Erlent

Mjög öflugur jarð­skjálfti reið yfir í Marokkó

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Á myndinni sést hvar stærri skjálftinn, upp á 6,8, átti upptök sín. Eftirskjálfti upp á 4,9 mældist í kjölfar skjálftans.
Á myndinni sést hvar stærri skjálftinn, upp á 6,8, átti upptök sín. Eftirskjálfti upp á 4,9 mældist í kjölfar skjálftans. berkeley

Jarðskjálfti 6,8 að stærð reið yfir í Marokkó í kvöld. Skjálftinn átti upptök sín á 18,5 kílómetra dýpi, í um 56 kílómetra vestur af Oukaimeden. Skjálftinn fannst vel í Marrakesh.

Nokkur skelfing greip um sig meðal íbúa og ferðamanna í Marrakesh og víðar í landinu en samkvæmt Reuters lést enginn í skjálftanum. Verið er að kanna umfang og afleiðingar skjálftans.

Nokkrir eftirskjálftar hafa mælst í kjölfarið, einn tæplega 5 að stærð.ESRI



Fleiri fréttir

Sjá meira


×