftökurnar eru sagðar þær fyrstu sem vitað sé um frá apríl 2017. Erlent 4.9.2022 14:18
Segja eðlilegt að gagnsóknin gangi hægt: „Það liggur ekkert á“ Úkraínskir embættismenn segja gagnsókn þeirra í Kherson-héraði ganga hægt. Það sé þó í lagi, þar sem sóknin eigi að ganga hægt. Þeir búi hvorki yfir nægjanlegum mannafla né nægum hergögnum eins og skriðdrekum og bryndrekum til að sækja hratt fram gegn Rússum í héraðinu. Erlent 4.9.2022 11:00
Segir kveðjuathöfn Gorbatsjov hafa verið virðulega og viðeigandi Sendiherra Íslands í Rússlandi, Árni Þór Sigurðsson var viðstaddur kveðjuathöfn sem haldin var í gær til heiðurs Míkhaíl Gorbatsjov sem lést nú á dögunum, 91 árs. Árni segir athöfnina hafa verið virðulega og viðeigandi. Erlent 4.9.2022 10:26
Ætla ekki að reyna aftur í bráð Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) munu ekki reyna að skjóta Artemis-1 af stað til tunglsins á næstu dögum. Til stendur að flytja Space Launch System-eldflaugina og Orion geimfarið aftur af skotpalli í Flórída, náist ekki að laga leka sem kom á tanka eldflaugarinnar á skotpallinum. Erlent 4.9.2022 08:04
Lést eftir að faðirinn skildi hann eftir í heitum bíl í 5 klukkustundir Nítján ára karlmaður í Ohio á yfir höfði sér ákæru vegna dauða sonar síns. Hann er sagður hafa viljandi skilið eins árs gamlan son sinn eftir í heitum bíl með þeim afleiðingum að barnið lést. Erlent 3.9.2022 21:05
Flugvélin lenti harkalega á engi í Mississippi Flugvélinni sem hringsólaði tímunum saman í Tupelo í Mississippi hefur verið lent. Flugmaðurinn hafði hótað að fljúga vélinni á Walmart verslun á svæðinu en verslanir í kring voru rýmdar í kjölfarið. Erlent 3.9.2022 17:29
Kvenprestar mega þola svívirðingar samstarfsmanna og kollega Sjötta hver kona í Danmörku sem gegnir prestsembætti hefur orðið fyrir svívirðingum og lítilsvirðingu frá samstarfsmönnum sínum vegna kynferðis síns. Prestar eru eina stéttin í Danmörku þar sem ekki þarf að fara að jafnréttislögum við ráðningar. Erlent 3.9.2022 16:37
Hótaði að fljúga stolinni flugvél á Walmart Verslun Walmart í Tupelo í Mississippi í Bandaríkjunum var rýmd í morgun eftir að flugmaður stolinnar flugvélar hótaði að fljúga vélinni á verslunina. Erlent 3.9.2022 16:00
Bein útsending: Hættu við aðra tilraun vegna leka Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) eru hættir við að reyna að skjóta Artemis-1 af stað til tunglsins í kvöld. Hætt var við aðra tilraun til fyrsta tunglskots Artemis-áætlunarinnar vegna leka á einum af elsdneytistönkum Space Launch System-eldflaugarinnar. Erlent 3.9.2022 14:30